Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 EFNI Iþrótta- ogtómstundaráð: Framkvæmdir verði styrkt- ar um 80% ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt að leggja til við borgarráð að styrkur borgarinnar til bygg- ingaframkvæmda íþróttafélaga verði 80% af kostnaðarverði. Itillögu ráðsins segir, að styrkinn skuli veita samkvæmt ákveðn- um reglum og samþykki íþrótta- og tómstundaráðs og borgarráðs. Gert verði ráð fyrir að sérstakar reglur verði settar og að gerður verði skriflegur samningur við hvert félag um hveija framkvæmd fyrir sig. Borgarráð: Golfklúbbur Reykjavíkur fær Gufunes BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Golfklúbbi Reykjavíkur Iandi undir golf- völl í Gufunesi. Landið, sem Golfklúbburinn hefur fengið úthlutað, er þar sem nú eru sorphaugar Reykjavík- urborgar í Gufunesi. Það dregst því nokkuð að nýr golfvöllur verði tekinn í notkun. Golfvöllur hefur þegar verið teiknaður og verður hann 18 holur. Verður mold ekið á haugana og völlurinn mótaður samkvæmt teikningunni. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur nú yfir að ráða 18 holu velli í Grafarholti og 12 holu velli á túni Korpúlfsstaða. Mikil aðsókn hefur verið í klúbbinn undanfarin ár og hefur orðið að takmarka meðlima- fjölda. Nýr golfvöllur mun því bæta úr brýnni þörf. Gufunesvöll- urinn mun verða niður við sjó og verður hægt að leika mun lengur á honum á ári hveiju en Grafar- holtsvellinum sem stendur mun hærra og lokast oft snemma vetr- ar vegna snjóa. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Olía hreinsuð upp íHafnarfirði Starfsmenn Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar unnu á laugardagsmorgun við að hreinsa upp olíu, sem að öllum líkindum hafði lekið úr olíubíl frá Reykjavík að Hafnarfjarðarhöfn. Töluverð hálka mynd- aðist vegna olíunnar en engin óhöpp urðu vegna hennar. Ekki var vitað um hádegisbilið á laugardag úr hvaða bíl olían hafði lekið, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Virkir-Orkint hf.: Sovétmenn hafa áhuga á samstarfi um jarðhita FIMM fulltrúar ráðgjafarfyrirtækisins, Virkir-Orkint hf., sem sér- hæfir sig í ráðgjöf varðandi nýtingu jarðhita og í jarðhitarannsókn- um, eru nýkomnir frá Sovétríkjunum þar sem undirrituð var vilja- yfirlýsing við sex aðila um mögulegt samstarf. Svavar Jónatansson- ar, stjórnarformaður fyrirtækisins, kveðst bjartsýnn á að samning- ar takist um stór verkefni eystra, aðallega í ráðgjöf vegna fiskeldis. Svavar sagði þá hafa átt viðræð- ur við aðila víða í Sovétríkjun- um, m.a. í Amúrhéraði, Kákasus, á Kúrileyjum og í Kamsjatka, og orðið varir við mikinn áhuga á sam- starfí við íslendinga. Að sögn hans verða næstu skref að senda ýmsar upplýsingar um kostnað austur en ekki megi búast við að af samning- um verði fyrr en eftir nokkra mán- uði. Aðspurður um greiðslugetu Sov- étmanna sagði Svavar að á þessum svæðum virtust fyrirtækin eiga gjaldeyri; „Á Kúrileyjum er t.d. veiddur lax í miklum mæli og þeir hafa heimild til að ráðstafa 20% útflutningsteknanna til að byggja upp fískeldi í samstarfí við útlend- inga,“ sagði hann. Hann var einnig spurður hvort til greina kæmi að taka við greiðslu í gulli eða öðrum góðmálmum, en í Amúr-héraði er ,starfrækt mikil námuvinnsla. Taldi |þann það fremur ólíklegt því fyrir- Uækin þyrftu þá að sækja um heim- ild til Moskvu til að fá að borga með gulli eða demöntum. í för með Svavari voru Guð- mundur Pálmason, frá Orkustofn- un og varaformaður stjórnar Virkir-Orkint, verkfræðingarnir Sigþór Jóhannesson og Þórarinn Magnússon og Össur Skarphéðins- son fískeldisfræðingur. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga: Ovissa með Igör nýrra ríkis- starfsmanna eftir áramót í SAMRÆMI við lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga mun heilbrigðisþjónustan færast að fullu yfir til ríkisins um áramótin að undanskildum Borgarspítalanum og Landakoti. Breytingin mun hafa áhrif á rúmlega 3 þúsund manns innan heilbrigðisþjónustunnar. Nokkuð hefur borið á ugg meðal þessa fólks um að kjör þeirra muni versna en fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að öll samningsbundin kjör viðkomandi starfsmanna- félags haldist óbreytt. Hins vegar er óljóst hvað verður um þá sem ráðast til starfa eftir 1. janúar 1991. Inóvember á síðasta ári náðist samkomulag milli BSRB og fjármálaráðuneytisins um að kjör starfsmanna sveitarfélaga sem flyttust yfir til ríkisins rýrnuðu ekki. Það heldur sinum fyrri rétt- indum og verður samningsréttur áfram hjá við- hafa verið gerðir,“ sagði Ögmund- ur Jónasson formaður BSRB. „Spurningin er hvað gerist með þá sem verða ráðnir til starfa eft- ir fyrsta janúar 1991.“ í bréfi, sem BSRB hefur sent til fjármála- og heilbrigðisráð- herra, er lögð BAKSVIÐ eflir Kristínu Gunnarsdóltur komandi ' starfsmanna- félagi; starfs- aldur helst . óbreyttur, þjónustualdur, orlofsréttur, fyrirframgreiðsla launa og barns- burðarleyfí. „Það eru alveg klárar línur að samningsbundin kjör ' fólks munu ekki lækka og samn- ingar munu standa út samnings- : trmabilið þar fíl hýir samningar- áhersla á að kjör fólks í sam- bærilegum störfum á sama vinnustað verði hin sömu. Þess vegna þurfi ráðningarkjör nýrra starfsmanna eftir áramót að vera í samræmi við þau ráðningarkjör sem gilt hafa og eiga að gilda áfram en ekki lakari. Að sögn Ögmundar, -ér rik ástæðá-tit að: tetla að þette- standist og munu félögin ásamt BSRB einskis láta ófreistað til að svo verði. Sigþrúður Ingimundardóttir fOrmaður Hjúkrunarfélgas ís- Iands sagði að þegar lögunum um breytta verkaskiptingu var hraðað í gegn um þingið á sínum tíma, hafi gleymst að verið var að fjalla um fólk en ekki dauða hluti og að taka þyrfti tillit til þeirra starfsmanna, sem árum saman hafa unnið hjá viðkomandi sveit- arfélagi. Hjúkrunarfræðingar, sem og þeir sem starfa að mennt- unar- og félagsmálum, hafa sem starfsmenn sveitarfélaga úti á landi notið hærri Iauna og hlunn- inda þó svo að viðkomandi stofnun hafi verið komin á föst fjárlög frá ríkinu. „Það eru þessi kjör sem við erum að reyna að tryggja þeim sem verða ríkisstarfsmenn um áramót, en það eru um 3 þúsund manns auk þeirra sem ráða sig eftir áramót,“ sagði hún. Um síð- ustu áramót urðu um 700 manns ríkisstarfsmenn og sagði Sigþrúð- ur að kjör þeirra hefðu þá ekki - verifKtryggð-með--þe66um-hætti, ■ Laun þeirra sem réðust til ríkisins eftir síðustu áramót urðu því í sumum tilvikum 5.000 til 7.000 krónum lægri en þeirra sem flutt- ust yfír frá viðkomandi sveitarfé- lagi. Fjárhagsáætlanir stofnana á landsbyggðinni fyrir næsta ár er að fínna í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og sagðist Sigþrúður gera ráð fyrir að stjórnendur stofnana hafi nú sem fyrr gert ráð fyrir launa- greiðslum í áætlunum sínum. „Fyrir þinginu liggja ennfremur breytingartillögur á verkaskipta- lögunum, sem fela í sér að fjár- málaráðuneytið felur ríkisstofn- unum að fara áfram með alla samninga," sagði Sigþrúður. „Það þýðir að launaskrifstofur verða áfram úti á landi.“ Sagði hún að fullkominn skiln- ingur væri á því hjá fjármálaráðu- neytinu að fólk sem er á A-kjörum fyrir áramót réði sig ekki á B-kjör hjá sömu stofnun eftir áramót. „Minn boðskapur til hjúkruna- rfræðinga er að ráða sig ekki hjá viðkomandi stofnun fyrr en þetta -æp-tEyggt.^ Hinrik VIII og Grindavíkurslagurinn ►Komin eru fram tvö bréf frá hinum sögufræga kóngi Englands sem tengja nafn hans Islandsmál- um og friðarsamningum stórveld- anna út af væringjum hér á landi/10 Njósnaveiðar í Þýska- landi ►Leyniþjónustan Stasi í A-Þýska- landi vissi allt sem gerðist í Bonn/14 Knæpa á hverju götu- horni ►Veitingahúsum og bjórkrám í höfuðborginni hefur fjölgað svo mjög að þau rúma nú um þriðjung borgarbúa á einu og sama kvöld- inu/16 Sabah-fjölskyldan hefur lært sína lexíu ►Jóhanna Kristjónsdóttir hittir að máli fulltrúa kúveisku furstafjöl- skyldunnar á hóteli í Kaíró/18 Fjölskrúðugt dýralíf í næsta nágrenni álvers ►Sagt frá skoðunarferð í full- komnasta álver Bandaríkjanna/20 Vængjaðar litastrokur ►Bragi Ásgeirsson skrifar um yfirlitssýninguna á verkum Svav- ars Guðnasonar í Listasafninu/36 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-28 Húsahverfið í Keldna- holti ►Viðtal vfð arkitektana Egil Guð- mundsson og Þórarinn Þórarins- son/14 ► 1-32 Fjórburarnír tveggja ára ►Heimsókn til fjölskyldunnar í Mosfellsbæ í tilefni af merkum tímamótum/1 Mun sakna Fossvogs- dalsins ► Spaugsami spörfuglinn gerist leibbi á Vestfjörðum að loknu löngu og giftusömu starfí innan Landhelgisgæslunnar/6 Afmæliskveðja til Kalla Bjarna ►Teiknimyndahetjan í Smáfólk- inu á stórafmæli um þessar mund- ir/12 Erlend hringsjá ►Hatursbálið á Balkanskaga olli fyrr á öldinni heimsstyijöld og er nú sagt geta orðið næsta Beirut/14 Á fjailahjólum um „laugaveginn" ►Myndasyrpa frá merkilegri hjól- reiðaferð um hálendið/16 Jassháskóli kvaddur ►Vernharður Linnet minnist Art Blakey’s sem lést á dögunum/22 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir1/2/4/6/24/bak Gárur 43 Dagbók 8 Mannlífsstr. 8c. Hugvekja 9 Menning.st. lOc Leiðari 22 Fjölmiðiar 18c Helgispjall 22 Dægurtónlist 20c Reykjavíkurbróf 22 Kvikmyndir 21c Minning 24 Bíó/dans 26c Fólk í fréttum 38 Á förnum vegi 28c Konur 38 Samsafnið 30c Útvarp/sjónvarp 40 Bakþankar 32c INNLENDAR FB .ÉTTIR: 2-6-BAK .I-iRLENDARI’RÉTTJR: T-T" r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.