Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 47
alla sína íslensku fararstjóra gætu - gi’ipið til svipaðra ráðstafana! Rétt- indi eru oftast tvíhliða. Og hingað til hafa_ þessi réttindi verið mun frekar íslendingum í hag. Menn þurfa ekki að líta lengra en til flug- réttinda þar sem við erum í lang flestum tilvikum þiggjendur en ekki veitendur. Hafa menn yfirleitt hugsað þessa hugsun eða öllu held- ur rökleysu til enda? íslenskur leiðsögumaður í hvern bíl? Trúlega er það óskadraumur ein- hverra leiðsögumanna að krefjast þess að íslenskur leiðsögumaður sé í öllum erlendum hópferðabílum. En er það framkvæmanlegt? Ég hef enga trú á því að það verði þróunin þegar Evrópa er orðin eitt markaðssvæði. Miklu frekar hið gagnstæða, þegar allir eru að verða fráhverfir boðum og bönnum. Önn- ur regla gildir með sérstaka nátt- úruvætti eða einstök menningar- svæði, þar sem þarlent leiðsögufólk ætti alltaf að vera fyrir hendi. Er- lendis t.d. í Feneyjum og á Akró- pólishæð. Hér á landi má nefna þjóðgarða og viðkvæma náttúru- vætti. Það yrði erfitt að þvinga ís- lenskt leiðsögufólk inn í hvern bíl fyrir utan hvað það myndi hækka hópferðakostnað, sem er ærinn fyr- ir. Við eigum að bjóða fram eftir- sóknarverða þjónustu en ekki þvinga henni upp á nokkurn mann. Er ísland á „útsölu“? IW fullyrðir að ísland sé á „út- sölu“, að allt sé hér á útsöluverði án tillits til framboðs og vörugæða. Hver er staðan? ísland er eitt dýr- asta ferðamannaland í heimi! Sagt að ef menn sjái ekki að sér, muni íslensk ferðaþjónusta verðleggja sig út úr allri samkeppni. Gjarnan vísað ti! nýrra viðhorfa eftir til- komu EB sem eins markaðar. Oft er bent á að íslandsferð t.d. frá Norðurlöndum sé jafn dýr (ef ekki dýrari!) en þaðan og til Karíbahafs- ins, til N-Afríku og síst ódýrari en til N-Ameríku. Og um margrædd matarmál þarf ekki að hafa mörg orð. Þessi inn- flutningur er byggður á íslenskum reglum og við hveija er þá að sak- ast nema okkur sjálf! Leyfilegur innflutnings-skammtur verður minnkaður um áramót og þá er fyrst rétt að meta nýja stöðu mála — ekki með órökstuddum fullyrð- ingum. Sýnum erlendum viðskiptavinum vinsamlegra viðmót Að síðustu. Hversu langur tími skyldi hafa liðið þar til margrædd grein IW var þýdd — og samstund- is kynnt innan þýska og austurríska ferðamálaheimsins? Innihald henn- ar liggur örugglega þegar fyrir hjá öllum helstu ferðaheildsölum sem stunda viðskipti við ísland. Ef til vill kunna ýmsir að hætta við kom- una, eða leita annað þar sem þeirra bíður eilítið vinsamlegra viðmót. Kannski er þessi grein einmitt rituð af þessum ástæðum, sem mér eru vel kunnar. Kannski þarf IW ekki að hafa áhyggjur af komu 7-8.000 Aust- urríkismanna næstu árin. Um fjöl- marga fleiri áfangastaði er að ræða. En þá kann svo að fara að Ingo Wershofen þurfi að leita sér að öðrum vettvangi — í sælum friði frá flokkum „sjóræningja" og ann- arra misindismanna innlendra sem erlendra. PS. Undirrituð mun ekki hafa fleiri orðaskipti við nefndan grein- arhöfund — né aðra á svipaðri bylgjulengd. Flest ér áhugaverð- ara, meira skapandi og áreiðanlega þarfara. En stundum eru takmörk fyrir öllu. Svo fór í þetta skiptið! PPS. Og hið ótrálega! 13. nóv- ember sl. birtist önnur grein eftir annan leiðsögumann sem titlar er- lenda starfsbræður sína líka „sjó- ræningja“. Sú spurning hlýtur að vakna hvaðan þetta „smekklega starfsheiti“ er runnið? Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu og befur umsjón með Ferðablaði Lesbókar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 47 AUK dagatal- ið fyrir 1991 AUK-dagatalið fyrir árið 1991 er komið út. I ár ber dagatalið heitið I bjartsýni. Ljósmyndirnar eru teknar af Herði Daníelssyni á myndavél sem skilar myndum á breiðformi en myndirnar sem dagatalið hefur að geyma voru allar teknar síðastliðið sumar á ferð Harðar og Kristínar Þor- kelsdóttur um landið. Kristín hefur hannað dagatalið í samvinnu við Magnús Þór Jónsson og geymir dagatalið dagbókarbrot Kristínar frá ferðalaginu síðastliðið sumar. Texti dagatalsins er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. ANITECH‘6001 HQ myndbandstæki Árgerð 1991 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus íjarstýring, 21 pinna „Euro Scart" samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sértilboð 29.950 •“ stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. Afborgunarskilmálar (E FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Kahrs ISAFJÖRÐUR NÚPUR . HVAMMSTANGI KAUPFÉtAG V-HÚNVETNINGA EGILSSTAÐIR VIÐARKJÖR NESKAUPSTAÐUR ÁRSÆLL GUÐJÓNSSON HÖFN HORNAFIRÐI K.A.S.K. sHVOLSVÖLLUR \ SELFOSS KAUPFÉLAG RANGÆINGA VÖRUHÚS K.Á. - VESTMANN AEYJ AR BRIMNES Káhrs er þar semþúert Kahrs þýðir ekki aðeins úrvals parket— heldur einnig úrvals þjónusta. Einn liður í þjónustunni er að koma til móts við landsbyggðina. Á þrettán stöðum vítt um landið eru söluaðilar okkar reiðubúnir til þess að leiðbeina um val á viðartegund og meðferð efnisins. Par er líka að fá nýja Kahrs hugmyndablaðið 44 síðna rit með myndum af margvíslegum möguleikum parketsins og ítarlegum leiðbeiningum. I verslun okkar í Ármúlanum er síðan sérhæft starfslið okkar reiðubúið til að veita staðgóðar upplýsingar hvenær sem þú óskar. l&sond ARMULA 8 - 108 REYKJAVIK SÍMI 82lll HÉKSNÚ SUCLftlNCASTOf*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.