Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 Grænland: OGLEYMANLEG BOK Vilja sérstök tengsl við Evrópubandalagið Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JONATHAN Motzfeldt, formað- ur grænlensku landsljórnarinn- ar, telur nauðsynlegt að Græn- lendingar hafi framvegis náin tengsl við Evrópubandalagið (EB) en þeir sögðu sig úr því árið 1984. Motzfeldt hefur átt viðræður við ráðamenn í Færeyj- um og á íslandi og hefur lagt til að þjóðirnar reyni að ná sams konar samningum og Pólveijar, Tékkóslóvákar og Ungverjar sem munu gera eða ætla að gera sérstaka samninga við bandalag- ið. Formaðurinn leynir því ekki að markmið Grænlendinga sé að fá í sinn hlut eitthvað af því fé sem EB veitir til að styrkja land- svæði sem eiga í vök að verjast. Þegar Motzfeldt er spurður hvers vegna Grænlendingar sæki ekki um aðild að bandalaginu segir hann að ekki sé þorandi að leyfa EB-ríkjum að nýta fiskimiðin við Grænland. Nú þegar séu of margir togarar að beijast um rækjukvótana sem fiski- fræðingar mæli með. Grænland hefur gert fískveiði- samning til tíu ára við EB og renn- ur hann út 1994. í samningnum er kveðið á um nákvæma kvóta til handa flotum EB-ríkjanna en Grænlendingar fá í staðinn 275 milljóna danskra króna (um 2,5 Jonathan Motzfeldt milljarða ÍSK) greiðslu á ári og afurðir þeirra eru ekki- tollaðar á mörkuðum bandalagsins. Tollfríð- indin era talin jafnvirði um 400 milljóna króna (nær íjögurra millj- arða ÍSK) á ári. Vegna lélegrar þorsk- og rækjuveiði er ekki gert ráð fyrir að landstjórnin geti end- urnýjað samninginn og þess vegna hugar hún nú að öðrum lausnum. DLÁ AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson varð þjóðkunnur þegar bók hans Fátækt lólk kom út. Nú kemur hann enn á óvart meó skáldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. Blá augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóðar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir renna saman í eina iistræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar með bláu augun. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumálið fjöl- skrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. Nýr þjóðhátíðardagur íRúmeníu • Rúmensk kona réttir ungum hermanni blóm. í gær var haldin fyrsta hersýning í landinu frá því að Nicolae Ceausescu var steypt í desember sl. Var endurvakin sú gamla hefð að herinn fagnaði þjóðahátíð á undan öðrum; Rúmenar hafa nú gert f. desember að þjóðhátíðardegi að nýju eftir 50 ára hlé. Hátíðar- höldin í gær fóru fram við sigurbogann í Búkarest sem reistur var 1922 í minningu rúmenskra hermanna er féllu í fyrri heims- styijöld en þá fengu Rúmenar Transylvaníu í sinn hlut. Umstang- ið að þessu sinni var ekki mikið, hersýningin stóð aðeins í um 40 mínútur og fátt fólk veitti henni athygli. Bandaríkin: Landskjálftaspá veldur ofsahræðslu Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPÁ um að meiri háttar jarðskjálfta sé að vænta í mið-vesturríkj- um Bandaríkjanna í kringum 3. desember hefur valdið talsverðri ringulreið þar og ótta. Samkvæmt spánni verður misgengi á „New Madrid“-sprungunni þennan dag, en hún liggur um ríkin Misso- uri, Arkansas, Illinois, Tennessee og Kentucky. Opinberir embættismenn í St. Louis telja að varúðarkerfi sem gæti sagt fyrir um meiri háttar jarðskjálfta með 30 til90 sekúndna fyrirvara, gæti verið tvíbent ör- þrifaráð sem gæti orðið meira til tjóns en góðs með því að valda ofsahræðslu meðal fólks á svæð- inu. Öll leyfi lögreglumanna í Ark- ansas hafa verið afturkölluð á tímabilinu frá 1.-4. desember á þeirri forsendu, að nauðsyn beri til að hafa allt lögregluliðið tiltækt til að gæta yfirgefinna húsa og stjórna mikilli umferð sem liggur frá jarðskjálftasvæðunum í Ark- ansas. Dagblaðið The Paducah Sun í Kentucky hefur tilkynnt að það muni ekki birta fleiri greinar um yfirvof andi j arðskj álfta. Ritstjórinn segir að fjölmiðlar eigi sinn þátt í þeim ótta og taugaveiklun sem gripið hafi um sig meðal fólks á þessum svæðum. „...kjörbók ársins fyrir laxveiðimenn ...gat einfaldlega ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búinn að lesa hana. “ Sigurdór Sigurdórsson í ritdómi í DV. 0 FOR.LAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI 91-25188 AF FISKUM OG FLUGUM KRISTJÁN GÍSLASON Heillandi frásögn af veiðiskap í ám iandsins þar sem íslensk nátt- úra lifnar fyrir hugskotssjónum lesandans, blíð og grimm, nísk og gjafmild - allt eftir atvikum. Kristján Gíslason hefur fengist við * stangveiði í áratugi og er íslenskum veiðimönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem vinsælar eru. Frásögn hans er lífleg, krydduð ósvikinni glettni og skírskotar bæði til byrjenda og þrautreyndra veiðimanna. Kristján lýsir heimagerðu flugunum sínum í máli og litmyndum og réttir þannig lesandanum veið- arfærin beinlínis í hendurnar. Fjöldi mynda prýðir bókina. ISBN 9979-53-011-1 AUK k507-43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.