Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Okkar kæra, + LÁRA SIGMUNDSDÓTTIR frá Hamraendum, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 13.30. Ættingjar hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för bróður míns og frænda okkar, SIGVALDA KRISTINSSONAR, Eyjavöllum 1, Keflavfk. Jóhann Kristinsson, Sigvaldi Arnar Lárusson og frændsystkini. t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa GÍSLA Þ. HALLDÓRSSONAR pípulagningameistara. Elín S. Jónsdóttir, Fjóla Gísladóttir, Gunnlaugur Lárusson, Þorbjörg Gfsladóttir, Guðmundur Magnússon, Halldór Gíslason, Stefanía Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, ERLU FALKVARD FRIÐGEIRSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Edna Falkvard, Friðgeir Olgeirsson, Ellen Fríða Falkvarld Friðgeirsdóttir, Soffía Antonsdóttir, Birgir Halldórsson, Anton Antonsson, Lína Rut Karlsdóttir, Trausti Antonsson, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Jón Kr. Friðgeirsson, Margrét Frímannsdóttir, Jóhann Sigurjón Friðgeirsson og systkinábörn. LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir > allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, £ brauðtertur. flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með c rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, « rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK Árni Jónsson, Hellu, Rmigái 'völluni - Minning Fæddur 12. febrúar 1908 Dáinn 80. september 1990 Þú, bláfjalla geimur, með heiðjökla hring. Um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng. Um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. (St.Th.) Ljóðlíur þessar koma mér í hug er ég minnist mágs míns, Arna Jónssonar á Hellu. Hann dáði íslensk öræfi, fegurð þeirra og töfra umfram flesta aðra. Þar átti hann lengi ævinnar mörgu gleði- og ham- ingjustundir með góðum félaga og við veiðar í ám og vötnum. Hann ræktaði vel samband sitt við öræfi landsins og þekkti þar víða til. Hann gaf vinum sínum hlutdeild í fegurð og ævintýrum úr íslenskum óbyggðum er heim kom. Aldrei varð hann reiðari, en þegar þjösnalega var farið um landið og viðkvæmur gróður þess skemmdur. Hann bar virðingu fyrir íslenskum öræfum og vildi láta alla umgangast þau með því hugarfari. Þar voru hans draumalönd, sem áttu hug hans allan. Árni fæddist í Vorsabæ, Austur- Landeyjum, þann 12. febrúar 1908 en lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 30. september sl. Foreldrar hans voru hjónin í Vorsabæ þau Jón Erlends- son og Þórunn Sigurðardóttir. Þar ólst Arni upp í stórum systkina- hópi. Börn þeirra urðu alls 15, en nokkur þeirra létust í æsku. Ungl- ingarnir urðu að bjarga sér snemma á þeim árum. Nokkru eftir ferming- araldur réðst- hann til hjónanna Jó- hanns Sigurðssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, er þá bjuggu á Kirkjubæjarklaustri. Á því öndvegis heimili átti hann góð unglingsár, sem hann minntist jafnan með sér- stakri ánægju. Vorið 1927 flytur hann með þeim hjónum að Núpi í Ölfusi. Þá voru flestar jökulár á þeirri leið óbrúaðar, svo þetta var mikil hættuför með búsmala og búslóð. Það þurfti dugnað og áræði til að takast á við hin straumþungu vötn, en í endurminningum Árna sló ævintýraljóma yfir þennan erf- iða búferlaflutning. Leið Árna lá síðan til marg- víslegra starfa — bæði til sjós og lands — m.a. var hann nokkur ár leigubifreiðastjóri í Reykjavík. Árið 1942 gerist Árni einn af fyrstu landnemunum á Hellu. Það ár gekk hann að eiga Jakobínu Erlendsdótt- ur frá Odda á Rangárvöllum. Þeim varð tveggja sona auðið. Erlendur Agnar er iðnfræðingur á Akureyri, kvæntur Gunnhildi Olafsdóttur frá Hveragerði, Oddgeir Þór er garð- yrkjustjóri á Akranesi, kvæntur Elínborgu Halldórsdóttur frá Akur- eyri. Barnabörnin eru átta og voru þau öll afa sínum mjög kær. Þegar þau hjón settust að á Hellu voru þar aðeins örfá íbúðarhús auk þess sem Kaupfélagið Þór hafði byggt þar verslunarhús og hafði þar ýmsan atvinnurekstur. Á fyrsta ári byggðu þau sér íbúðarhús á fallegum stað og nefndu Hellulund. Þau hófu fljótlega ræktun á stórum og fallegum trjá- og blómagarði, sem setti og setur enn hlýlegan svip á umhverfið. Árni var mikill ræktunarmaður og hafði yndi af því að gera tilraunir með sem flest- ar tegundir blóma og jurta í garði sínum. Heppnaðist það mjög vel og kenndi þar margra grasa. Fyrstu árin á Hellu vann Árni við bifreiða- akstur hjá Kf. Þór en síðar kom hann sér upp sjálfstæðum atvinnu- rekstri. Átti m.a. vörubifreið og rak verslun, ásamt fleiru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann kunni best við að vera sinn eigin húsbóndi. Um árabil ók hann skólabörnum Rangárvallahrepps í barnaskólann á Hellu. Árni var einstakur veiðimaður. Það var sama hvar hann kastaði fyrir físk — alltaf tók hjá honum — þótt aðrir sem með honum voru yrðu ekki varir. Margan fallegan sjóbirtinginn og laxinn dró hann úr Ytri-Rangá. Einnig var hann góð skytta og átti um tíma minkahunda sér til aðstoðar við minkaveiðar. Árni var mikill ferðamaður og nátt- úruskoðari, eins og áður hefur kom- ið fram, og hvergi undi hann sér betur en inni í hinum íslenska blá- ijalla geim. Hann og félaginn kæri, Rudolf Stolzenwald, sem nú er lát- inn, fóru margar ævintýraferðir saman yfir fjöll og firnindi. Þeir nutu saman undur og fegurð íslenskrar náttúru. Þá heillaði Þórs- mörkin með sinn bjarkarilm og fulgasöng. Þangað var oft leitað til hvíldar og ánægju. Það var því ekki nema eðlilegt að Árni gerðist einn af stofnendum Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu og var öflugur liðsmaður hennar svo lengi sem kraftar entust. Hann tók þátt í ýmsum öðrum félögum, enda fé- lagslyndur og léttur í lund. Söng- maður var hann góður og gat leik- ið á flest hljóðfæri eftir eyranu og mörgum skemmti hann með góðum harmonikkuleik. Hann var einkar barngóður og lét vel að umgangast börn. Þegar aldur færðist yfir og heilsu hrakaði gerðist hann vistmaður á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Síðar + Móðir okkar, KATHARÍNA SYBILLA MAGNÚSSON, Ásbraut 15, Kópavogi, áður Grettisgötu 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudaginn 30. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn H. Ársælsdóttir, Magnús E. Ársælsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Flatey, Laugarnesvegi 104, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 29. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarfélög. Magnús Þ. Jónsson, Sigurjón Kristjánsson, Bodil Kristjánsson, Jón Magnússon, Bjarnína Agnarsdóttir, Ása Magnúsdóttir, Sigurður Karisson, Sigurlína Magnúsdóttir, og barnabörn. varð hann að dvelja all langan tíma á sjúkrahúsinu á Selfossi. Á báðum þessum stöðum naut hann góðrar aðhlynningar, sem ber að þakka. Smám saman þvarr mátturinn og lífslöngunin fjaraði út. Dagur var að kveldi kominn og hvíldin kær- komin eftir Iöng og ströng veikindi. Eg kenni ei lengur þá kviknandi þrá, þó kvaki skógarins þrestir. Með alvöru hljóðri er himinsins brá, mörg hjartans míns fræ eru kulnuð strá og sólargeislar vonanna sestir. (E. Ben.) Útför Árna var gerð 6. október frá Selfosskirkju, þar sem viðgerð stóð yfir í sóknarkirkju hans í Odda. Sr. Arngrímur Jónsson fýrrum sóknarprestur hans jarðsöng. Kór Selfosskirkju annaðist söng og Guð- mundur Gíslason söng einsöng. Synir hins látna og bamabörn báru kistuna úr kirkju. Jarðsett var í Odda. Hinn fagri íjallahringur Rangárþings skartaði sínu feg- ursta. Ekkert ský á himni og nýfall- inn snjórinn glitraði í sólarljóma á efstu brúnum. Félgar úr Flugbjörg- unarsveitinni á Hellu, klæddir þjón- ustubúningum sínum, báru kistuna í kirkjugarðinn, þar sem hann var lagður til hinstu hvíldar við hlið lítils sonarsonar og nafna. Kær vin- ur er kvaddur. Blessuð sé minning hans. Anna Erlendsdóttir Kveð ég nú tengdaföður minn, fyrir árin okkar fimm. Við saman stundum gengum veginn, fyrir það nú er ég feginn. Glaðir voru hugir þá, fyrir margt nú þakka má. Hnýttum okkar vinabönd, veiddum stundum fisk á stöng. Já, það vom stundir sem lifa í minningu minni, því þar naut Árni sín í orðsins fyllstu merkingu, jafn mikið náttúmbarn og hann var. Þá sagði hann mér frá ferðum sínum til fjallanna sem hann fór ófáar sem ungur maður, og var unun að hlusta og horfa á gamla manninn segja frá, slík var frásagnargleðin. Já, nú er hann farinn áfram veg- inn sem við stöndum öll á þegar kallið kemur. Guð blessi för hans. Hafi hann þökk fyrir allt. Tengdadóttir Blómostofa Friófinns Suðurfandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar, Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.