Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 25 hafa verið til staðar frá upphafi og því ljóst að þeir sem hafa lægri tekjur verða að eiga annarra kosta völ. Þegar verið er að agnúast út' í félagslega kerfið verða menn að hafa í huga hvaða hópi það þjón- ar. Af reynslu minni úr stjórn Verkamannabústaðanna í Reykja- vík veit ég hvílík neyð er á ferð hér í borg og til skammar hve Reykjavíkuríhaldið stingur hausn- um í sandinn muldrandi sína sér- eignardrauma, í stað þess að leysa vandann. Það er svo annað mál hvort vextir í landinu eru ekki al- mennt allt of háir og hvort 1% vextir í félagslega kerfínu séu ekki of lágir. Nefndin sem fór í gegnum félagslega kerfið lagði til að vextir yrðu hækkaðir í allt að 2%, til að bæta stöðu Byggingar- sjóðs verkamanna, enda eiga lán- takendur þess sjóðs rétt á vaxabót- um eins og aðrir. Sú vaxtahækkun strandar líklega á þjóðarsáttinni eins og fleira. Hvað ber að gera? I upphafi varpaði ég fram þeirri spurningu hvert hlutverk ríkisins ætti að vera í húsnæðismálum. Ég vil svara spurningunni þannig að ríkið eigi fyrst og fremst að sinna þörfum þeirra sem þurfa á félagslegum lausnum að halda. Aðrir eiga að geta leitað til banka- kerfisins (húsbréfin) um fyrir- greiðslu. Kosningastefnuskrá Kvenna- listans er ekki tiibúin, en í tengsl- um við hana hafa m.a. verið rædd- ar eftirfarandi hugmyndir: 1. Húsbréfakerfið fái að þróast í friði og kerfinu frá 1986 verði lokað. 2. Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar verði lögð niður og þjón- ustan flutt út í bankakerfið þar sem upplýsingar um fjárhagsstöðu fólks er að finna. 3. Húsnæðisstofnun sinni fé- lagslega kerfinu, en sá hluti henn- ar sem sér um almenna kerfið svo og tæknideildin verði lögð niður. Starfsemi Husnæðisstofnunar verði þar af leiðandi skorin veru- lega niður og þjónusta hennar við landsbyggðina flutt heim í hérað eftir því sem kostur er. 4 Félagslega húsnæðiskerfið verði eflt, þannig að þeir sem ekki ráða við kaup á almennum mark- aði fái þar úrlausn. Leitað verði nýrra leiða til að fjármagna félags- lega kerfið. 5. Áhersla verði lögð á bygg- ingu leiguíbúða og byggingarlán- um beint í þann farveg. 6. Vextir verði hækkaðir á lán- um (gjarnan við íbúðaskipti) sem tekin voru eftir 1984, þannig að takast megi að koma í veg fyrir algjört gjaldþrot byggingarsjóð- anna, þó þannig að sérstakt tillit verði tekið til þeirra sem búið hafa við misgengi vaxta og launa. 7. Vaxtabætur verði ekki skert- ar. Þeir sem hafa lægst launin mega ekki enn einu sinni gjalda óstjórnar og rangra ákvarðana. Við þurfum traustari undirstöðu Nóg um húsnæðismál að sinni. Þó get ég ekki stillt mig um að ítreka að sá vandi sem við stöndum frammi fyrir í húsnæðismálum á ekki síst rætur að rekja til lág- launastefnu undanfarinna ára. Ef svo heldur fram sem horfir verður sá hópur æ stærri sem einungis getur leyst sín húsnæðismál innan félagslega kerfisins. Við þurfum að vera undir það búin, byggja upp jafnt og þétt, en búa ekki til nýja stíflu sem svo brestur með ógurlegum afleiðingum. Fyrst og fremst þarf þó að treysta undir- stöðuna sem við öll stöndum á — atvinnulífíð, það er eina leiðin til að bæta kjörin í landinu og um leið eina leiðin til að tryggja að þeir sem vilja eignast eigið hús- næði geti það og að ríkisvaldið geti áfram stutt við bak þeirra sem þurfa og vilja félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Höfumiur er sagnfræðingur og kveimnlistukona. Gjöf til Dvalarheimilis aldraðra á Siglufirði DVALRAHEIMILI aldraðra í Siglufirði var afhent gjöf frá Spari- sjóði Siglufjarðar við hátíðlega athöfn þann 6. nóvember síðast- liðinn. Gjöfin er vönduð húsgögn í setustofu heimilisins. Björn Jónasson sparisjóðsstjóri afhenti gjöfína fyrir hönd Spari- sjóðsins og tók Jón Sigurbjörns- son, framkvæmdastjóri Dvalar- heimilis aldraðra við henni. Spari^jóðsstjórnin bauð vist- mönnum Dvalarheimilisins og gestum upp á veitingar í tilefni afhendingarinnar og Jónas Tryggvason þakkaði gjöfina fyrir hönd vistmanna. í ávai'pi Björns Jónassonar við þetta tækifæri kom fram, að Spar- isjóður Siglufjarðar vildi styðja og styrkja það sem væri til heilla og framfara í bæjarfélaginu. Hann sagði Sparisjóðinn hafa leitast við á hveijum tíma að greiða hæstu ávöxtun á sparifé þeirra sem náð hafa 67 ára aidri og fengju þeir 1% hærri vexti af innistæðum sín- um. Morgunblaðið/Júlíus Júlíusson Björn Jónasson sparisjóðsstjóri afhendir Jóni Sigurbjörnssyni fram- kvæmdastjóra Dvalarheimilisins gjöfina. Varðan opnar viðskiptavinum Landsbankans leið inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. ■ Varðan er félagsskapur sem borgar sig að eiga aðild að. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna v* Varða er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans sem er sérsniðin fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Með Vörðunni vill Landsbankinn efla sérstaklega tengslin við þessa viðskiptavini sína, sem margir hverjir hafa skiptvið bankann áratugum saman, og veita þeim persónulegri bankaþjónustu sem er mun yfirgripsmeiri en áður hefur þekkst. Varðan er samsett úr mörgum þjónustu- I þáttum. Þar á meðal er að sjálfsögðu ávöxtun sparifjár, verðbréfaþjónusta, I lánafyrirgreiðsla og greiðslukorta- viðskipti. En í Vörðunni er einnig veitt ráðgjöf og þjónusta á sviði trygginga- og skattamála, aðstoðað við gerð fjár- hagsáætlana og leiðbeint um útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, s.s. til Trygg- ingastofnunar. Ennfremur er Vörðu- félögum veitt aðstoð vegna húsnæðis- skipta. Hafðu samband við Vörðu- þjónustufulltrúann á næsta afgreiðslustað bankans og fáðu nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.