Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 4 q§ðfl| h e im i lis v er slun med stíl LAUGAVEGI 13 SfMI625870 JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR ALSJÁLFVIRKAR UÓSNÆMI: 7 LUX - AÐDRÁTTARLINSA: 6 x ZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS'- VINDHUÓÐNEMI - TÍMA- OG DAGSETNINGARMÖGULEIKAR — TITILTEXTUN: 8 UTIR - LENGD UPFTÖKU: 90 MÍNÚTUR — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI / MILLISNÚRA FYRIR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI VEGUR AÐEINS: 0.7 KG. SÉRTILBOÐ KR. 73.950.- stgr. QB Afborgunarskilmálar (Jj VÖNDUÐ VERSLUN HIJÓMCO FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I Breska stórblaðið The Times: Nýr ritslpóri bók- menntarits ráðinn St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TILKYNNT var í lok síðustu viku, að nýr ritstjóri hefði verið ráðinn að Times Literary Supple- ment (TLS). Hann er Ferdinand Mount, blaðamaður og rithöfund- ur. Times Literary Supplement er að líkindum þekktasta bókmennta- tímarit í hinum enskumælandi heimi. Það hóf göngu sína árið 1905 sem viðauki við dagblaðið The Times um bækur. Ritið fékk fljót- lega sjálfstæðan svip og hefur verið 'um áratuga skeið virtasta breska tímarit, sem íjallar um bækur. Fyrir hálfum mánuði sagði fyrr- um ritstjóri þess, Jeremy Treglown, starfinu lausu. Nýr framkvæmda- stjóri hafði tekið við skömmu áður, samlandi Ruperts Murdochs frá Ástralíu, en TLS er hluti af fjöl- miðlaveldi Murdochs. Ýmsir óttuð- ust, að nú ætti að gera róttækar breytingar á tímaritinu til að auka sölu þess og sjá til þess að það skilaði hagnaði. En svo hefur ekki orðið. Ferdinand Mount er vel kunnur blaðamaður í Bretlandi. Hann skrif- aði á árum áður um stjórnmál í vikuritið The Spectator og hefur ritað reglulega í The Daily Tele- graph um bækur og stjórnmál. Sömuleiðis hefur hann gefið út fimm skáldsögur og eitt rit um sögu Ijölskyldunnar. Ferdinand Mount hefur lengi ver- ið eindreginn stuðningsmaður Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, og hefur aldrei legið á skoðunum sínum í stjórnmálum. Hann vann í tvö ár að stefnumótun fyrir Thatcher snemma á síðasta áratug. Talið er líklegt, að stjórnmála- skoðanir Mounts eigi eftir að skapa nokkra spennu á blaðinu, því ekki er vitað um nokkurn aðdáanda for- sætisráðherrans í hópi 16 stajfs- manna þess. Mount hefur lýst því yfír, að hann hyggist ekki gera neinar stefnubreytingar á blaðinu, a.m.k. fyrst í stað. Hann segir einn- ig, að sjálfstæði hans sem ritstjóra sé tryggt í bak og fyrir í starfs- samningi hans. TLS selst í um 26 þúsund eintök- um um víða veröld og kemur út einu sinni í viku. Það er tap á rekstri þess, sem nemur um 10 milljónum ÍSK á ári, en systurblað þess, Times Educational Supple- ment, skilar hins vegar hagnaði upp á um 100 milljónir ÍSK. Auglýs- ingatekjur blaðsins voru nokkrar, áður en blöð Murdochs fluttust til Wapping, en snarminnkuðu þá og hafa ekki náð sér á strik síðan. TLS seldist á árum áður í um 40 þúsund eintökum og talið er næsta víst, að eigendur þess vilji að minnsta kosti draga úr hallanum á rekstri þess. Samkeppnin á þess- um markaði er ekki mjög hörð, svo TLS ætti að geta náð sinni fyrri stöðu, ef nýjum ritstjóra tekst vel upp. Reuter * Siðavendni ílsrael Vegfarendur í Te! Aviv ganga fram hjá auglýsingaspjaldi með mynd af karli og konu í faðmlögum og er konan klædd flegnum kjól. Isra- elska þingið, Knesset, hefur nú samþykkt lagafrumvarp sem lagt var fram af flokki strangtrúaðra gyðinga þar sem kveðið er á um algert bann við slíkum kynæsandi auglýsingumá almannafæri. Bann- ið nær ekki til tímarita eða kvikmynda. Þá samþykkti þingið að tak- marka ferðir almenningsfarartækja á hvíldardeginum. Það þýðir að langferðabílar mega ekki aka á laugardögum fyrr en eftir sólsetur. Flokkurinn fer fram á að tvö önnur frumvörp, sem kveða á um trúar- leg málefni, verði samþykkt í staðinn fyrir stuðning flokksins við ríkisstjórnina og eru þau frumvörp nú í undirbúningi. Bandaríkin: ÖRVGGI GOODfYEAR Laugavegi 170 -174 Simi 695500 Kransæðasjúkdómar bitna harðar á konum Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. NIÐURSTÖÐUR nokkurra rannsókna, sem gerðar hafa verið á hjartasjúkdómum kvenna, vöktu talsverða athygli þegar.þær voru kynntar á ráðstefnu hjartaverndarsamtakanna American Heart Association í siðustu viku. Ein þeirra sýndi að dánartíðni er helm- ingi hærri meðal kvenna heldur en karla við hjartaskurðaðgerðir í Bandarikjunum. Þeir sem hafa kannað þessi mál áður hafa oft sleg- ið því fram, að ástæðna sé m.a. að leita í þeirri staðreynd, að konur eru eldri og veikari en karlmenn, þegar þær gangast undir aðgerð. Fyrirlesari á ráðstefnunni nú, er enn óljóst og þarf nánari rann- Kathleen King frá háskólanum í sókna við, en það er ekki réttlætan- Rochester, kvað rannsóknir sínar legt að hætta við skurðaðgerð ein- ekki benda til þess, að aðrir sjúk- dómar, eins og sykursýki og hár blóðþrýstingur, gætu skýrt þennan mismun á dánartíðni karla og kvenna við hjartaaðgerðir. „Þetta m verslana- og þjónustumiðstöð ■ hjarta Kópavogs „vib erum í leiðinni . . . . . . næg bílastæði" Opið alla laugardaga til kl. 16.00 HAMRAB0R6 ff' Allt á einum stai" Eftirtalin fyrirtæki standa að þessari auglýsingu: Bakhúsið • Blómahöllin • Bræðraborg • Búnaðarbanki íslands • Bylgjan • Doja tískuverslun • Filman Gleraugnaverslun Benedikts • Hannyrðaverslunin Moli • íslandsbanki • Klukkan • Kópavogs Apótek Mamma Rósa • Nóatún • Óli Prik • Ratvís • Sevilla • Skóverslun Kópavogs • Sólarland Sportbúð Kópavogs • Sveinn Bakari • Telefaxbúðin • Tónborg • Veda • Verslunin Inga Vídeómarkaðurinn • VÍS - Vátryggingafélag íslands ungis vegna þess að sjúklingurinn er kona.“ Annar fyrirlesari, dr. Richard Becker frá læknadeild háskólans í Massachusetts, kvað nú sannreynt að aldursmunur væri ekki hin raun- verulega ástæða fyrir hærri dánar- tíðni kvenna með kransæðasjúk- dóma, eins og sérfræðingar hafa haldið. Þetta þýddi að verið gæti að beita þyrfti öðrum aðferðum við lækningar kvenna, eða við hjúkrun þeirra eftir á. Rannsókn dr. Beckers náði til 3.339 kransæðasjúklinga, sem öll- um vargefið TPA-uppleysingarlyfið til að leysa upp blóðtappa í æðum þeirra. Sex vikum eftir hjartááfallið var dánartíðni kvennanna 9% en 4% hjá körlum. 12% kvennanna fengu annað hjartaáfall innan árs, en aðeins 9% karlanna. Að sögn dr. Beckers reyndist aldursmunur alls ekki skýra þennan mun, en hann taldi að ekki væri unnt að gera tillögu um breyttar aðferðir nema nánari rannsóknir gæfu frek- ari skýringu á mismun dánartíðni karla og kvenna. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.