Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Frá athafnasvæði Stálbræðslunnar. Þjóðhagsleg sjónarmið eftir Krisiján Agústsson Forsenda þess að unnt yrði að stofna vinnslu brotamálma á Islandi var stofnun íslenska Stálfélagsins hf. Undirbúningur hófst árið 1986, en félagið var formlega stofnað 1. október 1988. Eiii af aðalforsendum að stofnun- inni var sú staðreynd, að í ljós var komið á því hausti að unnt yrði að koma á samvinnu til langs tíma við sorpeyðingarstöðvar og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum um móttöku á öllum brota- málmum sem féilu til á þessu svæði til endurvinnslu í tætara og stál- verksmiðju félagsins. Jafnframt þótti full ástæða til að ætla að unnt yrði að koma á hliðstæðum samn- ingum við sveitarfélög víðsvegar um lanðið. Frá samningum um þessi efni milli félagsins og Sorpeyðingar- stöðvar höfuðborgarsvæðisins bs var endanlega gengið í nóvember 1988 og Sorpeyðingarstöð Suður- nesja síðar. Einnig hefir verið geng- ið frá samningum við önnur sveitar- félög, samanber Vestmannaeyjar. Nú er búið að reisa við Marka- hellu 4 í Hafnarfirði, á vegum ís- lenska Stálfélagsins hf. tætara til að rífa niður bifreiðir og aðra hluti úr þunnum málmum (sem setja má i tækið nær eins og þeir koma fyr- ir að frátalinni hreinsun af olíum og eldsneyti) og meðhöndla þá Kristján Ágústsson þannig með sjálfvirkum hætti tii bræðslu. Einnig er að mestu leyti búið að reisa verksmiðjuna sjálfa ásamt nauðsynlegum vélakosti. Reyndar hefir reynslukeyrsla á bræðslu- og öðrum vélum farið fram og hefir komið í Ijós að framleiðslan (stálbarrar) gefur þær vonir, sem að var stefnt, 100% útflutningsaf- urð úr brotamálmum og íslenskri raforku. Þeir sem til þekkja ætti að vera kunnugt um að brotajámsmagn á íslandi er á mörkum þess að geta „Reyndar hefir reynslukeyrsla á bræðslu- og öðrum vél- um farið fram og hefir komið í ljós að fram- leiðslan (stálbarrar) gefur þær vonir, sem að var stefnt.“ staðið undir rekstri Stálverksmiðju. Sennilega var það ástæðan fyrir því að Sindra-Stál og síðar eigendur Hringrásar vildu ekki standa með forsvarsmönnum Stálverksmiðj- unnar að byggingu hennar né skyn- samiegrar samvinnu um brotajárns- vinnslu og söfnun á lóð félagsins í Hafnarfirði. Þar sem hér er búið að koma upp þjóðhagslega hagkvæmu fyrirtæki af einkaaðilum, þar sem þjóðfélagið í heild getur haft ýmsar beinar og óbeinar tekjur eða nytjar af fram- kvæmdum, er það ósk undirritaðs að framkvæmdastjóri Hringrásar skrifi af meiri ábyrgð um íslenska Stálfélagið hf., samanber grein hans í Morgunblaðinu 1. nóvember 1990. (Tvö þúsund tonn af brota- jámi seld úr landi). Höfundur er einn af frumkvöðlum ogstofnendum Islenska Stálfélagsins hf. UM LIST- ÞÖRF BARNA eftirRósu Steinsdóttur Upp á síðkastið hefur umræða um gildi listsköpunar fyrir börn í okkar samféjagi farið vaxandi. Og f bígerð eru breytingar á skólakerf- inu, þar sem gert er ráð fyrir að þáttur listgreina verði stórlega auk- inn. Sem er mjög af hinu góða. Það er varla tilviljun að umræða þessi brýst fram af slíkum þunga nú. Við verðum stöðugt áhrifaminni viðtak- endur í öllu því flóði fjolmiðlunar er yfir okkur dynur í „upplýsinga- þjóðfélagi“ samtímans. Ýmsir fram- sýnir menn og konur hafa vakið athygli á mikilvægi listarinnar í uppeldi barna. Og eru þeir býsna margir sem hafa verið að vinna að þessum málum með einum eða öðr- um hætti. En hvaða gildi hefur listsköpun fyrir barn? Lengi má deila um orðið „list“, hvað er list og ekki list. Orðið að „skapa“ er ekki síður erfitt í skil- greiningu. Eins og Þorkell Sigur- björnsson tónskáld vitnaði til á málþingi um listsköpun barna þann 9. september sl., er Drottinn Al- máttugur ef til vill einn fær um athöfnina að „skapa“. Mögulega eru þetta deilur um keisarans skegg. Mig langar þó að koma með dálítið innlegg í þessa umræðu. Ég er ein af mörgum sem fæst við að virkja sköpunarþörf barna. Ég starfa með börnum sem orðið hafa undir í samfélaginu af ýmsum orsökum, hafa misst sjálfstraustið og oft fótfestuna í lífinu. Og öll hafa þau það sameiginlegt að eiga ekki öruggan sess innan hins al- menna skólakerfis. 1 vinnu minni með börnin verð ég vitni að æ ofan í æ þvílíkt afl sköpunarþörf þessara barna er, séu henni búin góð skilyrði. En hvers vegna og hvernig? Ein nálgun af því að skilgreina „sköpunarþörf“ er að hún sé löng- un, eða þörf mannsins til að finna að hann getur haft áhrif á um- hverfi sitt. Að hans reynsla og upp- lifanir skipta máli. Að hann sem einstaklingur skipti máli. Þannig sé sköpunarþörfin ekki hæfileiki sem aðeins fáum er gef- inn, heldur meðfædd þörf sem byrj- Minningar eftir Gunnar Friðriksson ÖRN og Örlygur hafa gefið út bókina Mannlíf í Aðalvík og fleiri minningarbrot eftir Gunnar Friðriksson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Gunnar man tímana tvenna. Hann er fæddur og uppalinn í Aðalvík, harðneskjulegt umhverfi við ysta haf, þar sem lífsbaráttan var hörð og mannskæð, en ól á dugnaði, þrautseigju og samheldni. Gunnar lýsir þessu samfélagi á lifandi og áreiðanlegan hátt en síðan þeim harmsögulegu atburðum og þeirri þróun sem olli því að Aðalvíkingar urðu að hverfa á brott og ganga frá eigum sínum og öllu sem þeim var kært. í síðari hluta verksins segir frá þvi hvernig íslands nútímans reis af grunni hins gamla en sögumaður varð fljótt einn þeirra athafna- manna sem áttu hlut þar að. Einn- ig segir frá þróttmiklu starfi Gunn- ars að slysavarna- og mannúðar- Gunnar Friðriksson málum, en hann var rúman aldar- gorðung í stjórn Slysavarnafélags Islands, þar af forseti í 22 ár.“ Það er sagt að maður eigi að sofna jákvæður og sáttur. Með Borás sængurfatnaði verður það mun auðveldara vegna þess að hann er úr 1 00% mjúkri bómull, sérsaumaður fyrir okkur Islendinga og koddaverin eru í réttri stærð, eða ðOxZO^cm. Auk þess er Borás sængurfatnaðurinn strauléttur, endingargóður og í fallegum litum og mynstrum sem prýða heimiíið. Borás sængurfatnaður er tilvalin gjafavara t sem fæst í öllum helstu heimilis- og vefnaðar- vöruverslunum landsins. Veldu Borás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.