Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Stasi vissi allt sem gerðist í Bonn eftír Guðm. Halldórsson VARLA hefur Iiðið sá dagur síðan Þýzkaiand var sameinað 3. október að ekki hafi verið flett ofan af „moldvörpum" og njósnurum. Þremur vikum eftir sameininguna höfðu tæplega tuttugu verið handteknir og fullyrt var að 100 mundu bætast við áður en langt um liði, þar á með- al menn í mikilvægum embættum í þýzka valdakerfinu. /ljós hefur komið að njósna- kerfi NATO-ríkisins Vestur-Þýzkalands var gegnsósa af moldvörpum austur-þýzku leynilögreglunnar Stasi (Ministerium fiir Staatssicher- heit, MfS). Leyniþjónustustarf Vestur-Þjóðveija var í molum. „Gagnnjósnir okkar gegn Austur- Þjóðveijum voru gagnslausar um árabil," sagði Herbert Hellenbroich, fyrrum yfirmaður vestur-þýzku gagnnjósnaþjónustunnar BfV (Bun- desamt fiir Verfassungsschutz), í blaðaviðtali. Háttsettur starfsmaður BfV, Klaus Kuron, kom skriðunni af stað þegar hann gaf sig fram 9. október og viðurkenndi að hafa njósnað fyrir Stasi í átta ár. Daginn áður hafði hann hafnað boði um að starfa fyrir sovézku leyniþjónustuna KGB. Síðan hafa njósnarar fundizt í flestum deildum vestur-þýzku leyniþjón- ustunnar vegna upplýsinga frá Kur- on og öðrum fyrrverandi njósnurum, sem hafa gefíð sig fram síðan stjóm kommúnista hrundi í Austur-Þýzkal- andi, í von um að fallið verði frá málshöfðun gegn þeim ef þeir leysi frá skjóðunni. Njósnarinn hjá MAD Hvert hneykslið hefur rekið annað síðan Kuron „kom inn úr kuldan- um“. Um síðustu helgi var skýrt frá því að annar æðsti maður gagnn- jósnaþjónustu vestur-þýzka heraf- lans, MAD (Militárísche Abschirmdi- enst), Joachim Krase, hefði njósnað fyrir Austur-Þjóðveija í að minnsta kosti 10 ár þar til hann lét af störf- um 1984. Krase starfaði í alls 27 ár hjá MAD og fyrri gagnnjósnaþjón- ustum heraflans og lézt fyrir tveimur árum. Þýzkir fjölmiðlar segja að Krase kunni að hafa reynt að koma Manfed Wömer, framkvæmdastjóra NATO, á kné þegar hann var landvamaráð- herra. Að sögn Bild am Sonntag og Die Welt benda sterkar líkur til þess að Krase og Stasi hafí staðið á bak við svokallað „Kiessling-mál“, sem litlu munaði að yrði Wörner að falli 1984. Wörner rak Kiessling hershöfð- ingja þar sem MAD hélt því fram að hann væri hommi og gæti verið hættulegur öryggi. Þegar ekki tókst að sýna fram á það bauðst Wömer til að segja af sér vegna gagnrýni, sem hann varð fyrir. Kohl neitaði að taka lausnarbeiðni hans til greina og Krase sagði af sér síðar á árinu vegna þrýstings frá Wömer. Þannig hefur komizt upp um tvo „stómjósnara" með stuttu millibili, þótt annar sé látinn. Viðfangsefni þeirra voru svipuð. Krase var yfír- maður mikilvægrar deildar, sem leit- aði að njósnurum í vestur-þýzka her- aflanum, og lét Austur-Þjóðveija vita. Kuron útvegaði Austur-Þjóð- veijum ítarlega vitneskju um aðgerð- ir Vestur-Þjóðveija gegn njósnurum austantjaldsríkjanna frá 1982. Fullkominn njósnari Kuron gegndi því hlutverki í Bonn Undirlögð af „moldvörpum": aðalstöðvar gagnnj’osnaþjónustunnar (BfV) í Köln. að hafa eftirlit með njósnumm Austur-Þjóðveija, sem komizt hafði upp um í Vestur-Þýzkalandi og hafði verið „snúið“. Þeir sem hann fylgdist með voru tvöfaldir í roðinu eins og hann sjálfur. Um Kuron er sagt að hann hafi verið „hinn fullkomni njósnari". Hann var hvort tveggja í senn: virtur og gamalreyndur starfsmaður vestur-þýzku gagnnjósnaþjón- ustunnar .og bezt launaði útsendari Stasi. Hellenbroieh taldi hann „fyrir- myndar embættismann" og efaðist aldrei um trúmennsku hans. „Þetta er æðsta takmarkið — að koma fyrir útsendara nákvæmlega þar sem Kur- on var,“ sagði hann. „Hann var fag- maður," sagði annar embættismaður eftir handtöku hans. „Hann vissi hvað hann varð að forðast svo að ekki kæmist upp um hann.“ Þegar Kuron bauð Stasi þjónustu sína 1981 þurfti hann peninga til áð greiða lán af húsi sínu og kosta syni sína til háskólanáms. Hins vegar „benti ekkert til þess í ferilsskrá hans eða einkalífí að hann starfaði fyrir hinn aðilann", að sögn tals- manns BfV, þar til „vissar bending- ar“ komu fram í september. „Ég og allir hér bárum mikla virðingu fyrir honurn." Kuron virtist trúr starfs- maður, góður fjölskyldufaðir, vel- stæður og vammlaus. Kuron var í þjónustu utanríkis- þjónustudeildar Stasi, Hauptverwalt- ung Aufklarung (HVA), sem hinn alræmdi Markus „Mischa" Wolf stjómaði unz hann dró sig í hlé 1987. í Bonn tók Kuron þátt í endurskipu- lagningu vestur-þýzku gagnnjósna- þjónustunnar þegar einn samstarfs- manna hans, Hansjoachim Tiedge, flúði til Austur-Berlínar 1985 og lét í té viðamikla vitneskju, sem hann hafði yfir að ráða um vestur-þýzka njósnakerfið. Nú er Ijóst að þetta starf var unnið íyrir gýg. Stasi greiddi Kuron 4.000 til 4.500 mörk á mánuði (eitt mark er rúmar 36 krónur), sem var mikið á austur- þýzkan mælikvarða. Hann fékk einn- ig „sérstakar greiðslur“ og heiðurs- merki. Engar kvittanir eða aðrar skriflegar sannanir um svik hans hafa fundizt. Mielke Ias skýrslurnar Kuron var skipað að hafa hægt um sig þegar kerfið í Austur-Þýzka- landi hrundi. Síðasti fundur hans og „stjórnanda" hans hjá Stasi fór fram 6. október, þremur dögum eftir sam- einingu ' Þýzkalands. Stjórnandinn, „Stefán E.“, greiddi Kuron 10.000 mörk og hann var hvattur til að ganga í þjónustu KGB. Svo virðist sem ráðningarstjóri frá KGB hafi verið á fundinum. En Kuron virðist hafa litizt illa á þá hugmynd, þar sem hann gaf sig fram aðeins þremur dögum ‘síðar. Hann þóttist vita að þýzkir dómstól- ar myndu neyðast til að taka tillit til fullrar játningar þegar þeir kveða upp dóma. í hans augum virðist þýzkt fangelsi hafa verið ákjósan- legra en samstarf við KGB. í raun og veru hafði njósnahneyks- lið hafízt 2. október, daginn áður en Þýzkaland sameinaðist. Þann dag var Gabriele Gast, 47 ára fulltrúi í vestur-þýzku njósnaþjónustunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.