Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 2
oeer HaaMaaaa ,i auoAaaADUAJ eioAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Morgunblaðio/Þorkell Menn bera saman bækur sínar í stjórnsl.öð Almannavarna í gær. Umfangsmesta æfíng Almannavama hafín Umfangsmesta æfíng Almannavama ríkisins hófst í gær og stendur hún í 10 daga. Æfingin gerir ráð fyrir að náttúruógn muni steðja að höfuðborgarsvæðinu, sem í lok tímabilsins endi með hamförum. Æfíngin verður ekki samfelld almannavarnarnefnda taka fjöl- heldur verður stjómstöð- að störf- margar stofnanir, félagasamtök um daglega frá kl. 16 til 18. Auk og fyrirtæki þátt í æfingunni. Birgir ísleifur næsti Seðlabankastj óri ? BIRGIR ísleifur Gunnarsson alþingismaður hefur verið tilnefndur af forystu Sjálfstæðisflokksins til þess að gegna starfí bankastjóra Seðlabanka Islands. „Það er Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sem skipar í stöðu bankastjóra Seðlabankans, og annað hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokks- ins í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nú beðið eftir ákvörð- un Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra, en hann er nú staddur erlend- is. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Odds- son varaformaður hafa að höfðu samráði við Birgi ísleif tilkynnt við- skiptaráðherra að þeir leggi til við hann að hann skipi Birgi Isleif sem bankastjóra Seðlabankans frá ára- mótum. „Ég get á þessu stigi ekk- ert um málið sagt,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson í gær. Eins og áður segir er málið nú í höndum Jóns Sigurðssonar. Ný- kjörið bankaráð Seðlabankans hef- ur ekki komið saman til síns fyrsta fundar. Ágúst Einarsson fulltrúi Alþýðuflokksins í Seðlabankans verður að öllum líkindum kjörinn formaður bankaráðsins á fyrsta fundi ráðsins. Ekki liggur fyrir hvenær viðskiptaráðherra mun til- kynna um ákvörðun sína í þessum efnum. Ráðherra er nú staddur er- lendis og tókst Morgunblaðinu ekki að ná tali af honum í gær. Eyjólfur K. Jónsson um bráðabirgðalögin: Reynt að koma skemmdum laxi í vinnslu og á markað UM 5 tonn af skemmdum laxi voru tekin úr frystigeymslu í Hafnarfirði á þriðjudag þrátt fyrir bann heilbrigðiseftirlits og er talið að reynt verði að koma honum í vinnslu og síðan á neytendamarkað. Laxinn hefur verið dæmdur skemmdur og óhæfur til manneldis af Rannsóknar- stofnun fískiðnaðarins en um 600 kíló af honum hafa fundist í reyk- húsi við Grandagarð í Reykjavík, auk þess sem um 120 kíló fundust á vöruflutningamiðstöð í borginni. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavknefur fengið mál þetta til meðferðar en það að koma skemmd- um matvælum á markað getur sam- kvæmt hegningarlögum varðað allt að 6 ára fangelsi, að sögn Guðmund- ar H. Einarssonar, forstöðumanns heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Fiskurinn varð sjálfdauður í fisk- eldisstöð á Vestfjörðum. Hann var tekinn úr frystigeymslunni á þriðju- dag þrátt fyrir bann heilbrigðiseftir- lits. Farið var með fískinn fáeinum mínútum áður en heilbrigðiseftirlit kom með lögreglu á staðinn og segir Guðmundur H. Einarsson engan vafa leika á að þeir sem að þessu stóðu hafi vitað hvað þeir voru að gera. Vitað er um hvaða menn er að ræða en þeir höfðu í gær ekki sinnt kvaðn- ingum um að upplýsa hvar fískurinn væri niður kominn. Að sögn Þórhalls Halldórssonar, forstöðumanns heilbrigðiseftirlits Hollustuvemdar ríkisins, er ástæða til að ætla að ætlunin hafí verið vinna fiskinn og setja á markað erlendis. Að sögn Guðmundar H. Einarssonar er fískurinn það mikið skemmdur að engar líkur eru á að reynt verði að selja hann á neytendamarkaði fyrr en að lokinni einhverri vinnslu. Hann kvaðst ekki telja að ástæða væri fyrir neytendur að óttast til dæmis; reyktan lax sem seldur væri undirj vörumerkjum, helst mætti búast við að reynt yrði að selja fískinn með. því að ganga í hús eða fyrirtæki. Morgunblaðið/KGA Fjölmenn húskveðja í Útvegsbankahúsinu í gær kom fíöldi fyrrverandi starfsmanna gamla Útvegsbankans við Lækjartorg til kveðjuhófs í Útvegs- bankahúsinu í tilefni af því að starfsemi íslandsbanka verður flutt úr byggingunni 10. desember. Lýkur þar með 86 ára samfelldri bankaþjónustu í húsinu. Gamli íslandsbankinn hóf starfsemi sína í þessu húsi árið 1904 og þar hefur verið starfrækt bankaþjónusta aliar götur síðan. Útvegsbankinn hóf þar starfsemi á rústum íslandsbanka árið 1930 og aftur varð breyting á þegar hinn nýi íslandsbanki tók við með sam- einingu bankanna á síðasta ári. Það var Reynir Jónasson, útibússtjóri, sem stóð fyrir hófinu. Þar voru rifíaðir upp ýmsir viðburðir í bankasögu hússins og Hjálmtýr Hjálmtýsson, gestgjafí í biðstofu bankastjór- anna um áratuga skeið, var sérstaklega kvaddur en hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Á myndinni er Ármann Jakobsson fyrrverandi bankastjóri á tali við Adolf Björnsson, sem m.a. var starfsmannastjóri í Útvegsbankanum um margra ára skeið og Bjarni Guðbjörnsson fyrrverandi bankastjóri situr lengst til hægri. Get ekki svarað nú hvaða afstöðu ég mun taka á þingi EYJÓLFUR Konráð Jónsson, einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, var ekki á fundi þingflokks þegar ákveð- ið var að greiða atkvæði gegn staðfestingu bráðabirgðalaga á samning BHMR. Hann segist ekki geta svarað því nú hvaða afstöðu hann taki til málsins, komi það til afgreiðslu í efri deild. Eyjólfur Konráð Jónsson segist hafa haft leyfí formanns þing- flokksins, Ólafs G. Einarssonar, til að vera á öðrum fundi á sama tíma, og ekki frétt af ákvörðun þingflokksins varðandi bráða- birgðalögin fyrr en eftir á. En er hann sammála niðurstöðunni?: „Málið er einfaldlega það að þetta blessaða, margumtalaða mál er I neðri deild og það var verið að ræða afstöðu flokksins þar. Ég er hins vegar í efri deild, og for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins hefur sagt opinberlega að hugmyndin sé að afgreiða mál- ið í neðri deild fyrir jól.“ „Ef það heldur áfram kemur það ekki til efri deildar fyrr en einhvem tíma eftir áramótin; í janúar, febrúar eða mars, og ég held að enginn geti svarað því núna hvemig ástandið verður í þjóðlífinu á þeim tíma. Ég skil ekki að nokkur maður geti svarað því á þessu stigi hvaða afstöðu hann tekur í efri deild.“ Viðræður lækna og samninganefndar ríkisins í strand: Aðstoðarlæknar neita að vinna lengur en 14 tíma á sólarhring AÐSTOÐARLÆKNAR á sjúkrahúsunum í Reykjavík munu frá og með deginum í dag neita að vinna lengur en 14 tima á sólarhring og ekki fleiri en 90 yfirvinnutíma á mánuði. Aðstoðarlæknar höfðu fyrr í nóvember ákveðið að bíða með aðgerðir þar sem talið var að skriður væri að kómast á viðræður við samninganefndar ríkisins. Nú hefur hins vegar slitnað upp úr viðræðunum, þar sem samninganefnd ríkis- ins hefur Iýst því yfír að hún hafí aðeins umboð fjármálaráðherra til að semja um taxtahækkanir í samræmi við þjóðarsáttina. Reykjavíkur- borg er einnig aðili að viðræðunum fyrir hönd Borgarspítala. Að sögn Bjöms Rúnars Lúðvíks- sonar, ritara félags ungra lækna, vísa aðstoðarlæknar til vinnuvemd- ariöggjafarinnar, þar sem kveðið er á um að lágmarkshvíldartími sé tíu klukkustundir á sólarhring fyrir alla almenna starfsemi. „Meginástæðan fyrir því að við förum út í aðgerðir er skeytingarleysi stjómvalda, og þá fyrst og fremst okkar viðsemjanda, fjármálaráðuneytisins og ráðherra, gagnvart þessum hófsömu kröfum okkar,“ sagði Bjöm. Hann sagði að aðstoðarlæknar færu fram á endur- skipulagningu vakta, að þeim væri ekki skylt að vinna meiri yfírvinnu en 90 tíma á mánuði, og að vaktaá- lagi yrði breytt. „Þetta er mannrétt- indabarátta, og fyrst og fremst leið- rétting til samræmis við laun sam- bærilegra stétta. Við förum ekki fram á grunnkaupshækkanir," sagði Bjöm. Hann sagði að það væri jafnframt krafa aðstoðarlækna að gjald fyrir lækningaleyfi yrði lækkað, en íjár- málaráðuneytið hækkaði það úr 4.000 krónum í 50.000 um síðustu áramót. Bjöm sagði að fengist engin leiðrétting á kjörum aðstoðarlækna, óttuðust menn landflótta ungra lækna. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að á Land- spítalanum væru aðeins tvær leiðir til að bregðast við þessum aðgerðum aðstoðariækna; að kalla út sérfræð- inga til að sinna sjúklingum eða draga úr þjónustu. Aðspurður hvort fyrri leiðin væri ekki dýrari kostur en að hafa aðstoðarlækna í vinnu, sagði Davíð að hann væri að ekki ódýrari, þar sem sem greiða þyrfti sérfræðingum fyrir útkall. Á fundi sjúkrahúslækna í gær var lýst megnri óánægju með viðbrögð og viljaleysi viðsemjenda lækna; ríkisins og Reykjavíkurborgar, til samninga. Haukur Þórðarson, for- maður Læknafélags íslands, segir að læknar hafí orðið undrandi á af- stöðu samninganefnar ríkisins, því að stefnubreyting hafí skyndilega orðið, eftir að viðræður hefðu verið í nokkuð góðum gangi. „Það er eins og samninganefndin hafi fengið að næturlagi ný fyrirmæli frá fjármála- ráðherra," sagði Haukur. „Við vorum að ræða ýmis atriði í kjarasamning- um, sem ekki snerta fjárútlát, eins og vinnutímalengd, vaktstöður og fleira. Hvað sem því líður, fengum við að vita að ekki yrði rætt um neitt annað en þjóðarsátt." Haukur sagði að samninganefnd LÍ og LR hefði skilað umboði sínu til stjórna þeirra og myndu stjórnar- menn velta því fyrir sér fram yfir helgi til hvaða aðgerða ætti að grípa. Tvær skákir fóru í bið íslendingar tefldu við Portúgali á Ólympíuskákmótinu í Júgóslavíu í gær. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson unnu sínar skákir en skákir Margeirs Péturssonar og Jóns L. Árnasonar fóru í bið. Hafa þeir báðir betri stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.