Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 SMmmwu miBTSMIíM Útlagastjórnin í Kúveit hefur komið sér fyrir á hótelum í vinveittum ríkjum, líkt og fulltrúar furstafjölskyldunnar. IJÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR HITTIR FULLTRÓA KÓVEISKU FURST AF JÖLSK YLDUNN AR AD MÁLIÁ HÓTELI í KAÍRÓ eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur „VIÐ VORUM um kyrrt í 55 daga eftir að innrásin var gerð. Palestínskir vinir földu ekkur eftir fyrstu tvær vikurnar. Svo það er hreint ekki rétt að Pa- lestínumenn styðji allir Sadd- am. En að því kom að við sáum að þetta var orðið hættulegt fyrir vini okkar því írakar leit- uðu ákaft allra úr Sabahfjöl- skyldunni og þá ákváðum við að flýja,“ sagði Saleiman al Sabah í löngu skrafi við mig á hóteli í Kairó þar sem fjöl- skyldan býr ásamt fjölda ann- arra kúveiskra flóttamanna. Áður hafði ég farið í Upplýs- ingamiðstöð Kúveit og spurst fyrir um hvort einhveijir úr Sabah-fjölskyldunni væru hér eða hvar ég gæti hitt einhveija flóttamenn. Mér var tjáð að Sabah-fjölskyldan veitti alls ekki viðtöl núna en það sakaði ekki að leggja inn umsókn, inshallah í næstu viku eða seinna. Eg dæsti mæðulega þegar út í bílinn kom og sagði Ahmed mínar farir ekki sléttar. Hann sagði að á einu hóteli hér byggi fjöldi Kúveita og það sakaði ekki að reyna. Svo að við brunuðum yfir eina Nílarbrúna og keyrðum framhjá íraska sendiráð- inu og var það aldeilis ótrúleg gæsla. Ég var að reika um hótelið og gaf mig á tal við þekkileg hjón sem komu aðvífandi með 3 börn sín. Jú, þau voru frá Kúveit. Nei, þau vildu ekki tala við mig. Af hverju? Ja, það voru ástæður fyrir því. Með leyfi, hveijar? Hann hikaði og sagði: „Eg er úr Sabah-fjölskyldunni og það er ekki heppilegt að við séum að tjá okkur við blaðamenn." „Nafnleynd,“ sagði ég. „Þið getið verið Fatima og Mohammed frá Kúveit mín vegna.“ Konan hans gaf honum olnbogaskot. „Það er allt í lagi ef hún birtir ekki nöfnin. Ég vil tala við hana.“ Þau hafa 2ja herbergja íbúð á hótelinu og auk þeirra 5 hafa syst- ir Bernadettu, eiginkonu Saleimans, og bróðir hans Mohammed búið. þar. „Það er þröngt en við megum þakka fyrir,“ sagði Bernadetta. Ég spurði hvernig ástandið hefði verið í Kúveit þegar þau fóru um miðjan september. „Það versnaði dag frá degi,“ sagði Saleiman. „í fyrstu voru hermennirnir vingjarn- legir og eiginlega steinhissa. Þeim hafði verið sagt að þeir ættu að æfa töku Kúveit en þeir héldu að þetta væri allt í þykjustunni. Sumir þessara manna voru illa búnir, þá vantaði mat og vatn og bönkuðu uppá og báðu fólk ásjár. Sumir flýðu þegar þeir uppgötvuðu að þetta var allt rammasta alvara.“ Suleiman sagði að fljótlega hefðu komið til herskárri hermenn og þeir hefðu verið grimmir og vægð- arlausir. „Þeir stálu öllu steini létt- ara,“ sagði Bemadetta, „tóku öll tæki af sjúkrahúsunum m.a. af gjörgæsludeildum og hjartadeildum og fluttu til Bagdad. Þessa fyrstu daga var útgöngubann að vísu en ekki alvarlegra en svo að maður lifði sæmilega eðlilegu lífi og ég hélt þetta væri einhverskonar mar- tröð sem tæki brátt enda. Pal- estínskir vinir staðhæfðu að þetta væri bara rugl, Saddam færi með lið sitt í burtu eftir nokkra daga. Dóttirin Anwar 11 ára blandaði sér nú í samtalið, spurði „má ég tala núna pínulítið. Viltu skrifa stór- um stöfum í blaðið þitt að við verð- um að fá landið okkar aftur. Leið Saddams til Palestínu liggur ekki í gegnum Kúveit." „Églíka,“ hrópaði Ahmed kotroskinn 9 ára strákur. Viltu biðja alla á íslandi að hjálpa okkur. Eg sakna alls í Kúveit og ég er alltaf svo dapur núna.“ Saleiman al Sabah lærði verslun- arfræði í Kairó og stjórnaði eins og fyrr kom fram einu af mörgum olíufyrirtækjum fjölskyldunnar. „Við lifum auðvitað ríkmannlega,“ sagði hann í hálfgerðum varnartón, „en það höfðu allir Kúveitar og aðrir það mjög gott. Sabah-fjöl- skyldan hefur verið gagnrýnd fyrir spillingu og auðsöfnun fyrir sjálfa sig en þeir sem hafa komið til Kúv- eit vita að gífurlegum upphæðum hefur verið varið til að byggja upp sannkallað velferðarþjóðfélag fyrir alla. í Kúveit voru vísindarannsókn- ir á háu stigi, heilsugæsla afbragðs góð og æðri menntun á háu stigi og síðast en ekki síst staða kvenna gerólík því sem hún er í flestum Arabaríkjum. Þetta geta allir borið um. Og ekki má gleyma því að Kúveit styrkti íraka með milljörðum og aftur milljörðum dollara í stríðinu við írani. Ög árlega voru sendir milljarðar til Palestínumanna á herteknu svæðunum. Hver gerir það nú? Varla Saddam. Þau sögðust að sjálfsögðu hafna því sögulega tilkalli sem Saddam segir að írakar eigi til Kúveit. „Það er alveg fráleitt og þarf ekki nema lesa mannkynssöguna. Auk þess er skrítið ef Kúveit á að hafa verið hluti af írak, af hveiju viðurkenndu írakar þá landið sem sjálfstætt og fullvalda og höfðu þar sendiráð. Þetta kemur ekki heim og saman við neitt.“ „Kúveit er lýðræðisríki númer eitt tvö og þijú og ég elska það,“ sagði nú Ghada systir Bernadettu sem var komin á vettvang. Þær systur eru Palestínumenn og Ghadavar flugfreyja hjá Kuveit Air- ways. Hún var áíjáð í fasi og máli og hélt heitar og tilfinningaþrungn- ar ræður um elskuna sína á Kúveit og hatur á Saddam. „Ef hann kæmi hingað skyldi ég kyrkja hann í greip minni,“ sagði hún hvað eftir annað. Ég skaut inn að kúveiskt lýðræði hefði þótt dálítið blendið og þegar ég hefði verið í Kúveit fyrir tveimur árum eða svo hefði t.d. furstinn verið búinn að loka þinginu og reka alla heim. Einnig hefði kúveiskum blaðamönnum ofboðið ritskoðunin í landinu. Saleiman sem var sá eini þeirra sem hélt stillingu sinni og lét vera að gefa mjög íjálgar yfirlýsingar eins og konurnar og börnin gerðu óspart þegar líða tók á samtalið sagði að hann teldi að „fjölskyldan hefði verið of viðkvæm fyrir gagn- rýni og þetta myndi breytast þegar Kúveit yrði frelsað. „Það verða sett- ar nýjar reglur um ýmislegt og m.a. verður allri ritskoðun aflétt. Kjörnum þingmönnum verður leyft að segja hug sinn. Ég held að Sabah-fjölskyldan hafi lært sína lexíu en ég hefði kosið að það gerð- ist með öðrum hætti.“ „Heyrðu viltu skrifa eitt,“ sagði Ghada. „Viltu skrifa að það hafi verið sagt að Sabah-fjölskyldan hafi verið spillt og rotin. En veistu hvað er opinbert leyndarmál? Ad Saddam hafi komið undan 33 millj- örðum dollara til erlendra banka undir ýmsum nöfnum. Meira að segja er á allra vitorði að peningar sem hann fékk frá Kúveit í stríðinu við írani runnu ekki nema að litlu leyti til þess heldur sendi hann ein- hverja undirsáta sína með peninga til Sviss og meira að segja erkióvin- arins Bandaríkjamanna og lét leggja þessa peninga inn á reikn- inga. Það kemur ekki til með að væsa um hann þegar hann hrökkl- ast frá — sem hann gerir. Ég vona það svo innilega." „Má ég núna?“ spurði Anwar aftur ofur kurteislega. „Heimurinn hefur nefnilega ekki efni á að eign- ast tvo Hitlera á sömu öldinni. Og Saddam er eins og Hitler sem tók lönd af fólki sem bjó þar og vildi fá að lifa í friði eins og við í Kúveit.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.