Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 SKÓLAMÁL/G^n? nemendur sér nógu velgreinfyrir tilganginum meb náminuf 10. bekkur ÞÓTT mörkin milli grunnskóla og framhaldsskóla séu eftir 10. bekk eru viss þáttaskii milli 9. og 10. bekkjar. Líta má á 10. bekk sem nokk- urs konar undanrás að framhaldsskólanámi. Þess vegna þarf að búa 9. bekk- inga sérstakjega undir loka- áfanga grunnskólans nógu snemma og skýra fyrir þeim breytingar á námstilhögun því víðast er töluvert val um námsgrein- ar og hin eiginlega bekkjarskipan sem flestir eru vanir allt frá upphafi skóla- göngu riðlast og skipulagið er líkara því sem gerist í áfangaskólum. í mörgum skól- eftir Gylfa Pólsson um fer kynning á fyrirkomulaginu í 10. bekk fram þessa dagana bæði vegna þess að hún stuðlar að því að hvetja nemendur til dáða meðan ekki er lengra liðið á vetur og enn tæki- færi til að bæta um betur miðað við jóla- eða miðsvetrareinkunn og svo þurfa skólamir að hefja undirbúning að starfmu á vetri komanda með til- liti til kennararáðninga og stofurým- is. Auk þess er gott að gera sér grein fyrir bókaþörfinni því að nú verður að gera ráð fyrir að Námsgagna- stofnun sjái nemendum alfarið fyrir bókakosti - líka bókum sem nota skal í valgreinum. Valblað það sem fylgir þessum pistli er dæmigert fyrir marga skóla a.m.k. í þéttbýli. Skiladagur er skráð- ur 15. febrúar nk. Blaðið fengu nem- endur í hendur með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara, það skýrt og brýnt fyrir þeim að ráðgast um valið við foreldra sína og kennara í viðkom- andi námsgrein. Sums staðar er hald- inn fundur með foreldrum, einkum sé kerfíð nýtt. Þar sem það hefur gilt um tíma er gert ráð fyrir að menn séu flestum hnútum kunnugir. Foreldrar eiga þó að sjálfsögðu alltaf aðgang að umsjónarkennurum og skólastjórn. Mjög margir skólar eru komnir með tölvuskráða nemendalista þar sem kennitalan er lykilatriði. Því er mikilvægt að fylla út þann reit. Því næst kemur kjami og í íþróttum eiga nemendur ekki um neitt að velja svo fremi þeir gangi heilir til skógar. Um allt annað er val. Að vísu takmarkað í bóklegu kjamagreinunum. Sam- kvæmt þessu dæmi velja nemendur um misjafnan hraða í yfirferð í hverri grein fyrir sig. í sumum skólum er einnig um að ræða hægferð. Þeir sem ætla sér hraðferð verða að hafa góð- an grunn í greininni og flestir kennar- ar telja einkunnina 8 lágmark til að hraðferðin gagnist þeim. Það er loka- einkunnin í vor sem miðað er við svo ekki er öll nótt úti. Þegar raðað er í námshópa er hyllst til að hafa fleiri í hóp þar sem nem- endur eru nokkuð sjálfbjarga en færri í hópum sem meiri aðstoð þurfa. Þeim sem ekki ráða við meðalhraða er gjarnan veitt sérúrlausn miðað við NÁMSVAL I 10. BEKK 1991-1992. SKILADAGUR: 16. f*br 1991 NAFN___________ HEIMILI ________ KJARNI: Alllr lSLENSKA DANSKA ENSKA ST£RÐFR£ÐI SlMI naaendur laccja stund á 1Þróttir/sund 3 stundlr. MEDALHRADI HRAÐFERÐ ( ) 5 st ( ) 6 st ( ) 4 st ( ) 4 st ( ) 4 st ( ) 4 st ( ) 5 st ( ) 6 st SKXLDUVAL; Alllr vsráa aA vslja ( ) 3 st saMfálacscrslnar (saca oc landafrsái) sáa ( ) 3 st rauncrsinar (liffrsAi. sAlis- oc sfnafraAi) sAa báAa crsinaflokkana. Hjildftrljgldl ksnnaluatundtt ckal Ytra.30..- 36 ctundir. 3 st 2 81 2 81 2 st ( ) BÓKF£RSLA ( ) «FRAMHALD - DANSKA ( ) SFRAMHALD - ENSKA ( ) 'FRAMHALD - ISLENSKA ( ) SFRAMHALD - ST£RDFH£DI 2 ( ) HEIMILISFR£DI 3 ( ) MYNDLIST 3 • BundiA hraAfsrA. I islsnsku. 1 valhópi asca akki vsra farri sn aA vslja tvar stundir til vara. ( ) SAUMAR ( ) SMlDAR ( ) TÖLVUFR£DSLA ( ) VELRITUN ÞYSKA 3 s t 3 s t 3 st ( ) ( ) NAM I OÐRUM SKÖLA da Þýskunáa aA beir nái nsasndur. Því þurfa allir EFTIR AD STUNDASKRA HEFUR VERID SAMIN ER EKKI H£GT AD BREYTA VALI. ForráAaaaAur Sá á kvölina sem á völ- ina. hæfi og þann tímafjölda sem skólinn hefur úr að spila. Þá er komið að skylduvali þar sem allir verða að velja annan greina- flokkinn eða báða. Þeim sem hyggja á nám í hefðbundnum menntaskóla er eindregið ráðlagt að velja báða greinaflokkana því að þeir geta frá hvorugum valið sig þegar þar að kemur. Hvað þá varðar sem stefna annað fer það eftir eðli framhalds- námsins og kröfum þess hvom flokk- inn þeir kjósa. Séu áhöld um hvor kosturinn telst betri má hyggja að áhuga og einkunnum sem oftast er fylgni á milli. Þegar hér er komið sögn hafa nem- endur valið annað hvort 24 eða 27 stundir og geta bætt við sig tveimur til þremur greinum í fijálsu vali. í dæminu sem hér um ræðir hefur skólinn samið við ákveðinn fram- haldsskóla að nemendur geti stundað nám í bóklegum kjarnagreinum í samræmi við það sem kennt er á fyrstu önn skólans. Nái þeir tilskyld- um árangri telst nemandinn hafa staðist próf og þarf ekki að sitja fyrstu önn greinarinnar í viðtökuskó- lanum. Það er ótvírætt kostur þegar byijáð er í nýjum skóla að hafa smá- vegis svigrúm og geta flýtt fyrir sér eða ef með þarf einbeitt sér að öðrum greinum þar sem menn eru ekki eins sterkir á svellinu. Um aðrar námsgreinar er það að segja að það fer eftir áhuga og framt- íðaráætlunum hvað hver velur en flest eru þetta hagnýtar greinar sem koma sér vel í daglegu lífi. Bókfærsla, vél- ritun og tölvufræðsla eru viðurkennd- ar verslunargreinar og því kjömar fyrir þá sem stefna að verslunarfræð- um. Myndlist, smíðar og saumar eru skapandi námssvið og jafnframt und- irstaða iðngreina. í heimilisfræðinni felst aðallega matargerð og næring- arfræði sem hveijum manni er nauð- synlegt að kunna. Þýska hefur löng- um verið talin strembin og málfræði hennar snúin og því ekki á færi ann- arra en þeirra sem vel eru að sér í málfræði móðurmálsins. Því eru inn- gönguskilyrðin einkunnin 8 í íslensku. Mörgum hættir til fullmikillar bjartsýni og sjást ekki fyrir í vali þegar svo langt er til efndanna. Þeim er því bent á að færast ekki of mikið í fang en standa þeim mun betur við það sem þeir velja. Hafa ber í huga að flestir nemendur hafa ærið við að vera utan skólans, það starf þarf sinn tíma og getur verið þroskandi. Á þessu valblaði er gert ráð fyrir námi í öðrum skóla sem þá er tekið inn í heildartímafjölda í stundatöflu nem- andans. Þar er í langflestum tilvikum að ræðatónlistarnám, myndlistamám eða aðra viðurkennda listiðkun. Af því sem að framan greinir má ráða að því fyrr sem nemendur velta fyrir sér framtíðarmöguleikum sínum af alvöru og raunsæi og tilganginum með náminu þeim mun meiri líkur eru til að þeir komist að skynsam- legri niðurstöðu sem stuðlar að vel- gengni þeirra og farsæld. SÁLARFRÆDlÆr uppeldinu um ab kennaf Að tala þvert umhugsér MARGIR eru þeir einstaklingar sem kallaðir eru, já-menn“. Það eru þeir menn sem draga alltaf skoðanir sinar til baka ef þeir verða varir við að viðmælendur þeirra eru annarrar skoðunar. Þeir samsinna því sem þeir eru þó í raun á móti. Venjulegast fylgir þessu ónotakennd. Viðkomandi verður óánægður með sjálf- an sig, finnst hann hafa sýnt af sér heigulshátt og verið falskur. Því að verið getur að aðrar aðstæður skapist brátt og hann geti þá látið eigin skoðun í ljós við samþykki viðstaddra. Hvað veldur þessari hegðun og er hægt að ráða bót á henni? Orsakimar geta verið margvís- legar. Kannski komumst við nær þeim ef við gemm okkur ljóst að hegðunin lýsir ótta og hræðslu. Það getur verið ótti við eins konar refsingu. Haldi maður skoðun sinni einarðlega fram getur hin- um aðilanum mislíkað. Til hvaða ráða gríp- eftir Sigurjón ur hann? í flest- Björnsson um tilvikum hef- ur viðkomandi tilfínningu fyrir því að hann verði undir í baráttunni. Hjá slíkum ímynduðum átökum vill hann komast. I öðmm tilvikum stýrist þessi hegðun af ótta við að baka sér óvinsældir, verða útskúfað og sitja eftir einn og vinalaus. Þegar tækifæri gefast til þess að skoða þessa hegðun niður í kjölinn kemur einatt í ljós að við- komandi er sjaldnast að bregðast við nútíðinni. Þau atvik sem upp koma gefa sjaldnast tilefni til slíkra óttaviðbragða. Ekkert er eðlilegra en menn hafi mismun- andi skoðanir á mönnum og mál- efnum. Slíkt verður ekki að vin- slitum nema menn séu óvenjulega vanþroskaðir og ofstopafullir. Rætur fyrrnefndrar hegðunar liggja venjulegast aftur í bernsku og eru einatt tengdar hörku og tillitsleysi uppalandans. Barnið hefur fljótt lært að það sé hættu- legt að láta í ljós sjálfstæðan vilja, slíku geti fylgt refsing. Börn sem þannig uppeldi hljóta eru venju- lega tilfínningalega afrækt. Þar af leiðandi er þörf þeirra fyrir góða vini mikil og hættan á að missa þá alltaf yfirvofandi. Ein- staklingur sem hefur fengið þetta harða uppeldi kann ekki aðra leið til að halda vináttu en að afsala sér vilja sínum, sjálfstæði og skoð- unum. Er hægt að ráða bót á hegðun sem þessari? Það ræðst af ýmsu, svo sem aldri, greind og innsæi. Sé þetta þrennt ákjósanlegt getur maður með skilningi á sjálfum sér og þjálfun viðbragða sinna náð verulegum árangri. En mikla þol- inmæði verður að sýna. Hvað eft- ir annað fellur maður í sömu gryfj- una og gerir sig sekan um við- brögð sem hann hélt sig vera búinn að venja sig af. Óttinn er undra lífseigur. En með þraut- seigju vinnst sigur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.