Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 31
MQRG.WBMÐIÐ £Ji SIMTALID... ER VIÐ JÓHANNES GUNNARSSON, FORMANN NEYTENDASAMTAKANNA Sitjum ekki þegjandi... 625000 Neytendasamtökin, góðan dag- ,inn. — Góðan dag. Er Jóhannes Gunnarsson við. Augnablik ... Halló, Jóhannes hér. — Komdu sæll. Þetta er á Morgunblaðinu. Ég heiti Jó- hanna Ingvarsdóttir. Nú er þjóð- arsáttin svokallaða orðin rúm- lega ársgömul. Hvað er formanni Neytendasamtakanna — fulltrúa fólksins — efst í huga á slíkum tímamótum? í mínum huga er það engin spurning hvað stendur upp úr. Það er auðvitað minnkandi verð- bólga og í því sambandi er um að ræða vetulegan ávinning. í raun er nú í fyrsta skipti hægt að tala um að neytendur geti byggt upp verðskyn innra með sér, en verðskyn almennings er einmitt grundvallarþátturinn í því að veita seljendum eðlilegt aðhald á tímum lagningar. Það er alveg greínilegt að fólk fylgist miklu betur með vöruverði nú en áður, en það er ekki síður mikil- vægt að fólk byggi upp gæða- vitundina líka. Ég er sannfærður um að það er hægt að byggja upp gagnrýnni hugsun hjá neyt- endum ef jafn- vægið fær að haldast áfram. — Er mikið hringt til ykkar? Já, vegna þess að neytendur eru meðvitaðri en áður. Það er mjög jákvæð breyting, sem kem- ur í beinu framhaldi af þjóðar- sátt. Á hinn bóginn er ekki hægt að hrópa húrra fyrir þjóðarsátt- inni vegna þess að kaupmáttur þeirra lægst launuðu hefur frek- ar lækkað heldur en hitt. — Er eitthvað sem farið hefur úrskeiðis á þessu þjóðarsáttarári , að þínu mati? Því er ekki að leyna að auðvit- að hefur maður orðið fyrir von- brigðum með ýmsar verðhækk- anir, sem átt hafa sér stað nú í upphafi árs. Við hjá Neytenda- samtökunum gerðum okkur von- ir um að hlutirnir væru komnir í þann farveg að tveggja stafa tölur í hækkun heyrðu sögunni til. Það er alveg ljóst að við munum, sem samtök neytenda, ekki sitja þegjandi undir því að stofnanir rjúki af stað með rosaleg- ar hækkanir á meðan þeir pen- ingar, sem neyt- endur hafa handa á milli, standa í stað. Það er okk- ar von að aðilar vinnumarkaðar- ins og ríkisvaldið kappkosti að halda því jafn- vægi, sem búið er að koma á því þár liggja mikil- vægir hagsmunir neytenda. Jóhannes Gunnarsson „Allir fslendingar hafa vafalaust heyrt getið um Fiske-safnið í Cornell-háskólanum í íþöku í Bandarikjunum, enda er það mesta safn íslenskra bóka í Ameríku - og stærsta islenska safnið sem til er, ef frá eru talin Landsbókasafnið í Reykjavík og sá íslenski bóka- og handritakostur sem enn er í Kaupmannahöfn í Árna- safni og Konungsbókhlöðu.“ Þannig byrjaði fréttagrein í Mbl. fyrir 30 árum. Hún var skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Háskóla íslands 1961, þegar efnt var til sýningar á dýrmætustu bókum Fiske-safnsins í íþöku og háskól- inn gaf út kynningagrein um safnið. Þetta merka safn hefur nýst sem skiptilánasafn til annarra safna, einkum háskólasafna, í Kanada og Bandarikjunum og er því undirstöðusafn íslenskra mennta vestanhafs. Það er þvi ekki úr vegi að varpa fréttaljósi á þetta safn úr fortíðinni, sem íslendingar hafa mest Iítið vitað af undanfarna áratugi. Igreininni frá 1961, sem er úr- dráttur úr lengra máli eftir James M. Mulddoon frá Comell- háskóla, segir að Fiske-safnið sé hið stærsta af sínu tagi í Norður- Ameríku. Þetta sé framlag til heiðurs tveim Comell-prófessor- um og brautryðjendum í íslensk- um fræðum þeim Willard Fiske, stofnanda safnsins, og Halldóri Hermannssyni, sem var umsjón- armaður safnsins í 43 ár. í safn- inu voru þá, 1961, um 26.500 bindi. „Fiske-safnið í íþöku er líka frægt um allar jarðir, þar sem lögð er stund á forn fræði og bókmenntir, ekki aðeins vegna bókanna sem í því em, heldur og fyrir hin miklu bókfræðilegu störf próf. Halldórs Hermannssonar og hins yfirgripsmikla safns hans á því sviði. í Fiske-safninu eru rit, sem fjalla um nálega alla þætti þróunar íslands frá fundi þess og landnámi til dagsins í dag. í mið- aldahluta safnsins er kjaminn fornsögurnar ásamt öðmm sögu- legum ritum og ævisögum og eddukvæði er fjalla um goð og hetjur Skandinavíu og íslands - auk þess bækur sem fjalla um þessi fornu rit og rekja þróun sagnritunar og skáldskapar. Er hér bæði um að ræða rit á fornís- lensku og Norrænu, svo og eftir síðari tíma höfunda. Fornritin eru fræðimönnum mikilvæg af ýms- um sökum. Ekki er það síst merki- legt fyrir Ameríku, að í suraum fornsagnanna segir frá ferðum Leifs Eiríkssonar o.fl. um árið 1000 og næstu árin þar á eftir til lands sem nefnist Vínland ... Frá þeim tíma og til dagsins í dag (1961) hefur safnið fengið eintök af miklum hluta bóka, blaða og bæklinga sem út hafa komið á íslensku.“ Ogþað safnar líka því sem varðar Island á erlendum málum. „Fiskesafnið er eldra en Corn- ell-háskóli sjálfur. Það á uppruna sinn í einkasafni prófessors Will- ards Fiske sem hóf að safna íslenskum ritum er hann starfaði við sendiráð Bandaríkjanna í mm FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Fiske- safnió í íþöku Kaupmannahöfn 1850-51. Árið 1868 var W. Fiske skipaður próf- essor í norrænum málum og bóka- vörður í Cornell. Þeim embættum hélt hann til 1883, er hann lét af störfum við háskólann og hélt aftur til Evrópu, þar sem hann andaðist 1904. Á síðustu árum sínum hélt hann þó áfram að efla safnið, þar til það var komið upp í 8.600 bindi.“ Þess má geta að þetta er hinn sami íslandsvinur, sem gaf Landsbókasafni skák- bókasafn sitt og sendi skákborð m.a. á hvert heimili í Grímsey, en hinn mikli skákáhugi á íslandi hefur oft verið þakkaður starfi W. Fiske. „Árið 1905 féll safnið til Corn- ell-háskóla, ásamt öllum eigum próf. Fiske, samkvæmt arfleiðslu- skrá hans. Varð Halldór Her- mannsson þá forstöðumaður safnsins, en hann var náinn vinur og samstarfsmaður próf. Fiske. Og hin næstu ár var þróun safns- ms í nánum tengslum við hin yfir- gripsmiklu fræðistörf hans. Á næstu árum þrefaldaðist það að bókakosti og ritflokkur hans, „Is- landica", um sögu og bókmenntir íslands kom út. Próf. Halldór gaf út 32 af hinum 39 bindum þessa safns.“ „A History of Icelandic Litterature" eftir Stefán Einars- son, sem út kom 1957, er að miklu leyti byggt á heimildum er höf- undur fann í safninu. ----------------------------------- Eftir að prófessor Halldór Her- mannsson lét af störfum árið 1948 veittu þrír íslendingar Fiske-safn- inu forstöðu: Kristján Karlsson, Jóhann S. Hannesson og Vilhjálm- ur Bjarnar. Síðan hefur enginn íslendingur veitt forstöðu þessu safni, sem Bandaríkjamönnum þykir svo mikill fengur í að til umræðu kom að gera það þar að „National Treasure“, þjóðarger- semi. i a ? t t! t* ft <■«i ? ■»»í 111T i i *»111 www '*■f m i i f 'i r? g? ? ?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.