Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 36
o Kringlan 5 Sími 692500 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/Einar Falur Leifur Steindal í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga skýrir erlendum gestum frá efninu Steindalite. Erlend fyrirtæki skoða nýjungar á Grundartanga SÍÐUSTU daga hafa um þrír tugir erlendra gesta sótt ráð- stefnu á vegum íslenska járn- blendifélagsins, þar sem þeir kynntust ýmsum nýjungum, sem þróaðar hafa verið í verk- smiðju félagsins á Grundar- tanga. Gestirnir eru fram- kvæmda- og framleiðslustjórar í 9 járnblendiverksmiðjum norska fyrirtækisins Elkem beggja vegna Atlantshafsins. Einnig voru í hópnum menn sem hafa umsjón með þróunar- verkefhum. Meðal þess sem útlendingarnir sáu í kynnisferð um verksmiðjuna í gær var nýtt tölvustjórnkerfi fyrir bræðsluofnana og hvernig Steindalite er notað, en það efni er notað til að klæða innan deigl- ur, sem bráðnum málminum er hellt í. Leifur Steindal, sem er fyrir miðri mynd, þróaði þetta efni og notar til þess meðal ann- ars ryk sem fellur til við fram- leiðsluna í verksmiðjunni. Morgunblaðið ræddi við nokkra gestanna í gær og sögðu þeir að förin hingað hefði verið lær- dómsrík. Mest þótti þeim koma til Steindalite og tölvustjórnkerf- isins. Á vegum Járnblendifélagsins hefur verið unnið að því að selja afrakstur þróunarstarfs undan- farinna ára og meðal annars hefur verið sótt um einkaleyfi fyrir tölvustjómkerfið og Steindalite. Ráðningarstofa Reykjavíkur: Námsmenn sem voru á bið- lista hafa allir verið ráðnir Þörf fyrir um 460 ný störf, segir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Landsbréf: Húsbréfkeypt fyrir 400 millj. -^EFTIRSPURN eftir húsbréfum á verðbréfamarkaði hefur haldist í hendur við framboð, þrátt fyrir að framboðið hafí aukist töluvert undanfarnar vikur. Landsbréf, sem er viðskiptavaki húsbréfa, hefúr nú keypt húsbréf fyrir um 400 milljónir króna. Sigurbjörn Gunnarsson deildar- stjóri hjá Landsbréfum sagði að framboð húsbréfa hefði tekið kipp í lok maí, eftir að húsbréfakerfið var opnað. Það hefði þó ekki haft áhrif á afföll bréfanna þar sem allt- af hefði tekist að selja þau aftur. Sigurbjörn sagði þó að ekki væri að vita hvað gerðist, ef framboð 5§kist enn verulega. Ávöxtunarkrafa Landsbréfa í viðskiptum með húsbréf er nú 6,85% og hefur hækkað úr 6,55% í samræmi við hækkun spariskír- teina ríkissjóðs á verðbréfaþingi. Þetta þýðir að 9,2% afföll eru á bréfunum miðað við að þau bera 5,75% vexti. Sigurbjörn sagði að flestir þeir, sem seldu Landsbréfum húsbréf hefðu leitað sér upplýsinga og vissu hvernig húsbréfakerfið virkaði. Þó ^æri einn og einn sem ekki skildi hugtökin og vissi ekki hvers vegna kæmu til afföll á bréfunum. Gangstéttir sápuþvegnar með ilmefhum STARFSMENN borgarinnar hafa í samvinnu við Hreinsitækni sf. unnið við það síðastliðnar tvær nætur að sápuþvo gangstéttar og port í miðbænum með sérstök- . um ilmefnum. —$ Við þvottinn er notaður sérstakur háþrýstibíll og sagði Hreiðar Þór- hallsson hjá Hreinsitækni að þegar væri búið að sápuspúla Hlemmtorg og gangstéttar við Laugaveg á þennan hátt og síðastliðna nótt átti að spúla Austurstrætið og Aðal- stræti. Hann sagði að nauðsyn hefði aukizt á þessu eftir að bjórsala var Ieyfð fyrir rúmlega einu ári, „en það er ljóst að eftir að bjórsala var leyfð hefur það færst mjög í vöxt að menn kasti af sér vatni á götum úti.“ Næstmestan afla allra togara fékk ísfísktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK, 1.865 tonn. Mestan afla vestfjarðatogara fékk Páll Pálsson ÍS, 1.681 tonn. Á Norður- landi varð Harðbakur EA aflahæst- ur með 1.535 tonn og á Austur- --^andi Bjartur NK með 1.236 tonn. Mest aflaverðmæti ísfisktogara varð hjá Vigra RE, 143 milljónir Reykjavíkurborg veitti í síðustu viku 20 milljónir króna aukalega til sumarvinnu skólafólks, sem mun nægja til að ráða 80 manns í vinnu. Borgin hefur þá alls veitt króna. AIls öfluðu sex aðrir ísfisk- togarar fyrir 100 milljónir króna eða meira: Engey RE 134 milljónir, Gullver NS 114 milljónir, Guðbjörg ÍS 107 milljónir, Víðir HF 106,5 milljónir, Páll Pálsson 106 milljónir og Breki VE 103 milljónir. 16 frystitogarar öfluðu fyrir meira en 100 milljónir, næst á eftir Akureyrinni kemur Ýmir HF með 60 milljónir króna aukalega til sumarstarfa námsmanna. Þessi fjárveiting nægir til að ráða alla, sem verið hafa á biðlista hjá Ráðn- ingarstofu Reykjavikurborgar, að 148 milljónir króna. Mestan afla á úthaldsdag, allra togara, hafði Breki VE, 20,6 tonn. Mest skiptaverðmæti frystitogara á úthaldsdag hafði Örvar HU, 1.370 þúsund krónur. Mest skiptaverð- mæti ísfisktogara á úthaldsdag hafði Breki VE, 831 þúsund krónur. Meðalafli á úthaldsdag minnkaði að meðaltali um 3,5% frá sama tímabili í fyrra hjá frystitogurum og um 3,35% hjá ísfisktogurum. Mest minnkaði hann um 9% hjá Vestfirðingum, en jókst um 5,3% hjá Norðlendingum. sögn Gunnars Helgasonar for- stöðumanns. Alls fara í sumar 323 milljónir króna til þess að skapa um 3.000 skólanemum atvinnu hjá borginni. „Á okkar svæði höfum við veitt 323 milljónir í atvinnumál skóla- fólks, en ríkið ekki neitt. Við verðum heldur ekki varir við að ríkisstofnan- ir séu að ráða fólk,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Grétar J. Guðmundsson, aðstoðar- maður Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra, segir að ríkis- stofnanir geti bætt við sig 100-200 manns í sumarafleysingar innan ramma fjárlaga. Enn hafa engin atvinnutilboð frá ríkisstofnunum borizt Atvinnumiðlun námsmanna. Ljóst er að tölur, sem Jóhanna Sigurðardóttir ' félagsmálaráðherra nefndi í síðustu viku um atvinnu- leysi námsmanna, allt að 2.500 á höfuðborgarsvæðinu, eiga ekki við lengur. Að sögn Grétars voru þær miðaðar við þá, sem skráðir voru hjá ráðningarstofum um mánaða- mótin. Núna eru hins vegar 300 manns eftir á skrá hjá Atvinnumiðl- un námsmanna og eins og fyrr seg- ir er biðlistinn að hverfa hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er mjög svipað og það var í fyrra. Þá voru um 460 störf veitt í gegn um átak- ið, sem gert var þá, og okkur sýnist að þörfin sé mjög svipuð núna,“ sagði Grétar Guðmundsson. Grétar sagði að félagsmálaráð- herra hefði í ríkisstjórninni bent á að sérstök framlög frá ríkisstjórninni myndu spara Lánasjóði íslenskra námsmanna lánagreiðslur til náms- manna, sem yrðu af sumartekjunum. Engu að síður ættu tillögur um aukafjárveitingar fyrir þeim störf- um, sem á vantaði, ekki hljómgrunn í stjórninni. „Nokkrir ráðherrar vilja ekkert um það ræða að gripið verði til aukafjárveitinga vegna þessara aðgerða," sagði Grétar. Hann bætti við að ástandið í at- vinnumálum skólafólks úti á landi væri mjög mismunandi eftir stöðum. „Eftir því, sem ég vissi síðast, er ekki gott ástand á Akranesi, Akur- eyri, Seyðisfirði, Siglufirði og Húsavík, svo dæmi séu nefnd,“ sagði Grétar. „Það er ef til vill ekki um nema nokkra tugi námsmanna á hverjum stað að ræða, en á það er að líta að þetta er ástand, sem þessi sveitarfélög hafa ekki kynnzt áður.“ Sjá ennfremur fréttir á bls. 5. ^Afli og aflaverðmæti togara fyrsta ársþriðjung; Akureyrin með 2.215 tonn fyrir 217 milljónir AKUREYRIN EA, frystitogari Samherja hf. á AJkureyri, er í sérflokki hvað varðar magn og heildarverðmæti afla togara á landinu öllu fyrstu íjóra mánuði ársins. Akureyrin aflaði 2.215 tonna og fékk fyrir aflann tæpar 217 milljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu LÍU _^vfir aflaverðmæti og úthaldsdaga togara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.