Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 63 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Markaregn í Madrid Stærsti sigur Real LEIKMENN Real Madrid, sem hafa verið gagnrýndir fyrir slæ- lega framgöngu í deildar- keppninni, gleymdu þeirri gagnrýni í leiknum gegn aust- urríska liðinu Swarovski Tírol í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða í Madrid í gærkvöldi. Sigruðu með níu mörkum gegn engu og er það stærsti sigur Real Madrid íEvrópukeppninni Í29 ár. Óvæntustu úrslitin í Evr- ópukeppninni í gær var 2:0- sigur Aston Villa á Inter Mflanó og markalaust jafntefli AC Milan og Club Brúgge í Mflanó. Real Madrid fór á kostum gegn austurríska liðinu Swarovski og þegar flautað var til leiksloka á Bemabeu-leikvanginum hafði Real Madrid gert níu mörk gegn einu marki gestanna. Mexíkaninn, Hugo Sanchez, gerði fjögur mörk og Emilio Butragueno þrennu. Þetta er stærsti sigur Real Madrid í Evr- Madrid í Evrópukeppninni í 29 ár. Aston Villa sigraði Inter Mílanó ópukeppninni síðan 1961 er liðið vann Odense 9:0. Markalaust í Mflanó Belgísku meistaramir náðu mjög óvænt að halda jöfnu gegn Evrópu- meisturunum AC Milan í Mílanó í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða. Markvörður Briigge, Danny Verlinden, átti stórleik og bjargaði meistaralega hvað eftir annað og þá aðallega frá marka- kónginum hollenska, Marco van Basten. Besta marktækifæri AC Milan fékk Frank Rijkaard er hann átti þrumuskot í slá af 20 metra færi. Belgíska liðið lék lengst af með tíu menn í vörn. Spjöldin á lofti í Búkarest Dinamo Búkarest náði að halda markalausu jafntefli gegn Porto þrátt fyrir að hafa misst tvo leik- menn útaf með mínútu millibili í fyrri hálfieik í Evrópukeppni meist- araliða. Ionut Mihaescu var borinn af leikvelli með brotið rifbein á 20. ALLT ER... ikið andsk ... varð ég reiður, þar sem ég sat við sjónvarpsskerm á Akureyri og fylgdist með útsendingu spænskrar stöðvar frá leik Fram og Barcelona á Laugardalsvell- inum. Að striplingur skuli í þriðja sinn á skömmum tíma vaða inn á þennan sama völl, sami maður (þó það skipti ekki meginmáli), án þess að nokkuð fáist að gert! Voru menn virkilega búnir að gleyma því þegar hann hljóp inn á í landsleik Islendinga og Sovétmanna? Eða meðan þjóðsöngur Albana var leikinn í vor? Hvers vegna var öryggisgæslan ekki betri en raun bar vitni? Hún var góð á landsleiknum við Frakka í haust, en hvað svo? Það er ef til vill ljótt að hugsa einsog ég og sennilega enn verra að setja það á prent - en ég geri það nú samt: Eru menn að bíða eftir því að bann verði sett á Laugardalsvöllinn áður en eitt- hvað verður gert til að koma í veg fyrir slíka atburði? Það er ömurlegt að þurfa að horfa upp á þennan sjúka mann vaða inn á Laugardalsvöllinn í þrígang - í öll skiptin fyrir framan milljón- ir sjónvarpsáhorfenda júti í heimi. íslenskir knattspyrnu- menn eiga betra skilið en að athæfí þessa manns verði „vöru- merki íslenskrar knattspyrnu" eins og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Knatt- spymusambandsins, komst að orði í Tímanum í gær. Það skiptir ekki öllu máli við hvern er að sakast; lögreglu, vallaryfirvöld eða hvem. Grípa verður til viðeigandi aðgerða; girða leikvöllinn af og efla lög- gæslu. Ég fékk ekki betur séð en varamenn spænska liðsins hefðu gaman af uppákomunni, eflaust hafa einhverjir þeirra milljóna sjónvarpsáhorfenda út í heimi einnig haft það og jafnvel hefur sést bros á einhverjum andlitum í stúku Laugardalsvallar. En ég óttast að mönnum verði ekki hlátur í hug þegar aganefnd UEFA, Knattspymusambands Evrópu, hefur fengið málið til meðferðar og úrskurðað í því. „Eru menn að bíða eftir því að bann verði sett á Laugar- daisvöllinn áður en eitthvað verður gert til að koma í veg fyrir slíka atburði?“ Engin rök hníga að því að ís- lendingar sleppi endalaust. með áminningar - það kemur að háum fjársektum, eða jafnvel lokun vallarins, þar til úrbætur hafa verið gerðar. „ ... við sofnuðum á verðin- um og ekki síður lögreglan. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að svona gerist nema með því að reisa þriggja metra háa mannhelda girðingu með gödd- um ofan á umhverfís leikvöllinn og ef til vill ýtir þetta undir slíkar framkvæmdir," var haft eftir Jóhannesi Óla Garðarssyni vallarstjóra í Morgunblaðinu í gær. Ef til villl Hér nyrðra fór fram Evrópu- leikur í fyrsta skipti á þessu hausti, er KA tók á móti CSKA Sofia frá Búlgaríu. Til að leikur- inn gæti farið fram var það sett sem skilyrði að rammgerðri girðingu væri komið fyrir milli áhorfendasvæða og vallarins og var það gert. Ég skil því ekki hvers vegna það gengur að bjóða upp á leikvanginn í Laug- ardal í því ástandi sem hann er, ár eftir ár. Lágur veggur allt um kring stöðvar engan frá því að komast inn á völlinn, það hefur því miður marg sannað sig. Nú er nóg komið. Menn mega ekki sofa á verðinum framar. Allt er þá þrennt er. Skapti Hallgrímsson min. eftir samstuð við portúgalska markvörðinn og einni mínútu síðar var Tibor Selimesi rekinn af leik- velli fyrir ljótt brot. Leikurinn var mjög harður og dómarinn Helmut Kohl frá Austurríki hafði í nógu að snúast. Hann gaf átta leikmönn- um gula spjaldið - fímm frá Porto og þremur frá Dinamo og rak tvo leikmenn útaf, einn úr hvoru liði. Glasgow Rangers úr leik? Rauða Stjarnan frá Júgóslavíu, sem lék án framherjans snjalla Dejan Savicevic, gerði draum Gra- eme Souness og lærisveina hans hjá Glasgow Rangers um að kom- ast í 3. umferð nánast að engu með því að vinna 3:0 í Belgrad. Jöhn Brown, varnarmaður Rangers sem lék í stað Oleg Kuznetsov - sem er meiddur, gerði sjálfsmark strax á 8. mínútu og það sló skoska liðið út af laginu. Rauða Stjarnan bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik og voru Robert Prosinecki, úr auka- spyrnu, og Darko Pancev þar að verki. Óvænt Óvæntustu úrslitin í Evrópu- keppninni í gær urðu í leik Inter Mílanó og Aston Villa þar sem þeir síðarnefndu höfðu betur, 2:0, í UEFA-keppninni. ítalska liðið, sem var að leika gegn ensku liði í fyrsta sinn í Evrópukeppni síðan 1985, virkaði svifaseint og átti aldrei glætu í kraftmikla leikmenn Aston Villa -sem gerðu eitt mark í hvorum hálfleik. Urslit / bls. 61 Reuter David Platt, fyrirliði Aston Villa og Andreas Brehma hjá Inter Mílanó kljást um knöttinn í gærkvöldi. KORFUKNATTLEIKUR focóm FOLK M BEN Johnson tekur þátt í móti í Kanada í janúar og segist sannfærður um að hann geti bætt heimsmet sitt í 50 metra hlaupi. Hann hefur ekki keppt í tvö ár eft- ir að hafa fallið á lyfjaprófi í Seoul en segist vera í mjög góðu formi. „Ég hef hlaupið vel á æfíngum og veit að ég get bætt metið mitt,“ sagði Johnson. ■ JÚGÓSLA VNESKA fyrirtæk- * ið Elan sem einkum hefur framleitt skíðavörur er gjaldþrota. Fyrirtæk- ið hefur neyðst til að hætta við fjár- mögnun móta sem búið var að setja á í vetur. Snjóleysi í Evrópu undan- farin þrjú ár er talin helsta ástæðan fyrir gjaldþroti fyrirtækisins. Meðal þeirra sem notuðu Elan skíði má nefna: Ingimar Stenmark, Mataja Svet, Martin Hangl, Ole Christian Furuseth, Armin Bittner og Matti Nykanen. ■ BORIS Becker hefur fallist á að keppa með Þýskalandi í Davis- bikarnum í tennis á næsta ári. Hann var besti maður liðsins er það sigraði tvö ár í röð 1988-89 en gaf ekki kost á sér í liðið í ár. Becker sagði í viðtali við Stern að það hefði farið í taugarnar á honum að sjá snobbaða kaupsýslumenn með ka- víar á úrslitaleikjunum en ekki hina sönnu áhugamenn um tennis. „Það var ósanngjarnt að gefa almenningi ekki kost á að sjá úrslitin, heldur selja styrktaraðilum nær alla mið- ana,“ sagði Becker. Hann hefur leikið 29 leiki í Davis-bikamum og aðeins tapað tveimur. ■ BEKCER segist ekki ætla að taka þátt í Stór-bikarnum, sterku móti sem haldið verður í Svíþjóð í desember. Þar eiga að mætast 16 bestu tennisleikarar heims og aldrei hafi verið í boði svo há verðlaun. „Ég vil ekki leika á þessum árstíma og vil heldur vera á ströndinni," sagði Becker. Hann sagði að verð- launin freistuðu sín ekki: „Ég á nóg.“ Mats Wilander segist ekki ætla að taka þátt í mótinu og Jo- ohn McEnroe verður líklega ekki með. ■ SANDY Lyle hefur ákveðið að hætta keppni á bandarísku móta- röðinni. Hann sigraði á bandaríska meistaramótinu 1988 en segist nú ætla að einbeita sér að mótaröðinni í Evrópu. Hann hefur þó keppnis- rétt á þremur stórmótum í Banda- ríkjunum, bandaríska meistara- mótinu, opna bandaríska og PGA meistaramótinu. Undankeppni HM á íslandi Körfuknattleikssamband Evr- ópu, FIBA, hefur ákveðið að annar af tveimur riðlum unda- keppni HM landsliða, fari fram á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar fá slíka keppni til landsins en árið 1986 var haldin hér C-keppni. Þá sigr- uðu íslendingar og komust áfram en nú erfyrirkomulagið breytt og tvö lið fara áfram í milliriðil. Með íslendingum í riðli eru írland, Noregur, Port- úgal, Danmörk og Finnland Eg held að við eigum möguleika en það verður mjög erfitt. Við höfum yfirleitt unnið Ira en átt í vandræðum með aðrar þjóðir. Við töpuðum fyrir Norðmönnum og Finnum á síðasta Norðurlandamóti en unnum Dani og vitum það líka að Portúgal er með sterkt lið,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik. Hann sagði að Finnar væru líklega með sterkasta liðið í riðlinum og einnig mætti búast við góðu liði frá Portúgal. Landsliðið hefur æft einu sinni i viku í vetur og stefnt er að æfinga- búðum og vináttuleikjum gegn Dön- um í fyrir jólin. „Við eigum eftir að spila við þrjú af þessum liðum á Norðurlandamótinu í apríl í Nor- egi og þá sjáum við betur hvar við stöndum," sagði Torfi. Þegar íslendingar sigruðu í C- keppninni 1986 voru þijár þessara þjóða með þeim í riðli; Noregur, Irland og Portúgal. Islendingar sigruðu íra og Norðmenn en töpuðu fyrir Portúgölum. „Það hefur mikið að segja fyrir okkur að fá mótið heim og það hlýtur að auka mögu- leika okkar,“ sagði Torfi. í hinum riðlinum, sem fram fer í Sviss, leika Skotar, Tyrkir, Ung- veijar, Austurríkismenn, Luxemb- urgarar og Kýpveijar, auk heima- manna. Tvö lið fara áfram úr hvorum riðli í milliriðli. í hveijum þeirra eru fjórar þjóðir og leikið verður heima og heiman. Tvö efstu liðin úr hveij- um milliriðli fara svo áfram í loka- keppnina í júní 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.