Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGÚNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25.' OKTÓBER 1990 Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, við komu sína til Lundúna: Saddam yfirvegaður, upp- lýstur og gaf greinargóð svör Reuter Sameinuðu þjóðirnar 45 ára Þess var minnst í gær að 45 ár voru liðin frá því samtök Sameinuðu þjóðanna voru stofnuð. Af því tilefni var þessi lýsing sem myndar töluna 45 og bókstafina UN (SÞ) í glugg- um höfuðstöðvanna í New York. Lundúnum, Amman, Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. EDWARD Heath, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sagði við komu sína til Lundúna í gærmorgun að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði verið „yfirvegaður og vel upplýstur“ á fundi þeirra á sunnu- dag. Heath tókst að fá 38 breska ríkisborgara Ieysta úr haldi en þeim höfðu írakar haldið í gíslingu í Kúvæt og írak. Gíslarnir og ættmenni þeirra lofuðu Heath fyrir þetta framtak hans en andstæð- ingar forsætisráðherrans fyrrverandi í röðum breskra íhaldsmanna kváðust óttast að Saddam forseti teldi för þessa til marks um dvín- andi samstöðu Vesturlanda og bandamanna þeirra í Persaflóadeil- unni. Heath, sem er 74 ára að aldri, kvaðst ekki vilja tjá sig um líkurnar á því að unnt yrði að leysa Persa- flóadeiluna með friðsamlegum hætti. Sagðist hann hins vegar hvetja til þess að þess yrði freistað. Hann lagði áherslu á að hann hefði ekki farið til írak í opinberum er- indagjörðum; för hans til Bagdad .hefði verið farin í nafni mannúðar en gíslamir sem hann fékk leysta Hádegisveröur á Hótel Holti Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboð í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á gæðakröfum. Svona gæti í hádeginu RjómalögiM^Vhrréttasúpa Villibráðarterrínem/rifsberjasósu Grænmetismús m/piparrót Pasta ogreykt flesk ájöklasalati Aðalréttir Ristaður steinbítur m/ostasósu Gljáö hamborgarlæri m/rauðvínssósu Eldsteikt heilagfiski m/kavíarsósu Hreindýrasmásteik m/eplasalati Gufusoðin rauðsprettuflök m/skelfisksósu Steiktur lundi m/rúsínum í maltsósu Eftirréttir Rjómaís m/vínberjasósu Kaka dagsin Verð frá kr. 995.- Bergstabastrœti 37, Stmi 91-25700 úr haldi eru flestir aldraðir eða heilsutæpir. Aðspurður um fund hans og Saddams Husseins á sunnudag sagði Heath að sér hefði virst íraksforseti vera „yfirvegað- ur“ og „vel upplýstur" auk þess sem hann hefði gert grein fyrir afstöðu sinni á skýran og ótvíræðan hátt. Gíslarnir sögðu framgöngu for- sætisráðherrans fyrrverandi í Bagdad lofsverða og sögðu hann bæði heiðursmann og hetju. And- stæðingar Heaths innan breska íhaldsflokksins sögðu það fagnað- arefni að tekist hefði að frelsa breska ríkisborgara úr klóm Sadd- ams en lögðu jafnframt áherslu á að íraksforseti kynni að telja þetta framtak til marks um að samstaða Vesturlanda í Persaflóadeilunni færi þverrandi. Áróðursstaða for- setans kynni þvi að styrkjast og bentu fr’ettaskýrendur raunar á að írakar væm nú teknir að krefjast þess að hærra settir embættismenn en hingað til héldu til íraks til að tala máli gíslanna. Kváðu þeir sýnt að Saddam hygðist færa sér málið í nyt til að hafa áhrif á almennings- álitið á Vesturlöndum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, ítrekaði í ræðu á þingi á þriðjudag að ekki yrði fallið frá samþykktum Sameinuðu þjóð- Reuter Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Bretlands (fremstur, fyrir miðju), í hópi landa sinna í flugvél á leið frá írak til Bretlands. Heath tókst að fá 38 breska ríkisborgara leysta úr haldi i írak. anna í Persaflóadeilunni. írakar þyrftu að kalla heim herlið sitt frá Kúvæt án nokkurra skilyrða til að lögleg ríkisstjórn landsins gæti aft- ur tekið við völdum. Ekkert annað væri ásættanlegt í Persaflóadeil- unni. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti yfir því á þriðjudags- kvöld að hann væri öldungis andvíg- ur því að hafnar yrðu viðræður við íraka í því skyni að fá um 400 Þjóð- veija sem þeir hafa á valdi sínu leysta úr haldi. Willy Brandt, fyrr- um kanslari Þýskalands, hafði lýst sig reiðubúinn til að halda í slíka för en skýrði síðan frá því í gær að hann hefði ákveðið að fara hvergi. Á þriðjudag var 14 bandarískum gíslum einnig leyft að halda frá Irak og sögðu tveir þeirra í samtali við jReuíers-fréttastofuna að innrásarlið íraka í Kúvæt hefði enga miskunn sýnt í viðskiptum sína við innfædda. Öll andstaða hefði verið brotin á bak aftur og fjöldi fólks hefði verið tekinn af Iífi þ.á m. hefðu níu kúvæskir læknar verið myrtir fýrir sex vikum. Heim- ili manna hefðu verið rænd og öll verðmæti flutt til íraks. Norður-Irland: IRA myrðir sex hermenn til að hefna hermdarverkamanns Londonderry. 5euter. LIÐSMENN Irska lýðveldishers- ins (IRA) drápu sex breska her- menn og særðu 27 manns í sprengjuárásum á tvær varð- stöðvar á Norður-írlandi í gær- morgun. Einnig er óttast að óbreyttur borgari hafi beðið bana en talið er að hann hafi verið neyddur til að aka bifreið hlaðinni sprengjum að annarri varðstöðinni, sem er í London- derry. Hin varðstöðin var skammt frá landamærabænum Newry og gjöreyðilagðist. Þetta eru mannskæðustu árásir IRA á árinu. Þær voru gerðar til að hefna helsta hermdarverka- manns IRA, Dessies Grews, sem breskir hermenn réðu af dögum fyrir tveimur vikum. „Bretar ættu að láta sér þetta að kenningu verða,“ sagði heimild- armaður innan IRA eftir árásimar. Irski lýðveldisherinn, sem hefur barist gegn yfirráðum Breta yfír Norður-írlandi í sjö áratugi, lýsti verknaðinum á hendur sér. „Slíkar árásir verða gerðar áfram þar til breska stjómin bindur enda á gagnslaust stríð sitt á írlandi,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Árásin á varðstöðina í London- derry kostaði fimm menn lífið, auk þess sem sextán særðust. Það eina sem stóð eftir af varðstöðinni var víggirt byrgi. Herþyrla flaug yfir svæðið til að kanna hvort þar leynd- ust sprengjur, sem gætu orðið björgunarmönnum að fjörtjóni. Eftir sprenginguna í London- derry komst lögreglan að því að óbreytts borgara var saknað. Talið Reuter Lögreglu- og hermenn standa við varðstöð breska hersins við landa- mærabæinn Newry á Norður-írlandi, sem gjöreyðilagðist í sprengju- árás IRA í gærmorgun. er að IRA-liðar hafi neytt hann til aka bíl hlöðnum sprengjum að varð- stöðinni. Vopnaðir menn með grím- ur höfðu haldið fjölskyldu hans í gíslingu. írski lýðveldisherinn beitti þess- ari aðferð í árásinni á varðstöðina í Newry. 65 ára gamall maður var neyddur til að aka sendibifreið með sprengjur að varðstöðinni á meðan fjölskyldu hans var haldið í gísl- ingu. Þegar hann stöðvaði bifreið- ina hrópaði hann: „Það er sprengjaí bílnum“. Hermönnunum gafst þó ekki tími til að forða sér úr varð- stöðinni. Sprengjan sprakk með þeim afleiðingum að 21ns árs her- maður beið bana og tíu hermenn særðust. Bílstjórinn fótbrotnaði. IRA hefur ekki beitt þessari að- ferð áður. Samtökin héldu því fram að bílstjórarnir tveir hefðu verið „leiguþý“ er verið hefðu í bygging- arvinnu hjá breska hernum. Irskir og breskir stjórnmálamenn for- dæmdu þá ákvörðun IRA að þvinga óbreytta borgara til árása. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagðist harmi sleg- in vegna árásarinnar og sendi ætt- ingjum fórnarlambanna. samúðar- kveðjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.