Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 Orð til Lars- O Ake Engblom List og hönnun Bragi Asgeirsson Ég varð meira en lítið undrandi yfir þínum snöggu viðbrögðum vegna skrifa minna um sýningu þá í anddyri Norræna hússins um frönsku byltinguna, sem nú er þar uppi. Almenn starfsemi hússins og hlutverk þess var ekki til umræðu í mínum stutta pistli, heldur einung- is eitt atriði starfseminnar, sem var ábending um að betur færi á því, að textar á Norðurlandamálunum verði þýddir á íslenzku og fannst mér það sjálfsagt mál og finnst það enn. Með nýjum tímum koma nýjar forsendur og það, sem þótti eðlilegt fyrir áratug kallar nú á endurskoð- un. í fyrsta lagi þá hefur þekkingu hérlendra á Norðurlandamálunum hrakað almennt á áratugnum, og í öðru lagi hefur orðið gagnger breyt- ing á allri upplýsingamiðlun til al- mennings vegna örtölvubyltingar- innar. Við fáum jafnvel orrustugný styijalda hinum megin á hnettinum jafnóðum inní stofu ti! okkar hversu huggulegt sem það nú er. Islendingur, sem búið hefur í Kaupmannahöfn í aldarfjórðung eða meir og vel fylgst með þróun- inni, sagði mér fyrir fáum árum, að jafnvel stúdentar ættu erfitt með að gera sig skiljanlega í borginni, og sá hann mikla afturför á kunn- áttu íslendinga, sem koma í fyrsta skipti til borgarinnar. Fyrir þessu megum við ekki loka augunum, og þar að auki gerir það allar sýningar áhugaverðari í sölum hússins, ef erlendir textar væru þýddir og ætti ekki að kosta mikinn skilding með nútímatækni og góðu skipulagi. Auðvitað mega útlendu textarnir einnig fylgja. Ég hélt, að þetta lægi ljóst fyrir og á sama máli eru allir, sem ég hef rætt við, þegar þessi mál hefur borið á góma síðustu daga. Að sjálfsögðu þarf að gera er- lendar sýningar sem aðgengilegast- ar og þá einkum, ef þeim fylgir mikið lesmál á máli, sem hinn al- menni sýningargestur hefur ekki nægilegt vald á. Norræn samvinna á auðvitað að vera sem gagngerust, en ekki mið- ast við ákveðinn sérmenntaðan þjóðfélags- og hagsmunahóp. Það er allskonar fólk, sem kemur á sýn- ingar í húsinu eða gerði það a.m.k., og get ég hér trútt um talað, því að ég sýndi sex sinnum í húsinu á sjöunda áratugnum, fjórum sinnum í kjallarasölunum, einu sinni á Sum- arsýningu hússins og einu sinni í anddyrinu í boði hússins, auk þess sem ég skipulagði sýningar er ég var formaður sýningarnefndar FÍM og tók þátt í samsýningum. Aðsókn hefur víst minnkað á sýningar almennt og því er nauð- synlegt að vanda til þeirra og gera þær sem aðgengilegastar fyrir sýn- ingargesti af öllum þjóðfélagsstig- um. Annars er norræn menningar- stefna merkilegt fyrirbæri og margt í henni þarfnast umfjöllunar og gagnrýni, en það skal ekki tekið fyrir hér. Við þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd fyrir umheiminum, sem þó brýst fram á Bragi Ásgeirsson hinn undarlegasta hátt svo sem í tímariti Norrænu menningarmið- stöðvarinnar í Svíavirki, SIKSI, sem er ekki einungis tyrfið aflestrar heldur eru greinar og textar stund- um á ensku án þess að vera þýddir yfir á norrænt mál! Er það ekki hámark minnimátt- arkenndar og niðurlægingar? Stundum gleymum við, að við erum 25 milljónir samtals og höfum a.m.k. af 30 þúsund ára menningu að státa, og að þessi heimshluti þykir vera dálítið alveg sérstakt og meiriháttar í veröldinni. Það ætti að gefa augaleið að öll virk, alhliða og stórhuga samvinna sé af hinu góða. En ýmislegt í norrænni samvinnu tek ég væntanlega fyrir á öðrum vettvangi seinna, en leyfi mér að standa við skoðanir mínar um þýð- ingar á erlendum textum, sem ég tel vel grundvallaðar og í samræmi við óskir þeirra, sem koma á sýning- ar í Norræna húsinu. Svo ber einungis að þakka fyrir sýninguna, svo og margar aðrar 'athyglisverðar. Pressan fylgir ekki í áskrift til fyrirtækja Askrifendum mismunað, segir Mörður Arnason upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytis ÚTGÁFA Alþýðublaðsins og Pressunnar hefur verið aðskilin með þeim hætti að Pressan fylg- ir ekki lengur með í áskrift til fyrirtækja og ríkisstofnana en hins vegar mun hún berast al- mennum áskrifendum Alþýðu- blaðsins áfram fyrst um sinn. Jafnframt hættir Alþýðublaðið að koma út á laugardögum en það gefið þess í stað út á fimmtu- dögum. Mörður Árnason, upplýsingafull- trúi fjármálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi haft spumir af málinu og fengið þær upplýsingar að tvenns konar áskrift væri að Alþýðublaðinu, annars vegar áskrift fyrirtækja og hins vegar einstaklinga. „Það er mjög undarlegt að áskrif- endur skuli ekki vera jafnir fyrir Alþýðublaðinu. Ég geri ráð fyrir að ríkið sé sá áskrifandi sem kaup- ir mest af Alþýðublaðinu, 750 ein- tök á hveijum degi,“ sagði Mörður. Hann sagði að í ráðuneytinu hefði engin ákvörðun verið tekin varðandi þetta mál en benti á að heimild væri í fjárlögum til kaupa á dagblöðum. Heimildin næði þó ekki til annarra rita en dagblaða. „Nú erum við í þeirri stöðu að Al- þýðublaðið kemur út eftir fjóra virka daga en ekki þann fimmta. Þær spurningar sem við hljótum að velta fyrir okkur í ráðuneytinu er hvort dagblað sem kemur út fjór- úm Isinrium í víkú dé'ffágblað og hvers vegna áskrifendum er mis- munað með þessum hætti,“ sagði Mörður. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, sagði að þessi ráð- stöfun væri liður í hagræðingu inn- an blaðsins, auk þess hefði dreifíng Pressunnar til fyrirtækja og ríkis- stofnana mjög dregið úr sölu þess. Hann sagði að almennir áskrifendur myndu fyrst um sinn fá Pressuna með í áskrift að Alþýðublaðinu. Hann kvaðst eiga von á því að ann- að hvort myndi áskriftarverð að Alþýðublaðinu lækka þegar Pressan yrði felld út úr áskriftinni til al- mennra áskrifenda eða þeim bætt þetta upp með útgáfu nýs helgar- blaðs. Hvaða Einar Áskell? Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Einar Áskell. Borgarleikhús. Höfundur: Gunilla Bergström. Leikgerð: Hans Kumlien. Tón- list: Georg Riedel. Þýðing: Sig- rún Árnadóttir. Þýðing söng- texta: Þórarinn Hjartarson. Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Lýsing: Egill Örn Árnason. Leikstjóri: Soffía Jakobsdóttir. Ullum bullum rullurekkja. Einar Áskel allir þekkja. Þó er hann hvorki sterkur né stór og strákurinn vill ekki slagsmál og ekki er hann ríkur og frægur og flott eða kæmist í knattspyrnulið. Raunar er hann rétt eins og við. En þumbara holtum humbara skoltum umbra, kumbra, boppara boltum. Þannig hefst skólasýningin á Einari Askeli, sem nú er á litla sviði Borgarleikhússins. I sýning- unni er leiknar þijár af sögunum um þessa vinsælu barnabókafíg- úru;_Svei attan, Einar Áskell, Ein- ar Áskell, Mangi og Viktor, og Góða nótt, Einar Áskell. Það er sögumaður sem syngur í upphafi og inn á milli atriða í þessari fimmtíu mínútna sýningu. Einar Áskell er að vandræðast einn heima hjá sér, á enga vini, og vill fá pabba sinn til að leika við sig. En hann er að lesa dag- blað og má ekki vera að því að leika svo hann lánar Einari verk- færakassann sinn og ónýtan koll og Einar klastrar á hann spýtum og gerir hann að þyrlu. Áhugi föðurins vaknar og hann fer að leika við Einar, fram að mat. En þótt Einar eigi ekki alvöru vini, á hann þykjustu vin, sem heitir Mangi og hann er svo raunveru- legur að pabbinn verður að leggja á borð fyrir hann. En svo eignast Einar Áskell virij það er Viktor og Mangi hætt- ir að vera til. Einar Áskell og Vikt- or eru tveir litlir strákar, minni en allir strákarnir .í hverfínu. Þeir leika sér í lestarleik inni hjá Ein- ari. En eitthvað slettist upp á vin- skapinn og þá kemur pabbi Einars með safa og bollu. Síðan fara þeir út í fótbolta fram að kvöldmat og ákveða að hittast daginn eftir. Dagur er að kvöldi kominn en Einar Áskell er aldeilis ekki farinn að sofa. Pabbinn reynir að koma honum niður, en gleymdi að tann- bursta hann. Svo Einar Áskell byijar að gala. Svo þarf hann að pissa, síðan að fá vatn sem hann hellir niður og pabbinn þarf að skipta á rúminu og þurrka upp af gólfinu. Hann uppfyllir allar óskir Einars sem er sígalandi, þar til sá gamli er orðinn kúguppgef- inn og sofnar á gólfinu á undan stráksa. í sjálfu sér einföld og skýr at- burðarás sem sögumaður kemur inn í öðru hveiju til að tengja atrið- in. En það verður að segjast eins og er að þáttur sögumannsins fer dálítið fyrir ofan garð og neðan hjá manni, Bæði er það að sagan sem er sungin er ótrúlegur leir- burður og að Helga Þ. Steph- ensen, sem fer með hlutverk sögu- mannsins, hefur litla rödd og greinilega enga söngþjálfun. Leik- ur hennar var líka dauflegur og myndaðist því mikið misræmi í sýningunni, sem er fremur stórt leikin; eiginlega svo að hún verður óeðlileg. Einar Áskell, sem Stefán Jónsson leikur, er svo ýktur að hann virkar á mann eins og of- virkt, þreytandi barn og maður spyr sig: hvaða Einar Áskell er þetta eiginlega? Viktor, sem Harpa Arnardóttir leikur, er að- eins dempaðri þótt hann geti eng- an veginn talist eðlilegur. Þetta finnst mér vera mjög langt frá þeim Einari Áskeli og Viktori sem maður les í bókum Gunillu Bergs- tröm og satt að segja hélt ég að þjálfað Ieikhúsfólk væri löngu búið að átta sig á því það þarf ekki að leika svona rosalega fyrir böm. Eini maðurinn sem er eðlilegur, er pabbi Einars, sem Kjartan Bjargmundsson leikur. Hann er mjög samkvæmur persónunni í bókinni, trúverðugur og skýr, þannig að í leiknu atriðunum er líka misræmi. Sýningin í heild er því ómarkviss og hálf sundurlaus og er það leiðinlegt, þar sem efni- viðurinn er ágætur, fyrir utan söngtextana. Þessir gallar hljóta að skrifast á leikstjórann, því leik- aramir sjálfir skila þessum per- sónum hnökralaust eins og þær eru lagðar. Aftur á móti er leikmyndin bráðskemmtileg; máluð á dúka sem em dregnir til og frá til að skipta um umhverfi; greinilega unnin í samræmi við myndskreyt- ingarnar í bókunum um Einar Áskel og gefa sýningunni mjög lifandi blæ. Það sama má ‘segja um búningana sérstaklega þeirra Einars Áskels og Viktors. Hornkonsert Tónlist Jón Asgeirsson Hljómleikafélagið, sem mun tengjast Tónskóla Sigursveins, stóð fyrir tónleikum í tónleikasal skólans í Hraunbergi 2, sl. mið- vikudag. Joseph Oginbene horn- leikari og Krystyna Cortes píanó- leikari fluttu verk eftir Schumann, Messiaen, Segers og Hindemith. Tónleikamir hófust í Adagio og Allegro, sem Schumann samdi fyrir hom, þó undanfarið hafi þetta verk verið bæði leikið á seiló og óbó. Það verður ekki sparað við Ognibene að hæla honum fyr- ir ömggan og vel útfærðan horn- leik. Oryggi í tóntaki og mótun tónhendinga kom ekki síður í ein- leiksverki sem heitir Appel Inter- stéllaire, eftir Messiaen. Leikið er með alls konar tónbrigði, allt frá þmmandi hljómi hornsins til und- urveikra hátóna, sem hljóma eins og úr órafjarlægð, líkt og berg- mál er berst á milli stjarnanna. Þessi kallleikur stjarnanna er brot úr verki sem heitir Des Canyons aux Etoile og var leikur Ognibene í einu orði sagt frábær. Stúdía fyrir hom og segulband eftir Jan Segers, var næst á efnis- skránni, skemmtilegt verk sem Ognibene lék sér að. Tónleikamir enduðu á sónptu eftir Hindemith og þar fóru þau á kostum, bæði Ognibene og Krystyna Cortes. Þetta verk er frábærlega samið og var flutningurinn hápunktur tónleikanna, bæði fyrir það hversu verkið er gott og ekki síður hve vel það var flutt. Joseph Ognibene er frábær hornleikari, lék mjög fallega t.d. hæga þáttinn I Hindemith og reyndar alla tónleikana af fá- dæma öryggi. Hann naut góðrar aðstoðar Krystynar Cortes, bæði í verki Schumanns og þó sérstak- lega í sónötu Hindemiths, þar sem Krystyna Cortes lék frábærlega vel. Flaututónleikar Alfred Agis, flaubuleikari, og Guðný Ásgeirsdóttir, píanóleikari, stóðu fyrir tónleikum í Gerðubergi sl. þriðjudag og fluttu sónötur eftir J.S. Bach, Mozart, Hinde- mith, Poulenc og Martinu og eitt flaututilbrigðaverk eftir Genin. Tónleikarnir hófust á sónötu í g-moll eftir J.S. Bach. Líklega er hér um að ræða fiðlusónötu, sem talin er vera eftir son meistarans, Carl Philipp Emanuel, nokkuð skemmtilegt verk er var ágætlega leikið. Það sama má segja um fiðlusónötuna (K. 14) sem Mozart samdi í.Lundúnum 1764, þá á tí- unda ári. Sónatan eftir<Hindemith er hins vegar saminn af fullþrosk- uðum listamanni, ágætt verk er var vel flutt. Hin sívinsæla flautusónata eftir Poulenc og ágætlega samin són- ata eftir Martinu voru báðar vel fluttar en það var fyrst í tilbrigð- um eftir einhvern Genin, þar sem flautuleikarinn sýndi tækni sína. Það er svo með tæknina að hún er ekki aðeins bundin við hraðan leik, heldur og tónmótun, túlkun og mótun tónhendinga. Þarna vantaði mjög mikið í tóngæði, þ.e. að tónninn var mjög hljómlítill, daufur og á köflum lágur, svo að útfærsla verkanna var ekki áhugaverð, þó sannleikurinn væri útfærður af öryggi. Guðný Ásgeirsdóttir sýndi hins vegar betri leik, enda reyna sónöt- urnar eftir Hindemith, Poulenc og þó sérstaklega sónatan eftir Mart- inu, mjög á hæfni píanóleikarans og þar stóð Guðný sig mjög vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.