Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 49 Kveðjuboð sendiherrahjónanna frá Luxembourg. Sendiherrafrúin frá Luxembourg heilsar sendiherra íslands vinsamlega. Sendiherra Svía gapir af undrun. En líklega yrði þó ekkert gert við mig. Ég ságði, að elsti og reynd- asti ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins hefði sagt mér, að sænsk- ur diplómat hefði skrifað bók og gagnrýnt sænsku utanríkisþjón- ustuna og ekki verið refsað fyrir það. „Já, en sú bók er nú ekki fyrir nendi hér. En svo ég víki að öðru atriði, þá ljóstrar þú upp í „bók- inni“ samkomulagi um að negrar fái ekki áritanir til íslands.“ „Mér hefur aldrei verið skýrt frá þessu þegjandi samkomulagi. Ég greindi aðeins frá fyrirmælum, er ég fékk varðandi vegabréf, sem mér var bannað að árita.“ Grímur hélt áfram: „Og svo þetta, sem þú segir um Szenkovitz konsúl, þetta eru hroðalegar æru- meiðingar. Ég þekki marga, sem stundað hafa nám í Vín og bera honum góða söguna.“ „Ég skal segja þér eitt, Grímur, ég hef verið með annan fótinn í Vín árum saman, og þetta eru engar ærumeiðingar, heldur hreinn og beinn sannleikur hvert einasta orð. Og sama segja allir, sem ver- ið hafa í Vín á þessu tímabili. Það mætti til dæmis bera þetta undir Rögnvald Siguijónsson," sagði ég. „Rögnvald Siguijónsson," sagði hann og fussaði. „Ég tek nú ekki mikið mark á því, sem hann segir í þessu máli.“ Síðan ætlaði Grímur að fara að tala illa um „bókina“ almennt, en þá sagði ég: „Það er þinn góði réttur, Grímur, að vera á móti þessari bók, en þú skalt ekki gera tilraun í þá átt að ritdæma hana, því margir menn, þér færari á þessu sviði, hafa hringt í mig og sagt mér að þeim fyndist bókin eiga rétt á sér, til að mynda Magnús Kjartansson, ritstjóri og alþingismaður. „Ég get verið Magnúsi sammála um að bókin sé vel skrifuð,“ sagði Grímur, „en ekki að hún eigi rétt á sér.“ „En úr því þér þykir svo hræði- legt það, sem ég skrifa um utanrík- isráðuneytið í þessari bók, þá vil ég beina athygli þinni að því, að iangminnstur hluti „bókarinnar" er um utanríkisráðuneytið.“ „Enda þótt ekki væri nema ein blaðsíða skrifuð um utanríkisráðu- neytið, ætti samt að reka þig,“ sagði Grímur hvass í bragði. Hon- um var alvara. Lauk nú þessari sennu og ég fór heim til mín. Á leiðinni varð mér hugsað til þess, sem Grímur hafði sagt starfsmanni ríkisútvarpsins, að hann hefði aldr- ei litið í „bókina“. Mér fannst það koma fram í samtali okkar, að hann kynni bókina meira og minna utan að. Þrátt fyrir að ég þættist viss um að ummæli mín um Szenkovitz væru rétt, hringdi ég í Rögnvald Siguijónsson og bað hann að segja mér skoðun hans á þessu. Rögn- valdur Siguijónsson sagði: „Ég er þér í einu og öllu sam- mála um það, sem þú hefur skrifað um Szenkovitz, og svo munu allir íslendingar vera, sem voru í Vín á þessu tímabili." Einu vildi ég bæta við þau kyn- legu viðbrögð, sem ég hef fylgst með í sambandi við „bókina“ og þá vegna þess að ég hefði tæplega trúað því, ef ég hefði ekki reynt það. Ég þekki gáfaðan og vel ritfær- an mann, sem skrifar stundum pistla um áhugamál sín, og eru þeir prentaðir. Hann hefur jafnan sýnt mér þá vinsemd að senda mér eintak af því, sem hann hefur rit- að, með vinarkveðju. En þessi maður hefur aldrei minnst á það við mig, að ég hafi sent frá mér bók. Ég veit með vissu, að hann hefur lesið „bókina“. Ég hef oft furðað mig á þessu og komist að þeirri niðurstöðu, að hann vilji ekki undir neinum kringuinstæðum að aðrir haldi að hann sé sammála mér. Svona er um fleiri góðkunn- ingja mína. En við hvað eru menn hræddir í lýðræðisþjóðfélagi eins og er á íslandi? Það hef ég iðulega hugleitt. Fyrsta alþjóðlega Smirnoff-nemenda- samkeppnin í fatahönnun Smirnoff International Fashion Award verður haldin í Amsterdam 29. maí 1991. Undankeppni á íslandi er hafin og eropin öllum íslenskum nemum í fatahönnun og fataiönaöi, við nám hér heima eða erlendis. Þrírefstu keppendurnirfá, aukpeningaverðlauna, styrki til að sauma verðlaunaflíkur sínar. íslandsmeistarinn fær peningaverðlaun og boð um þátttöku í Smirnofflnternational Fashion Award í Beurs van Berlage í Amsterdam, 29. maí 1991. Skilafrestur áteikningum og efnissýnishornum ertil 11. febrúar 1991. Skilafrestur á flíkum er til 11. mars 1991. Keppnisgögn og nánari upplýsingar: Athygli hf. Brautarholti 8, 105 Reykjavík s. 62 32 77. Smimoff umboðið Júlíus P. Guðjónsson hf. (VVA^ FRÁSAGNIR ÞEKKTRA MANNA ÆYIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórðarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress I fasi og talað tæpitungulaust i þessari bók kemur hann svo sannarlega til dyranna eins og hann er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta islands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. A LANDAKOTI eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur fslendinga í bæklunarsjúkdómum og meöierð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri stofnun og líknarstarfi f nærri heila öld þar sem margir af fremstu læknum iandsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. SETBERG HVÍTA HÚSID / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.