Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 25 Frímann Guðjóns- son, bryti - Minning Fæddur 16. maí 1909 Dáinn 12. júní 1990 í dag, 20. júní, fer fram frá Dóm- kirkjunni líkför Frímanns Guðjóns- sonar, bryta, er lengst átti heimili á Kaplaskjólsvegi 1 í Reykjavík, en hann lést 12. þ.m. á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Frímann fæddist í Boiungarvík 16. maí 1909 og voru foreldrar hans hjónin Guðjón Helgason og Kristín Arnadóttir. Kristín var Húnvetning- ur, dóttir Áma Árnasonar, bónda að Hörgshóli í Vesturhópi og konu hans, Ingibjargar Jónadabsdóttur. Guðjón, faðir Frímanns, var Vopn- firðingur, sonur Helga Jónssonar bónda á Hamri í Vopnafirði, síðar á Gunnarsstöðum á Langanesströnd og konu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur en hún var systurbarn við Friðjón Jónsson,. bónda á Sandi í Aðaldal, föður Guðmundar skálds og þeirra landsþekktu systkina. Frímann var yngstur af börnum foreldra sinna, en alls voru börn þeirra átta, fimm systur og þijár dætur. Synirnir Ingvar, Gunnlaugur, Árni og Frímann eru nú látnir, en fimmti bróðirinn Friðrik, áður skóla- stjóri og útgerðarmaður á Siglufirði, er á lífí og dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Ástríði Guðmundsdóttur. Hann ernú 88 ára. Systur Frímanns eru allar á lífi. Þeirra er elst Guðný, ekkja Jóhanns Hjaltasonar, vélstjóra, er lengst bjuggu á Akureyri. Hún er 98 ára og dvelur nú á elliheimilinu Grund. Hólmfríður, ekkja Georgs Páls- sonar, bókara, er lengi bjuggu á Akureyri og Siglufirði. Fimmtán árum eftir lát Georgs giftist hún Árna Pálssyni, byggingameistara í Reykjavík, sem nú er látinn. Þriðja systirin er Ásta Zoéga, ekkja Kristján Zoéga, kaupmanns í Reykjavík. Er Frímann fæddist bjuggu for- eldrar hans í Bolungarvík en faðir hans stundaði þar sjó en 1912 flytur fjölskyldan til Ákureyrar og er hann þá þriggja ára. Guðjón var þar fiski- matsmaður. Árið 1923, 29. apríl, missir hann móður sína en þetta vor átti hann að fermast og var honum sár móðurmissirinn. Hann er áfram með föður sínum og yngstú systrum sínum er sjá um heimilið með fpður sínum. Almennu skólanámi lýkur hann á Akureyri og sextán ára fer hann að heiman að vinna fyrir sér, er á síld á Siglufirði á sumrum, en á vertíð á vetrum í Sandgerði og fellur hon- um vel sjómennskan. Það kemur að því við tvítugs ald- ur að harín vill afla sér frekari menntunar, en vegna sjónskekkju var ekki talið fært né mögulegt að hann fari í stýrimannaskólann svo sem hugur hans stóð til. Hann ákveður því að leita sér lífsviðurvær- is á öðrum vettvangi og velur nám í framreiðslustörfum til þess að verða bryti. Fer í læri á Hótel Borg er. þá var ný tekið til starfa. Meðan hann er í námi á Hótel Borg gengur hann að eiga eftirlif- andi konu sína, Magneu Halldórs- dóttur, sem ættuð er úr Dalasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Hall- dór Bjarnason frá Saurum í Laxár- dal og kona harís Kristín Eyjólfsdótt- ir frá Seli í Grímsnesi. Bjuggu þau fyrst í Dölum en fluttu 1916 til Reykjavíkur og bjuggu þar til ævi- loka. Frímann og Magnea voru gefin saman af séra Bjarna Jónssyni 21. maí 1932 og um leið systir hans •Ásta og Kristján Zoéga, kaupmaður. Frú Magnea var afburða glæsileg kona, er reyndist manni sínum góður og traustur lífsförunautur. Þau höfðu ung kynnst á síld á Siglufirði árið 1925 og var Frímann þá sextán ára. Hún bjó manni sínum vistlegt og menningarlegt heimili. Fyrsta árið eftir að þau giftust bjuggu þau í Reykjavík, en 1933 ræðst Frímann til Eimskipafélags íslands og er í fyrstu þjónn á Gullfossi, en fær síðan nærri ársleyfí að fullnuma sig í starfi bryta og fer til náms og starfa á Restaurant Kölle á Vesturbrú í Kaupmannahöfn er þá var með fremstu matsölustöðum þar. Þau hjónin fluttu þá til Kaupmannahafn- ar. Eftir að hafa lokið námi þar verð- ur hann bryti á Lagarfossi, er þá var í föstum siglingum frá Akur- eyri, Leith og Kaupmannahöfn og þar var stans skipsins lengst og bjuggu því flestir yfirmenn skipsins þar. Hann verður síðan biyti á Gull- fossi, síðan Goðafossi og þau hjónin bjuggu áfram í Kaupmannahöfn þar til að síðari heimsstyijöldin skellur á. Magnea var í Kaupmannahöfn við hernám Danmerkur en Frímann var þá kominn sem bryti á Goðafossi er þá var í Ameríku-siglingum. Hún komst heim með öðrum ís- lendingum frá Danmörku með Esju frá Petsamo 1940. Frímann var í siglingum öll stríðsárin og var bryti á Goðafossi er hann var skotinn nið- ur af þýskum kafbáti út af Reykja- nesi, 10. nóvember 1944 og fórust þá 24 íslendingar. Bjargaðist hann af fleka, en hafði fengið mikið höfuð- högg og varð aldrei sami maður eft- ir slys þetta. Hann missti svo til mál, en eftir höfuðuppskurði, fyrst í Svíþjóð og síðan Ameríku fékk hann þó þann bata að geta tjáð sig og unnið. Hélt hann ^fram störfum bryta á skipum Eimskips, Gullfossi, Goðafossi hinum nýja og síðast Brú- arfossi. Þann 20. apríl 1956 sagði hann starfi sínu lausu sem bryti hjá Eim- skip frá 1. júlí 1956 af heilsufars- ástæðum. Eftir það fór hann stöku sinnum í afleysingar, ef heilsa hans leyfði. Magnea kona hans fylgdi honum oft í siglingum og ævinlega er hann þurfti að fara erlendis til læknisað- gerða sem oft var. í öllu starfi var hann traustur og áreiðanlegur. Hin síðari ár hrakaði heilsu hans og var Magnea ætíð við hlið hans að veita honum aðstoð og hjálp allt svo sem hún megnaði. Þijú síðustu æviárin var hann svo til óslitið á sjúkrahúsum og heilsu- stofnunum. Eftir sjúkralegu á Landspítala fór hann á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík, en þaðan í Hátún og að síðustu á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði en þá hafði Magnea koná'hans fengið þar her- bergi og gat því verið hjá honum og hjúkrað. Magnea og aðstandendur eru mjög þakklátir Pétri Sigurðssyni, forstjóra Hrafnistu í Hafnarfirði, og Rafni Sigurðssyni, forstjóra Hrafn- istu í Reykjavík, fyrir liðsinni þeirra og fyrirgreiðslu að Frímann fengi hina bestu umönnun, en báðir þessir sæmdarmenn höfðu verið með hon- um til sjós. Hjúkrunarliði og starfsfólki á Hrafnistu eru þökkuð hjálp þess og aðstoð við hann. Fyrir starf sitt sem bryti var Frímann, 30. maí 1975 gerður að heiðursfélaga í félagi bryta og hon- um þökkuð störf í þágu þess og mat han þá sæmd mikils. Þau hjón voru barnlaus en margir ættingjar þeirra nutu velvildar þeirra og greiðasemi. Frímann var meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, nokkuð stórskor- inn í andliti, hafði ekki góða sjón og þurfti ætíð að nota sterk gler- augu. Hann var jafnlyndur en skap- mikill. Mundi allt, er honum var vel gert, en lengur það sem á móti var. Hann var mikill vinur vina sinna og mjög frændrækinn. Við frændfólk hans þökkum hon- um löng og góð kynni og biðjum honum Guðs blessunar. Ekkju hans, frú Magneu, vottum við dýpstu samúð og biðjum þess að endurminning um góðan og traustan lífsförunaut létti henni sár- ustu sorgina og söknuð. Björn Ingvarsson Nú hefur hann Frímann, sem okk- ur systrunum þótti svo vænt um, fengið hvíldina. Hann var kvæntur ömmusystur okkar, Magneu Hall- dórsdóttur, og var eins og afi okkar. Við erum fæddar og uppaldar í Danmörku, og höfum þess vegna átt langt í ömmurnar og afana. En Frímann, sem var bryti hjá Eimskip, sigldi stundum til Kaupmannahafnar og þau hjónin komu oft í frí til Kaup- mannahafnar. Þess vegna kynnt- umst við þeim mjög vel. Þegar Frímann kom gerðist alltaf eitthvað spennandi. Hann fór með okkur í Tívolí, í kaffi og kökur, og hann bauð okkur út að borða. Hann var alltaf mjög góður við okkur, og okkur fannst líka gaman að vera með honum. En við hugsuð- um ekki um hann sem afa, fyrr en einu sinni þegar við heyrðum mann spyija hann hvort við systurnar værum barnabörnin hans. Frímann brosti og sagði: „Já“. Seinna þegar aðeins móðurafi okkar var á lífi og kominn á elliheim- ili, bjuggum við oft hjá Möggu og Frímanni. Okkur fannst þetta vera okkar heimili á íslandi. Til þeirra fórum við alltaf og ræddum áhuga- mál og áhyggjur, þau höfðu alltaf tíma til að hlusta. Alla þá tíð sem við höfum þekkt Frímann hefur hann verið veikur. Hann varð fyrir slysi þegar Goða- foss fórst 1944, og hafði eftir það mjög slæma sjón og bjó við van- heilsu um árabil. Þó að hann hefði takmarkaða sjön var ótrúlegt og aðdáunarvert, hvernig hann komst allra ferða sinna og gat stundað atvinnu sína. Við erum þakklátar fyrir allt, sem hann var okkur og geymum minn- inguna um hann um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Kristín og Margrét $1 1 + Útför systur minnar og móöursystur okkar, Minninga irsiðður _ ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR, Grænuvöllum 6, Selfossi, Al ■> sem andaöist 11. júní, veröur gerö fró Eyrarbakkakirkju, laugar- öKJOIS daginn 23. júní kl. 15.00. Ása Ólafsdóttir, Sími 688500 Ástríður Sigurðardóttir, Sólrún Sigurðardóttir. Hugleiðsla í hreyfíngu Spjallað við Rafíi Geirdal um Amrit Desai, jóga AMRIT Desai (Gurudev), jógi, kom til landsins i gær, eins og greint hefúr verið frá hér í fréttum. Gurudev mun halda fyrirlestur í Borgarleikhúsinu, um Kripalu jóga, fimmtudag- inn, 21. júní, klukkan 20.00, auk þess sem hann verður með nám- skeið í íþróttahúsi Digranes- skóla um helginga. Námskeiðið hefst á fostudagskvöld og stendur frá klukkan 18.30 til 21.00. Á Iaugardeginum verður byrjað aflur klukkan 8.30, til 18.30 og á sunnudag lýkur nám- skeiðinu, frá klukkan 8.30 til 13.00. Hingað til lands kemur Gurudev á vegum samtakanna „Lífsorku," sem er félagsskapur þeirra sem hafa farið út á „Krip- alu centre for joga and health,“ (Kripalu miðstöðin fyrir jóga og heilsu), sem Gurudev stofnaði sjálfur, í Lennox í Massachusettes í Bandaríkjunum. Gurudev hefur fengið doktors- nafnbót sem jógi, fyrir framlag sitt til jógavísinda og þá aðferð sem hann hefur þróað. Þá aðferð kallar hann Kripalu jóga og nefn- ir svo eftir meistara sínum Krip- aluvanandji. Til að fá nánari upp- lýsingar um aðferðir Gurudevs, hafði blaðamaður Morgunblaðsins samband við Rafn Geirdal, sem er hvað kunnuguastur Gurudev hér á landi og bað um nánari skýringu á Kripalu jóga. „Þessi jóga aðferð byggir á því,“ svaraði Rafn, „að sitja í hugleiðslustellingu og fara í djúpa hugleiðslu. Síðan lætur hann líka- mann hreyfast sjálfkrafa; hann fer í gegnum ákveðið hreyfiflæði og lýkur því aftur með því að hugleiða. Gurudev nefnir þetta oft „hugleiðslu í hreyfingu." í fyrirlestrinum sem hann held- ur, talar hann um daglegt líf og hvernig fólk getur lifað á meðvit- aðri hátt. Hann er fyrst og fremst kennari í meðvitund." Hvað felur það í sér? „Það felur í sér, að vinna sig í gegnum alls kyns doða, streitu, slen, reiði, einstrengingshátt, líkamleg veikindi, tilfínningalegt ójafnvægi, skort á einbeitingu - og almennt þá tilhneigingu fólks að „lifa úr takt við lífið.“ Út á hvað gengur námskeiðið? „Á námskeiðinu verður hann annars vegar með fræðslu. Hins- vegar sýnir hann þetta hreyfiflæði og kennir þátttakendum að nota það.“ Hvað er svona merkilegt við að vera á hreyfingu? „Þú kemst í svo sterka snert- ingu við sjálfa þig og í meira jafn- vægi. Tilfinningin eykst í líka- manum og þú byijar að upplifa líkamann eins og hann sé lifandi- og búi yfir sinni eigin visku um hvernig sé rétt að lifa.“ En hvers vegna þessi áhersla á líkamann? „Vegna þess að lífsorkan (prana) býr í öllum líkamanum. Því þarf að ná að skynja allan líkamann, í stað þess að skynja bara í huganum." Kollvarpar þessi aðferð öllum fýrri jóga aðferðum? „Nei, en þetta er framför. Gurudev byggir aðferðina upp á hefðbundnum jógastellingum. Hann Iætur fólk vera heillengi í þeim stellingum - jafnvel heila mínútu. Við þessa stellingu fer svo mikil orka af stað, að það er eins og líkaminn hreyfist af sjálf- um sér.“ Hvað er jóga? Amrit Desai (Gurudev), jógi „Orðið sjálft þýðir eining. Þú ert að upplifa einingu á líkama og sál hið innra, og einingu við allt lífið og tilveruna. Þetta er lífsstefna." Er hægt að læra þetta á einu námskeiði? „Nei, en það er hægt að kom- ast af stað á einu námskeiði." Nú er jóga mjög svo tengt ind^ verskri heimspeki og trúarbrögð- um. Á þetta eitthvert erindi við okkur hér? „Þetta er alþjóðlegt kerfi og hægt að tengja það við hveija einustu þjóð, sem vill taka við því. Þetta eru ekki trúarbrögð, en kemur óneitanlega inn á sömu spurningar, því jóga fjallar um lífið og tilveruna, rétt eins og öll trúarbrögð.“ Sú ímynd sem maður hefur af jóga iðkendum, er að þeir sitji sleitulaust og hugsi, en geri ekki neitt; einhvers konar auðnuleys- ingjar. Er þetta ekki lífsflótti? „Nei. Markmiðið með jóga er að lifa virkara lífi; vera meira lif^l' andi, en þú virðist vera. Hinsveg- ar þarf töluvert mikla innri vinnu til að geta gert það. Það sem jóga- iðkandi er að gera, er að hreinsa sjálfan sig í gegnum það að vinna; hann tekur í síauknum mæli ábyrgð á öllum málum sem að honum snúa - og hættir að fresta þeim. Þeir hreinsa mannorð sitt og læra að þjóna öðrum á óeigin- gjarnan hátt.“ Hvað áttu við? „Þegar þú ert kærulaus, þá safnast upp alls kyns óleyst mál. Þú færð á þig skammir og bindur þig þannig í klafa af óefndum loforðum. Þá reynir þú jafnvel enn ^ frekar að „slá þessu upp í kæru- leysi," en losnar þá enn frekar úr tengslum við eðlilegt líf. Þá er hætta á að lífið verði mark- laust; enginn taki lengur mark á þér.“ Gurudev vinnur mikið með það sem kallað er Kanna jóga. Það gengur út á að þjóna á óeigin- gjaman hátt; að gera fyrir aðra, það sem þeir óska eftir - og þá sérstaklega að sinna frumþörfum annarra. Eg vil þó taka það fram, að þetta gengur ekki út á að vera í þjónkunarhlutverki - eða vera **1 undirokaður - því þá byijar þú að tapa sjálfum þér, í stað þess að hreinsa af þér alla skuldbind- ingu og verða sjálfstæður. Það má segja að Karma jógað gangi út á það að gera hreint fyrir sínum dyrum - um leið og maður vinnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.