Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 24
í 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 AR LÆSIS Þekkir þú einhvem með leserfiðleika? eftirErlu Ólöfu Ólafsdóttur Þrátt fyrir fullkomið skólakerfi og langa skólaskyldu á hópur fólks, bæði hér á landi og annars staðar í hinum vestræna heimi, í veruleg- um leserfiðleikum. Þrátt fyrir fjölþætta tækni til að koma upplýsingum á framfæri verður lestur stöðugt mikilvægara tæki til að tileinka sér þekkingu og annað það, sem þarf til að taka virkan þátt í lífí og starfí nútíma samfélags. Leserfíðleikar eru því um margt vaxandi vandamál, ekki aðeins þeirra sem við þá þurfa að glíma, heldur samfélagsins alls. Nú á ÁRI LÆSIS gefst foreldr- um og aðstandendum bama með leserfíðleika kærkomið tækifæri til að vekja athygli á og hefja umræð- ur um leserfíðleika eða „dyslexíu" eins og það heitir á fræðimáli og þýðir orðblinda en er oft kölluð les- blinda hér hjá okkur, orð sem marg- ir eru ekki sáttir við í þessu sam- hengi. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar af fræði- og skóla- mönnum undanfarið um lestur og leserfíðleika og nauðsyn þess að hlúa vel að æskunni með upplestri á rituðu máli og nauðsyn þess að allir geti tileiknað sér það flókna ferli sem lesturinn er. En því miður er það svo að sumir geta ekki til- einkað sér Iestur þrátt fyrir góðan ásetning og vilja og verða því af þeim hughrifum og fróðleik sem felst í lestri ritaðs máls. En hvar er staður okkar foreldr- anna í þessari umræðu og hvert getum við leitað ef vandamálið knýr á okkar dyr? Leiða má líkur að því að 2-5% allra barna með eðlilega greind eigi við alvarlega leserfiðleika að stríða og enn stærri hópur þarf á sér- kennslu að halda í baráttunni við lesturinn vegna ýmissa orsaka. Leserfiðleikar geta stafað af mörgum ástæðum. Rætt er um sjónræna erfiðleika og heymræna, erfiðleika sem stafa af skertu skammtímaminni og einnig af fé- lagslegum aðstæðum í umhverfí bamsins, en enn er þó margt á huldu um orsakimar. Rannsókna er þörf hér á landi á þessu sviði og við emm jafnvel ára- tugum á eftir nágrannaþjóðum okk- ar sem hafa viðurkennt þetta vandamál og reynt að taka á því snemma á grunnskólastigi. En hvaða hugsanir koma í huga okkar foreldranna þegar barn okkar virðist á fyrstu ámm gmnnskólans ekki ná tökum á undirstöðunni und- ir allt annað nám í framtíðinni, lestrínuml Getur verið að okkar barn sé svo illa gefíð að geta ekki séð muninn á b og p, d og b og átt í erfíðleikum með samhljóðasam- bönd. Ekki var eldra systkinið svona lengi að læra lestur á þessum ámm. Og þegar kennarinn hughreystir okkur með því að segja að þetta komi svo oft „allt í einu“, þá bíðum við róleg yfir sumarið og vonum að með haustinu komi þetta allt í einu. En ekkert gerist, engar fram- farir gera vart við sig. Hve mörg tár hafa ekki fallið við heimanámið í baráttunni við stafína. Vandamálið verður fyrst stór- vægilegt í 5. bekk þegar lesfögin bætast við heimanámið. Þá fínnur bamið fyrst vanmátt sinn og aukin aðstoð verður að koma frá aðstand- endum við heimanám því að skólinn virðist því miður taka of seint á Stuðlum að sterkum lista eftirSigrúnu Sigfúsdóttur Það fer varla framhjá þeim lands- mönnum sem á annað borð láta sig varða stjórnmál að fyrir dyrum stendur prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum næstkomandi laugardag. Er undirbúningur viðast í fullum gangi. I Suðurlandskjördæmi er um 10 frambjóðendur að velja, bæði vana menn og byijendur. Ljóst er að aukin harka er farin að færast í baráttuna um efstu sætin og virðist mér fiestir heiðarlegir í þeim efnum, en þó eru menn, þar sem annars staðar, mis vandir að virðingu sinni. Mér brá í brún í gær þegar mér barst í hendur dreifíbréf eins fram- bjóðandans og sá að á baksíðu þess var ósmekkleg skopmynd af öðrum frambjóðanda, Eggerti Haukdal al- þingismanni. Undanfamar vikur hafa aðfarir 'dð. Eggerti Haukdal verið svo harð- ar að flestu hugsandi fólki hefur ofboðið sá fyrirgangur. Leynir sér ekki að einhveijir telja sér hag í því að rifja upp gömul deilumál, flestum gleymd, og reyna með því að sverta mannorð hans á meðan á prófkjörsundirbúningi stendur. Er nú svo komið að fólk er farið að eigna ákveðnum mönnum þessar sendingar. Bændur á Bergþórshvoli voru til foma sóttir heim með vopnum og eldi, sem frægt er í sögunni. Nú eru vopnin önnur, nú virðist helsta ráð manna að ata andstæðinginn auri í fjölmiðlum, sem alltaf virðast fúsir til að birta hvaða ávirðingar sem er og horfa sljóum augum á sannleiksgildið. Undanfarin ár hefur Eggert Haukal verið þingmaður okkar Sunnlendinga. Hef ég haft sérlega góða reynslu af honum sem traust- um og gagnheiðarlegum manni. Hefur hann sýnt Hveragerði mikinn áhuga og stuðlað að framgangi mála hér í bænum eftir bestu getu. Ég styð hann því heilshugar til áframhaldandi setu í öðm sæti list- ans. Sigrún Sigfúsdóttir Ég treysti öllu sjálfstæðisfólki til að taka þátt 5 prófkjörinu á laugar- daginn kemur og stuðla að sterkum og sigurstranglegum lista fyrir komandi kosningar. Höfundur er hótelstjóri í Hveragerði. Erla Ólöf Ólafsdóttir ,jHelsta ósk okkar á ARILÆSIS er að lestr- armiðstöð rísi við Kenn- araháskólann.“ þessu vandamáli og sjá baminu fyrir stuðningskennslu. Þó foreldri hafí reynt að afla upplýsinga og fá ráðgjöf þá er það því miður undir þekkingu og áhuga kennarans kom- ið hvort á þessu er tekið með festu og ákveðni og bent á að greiningar sé þörf á vanda bamsins. Hvar annars staðar en í skólanum getum við foreldrar fengið upplýsingar sem nauðsynlegar em þegar bamið hefur ekki náð hærri einkunn í lestri en skólaárgangur þess segir til um, þ.e. 2 í 2. bekk og 3 í 3. bekk o.s.frv? Hver á að benda okk- ur á hljóðbækurnar sem við kom- umst að að em fáanlegar þegar við vomm að ljúka við að lesa landa- fræðina inn á segulbandið fyrir barnið okkar? Eða emm við að fara fram á of mikið við störfum hlaðinn kennara, að hann taki barnið í munnlegt próf í lesfögum og lesi yfír orðadæmin í reikningsprófínu til þess að andlegt þrek barnsins bugist ekki við að skrifa svörin og lesa spumingamar, því það getur tekið óratíma? Verður bamið fýrir aðkasti og stríðni vegna leserfíð- leika sinna? Verðum við ekki undr- andi þegar við hittum foreldri sem hefur farið í gegnum allar hindran- imar í skólakerfinu á hyggjuvitinu einu saman og einhvem veginn rat- að réttu leiðina fyrir og með barn- inu í náminu? Og við héldum að þetta væri einkavandamál okkar bams. En kæru foreldrar! Þó leiðin virð- ist ströng og löng fýrir ykkur og þó sérstaklega börnin, þá minnist þess að þið eruð ekki ein í barátt- unni. Á meðal okkar í þjóðfélaginu er fjöldinn allur af vel gefnu fólki sem átt hefur við leserfíðleika að stríða, en auðnast að komast yfir þessa erfiðleika eða lært að lifa IGöl kTá með þeim. En til þess að þjóðfélag- ið, kennarar og skólayfírvöld öðlist meiri skilning á þessu vandamáli, sem fer ekki hátt, verðum við að standa saman og gera alla umræðu um þessi mál opnari. Stuðnings- kennslu þarf að aUka vemlega. Sérkennslan er réttindi sem eiga að vera tryggð í grunnskólalögum, en því miður er langt því frá að nógu margir kennslutímar fáist fýr- ir stuðningskennslu. Svarið við spumingunni „þekkir þú einhvem með leserfiðleika" er án efa oftar jákvætt en marga gmnar. Því miður virðist vera erfítt að fá fólk sem komið er til þroska, og hefur kannski náð tökum á les- erfíðleikum sínum, til að viðurkenna og ræða um baráttu ■sína við lestur- inn. En það era einmitt þeir sem gætu verið okkur hinum sem stönd- um nú í þeirra spomm mikill stuðn- ingur og hjálp ef þessi umræða yrði opnari og væri rædd feimnis- laust. Helsta ósk okkar á ÁRI LÆSIS er að lestrarmiðstöð rísi við Kennaraháskólann sem hefði rann- sóknar og kennsluskyldu á sínum vegum, miðstöð sem gæti sinnt og aðstoðað alla þá, bæði unga og aldna, sem ættu við leserfíðleika að stríða. Þá mun þekking hins al- menna kennara á leserfíðleikum aukast og ætla má að fyrr verði komið auga á vandann og honum mætt fyrr en nú er með aðstoð og sameiginlegu átaki heimila og skóla. Slík miðstöð gæti einnig unnið að því að koma á málþroskaprófi sem lagt yrði fyrir alla nemendur við upphaf skólagöngu og jafnvel lesskilningsprófí sem gæfí kennur- um og forráðamönnum viðvömnar- merki um að vera á verði ef ekki er allt með felldu hjá baminu miðað við aldur og þá væri hægt að veita aðstoð og stuðning miklu fyrr en nú er gert. Laugardaginn 27. október nk. mun Samráðsnefnd menntamála- ráðuneytisins og Landssamtök for- eldra bama með leserfíðleika bjóða til ráðstefnu í Borgartúni 6 með yfirskriftinni „Lesörðugleikar í nútímasamfélagi". Hefst ráðstefn- an kl. 10.00 f.h. og verða stutt er- indi flutt um ástæður leserfiðleika, staða mála verður reifuð og fjallað um ýmsar leiðir til úrbóta. Eru allir þeir aðilar sem málið varðar hvattir til að mæta, fóstmr, kennarar og stjómendur í gmnn- og framhalds- skólum og að sjálfsögðu foreldrar. Verum samstillt á ÁRI LÆSIS til að gera þetta ár að tímamóta- ári, þannig að allir geti notið þeirra mannréttinda að læra að lesa. Höfundur er félagi í Landssamtökum foreldra barna með leserfiðleika. Ofmat - vanmat eftir Rann veigu Tryggvadóttur Það er geysilega gert upp á milli fólks í þjóðfélaginu, svo mikið að það er ekki snefill af sanngimi í því. Fólk er meira metið eftir ein- hveiju snobbgildi en því raunvem- lega gagni sem það gerir þjóð sinni. Grunnskólamenntunin er ekki nógu markviss og framhaldsskólamennt- unin ekki nógu fjölbreytt. Á bæði skólastigin vantar meira verknám og virðingu fyrir þeim sem leggja sig fram í námi. Menntun á háskóla- stigi hefur alls ekki verið sniðin nógu vel að þörfum þjóðarinnar og er alveg óskiljanlegt að Háskóli Is- lands skuli ekki fyrir mörgum ára- tugum hafa verið fasttengdur sjáv- arútvegi, sem enn sér þó þjóðinni fyrir 70-75% gjaldeyristekna. Alltof margt fólk sækir þangað nám og tapast þjóð sinni vegna þess að menntun þess þar er svo ómark- viss. Því hlýtur maður að álykta að alltof margir séu í háskólanámi, það gagnist hvorki þeim, fjölskyld- um þeirra né þjóðinni. Háskólarektor og ýmsir starfs- menn skólans reyna þó eftir mætti að bæta þar um. Það hefur heldur ekki verið almennt gert nóg af því að innræta unga fólkinu að það hafi skyldum að gegna við land sitt og þjóð. Um illa meðferð á fólki Þreytulegasta fólkið, sem ég man eftir að hafa séð á sjónvarpsskján- um er launamál hafa verið rædd, em fiskverkakonur. Afgreiðslukon- ur í verslunum eru líka þreytuleg- ar, ef þær eru í fullu starfi og með ómegð heima, og böm kvenna í fullu starfí utan heimilis bíða ein- semdar sinnar og öryggisleysis í bernsku kannski aldrei bætur. Fá- tækar konur, hversu mörg ung börn sem þær eiga, eiga þess ekki kost að vera heima hjá þeim, þótt ekki sé nema hálfan daginn. Þessum konum eru ekki boðin lán, né er heimaumönnun barna metin til fjár. Þessu vil ég breyta. Ég vil að bama- konunni, hversu fátæk sem hún er, „Skattleysismörkin verður líka að hækka svo láglaunafólk eigi til hnífs og skeiðar.“ sé gert kleift að vera minnst hálfan daginn heima hjá bömum sínum — og allan daginn hjá þeim mjög ung- um. Þeim líður betur hjá henni en í heilsdagsvistun á dagheimili. For- stöðukona dagheimilis sagði mér eitt sinn að börnin væm „búin að fá nóg“ eftir 6 tíma vistun. Afgreiðslustúlka í fullu starfi, móðir 5 ára telpu, sagði mér að barnið væri í dagvistun frá kl. 8-17 og hjá frænku sinni frá 17-20 (verslunin var opin til kl. 19 á kvöld- in). Verslunin var líka opin á laugar- dögum svo unga móðirin hafði nær engan tíma til samvista við barnið sitt, sem hún þó elskaði umfram allt á jörðinni. Er þetta ekki hörmu- legt? Skattleysismörkin verður líka að hækka svo láglaunafólk eigi til hnífs og skeiðar. Þeir sem meira Rannveig Tryggvadóttir hafa og meira heimta sér til handa í launum, svona til lúxuseyðslu, ættu að skammast sín. Meðferðin á bömum hér er þjóð- inni til háborinnar skammar. Jafn- vel á börnum konu í háskólanámi er níðst. Það er gumað af því að einstætt foreldri með 2 börn fái 106.000 króna námslán á mánuði, en einstæða foreldríð (nær alltaf kona) fær ekkert lán, vilji hún vera í hálfu námi. Börnin gjalda greið- ans. Eina stéttin, sem reynt hetur verið að „leggja niður“ er heima- vinnandi móðirin, húsmóðirin, störf hennar hafa ekki verið metin til fjár. Rauðsokkur og fleiri fengu það í gegn 1975 að fóstureyðingar af „félagslegum ástæðum" voru leyfð- ar og svo var hafíst handa um að ýta ungu mæðmnum út á vinnu- markaðinn og síbyljan um fleiri og fleiri dagheimili upphófst. Því miður hefur konum oft reynst erfítt að fá hálfsdagsstarf. Það verður Kvenna- listakonum til ævarandi hneisu að þær hafa aldrei farið fram á að heimaumönnun bama verði metin til fjár. Fóstureyðingar, vanmat á barneignum og ofuráhersla á „frama“ ungra kvenna á vinnu- markaði em einn þáttur þess að það veltur á endum hvort við fáum haldið sjálfstæði okkar vegna mannfæðar. Fólk virðist hafa gleymt því hvað við eigum merkan menningararf að miðla afkomend- um okkar. Á síðasta áratug hefur kaupmáttur launþega staðið í stað en skuldir þjóðarinnar tvöfaldast. Féð hefur farið í óarðbæra hluti og „lyklabörnin“ og þaðan af yngri böm hafa til einskis þjáðst. Höfundur er húsfreyja ogþýðandi og tekur þdtt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. -i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.