Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 22
ACTIVE BODIES ER NV HERRALlNA FYRIfl PÁ ATHAFNASÖMU. fAanlegt scm eau de toilette. after shave. deo stick. SHOWERGEL, 00 COOLING BODV LOTION ACTIVE BODIES. MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ungum er hann kemur fram með, verður þess valdandi að hann kemst upp á kant við samfélagið, sem ekki ber skynbragð á snilld hans. Hvorki Howard Roark né Peter Keating eru trúverðugar persónur enda er ætlun höfundar fremur að skapa tvo persónugervinga, fulltrúa andstæðra lífsskoðana. I þessum skilningi er bókin heimspekileg. Per- sóna Roarks er útópía í anda ofur- mennis Nietzsches. Það eru ekki aðeins byggingar hans sem eru meistaralega gerð listaverk heldur allt líf hans. I inngangi að banda- rísku útgáfunni segir höfundur bók- arinnar Ayn Rand að Roark hafi verið tiiraun hennar til þess að skapa hinn „ídeala“ mann. Þessi tilraun er að mínu mati andvana fædd og það sem ég átti einna erfiðast með að fella mig við er ég las bókina. Ayn Rand Að því undanskildu er Roark um margt athyglisverður einstaklingur og leitar sterkt á mann. Þeir erfið- leikar er honum mæta lýsa án efa á raunsannan hátt erfiðleikum hæfi- leikafólks í nútímasamfélagi auglýs- ingamennsku og lýðskrums. Keating er nær veruleikanum, Uppruninn Bækur Fram til orustu ' Sæmundur Guðvinsson Bókmenntir ErlendurJónsson Sæmundur Guðvinsson: ÍSLENSKIR HERMENN. 135 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1990. Sæmundur Guðvinsson er kunnari sem blaðamaður en bókahöfundur. í raun er bók þessi líka blaða- mennska. Þetta eru sex þættir byggðir á viðtölum. Ástæða þess að þáttunum er safnað svona á einn stað er sú að fyrir er tekið eitt af- markað efni. Það er reyndar efni sem hlýtur að teljast harla fágætt í hönd- um íslenskra blaðamanna. Islenskir hermenn? Hljómar það ekki einhvern veginn framandlega? Staðreynd er það nú samt. En hermenn þessir eru: Þorsteinn Elton Jónsson, flugkappi í orustunni um Bretland og ofurhugi í Bíafrastríð- inu, Njörður Snæhólm sem fór til Noregs til að læra refarækt en gerð- ist þess í stað norskur hermaður í heimsstyijöldinni síðari, Þorvaldur Friðriksson, liðsforingi í fremstu víglínu í Kóreustríðinu en þjónaði einnig í hernámsliðinu í Þýskalandi og í varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, Gunnar Guðjónsson sem barð- ist í Víetnam, Haraldur Páll Sigurðs- son, atvinnuhermaður í Afríku, og að lokum Arnór Siguijónsson, út- skrifaður frá liðsforingjaskólanum norska og síðan þjónandi í her Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon og loks varnarmálaráðunautur ríkisstjórnar- innar. Ef höfundur hefði tekið saman og sent frá sér þessa bók fyrir fimmtán tuttugu ánim hefði lionum verið eins hollt að halda sig innan dyra. Hvað hefur þá breyst? Og hvenær? Því eitthvað hefur breyst. Af er það sem áður var. Líkast til hefur hvort tveggja breyst, heimur- inn og við. Jónas Jónsson sagði skömmu eftir stríð að landsfeðurnir íslensku, sem stofnuðu lýðveldið, hefðu alls ekki átt að þegja um það að hér yrðu að vera varnir í framtíðinni. Sú þögn hefði komið þeim í koll síðar, t.d. er þeir sömdu um veru varnarliðsins hér. Frá árdögum sögunnar til þessa dags hefur verið barist. Tegundin maður er engin elsku friðardúfa. Hefur hermennska jafnan verið met- in eftir hlutverk því sem hermennirn- ir hafa gegnt hveiju sinni. Fáir mæltu því í mót, svo dæmi sé tekið, að hermenn bandamanna í síðari heimsstyijöldinni hefðu göfugu hlut- verki að gegna. Bandarískir her- menn í Víetnam áttu sér hins vegar formælendur fáa en marga haturs- menn. Hlutverk þeirra var því engan veginn talið göfugt svo vægt sé til orða tekið. Þættir þessir eru flestir persónu- legir. Höfundar segja frá reynslu sinni. Hrottalegar eru þær frásagn- ir, sumar hveijar. Lengstur er þátt- urinn með Þorvaldi, enda hefur hann mesta og fjölbreyttasta reynsluna. Þátturinn með Arnóri er líka mjög athyglisverður. Arnór gerir grein fyrir orsökum þess að hann ákvað að innritast í herskóla. Það gerði hann að vel athuguðu máli og ekki í neinu flaustri og enn síður vegna einhverra andartaks geðhrifa. Stríðsmaður hefur hann aldrei verið. Hersveitir Sameinuðu þjóðanna gegndu pólitísku hlutverki fremur en hernaðarlegu. I Líbanon gat hins vegar að líta stríð á alla vegu og af öllu tagi. Mat Arnórs á hervörnum er því faglegt, ef svo má segja, óháð pólitík og duttlungum og eingöngu byggt á bláköldum veruleika. Ekki telur Arnór að því komið að íslendingar geti sjálfir tekið að sér varnir landsins. »Við höfum að því er virðist ekki efni á að reka svo vel sé þessa einu björgunarþyrlu sem við eigum.« »Friðurinn er fallvaltur,« segir Arnór. Því miður hefur hann lög að mæla. Helftin af fréttum dagsins er að venju einhvers konar stríðsfréttir. Ekki raska þær ró okkur fremur en frásagnir af veðri og vindum á fjar- lægum slóðum. Oft búa þó að baki þung örlög. Saga þessara manna getur fært okkur heim sanninn um það. Vilhjálmur J. Árnason Ayn Rand: Uppruninn Þýðing: Þorsteinn Siglaugsson. 691 bls. Fjölsýn forlag — Þór Sigfússon 1990 Stöku sinnum sýna útgefendur þá djörfung að gefa út bækur er virðast lítt falla að hefðbundnum vinsældaformúlum. Sumar þessara bóka vega svo þungt að viðteknum gildum í samfélagi okkar að fólki finnst þær móðgun, aðrar draga upp framandi mynd af manninum og mannlífinu svo lesandinn á erfitt með að setja sig inn í þær aðstæður er bókin lýsir. Þetta gerir meiri kröf- ur til lesandans en almennt gerist, bæði hvað varðar tíma og umhugs- un. Oftar en ekki er hann skilinn eftir í óþægilegri óvissu með fleiri spurningar en svör að afloknum lestri. Ein bók af þessu tagi er „The Fountainhead“ er kom fyrst út í Bandaríkjunum 1943 og náði þá öll- um að óvörum metsölu. Síðan hefur bókin komin út í milljónum eintaka og verið þýdd yfir á fjölmörg tungu- mál. Nýlega kom bókin svo út í íslenskri þýðingu undir nafninu Uppruninn. Uppruninn er ekki skemmtisaga og efni hennar getur varla talist ýkja spennandi ef greint er frá því í stuttu máli. Bókin fjallar um tvo arkitekta, þá Peter Keating og How- ard Roark. Sagan hefst þar sem þeir eru að leggja út í lífið. Báðir eru að yfirgefa arkitektaskólann, sá fyrmefndi lýkur námi vinsæll félags- málamaður og með hæstu einkunn. Hinn síðarnefndi er rekinn úr skóla, enda einstæðingur er illa getur fellt sig við þau viðteknu gildi er mönnum er uppálagt að fylgja í skólanum. Hann rís því upp gegn þeim og upp- sker brottvikningu og útskúfun. Hvor í sínu lagi heija þeir störf í New York, annar vinsæll og með bjarta framtíð, hinn aleinn með enga gráðu en framúrskarandi hæfileika. I bókinni. fylgjumst við með fram- gangi þessara manna og hvernig þeir nálgast viðfangsefni sín út frá ólíkum markmiðum og getu. Peter Keating er slyngur við að koma sjálf- um sér á framfæri. Fyrr en varir er hann búinn að hreiðra um sig í öllum þeim klíkum sem skipta máli. í gegn um kunningsskap kemst hann í góða stöðu til þess að afla sér stórra verkefna er skila honum mikl- um peningum og mikilli frægð. Hann skortir aftur á móti faglegan metnað og getu til þess að standa undir auknum kröfum, slíkt kemur að vísu ekki endilega að sök því í krafti aðstöðu sinnar, m.a. hjá fjölmiðlum, getur hann mótað og byggt upp já- kvætt viðhorf gagnvart sjálfum sér. Howard Roark hefur í raun ein- ungis það sem Peter Keating skort- ir, þ.e.a.s. faglegan metnað, hæfi- leika og vilja til þess að gera betur. Hann er snillingur á sínu sviði sem sættist einungis á fullkomnun. Hann vill fá að byggja í sínum stíl og hafnar öllum samningum og mála- miðlunum. Hann ætlar viðskiptavin- um að bera skynbragð á hæfileika sína og leggur því ekkert upp úr smeðjuskap og auglýsingaskrumi. Þetta ásamt byltingarkenndum nýj- FYRIR KARLMENNI ACTIVE BODIES persónugervingur hins viðtekna, sambland af ýmsu vafasömu er við- gengst í kunningjaþjóðfélaginu. Hann stendur vel fyrir sínu en er kannski fúllmikill auli til þess að vera verulega óviðfelldinn og trú- verðugur. Bókin Uppruninn er ekki spenn- andi bók eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá forlaginu. Hún er aftur á móti sérlega grípandi og áleitin og vekur mann til umhugsunar um menn og mannlegt samfélag. Ayn Rand tekst í bók sinni að móta skarpa ádeilu á þjóðfélagið. Þrátt fyrir að bókin sé komin fast að fimmtugu og gerist í umhverfí sem mörgum er framandi á hún enn fullt erindi til nútíma íslendings. Hvort persónur eins og Roark séu trúverðugt svar við þeim vanda er þetta samfélag er í, skal ég hinsveg- ar láta ógert að svara. Bókin er nokkuð vel skrifuð og þýðing Þorsteins Siglaugssonar oft- ast góð. Á stöku stað er textinn þó of upphafinn og samtölin svolítið stirð en ekki þó svo að til mikils vansa sé fyrir bókina í heild. Afi gamli jólasveinn Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Brian Pilkington. Þýðing: Þprgunnur Skúladóttir. Prentun: I Danmörku. Útgefandi: Iðunn. Það er engu líkara en listamönn- um okkar og skáldum hafi þótt al- veg nóg um „átrúnað“ okkar land- anna á jólasveinana, hræðslu ungra barna við þetta hyski sem í fjöllum bðyr. I hugum okkar flestra mun það hafa mynd sem skáldið Jóhann- es úr Kötlum dró til, svo meistara- lega og kyngimagnað að seint mun máð út. En þar fylgdi köttur, jóla- kötturinn, og skelfirinn mesti, Grýla. Þegar ég kynntist lýsingu Jóhannesar fyrst, þótti mér vissast að fætur stæðu ekki undan sæng, og ógjarnan var farið um ganga nema ljós væru kveikt, og var, þrátt fyrir það, hratt stigið. Nú gerast jólasveinar mennskir, allra viðkunn- anlegustu skinn. Höfundur vill ekki ráðast að gömlu þjóðtrúnni, gerir greinarmun á jólaveinum, sumir eru alvörusveinar, aðrir svona hermi- að skemmta börnum í verzlunum um jól. Elskulegur, gamall afi, sem leikur hlutverk sitt af mikilli alvöru og list, því hann ann börnum, hæn- ir þau að sér. En það er verst fyrir þá sem hafa atvinnu af því að vera jólasveinar, að jól eru aðeins einu sinni á ári. Haraldur reynir aðra vinnu, en tekst illa, því veldur skeggið, sem aðalstarfi hans fylgir. Pilkington logar af háði er hann segir þessa sögu, gerir karlvesal- ingnum hveija skráveifuna eftir aðra. Með því undirstrikar hann, að hér er ekkert að óttast, þetta er aðeins venjulegur gamall afi, eins og börn þekkja skemmtilegastan og beztan. Þýðing Þórgunnar er góð. Ger- semar þessarar bókar eru þó mynd- ir listamannsins. Logandi kátína, meistarahandbragð, fundvísi á spaugilegar hliðar lífsins, valda að lesandinn hreinlega veltist um af hlátri. Æskuminningar og þroski fulltíða manns haldast hér í hend- ur, og úr verður frábær bók, bók sem gaman er að rétta barni. Hafi allir, er að unnu, kæra þökk fyrir. Brian Pilkington karlar. Bókin segir frá einum slíkum, Haraldi. Hann hefir atvinnu af því VISA Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs -SWRAK FRAMUK SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.