Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 51 Almanak Þjóð- vinafélagsins eftir Auðun Braga Sveinsson Ætíð bíð ég þess með nokkurri eftirvæntingu að Almanak Þjþðvin- afélagsins komi úr prentun. Ég hef nú lesið og keypt þetta rit í hálfa öld. Annars er rit þetta orðið æði gamalt að árum. Nú birtist 117. árgangur þess sem gildir fyrir kom- andi ár, 1991. Það sem ég rak fyrst augun í er ég handlék ritið, var að það hef- ur þynnst nokkuð að blaðsíðutali frá því í fyrra. Er nú 180 síður í stað 214 síðna. Brotið er sem betur fer látið halda sér. í almanakinu hefur birst margt fróðlegt og athyglisvert efni frá upphafi þess, og ber hæst Arbók íslands. Hún var lengi í höndum Ólafs Hanssonar, menntaskóla- kennara og prófessors, eða í fjóra áratugi að kalla. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann valið eftir- mann sinn við almanakið, samverk- amann um langa hríð: Heimi Þor- leifsson menntaskólakennara. Hef- ur hann sannarlega haldið vel fram verki Ólafs sáluga. Skal nú farið í gegnum almanak- ið. Þar er fyrst árferði að venju. Parið er fleiri orðum um forseta íslands og ferðalög en í árbók liðins árs. Heimsóknir er nýr þáttur,_ sem nær yfir 6 síður. í kaflanum íbúar íslands er að venju getið um fólks- fjölda landsins í heild. Eru þeir nú komnir yfir 250 þúsund, hafa meira en tvöfaldast á liðinni hálfri öld. Nú er getið um það, hversu margir hafi látist á liðnu ári en það var látið eiga sig í fyrra. Eftir því sem þjóðinni fjölgar, deyja vitanlega fleiri. Bráðum verður erfitt að koma fyrir dánartilkynningum í útvarp- inu. Athygli vekur að enn skuli vera til hreppar með undir 50 íbúa. íþróttir fá talsvert minni umfjöllun í almanakinu en áður. Eftir að hætt var'að birta nöfn látinna í almanakinu (1965), hefur núverandi umsjónarmaður árbókar þess getið andláts nokkurra úr hópi þeirra er hurfu yfir móðuna miklu á liðnu ári. Eru þeir rúmlega 70 að tölu, flest þjóðkunnugt fólk. Ein- hvern veginn er ég ekkiTíægilega sáttur við þetta: Að taka nokkrá út úr og geyma hér til seinni tímans. Auðvitað var þetta allt ágætis fólk, það dreg ég ekki í efa. Eftir að Almanakið hætti að birta heildar- skrá um látna, gefur Hagstofan út slíka skrá sem almenningur getur aflað sér. Mikið rúm tók skrá um próf við Háskóla íslands fyrr í bók þessari. Nú hefur sú skrá verið stytt stórum. Astæðulaust mun að birta nöfn þeirra sem ljúka lægri prófum við háskólann eins og svonefndum BA-prófum. Og hvaða tilgangi þjónai' það að birta einkunnir allra, sem sitja nokkur ár á skólabekk, þótt það sé í æðstu menntastofnun þjóðarinnar? Annaðhvort ná menn prófi eður ei; það er lóðið. Umfjöllun um stjórnmál er minni -en fyrr. Þátturinn Verklegar fram- kvæmdir tekur minna rúm en í fyrra og styttir þetta að sjálfsögðu bókina að mun, ásamt öðrum þáttum, sem ég hefi getið hér að framan. Ætíð er það gott að vera gagnorður. Vandalaust er að teygja lopann, það vita flestir, sem rita greinar og annað sem birtist á prenti. Talsvert er af myndum í Almanakinu og hefur svo verið alllengi. Gerir það ritið að sjálfsögðu læsilegra og skemmtilegra. í lokaþætti almanaksins_ Ýmis- legt kennir margra grasa. Ég geri enga tilraun til að endursegja það enda er eftirprentun úr almanakinu stranglega bönnuð. Hér hefi ég með nokkrum orðum reifað efni alman- aksins nýútkomna. Ég vek athygli á riti þessu. Það ætti að vera til á hveiju íslensku heimili. Það er, bæði hinn almenni hluti, rímtalið og árbókin, hið fróðlegasta og ég vil segja skemmtilegt aflestrar. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari og stundar nú ritstörf. «Fjallhress í hlýrri ) og þægilegri angóruull t o Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. sími 666006 ÚTSÖLUSTAÐIR: RIVKJAVÍK: GARÐABÆR: HELLISSANDUR: BLÖNDUÓS: SEYÐISFJÖRÐUR: Apótek Austurbœjar Apótek Garðabœjar Virkið Apótek Blönduóss Versl. E.J. Waage Alafossbúöin HAFNARIJÖRDUR: BÚÐARDALUR: SAUÐÁRKRÓKUR: NESKAUPSTAÐUR: Árbœjarapótek Apótek Norðurbœjar Dalakjör Skagfirðingabúð S. Ú. N. Borgarapótek Hafnarfjarðarapótek PATREKSFJÖRÐUR: VARMAHLIÐ: EGIISSTAÐIR: Breiðholtsapótek KEFLAVÍK: Versl. Ara jónssonar Kf. Skagjirðinga Kf. Héraðsbúa FMingsen Samkaup TÁLKNAFJÖRÐUR: SIGLUFJÖRÐUR: ESKIFJÖRÐUR: Garösapótek KEITAVIKURFLUG- Bjamabúö Versl. Sig. Fanndal Sportv. Hákons Sófuss. Háaleitisapótek yÖLLUR: BILDUDALUR: ÓLAFSFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Holtsapótek íslenskur markaður Versl. Edinborg Valberg Kf. Fáskrúðsflarðar Ingólfsapótek MOSFELLSBÆR: FLATEYRI: DAI.VIK: STÖÐVARFJÓRÐUR: Ixtugavegsapótek MosfeUsapótek Brauðgerðin Dalvíkurapótek Kf. Stöðvarflarðar Lyfjabúðin Iðunn Vetslunin Fell ÞINGEYRI: Versl. Kotra BREEÐDALSVÍK; Rammageröin Verksmiðjuútsala Álafoss Kaupf. Dýrflrðinga AKUREYRI: Kf. Stöðvarfjarðar Reykjavíkurapótek AKRANES: SÚGANDAFJÖRÐUR: Versl. París HÖFN: Skátabúðin Bjarg Suðurver Eyfjörð^ Kf. A-Skaftfellinga Sportval Sjúkrahúsbúðin BOLUNGARVÍK: HUSAVIK: VESTMANNAEYJAR: Ull og gjafavörur BORGARNES: Einar Guðflnnsson Bókav. Þórarins St. Apótek Vestm.eyja Útilíf Kf. Borgfirðinga ÍSAFJÖRÐUR: REYKJAHLÍÐ: Satidfell Veiðihúsið 1 OLAFSVÍK: Sporthlaðan Verslunin Sel HELLA: SELTJARNARNES: Sölusk. Einars Kr. HÓLMAVÍK: RAUFARHÖFN: Rangárapótek Sjmrtlíf STYKKISHÓLMUR: Kf. Steingrímsflaröar Snarlið SELFOSS: KÓPAVOGUR: Hólmkjör HVAMMSTANGI: VOPNAFJÖRÐUR: Vöruhús KÁ. Kópavogsajmtek GRUNDARFJÖRÐUR: Vöruh. Hvammst. Kaupf. Vopnafjarðar IIVERAGERÐI: Hvönn ' Ölfusapótek tm\nn /i/ imnmi // iiii ii 'lí lllil ii / 4 t 9 Kópal Tónn 4 Gcfur matta áfcrð. Hentar cinkar vcl þar sem nrinna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svefnherbergi og á loft. Kópal Glitra 10 Hcfur örlítið meiri gljáa cn KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi bctri þvotthcldni. Hcntar vcl þar scm mcira mæðir á. Kópal Birta 20 Gefur silkimatta áfcrð. Hcntar vcl þar scm mæðir talsvcrt á veggflcti, t.d. á ganga, barna- hcrbcrgi, cldhús, og þar sem óskað cr eftir góðum gljáa. Kópal Flos 30 Hcfur gljáa scm kemur að góðurn notum á lcikhcr- bcrgið, stigaganga, barnahcrbergi,. baðhcrbcrgi, þvotta- hús o.fl. Hcntar einnig á húsgögn. Kópal Geisli 85 Gcfur mjög gljáandi áfcrð og hcntar þar scm krafist cr mikillar þvottheldni og stykleika, t.d. í bílskúrinn, í geymsluna og í iðnaðarliúsnæði. Hcntar einnig á húsgögn. Kópal innanhúss- málning er með fímm gljástig KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yfirmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fimm gljástigum og í staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yfirmálning er auðveld í með- förum, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. 'máJning'lf það segir sig sjálft - I/!W /Æ/ WlÆ/iniMfl\ l\\X%M/ I i\\//m/\ u\m\\ fii mm i\- \\\ vv\ /i i iiiai mm im m i/ti mtti tm/sÆ/nt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.