Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 oooi jUifrMGíi.Li .i sijr-'A'iriAi)'jA,i aio/uia/.UDfioi/.— Uppskriftir úr eldhúsi Rúnars Mar- vinssonar BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér mátreiðslubókina Eftir kenjum kokksins en hún hefur að geyma uppskriftir úr eldhúsi Rúnars Marvinssonar. Bókin skiptist í eftirtalda kafla: Súpur, Forréttir, Villibráð og fugl- ar, Eftirréttir. Einnig er að finna í bókinni ábendingar um matseðla og víntegundir við hæfi. Litmyndir eru af öllum réttum í bókinni. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Enginn matreiðslumeistari hefur GENGISSKRÁNING Nr. 230 30. nóvember 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 55,13000 55,29000 54,32000 Sterlp. 106,53900 106.84800 107,61100 Kan. dollari 47,34800 47,48600 46,61300 Dönsk kr. 9,53390 9.56160 9.58020 Norsk kr. 9,37030 9,39750 9.40690 Sænsk kr. 9,77830 9,80670 9,80330 Fi. mark 15,28630 15,33070 15,32950 Fr. franki 10,82570 10.85710 10.87980 Belg. franki 1,76980 1,77500 1,77780 Sv. franki 42,86940 42,99380 43,08380 Holl. gyllini 32,39610 32.49010 32,55520 Þýskt mark 36,54140 36,64740 36.71510 ít. líra 0,04866 0,04880 0,04893 Austurr. sch. 5,19730 5,21240 5,22030 Port. escudo 0,41560 0.41680 0,41810 Sp. peseti 0,57630 0,57800 0,57850 Jap. yen 0,41219 0,41338 0,42141 (rskt pund 97,48400 97,76700 98,02900 SDR (Sérst.) 78,49910 78.72690 78,68420 ECU, evr.m. 75,31030 75,52890 75,77910 Tollgengi fyrir desember er sölugengi 28. nóvember. Sjólfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Rúnar Marvinsson enn ógnað ríki Rúnars Marvinsson- ar. í þessari bók er lögð megin- áhersla á þá stórkostlegu sjávar- rétti sem borið hafa hróður hans víða. Lykillinn að gæðunum felst í viðhorfi Rúnars Marvinssonar til matargerðar. í augum hans er hún listgrein, sérhver réttur er sjálf- stætt listaverk, og galdurinn er auðlærðari en menn grunar," segir að lokum í kynningu útgáfunnar. Eftir kenjum kokksins er 128 bls. AUK hf./Elísabet Cochran hannaði útlit bókarinnar en Sigur- geir Siguijónsson ljósmyndaði. Lit- greiningu og filmuvinnslu annaðist Korpus hf. en Prentsmiðjan Oddi prentaði. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA I 30. nóvember. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 137,00 92,00 106,27 29,369 3.120.991 Þorskur(ósL) 101,00 78,00 78,00 0,176 13.728 Ýsa (sl.) 110,00 76,00 97,27 12,037 ‘1.170.821 Ýsa (ósl.) 90,00 72,00 88,63 0,347 30.756 Blandað fiskteg. 70,00 25,00 36,00 0,104 3.744 Gellur 310,00 310,00 310,00 0,012 3.720 Karfi 56,00 14,00 44,97 1,721 77.385 Keila 38,00 22,00 29,30 1,584 46.416 Langa 69,00 60,00 67,06 0,786 52.713 Lax 50,00 40,00 42,35 0,352 14.908 Lúða 425,00 265,00 325,29 0,718 233.560 Steinbítur 55,00 25,00 49,03 0,411 20.151 Ufsi 50,00 32,00 47,45 140,113 6.648.604 Undirmáls 84,00 84,00 84,00 2,791 234.4444 Kolaflök 135,00 135,00 135,00 0,068 9.180 Samtals 61,29 190,589 11.681.121 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 115,00 66,00 97,05 3,704 359.484 Ýsa 87,00 87,00 87,00 0,024 2.088 Sild 9,00 7,00 8,12 64,588 524.223 Blálanga 59,00 59,00 59,00 0,240 14.160 Ufsi 48,00 31,00 39,40 0,607 23.917 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,015 2.400 Karfi 46,00 46,00 46,00 0,086 3.996 Lúða 390,00 300,00 369,29 0,168 62.040 Steinbítur 37,00 37,00 37,00 0,049 1.813 Hlýr/Steinb. 47,00 47,00 47,00 0,136 6.392 Langa 54,00 10,00 52,32 0,367 50.590 Keila 39,00 38,00 38,28 3,903 149.441 Samtals 16,12 74,487 1.200.504 | Selt var úr dagróðrarbátum. Á morgun verður selt úr Búrfelli og Sæborgu. Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 20. sept. - 29. nóv., dollarar hvert tonn 425“ 400“ 375“ 350 GASOLIA ------------------------- - r.----------------------------------- 275' 250' 225-------------------------------------- 200-------------—------------------------ 175— -------------------------------— 150---------------------------------—“ 4i---1---1--1---1---1---1---1-1----h- 21.S 28. 5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 33 rfr" Sigurður Björnsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar: Agreiningnr var um verkefnaval Erlendir tónlistarmenn hafa skrifað Sin- fóníunni vegna fráhvarfs Sigurðar þaðan Sigurður Björnsson SIGURÐUR Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, segist ekki skilja ástæður þess að stjórn hljómsveitar- innar ákvað fyrir skömmu að endurnýja ekki ráðningarsamning hans, sem rennur út um áramót. Sigurður segir ágætt samstarf hafa verið með sér og stjórninni þau 14 ár, sem hann hafi verið framkvæmda- sljóri, en ekki hafi alltaf verið samkomulag um verkefnaval. Erlendir tónlistarmenn hafa skrifað stjórn Sinfóníunnar og menntamálaráð- herra og látið í ljós undrun og áhyggjur yfir því að Sigurður skuli látinn hætta. Sigurður sagðist. í samtali við Morgunblaðið telja það óeðlileg vinnubrögð af hálfu stjómar Sin- fóníuhljómsveitarinnar að endumýja ekki ráðningarsamning sinn. „Eg veit ekki hvaða öfl það eru þama, sem vilja mig burt,“ sagði hann. Hann sagði að stjórnin hefði engar skýringar gefið á því hvers vegna starfskrafta hans væri ekki óskað lengur, aðrar en þær að formaður hennar hefði sagt að tími væri kom- inn að breyta til. „Það er ekki nægi- leg ástæða að mínu mati,“ sagði Sigurður. „Sú breyting hefði þá kannski átt að verða fyrr, en ekki eftir fjórtán ára starf, og þegar að- eins átta ár eru þangað til ég kemst á eftirlaunaaldur.“ Sigurður segir samstarf sitt við stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi verið með ágætum. „Við höfum auðvitað ekki alltaf verið sammála. Ég hef reynt að koma áliti áskrif- enda til stjórnarinnar hvað varðar verkefnaval. Ég hef látið bæði stjórnina, verkefnavalsnefnd og aðra, sem fjallað hafa um val verk- efna, vita af skoðunum okkar tryggu áskrifenda,“ sagði Sigurður. „Það hefur ekki verið hagstætt fyrir verk- efnavalsnefnd, því að þar em marg- ir framúrstefnumenn." Sigurður segir að margir tryggir áskrifendur Sinfóníunnar hafi kvart- að við sig yfir því að efnisskráin væri of þung. „Auðvitað ber okkur skylda til að flytja ný verk, en það má kannski stundum ofgera hlutun- um,“ sagði Sigurður. Hann vildi taka fram að þótt ágreiningur kynni að hafa verið við verkefnavalsnefnd, ætti stjóm hljómsveitarinnar þó síðasta orðið um að hann væri látinn víkja úr starfi. Sigurður segist ekki eiga von á að neinu verði breytt um þá ákvörð- un stjórnarinnar að endurráða sig ekki. Hann segir framtíð sína óráðna og sér hafi enn ekki boðizt nýtt starf, þótt hann hafi heyrt úti í bæ að búið væri að bjóða sér vinnu. „Ég hef ekki lært neitt nema að syngja svolítið og það er erfitt fyrir 58 ára gamlan mann að fá starf,“ sagði hann. „Við hjónin hættum störfum í Þýzkalandi á sínum tíma til að koma og starfa hér heima. Svo er manni bara sparkað út á gaddinn eftir fjórtán ár.“ Erlendir listamann skrifa Erlendir listamenn hafa skrifað Sinfóníuhljómsveitinni og mennta- málaráðherra og látið í ljós undrun vegna þess að Sigurður skuli látinn fara frá hljómsveitinni. Sigurður segir að tveir bréfrftarar hafi sent sér afrit af bréfunum og gefið leyfi til að þau yrðu birt opinberlega. Leon Spierer, 1. konzertmeistari Berlínarfílharmóníunnar skrifar í bréfi til stjórnar hljómsveitarinnar: „Það var dásamleg reynsla að vinna með starfsbræðrum frá Sinfóníunni fyrir nokkrum mánuðum. Við það tækifæri áttum við Sigurður Björns- son ánægjuleg kynni. Hann er mjög áreiðanlegur framkvæmdastjóri og heillandi persóna. Það er ekki ætlun mín að blanda mér í innanhússmál hljómsveitarinnar, en innra með mér Verslunarmiðstöðin í Glæsibæ er tuttugu ára um þessar mund- ir. Verslunarmiðstöðina byggðu þeir Silli og Valdi og var hún hin fyrsta sinnar tegundar hér- finn ég þörf fyrir að láta í ljós mikl- ar áhyggjur af því að alþjóðlega viðurkenndur listamaður og reyndur framkvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar skuli svo skyndilega vera látinn víkja úr stöðu sinni eftir margra ára starf.“ Prófessor Klaus-Peter Seibel, aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníu- hljómsveitarinnar í Kíl í Þýzkalandi og jafnframt óperustjóri, hefur stjórnað Sinfónfuhljómsveit íslands sem gestastjórnandi. Hann skrifar í bréfi til stjórnarinnar: „Ég tel mér óhætt að segja að ég telji mér fært að dæma um hæfni Sigurðar Bjöms- sonar sem listamanns og stjórnanda, og mér virðist að hann sé algerlega í sérflokki. Ég tel að hann hafi ver- ið maðurinn, sem sá bezt um rekstur hljómsveitar yðar og þróaði mögu- leika hennar og hæfileika til hins ýtrasta. Þar að auki verð ég að segja yður að allir listamenn, sem hafa starfað með Sinfóníuhljómsveit ís- lands sem gestir og ég hef hitt, hafa talað með virðingu og aðdáun um Sigurð og hæfni hans og fag- mennsku við rekstur hljómsveitar yðar.“ í bréfi til menntamálaráðherra skrifar Seibel: „... þér ættuð að vita að ijöldi listamanna um allan heim mun ekki verða sammála svo undar- legri ákvörðun. Ég tel að maður, sem hefur starfað með miklum árangri í fimmtán ár, verðskuldi ekki að vera sagt upp störfum svo stuttu áður en hann fer á eftirlaun." lendis. í dag eru starfræktar í^. húsinu nitján verslanir auk ann- arra þjónustufyrirtækja. I tilefni afmælisins verður gestum boðið upp á veitingar í Glæsibæ í dag frá kl. 14:00. Afmælishátíð í Glæsibæ Kynning á alnæmi í dag 1. DESEMBER er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi. Það er Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin sem hefur haft frumkvæði að því að einn dagur á ári yrði valinn til þess að vekja sérstak- Iega athygli á alnæmi og þeim vahda sem því fylgir. Samtök áhugafólks um alnæm- isvandann taka þátt í þessu starfi með því að standa fyrir kynningu í Kringlunni laugardaginn 1. des- ember milli klukkan 10 ot 16. Á hverju ári er valinn sérstakur þáttur alnæmisvandans til umfjöll- unar og í ár er efni alnæmisdags- ins konur og alnæmi. Talið er að 8-10 milljónir manna Leiðrétting Fréttatilkynning frá Fríkirkjunni í Reykjavík um aðventusamkomu sem birtast átti í dag laugardag kom í blaðið í gær föstudaginn 30. nóvember. Vinsamlegast athugið að guðsþjónustan á að vera á morg- un sunnudag ekki í dag. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. hafi smitast af HlV-veiru í heimin- um fram til þessa, þar af rúmur þriðjungur konur. Árin 1990-91 muni 500.000 manns veikjast af alnæmi, þar af 200.000 konur og að árið 2000 muni jafnmargt karla og kvenna veikjast að því spáð er. FULLTRÚI ríkissaksóknara sagði í málflutningi i Stóragerð- ismálinu í gær, að dæma ætti ákærðu, Guðmund Helga Sva- varsson og Snorra Snorrason, til þyngstu refsingar sem lög leyfðu, ævilangs fangelsis. Gunnar sagði, að dæma bæri báða ákærðu í lífstíðarfangelsi fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Þeir hefðu engar málsbætur, en fjöldi atriða væri til þyngingar refsingar. Því væri eðlilegf* að dæma þyngri Boðið verður upp á afmælistertu, kaffí eða kakó, og yngsta kynslóðir. fær ís og jólasveinahúfur. í hinum ýmsu verslunum verða í gangi sýn- ingar og kynningar. M.a. mun Helgi H. Jakobsson matreiðslumeistari á Hótel Holti sýna hvernig elda á jóla- kalkúninn. Jólasveinar munu jafn- framt taka lagið.með og fyrir börn- refsingu en t.d. 16 ára fangelsi. Verjendur hinna ákærðu, Jón Oddsson hrl. og Hilmar Ingimund- arson hrl., veijandi Snorra Snorra- sonar, kröfðust sýknu af ákæru fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Að loknum málflutningi var mál- ið tekið til dóms. Búist má við að dómur verði kveðinn upp fyrir jól. Dóminn skipa þrí sakadómarar, Pétur Guðgeirsson, dómsforseti, Helgi I. Jónsson og Hjörtur O. Aðal- steinsson. ín. Krafa ákæruvalds í Stóragerðismálinu: Akærðu verði dæmd- ir í ævilangt fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.