Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Bretland: Tilraunir heimilaðar á fóstrum fyrstu 14 dagana St, Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NEÐRI málstofa brezka þingsins ákvað á mánudagskvöld að heimila tilraunir á frjóvguðum eggjum í 14 daga. A þriðjudagskvöld var ákveðið að stytta Ieyfilegan tíma til fóstureyðinga úr 28 vikum í 24. Engin löggjöf hefur verið í gildi í Bretlandi um fósturtilraunir. Arið 1984 skilaði nefnd undir forsæti Mary Warnock, barónessu og heim- spekings, tillögum um löggjöf á þessu sviði. Á sl. hausti var síðan frumvarp lagt fyrir lávarðadeildina og var það samþykkt snemma á þessu ári. Neðri málstofan greiddi atkvæði um þetta frumvarp sl. mánudagskvöld. í upphaflegum tillögum nefndar- innar var gert ráð fyrir að heimila tilraunir á fóstrum allt að 14 daga gömlum. Einnig var lagt til, að all- ar stofnanir, sem stunduðu rann- sóknir á þessu sviði, þyrftu til þess sérstakt leyfí frá yfirvöldum. Báðar tillögumar voru í frumvarpinu. Röksemdir andstæðinga frum- varpsins vom þær, að frá því að egg fijóvgaðist væri það persóna og nyti þar með réttar til lífs. Sir Bernhard Braine, þingmaður íhaldsflokksins, sakaði talsmenn frumvarpsins um að vilja stuðla að nazistalækningum. Stuðningsmenn þess töldu, að með því að heimila rannsóknir í fyrstu 14 daga fijóvg- aðs eggs opnuðust möguleikar á læknisfræðilegum framfömm, sem drægju úr sjúkdómum og vansköp- un. Þeir töldu enga ástæðu til að líta á nýfijóvgað egg sem persónu. 364 þingmenn studdu fmmvarp- ið, 193 vom á móti. Moskva: Nýja borgarráðið veldur vonbrigðum Moskvu. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „NÝJA borgarráðið virkar alls ekki því fulltrúarnir eru allt of margir og meirihlutinn er marg- klofinn," segir Borís Kag- arlítskíj, borgarfulltrúi í Moskvu. Morgunblaðið ræddi við hann á þriðjudag er ráðið var að hefja aðra starfsviku sína eftir kosn- ingamar fyrir skömmu. Eins og í Leníngrad og Kíev unnu umbótasinnaðir frambjóðend- ur sigur í borgarstjórnarkosningum í Moskvu sem haldnar voru 4. og 18. mars sl. Þeir fengu 281 sæti af 464. Umbótasinnamir í Moskvu hafa bundist samtökum sem nefn- ast Lýðræðislegt Rússland. Er hið nýja borgarráð kom saman í síðustu viku var kunnur umbótasinni og hagfræðingur, Gavríl Popov, kjör- inn forseti ráðsins, nokkurs konar borgarstjóri. „Þetta var eina mikilsverða ákvörðunin sem tekin hefur verið til þessa,“ segir Kagarlítskíj sem greinilega hefur orðið fyrir von- brigðum með störf ráðsins. Hann tilheyrir umbótasinnaða meirihlut- anum og segir að þar skorti alla samstöðu og standi þetta störfum borgarráðsins mjög fyrir þrifum. Á stefnuskrá umbótasinna eru áætl- anir um bætta gatnagerð, úrbætur í húsnæðismálum og áætlun til að laða að vestræn fyrirtæki. Kag- arlítskíj gerir sér þó ekki von um að hægt verði að hrinda miklum umbótum í framkvæmd í Moskvu- borg nema Sovétvaldið taki einnig miklum breytingum. „En Popov er nú í aðstöðu til að koma sínum mönnum í lykilstöður í borginni og það skiptir auðvitað miklu máli,“ segir hann. I síðustu viku kom til harðra deilna milli harðlínumanna í borgar- ráðinu og umbótasinnaða meirihlut- ans. Hinir síðarnefndu vildu fjar- lægja öll tákn kommúnismans úr húsakynnum ráðsins. Harðlínu- menn hótuðu að segja sig úr ráðinu ef brjóstmynd af Lenín, sem trónir á stalli í fundarsalnum, færi sömu Ein grein frumvarpsins um fóst- urtilraunir kvað á um, að leyfilegur tími til fóstureyðinga yrði styttur. Nú er heimilt að eyða fóstri allt að 28 vikna gömlu. Neðri málstofan samþykkti með 257 atkvæða meiri- hluta að stytta leyfilegan tíma fóst- ureyðinga niður í 24 vikur. Það er í samræmi við framfarir í læknis- fræði, sem hafa gert 24 vikna göml- um fóstrum kleift að lifa utan legs móður sinnar. Jafnframt því að stytta leyfilegan tíma til fóstureyðinga samþykkti neðri málstofan að engin tímamörk yrðu á fóstureyðingum, þar sem líf móður væri í hættu eða líkur á mjög alvarlegri vansköpun. Neðri málstofan greiddi atkvæði um sjö ólíkar tillögur um leyfilegan tíma til fóstureyðinga, allt frá því að stytta hann í 18 vikur í að eng- in mörk væru. Niðurstaðan var af- gerandi stuðningur við 24 vikur. Kenneth Clarke, heilbrigðismála- ráðherra, sem studdi 24 vikna mörkin, sagði að niðurstaðan væri afdráttarlaus og hann vonaðist til að andstæðingar fóstureyðinga virtu vilja þingsins og friður yrði um þetta mál nú um nokkurn tíma. Andstæðingar fóstureyðinga telja, að ekki verði reynt frekar fyrir næstu kosningar að breyta lögunum um fóstureyðingar. Reuter Mótmæli vegna Tsjernobyl Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í Hvíta-Rússlandi á fimmtu- dag er liðin voru fjögur ár frá slysinu í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu. Fólkið veifaði fána lýðveldisins og á borðum mátti m.a. lesa: „Hafið okkur ekki að fíflum — þið berið ábyrgðina!" Krafíst var lokunar versins og lagt til að kjöt frá svæðinu umhverfis það yrði lagt á borð leiðtoga kommúnistaflokksins. Sovéskur þingmaður heldur því fram að 300 manns hafi týnt lífi í slysinu en ekki 31 eins og yfir- völd hafa sagt. Þrjár og hálf milljón líf- látin frá því í byltingunni Tókíó. Reuter. HÁTTSETTUR yfirmaður í sovésku öryggislögreglunni, KGB, sagði í viðtali við japanskt dagblað á þriðjudag að stjórnvöld hefðu látið taka þrjár og hálfa milljón manna af lífi frá árinu 1917 er kommún- istar náðu völdum og Sovétríkin voru stofnuð. Gavríl Popov leið og létu umbótasinnar undan síga hvað það varðaði. í frétt blaðsins, Sankei Sbimbun, sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem sovésk stjómvöld skýrðu frá því hversu margir hefðu verið tekn- ir af lífí frá því í byltingunni. Viðmælandi blaðsins, Alexander Karbainov sem hefur majórstign innan öryggislögreglunnar, greindi og frá því að 30 njósnarar hefðu verið handteknir í Sovétríkjunum frá því Míkhaíl Gorbatsjov var kjör- inn aðalritari kommúnistaflokksins árið 1985 og hefðu þeir allir, að einum undanskildum, verið líflátnir. Sagði að hann tveir liðsmenn ör- yggilögreglunnar hefðu verið hand- teknir fyrir njósnir í þágu erlendra ríkja en þriðji KGB-maðurinn hefði komist undan til Bandaríkjanna. Karbainov fullyrti einnig að fímmta stjórnardeild KGB hefði verið lögð niður en helsta verkefni liðsmanna hennar var að bijóta á bak aftur andóf gegn stjórnvöldum í Sovétríkjunum. Höfundur fréttar- innar kvaðst á hinn bóginn hafa heimildir fyrir því að fímmta stjórn- ardeildin hefði nú með höndum alla njósnastarfsemi KGB erlendis. ERLENT Sovétríkin á tímum opnunar og umbóta: Efiiahagsástandið versnar sífellt og betri tíð er tæpast í vændum - segir Johann Are, þingmaður í Æðsta ráði Sovétríkjanna EFNAHAGSÁSTANDIÐ í Sovétríly'unum hefúr farið hríðversnandi frá því að Míkhaíl S. Gorbatsjov var kjörinn leiðtogi sovéskra kommún- ista. Ein ástæðan fyrir því að lífskjör manna hafa versnað er skemmdar- verkastarfsemi skriffinna og skipulagðra glæpasamtaka, sem með réttu má nefna sovésku mafiuna, er vinna gegn umbótaáformum Sovétleiðtog- ans. Vöruskorturinn sem af þessu leiðir er ein helsta ástæðan fyrir siminnkandi vinsældum Gorbatsjovs auk þess sem umhvcrfisspjöllin sem hlotist hafa af iðnvæðingarstefnu kommúnismans eru slík að almenn- ingi er bein hætta búin. Sá sem dregur upp þessa ófögru mynd af ástand- inu í Sovétríkjun- um nú um stundir er Johann Are frá Eistlandi en hann er fulltrúi þjóðar sinnar í Æðsta ráðinu í Moskvu, Johann Are eins konar efri deild fulltrúaþingsins er starfar allt árið. Johann Are er staddur hér á landi í boði Norræna hússins og flutti í gær fyrirlestur um stöðu mála í Eistlandi. Hingað til lands er einnig kominn Kristian Gemer dósent við háskólann í Lundi en hann er einn virtasti sérfræðingur Norðurlanda í málefnum Sovétríkj- anna og Austur-Evrópu. Hann flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag laugardag, kl. 14. Hemumið land Johann Are sagði á fundi með blaðamönnum í gær að sjálfstæðis- barátta Eislendinga væri grundvöll- uð á þeirri staðreynd að landið væri ________________________________ hernumið. Eistlendingar hefðu, líkt og nágrannar þeirra í Lettlandi og Litháen, aldrei óskað eftir því að gerast hluti af Sovétríkjunum. Ríki þessi nutu sjálfstæðis á árunum milli heimstyijaldanna en voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940 samkvæmt sér- stökum griðasáttmála sem þýskir nasistar og sovéskir kommúnistar höfðu gert með sér árið áður. Fram til þessa hafa sovésk stjórnvöld jafn- an fullyrt að ríki þessi hafí óskað eftir því að vera tekin í tölu Sovétlýð- velda. Að sögn Johanns Are heyrist lygi þessi sjaldnar en áður en þó hafa stjórnvöld enn ekki lýst yfir því með óyggjandi hætti að Eystrasalts- ríkin þijú hafi verið hernumin og íbúum þeirra þröngvað til að gerast sovéskir ríkisborgarar. Aðspurður um hugmyndir þær er Gorbatsjov hefur kynnt um að komið verði á fót nýju ríkjabandalagi lýð- velda Sovétríkjanna sagði hann að áætlanir þessar væru allar mjög óljósar auk þess sem hvergi hefði verið hvikað frá algjörri miðstýringu efnahagslífsins. Oll skipulagning þess væri enn í höndum ráðamanna í Moskvu. „Við erum ekki tilbúnir til að fallast á þessar hugmyndir Gorbatsjovs," sagði hann. Skipulögð skemmdarverk Þingmaðurinn kvað efnahags- ástandið í Sovétríkjunum fara sífellt versnandi og sagði fátt benda til þess að breyting yrði þar á til batnað- ar. „í Eistlandi tala menn um að lífskjörin hafi verið betri um 1950 en þau eru nú.“ Upplausn væri ríkjandi á þessu sviði. Möppudýr, embættismenn og harðlínukommún- istar reyndu með skipulögðum hætti að vinna gegn því að umbætur þær sem Gorbatsjov hefði boðað skiluðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.