Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 25 Frumvarp um takmarkanir flárgreiðslna úr ríkissjóði: Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að starfa á grundvelli frumvarpsins - segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðistlokksins UMRÆÐUR urðu í neðri deild Alþingis í gær vegna tafa á afgreiðslu frumvarps fjárveitinganefiidarmarma úr öllum flokkum um takmarkan- ir á fjárgreiðslum iir ríkissjóði, sem felur í sér bann við aukafjárveiting- um. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræð- urnar, að núverandi ríkisstjórn treysti sér greinilega ekki til að starfa á þeim grundvelli, sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. I Mikið hættuástand skapaðist vegna slyss í kjarnorkuveri í Tsjerno- byl í Sovétríkjunum fyrir fáum árum. Eiður Guðnason hefur lýst yfír þeirri skoðun sinni á Alþingi, að íslendingar eigi að mótmæla áformum Sovétmanna um kjarnorkutilraunir við Norður-lshaf. Kjarnorkutilraunir í Norður-íshafinu; Formleg* mót- mæli mikilvæg - segir Eiður Guðnason (A-Vl) Frumvarpið var lagt fram í desem- ber af öllum nefndarmönnum fjár- veitinganefndar, sem sæti eiga í neðri deild. Með frumvarpinu er stefnt að því að koma í veg fyrir fjár- greiðslur úr ríkissjóði, sem ekki eiga sér stoð í fjárlögum eða fjáraukalög- um. Fyrsta umræða um málið í neðri deild fór fram í síðari hluta marsmán- aðar og var því þá vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar. Á fundi deildarinnar í gær vakti Pálmi Jónsson (S/Nv) máls á af- Tillögur forsætisráðherra gera ráð fyrir því að umhverfisráðherra leggi fram frumvarp á haustþingi um umhverfisvernd og umhverfis- verndarstofnun. í því skal ákveðið skipulag mengunar- og geislavarna á landi, í lofti og á sjó. Þá gera tillögur forsætisráðherra ráð fyrir að Landgræðsla ríkisins greiðslu þessa frumvarps. Spurði þingmaðurinn hvernig á því stæði, að þetta mál, sem samkomulag hefði verið um innan fjárveitinganefndar, væri ekki tekið á dagskrá og hvað tefði afgreiðslu fjárhags- og við- skiptanefndar á því. Páll Pétursson (F/Nv), formaður fjárhags- og við- skiptanefndar svaraði á þann veg, að ekki hefði unnist tími til þess að ræða það til fulls í nefndinni, en hann vonaðist til þess að það gæti orðið i næstu viku. Lýsti hann því og Skógrækt ríkisins skuli starfa óbreytt þar til lög um þær stofnan- ir hafa verið enduðskoðuð. Ekki er samkomulag við stjórnar- andstöðu um þessar breytingar, frekar en frumvarpið sjálft. Ovíst er, hvort verkefnafrumvarpið nær fram að ganga á þessu þingi. jafnframt yfir, að hann væri andvíg- ur málinu. Nokkrar umræður urðu um þetta mál. Friðrik Sophusson (S/Rv), Ólaf- ur Þ. Þórðarson (F/Vf) og fieiri gagnrýndu tafir á afgreiðslu málsins harðlega og Sighvatur Björgvinsson (A/Vf), fyrsti flutningsmaður frum- varpsins og fonnaður fjárveitinga- nefndar, spurði hvort Alþingi væri orðið svo máttlítið gagnvart fram- kvæmdarvaldinu, að það gæti ekki afgreitt frumvarp af þessu tagi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, lagði áherslu á mik- ilvægi þess að frumvarpið yrði sam- þykkt. Hann sagði það fagnaðarefni, að víðtæk pólitísk samstaða hefði náðst um það á þingi, en hins vegar væri ljóst, að núverandi ríkisstjórn treysti sér ekki til að starfa á grund- velli þeirra reglna, sem frumvarpið kvæði á um. FRUMVARP Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, um Kvik- myndastofiiun íslands var til ann- arrar umræðu í neðri deild Al- þingis í gær. Birgir ísleifúr Gunn- arsson (S/Rv) sagði við umræð- una, að lrumvarpið væri hroð- virknislega unnið og bætti aðstöðu kvikmyndagerðarinnar lítið. Þingmaðurinn sagði meðal annars, „HEFUR ríkissljórn íslands mót- mælt þeim ráðagerðum Sovét- ríkjanna að flytja tilraunir með kjarnorkuvopn frá Mið-Asiu til að átelja bæri menntamálaráðherra fyrir að leggja fram jafn illa undir- búið frumvarp og hér væri um að ræða. Jafnfram hefðu vinnubrögð menntamálanefndar neðri deildar verið hroðvirknisleg við afgreiðslu þess. Af þessum sökum væri ástæða til að vísa málinu aftur til ríkisstjórn- arinnar. Novaja Zemlja í Noður-íshaf- inu?“ Svo hljóðaði fyrirspum Eiðs Guðnasonar (A-Vl) til utanríkisráð- herra. Utanríkisráðherra sagði Sovétmenn ekki hafa tekið ákvörð- un um slíkar tilraunir í N-ísliafinu-jgt Málið væri enn til umræðu í Æðsta ráðinu. Norðmenn hafí komið áhyggjum sínum á framfæri við Sovétmenn. Finnska þingið hafi og rætt málið. Sér væri ekki kunnugt .um viðbrögð Dana eða Svía. Ut- anríkisráðuneytið mun fylgjast vel með framvindu málsins, sagði ráð- herra, og lét að því liggja að málið myndi jafnframt rætt á næsta ut- anríkisráðherrafundi Norðurlanda. Eiður Guðnason sagði það sína skoðun að ríkisstjórnin ætti með formlegum hætti að tilkynna sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi áhyggjur sínar vegna þessara áforma og fara eindregið fram á að við þær verði hætt. Verkefni umhverfísráðuneytis; Forsætisráðherra flyt- ur breytingartillögur við stj órnarfrumvarp Forsætisráðherra hefur lagt fram breytingartillögur við stjórnar- frumvarp um verkefni umhverfisráðuneytis. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir því að nokkrar frumvarpsgreinar (8. til og með 14. gr.) öðlist ekki gildi fyrr en að lokinni endurskoðun og eftir samþykkt breytinga á lögum sem rakin er í ákvæðum til bráðabirgða. Kvikmyndastofíiun: Meðferð ft*umvarps- ins hroðvirknisleg - segir Birgir ísleifur Gunnarsson Áætlun um uppsetningu viðvörunarkerfis til 1992 ítalski hópurinn á Reykjavíkurflugvelli ellir að hann varð að snúa við á rútu sinni á leið norður í land vegna ófærðar. Italskir kennarar heimsækja Island Lentu í hrakningum í óveðrinu HÉR Á landi eru staddir 60 ítalskir framhaldsskólakennarar frá fagfélagi Ireda á Ítalíu. Þeir eru að halda sitt þriðja námsþing sem fjallar um „Náttúrufar og mannlíf á íslandi". Þingið var skjpulagt af Umhverf- ismálastofnun Italíu, en formaður hennar er prófessor Elio Abation, í samvinnu við íslandsvinafélag ít- alíu. Formaður þess er dr. Wladim- iro Bombacci. Hópurinn fer mjög víða, en til- gangur ferðarinnar er að skoða merki um eldvirkni og jarðhita á íslandi og kynna sér muninn á eld- virkni á Islandi og Ítalíu. Leiðsögumaður og túlkur í ferð- inni var Pétur M. Guðmundsson. Allan undirbúning hefur innan- landsdeild Samvinnuferða Landsýn- ar séð um. Þess má geta að hópurinþ fór ekki varhluta af óveðrinu sem gékk yfir landið í vikunni. Snúa varð við rútu hópsins á norðurleið vegna ófærðar og kom hópurinn aftur til Reykjavíkur og var sendur með flugvél til Akureyrar. Þótti ítölun- um þessar hrakningar aðeins upp- bót á mjög ánægjulega ferð. Leiðrétting í umfjöllun Daglegs lífs sl. föstu- dag um íslenska tísku var ranglega farið með nafn Önnu Gullu Rúnars- dóttur fatahönnuðar. Morgunblaðið biðst vejyirðingar á mistökunum. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Guðjóni Petersen framkvæmdastjóra Almanna- varna ríkisins: „í Morgunblaðinu 25. þ.m. erþað haft eftir formanni fjárveitinga- nefndar Alþingis, Sighvati Björg- vinssyni, að hann kannist ekki við tillögu frá Almannavörnum ríkisins um fjárveitingar til frekari út- breiðslu viðvörunarkerfis Almanna- varna. Vegna þessa þykir rétt að birta orðrétt þann hluta greinar- gerðar Almannavarna ríkisins með tillögum til fjárlaga 1990, sem fjall- ar um viðvörunarmálefni. „60103-Stofnkostnaður, fjar- skipta- og viðvörunarkerfí 14.185 þús. kr., sjá eyðubl. 6-1: Þegar lögum um almannavarnir var breytt 1985, voru viðvörunar- málefni lögð undir ríkissjóð, en við- vörunarkerfi eiga að vera í öllum þéttbýliskjörnum með 2.000 íbúa eða fleiri, samkvæmt reglugerð. í áliti þingkjörinnar nefndar um efl- ingu almannavarna, sem fram kom 1984, og ofangreind lagabreyting m.a. byggðist á, var sett fram áætl- un um uppsetningu viðvörunarkerf- is sem náði fram til 1992. Almannavamir ríkisins hafa frá því að álitið var sett fram og lögun- um breytt, unnið að kostnaðaráætl- un fyrir verkefnið í heild og leitað tilboða í tæki og uppsetningar hjá erlendum fyrirtækjum sem fram- leiða viðvörunarkerfi, sem uppfylla NATO-kröfur um tæknilegar út- ' færslur, sem íslendingar hafa sam- þykkt. 12.010 þús. kr. eru af þess- ari fjárhæð ætlaðar til að hefja fyrsta áfanga í þessari 4 ára upp- byggingu viðvömnarkerfis fyrir landið, eýi inn í þá heildarmynd kemur jafnframt breyting á kerfínu í Reykjavík, sem yrði yfir 20 ára gamalt þegar uppbyggingunni væri lokið og því brýn endurnýjun á því. Er með þessari áætlunartölu gert ráð fyrir að 'A kerfisins yrði byggð- ur. Sá hluti viðvörunarkerfisins, sem lagt er til að komið verði upp í þessum fyrsta áfanga, er sem hér segir: Tvær viðvörunarflautur verði settar upp í Reykjavík, vegna nýrr- ar byggðar í Grafarvogi og Ártúns- holti. Ein ný viðvörunarflauta verði sett upp vegna austurhluta Kópa- vogs. Sjö viðvörunarflautur verði settar upp fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð og Álftanes. Verði með þessari aðgerð haldið í með viðvörunarkerfi fyrir nýbyggð í Reykjavík og Kópavogi og þannig fyrirbyggt að mismunun verði með- al íbúa innan sama byggðarlags um viðvörunarmöguleika gegn vá. Einnig, sem ekki er síður mikil- vægt, verður þá búið að tryggja viðvörun til 133.286 manns eða 54% íbúa landsins í einni „viðvörunar- heild“. Þar sem hér er einnig um að ræða nýtt kerfí er í þessum tölum kostnaður við stýrikerfi sem nýtist við „landsstýringu" kerfisins. Með greinargerðinni er kort sem sýnir áætlaða dreifíngu viðvörunar- flauta um landið í byggðum með yfir 2.000 íbúa. Meginmunur er á því viðvörunar- kerfi, sem hér um ræðir, og því sem nú er t.d. rekið í Reykjavík. Felst hann í því að í hinu nýja kerfi er hægt að tala til íbúanna í gegnum það og gefa þannig munnlegar leið- beiningar jafnhliða viðvörun, ýmist til ákveðinna svæða eða um al!iíK> svæðið að vild. Sem dæmi má nefna að verði efnaleki eða eitrun af öðr- um toga, sem breiðist út undan' vindi, má gangsetja tafarlaust við- vörunarflautur innan þess afmark- aða svæðis sem mengunin (eitrunin) breiðist yfir og gefa fólki leiðbein- ingar um hvað það eigi að gera til að komast af. Til áframhaldandi uppbyggingar og styrkingar á því fjarskiptakerfi, sem Almannavarnir hafa unnið við að byggja upp, er svo lagt til að veittar verði 2.175 þús. kr. og er sú upphæð áætluð fyrir 3 nýjar endurvarpsstöðvar að upphæð um 500 þús. kr. hver með uppsetningu og 20 radíóstöðvar til þéttingar & núverandi kerfi á Austur- og Norð- austurlandi." (Tilvitnun lýkur.) Þegar frumvarp til fjárlaga fyrir yfirstandandi fjárlagaár lá fyrir al- þingi sl. haust var ljóst að í því voru ætlaðar 2.500 þús. kr. til þessa málaflokks, en ekki er unnt að hefj- ast handa með svo lága fjárhæð, svo nýting hennar verður meira á sviði fjarskiptakerfisins. Vegna þess var sérstök greinar- gerð send fjárveitinganefnd Alþing- is í haust, þar sem eftirfarandi var tekið fram varðandi viðvörunaj-r.. kerfið: „3. Stofnkostnaður: 3.1. Viðvörunarkerfi: Til þessa liðar var lagt til að veittar yrðu kr. 14.185 þús. til að halda áfram upp- byggingu viðvörunarkerfa um landið, en miðað við frumvarpið verður ekkert að gert á því sviði. ' Er lagt til að nefndin endurskoði þá ákvörðun."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.