Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 C 21 VINABÆJAMÓT LSS LANGI Seli og Skuggarnir hafa löngum verið í fremstu röð tónleikasveita og nk. laugardag fá sæn- skir að kynnast því, því sveitin er á förum utan til tónleikahalds. Svíþjóðarförin er liður í vinabæjamóti Reykja- víkur, Gautaborgar, Turkus og Álaborgar. Fimmti vina- bærinn, Bergen, skarst úr leik vegna fjárskorts. Vina- bæjatónleikarnir verða á tveimur kvöldum og leika Seli og félagar síðastir sveita á laugardagskvöld. Jón Skuggi sagðist hafa þær spurnir af sveitunum sem með þeim leika að sænska sveitin væri stórsveit með blásurum, baksöngvur- um og tilheyrandi, en fínnska sveitin og sú danska væru í léttu poppi. Ekki sagði Jón sveitina hyggjast leika á fleiri tónleik- um ytra að sinni. „Við vorum reyndar beðnir að troða upp í Lundi og Kaupmannahöfn, en það gefst ekiri tími vegna vinnu hér heima. Það verður að bíða betri tíma.“ Eins og ýmsum er**kunn- ugt kom Hörður Bragason mikið við sögu við gerð síð- ustu breiðskífu sveitarinnar, Rottur og kettir. Hann er nú orðinn fimmti maður í sveit- inni og leikur á Farfisha-org- el. „Okkur langaði að prófa hvernig væri að hafa Hörð með og í ljós kom að okkur Langi Seli og Skuggarnir 1 Svíþjóðarvíking. fannst það svo skemmtilegt að við tókum ákvörðum um að halda samstarfinu áfram. Það er ekki hægt að segja að Hörður sé genginn í sveit- ina formlega, en hann verður með okkur þar til annað kem- ur í ljós og það á örugglega eftir að breyta tónlistinni töluvert." UHÚSVÍSKAR rokk- sveitir hafa ekki sést í Reykjavík síðan Greifarn- ir lögðu upp laupana. Næstkomandi fimmtudag mun húsvísk rokksveit hefja tónleikaferð til Reykjavíkur með tónleik- um í Kjallara Keisarans. Sveitin sú heitir Rotþró og tónlist hennar er víst mitt á milli S/H Draums og Ham. Gestir Rotþrær þetta kvöld verða Dr. Gunni, Drulla og ónefnd sveit sem er að einhveiju leyti runnin undan rifjum forðum Fræbbbla. Næst- komandi sunnudag heldur Rotþró síðan aðra tónleika sína í Reykjkavík að þessu sinni og þá í Tveimur vin- um. Þar munu troða upp með sveitinni Bootlegs, Reptilicus og Dr. Gunni. DÆGURTÓNLIST Risaeðlan Breiðskífa í aðsigi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir LÍDÓEÐLA EKKI hefur borið mjög á Risaeðlunni undanfarið, en sveitin hefur þó verið að spila í skólum víða síð- ustu vikur. Því til viðbótar brá sveitin sér í hljóðver fyrir skemmstu og tók þar upp nokkur lög til undir- búnings næstu breiðskífu. Ný breiðskífa frá Risa- eðlunni er ekki vænt- anlega fyrr en með haustinu í fyrsta lagi, en sveitin held- ur tónleika í Lídó næstkom- andi laugardag. Að sögn sveitarmeðlima verða lögin nýju kynnt þar, auk eldri laga. Rió hafi vakið á henni mikla athygli, ekki síður en at- hyglin utan Brasilíu. Þeir sögðu fjölmargar þunga- rokksveitir starfandi í Bras- ilíu, en þær eigi á brattann að sækja. Kisser sagði plötuna nýju vera allmiklu þyngri en síð- ustu plötu, „lögin eru betri, því við höfðum miklu meiri tíma í upptökur en áður. Tónlistin er líka þyngri og og nýja platan er betri að öllu leyti. Arise er sterk plata og verður stórt skref fram á við fyrir okkur. Það er erfitt að spila þungarokk í Brasilíu, en stærstu tónleikar sem við höldum eru venjulega S Sao Paulo, þar sem við leikum fyrir um 5.000 manns. Utan Sao Paulo er erfiðara. Að auki koma þungarokksveitir sjaldan hingað, en þó hafa komið hingað á síðustu árum sveit- ir eins og Motorhead, Nucle- ar Assault, Metallica og Testament. Viðhorfið við thrashrokki er því að breyt- ast og við ríðum á vaðið, en á eftir koma fjölmargar sveitir." Er til brasilískt þungarokk? A brattann BRASILÍSK tónlist hcfur vcrið I sviðsljós- inu síðustn misseri fyrir atbeina þeiri'a Davids Byrnes, sem fékk brasiliska tón- listarmenn til liðs við sig á síðustu plötu sinni og kom því um kring að gefna voru út tvær safnplötur með brasilískri tónlist, og Pauls Simons, sem fékk einnig brasil- íska tónlistannenn til liðs við sig. Einnig hafa verið vinsælir tónlistarmenn eins og Gilberto Gil og Caetano Velloso og nýver- ið þungarokksveitin Sepultura. Sepultura Þyngri og hægari. X Oepultura leikur svonefnt |J thrashrokk, sem er öllu grófara og þyngra en speed- rokk, en aftur léttara en dauðarokk. Sepultura var stofnuð 1984 af tveimur bræðrum, Max og Igor Cav- alera. Bassaleik- arinn Paulo Jr. eflir Amo Mötthíosson slóst snemma í hópinn, en gítarleikarinn Andreas Kisser nokkru síðar. Þá hafði sveitin sent frá sér eina og hálfa plötu í Brasilíu og þriðja platan kom stuttu síðar. Sú plata barst til útgáfustjóra bandarísks fyrirtækis, Ro- adrunner, og hann féll flatur fyrir sveitinni og gerði við hana samning. Fyrsta plat- an samkvæmt þeim samn- ingi, Beneath the Remains, kom út 1989 og vakti mikla athygli, þótti afbragð og var víða með bestu plötum árs: ins í vali gagnrýnenda. í kjölfarið fylgdi tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu. Sepultura var fyrir stuttu í hljóðveri við upptökur á nýrri breiðskífu, sem fengið hefur nafnið Arise, og kem- ur út innan skamms, en fyr- ir tveimur vikum var gefin Ijósmynd/Björg Sveinsdóttír út í Brasilíu grófhljóðblönduð forútgáfa í takmörkuðu upp- lagi, til að minna á sveitina. Andreas Kisser gítarleik- ari sveitarinnar og Paulo Jr. trommuleikari hennar, sögðu að sveitin væri þokkalega þekkt í Brasilíu, en Rokk í KYNNINGAR- TÓNLEIKAR Eftirlitið Davíð, Gunn- ar Hilmars, Gunnar Erl- ings og Þor- steinn. EFTIRLITIÐ heitir sveit þeirra Davíðs Trausta- sonar og Gunnars Hilm- arssonar sem þeir hafa haldið úti í á þriðja ár. Mannbreytingar hafa verið nokkrar, en síðustu mánuði hefur sveitin ver- ið eins skipuð. Á döfinni hjá Eftirlitinu er að fara að taka upp plötu, en áður en það verður held- ur sveitin kynningartón- leika í Púlsinum 13. fe- brúar nk. fyrir útgefend- ur, blaðamenn og al- menna áheyrendur. Eftirlitið skipa nú auk Davíðs og Gunnars þeir Þorsteinn Magnússon og Gunnar Erlingsson. Dav- íð segir sveitina leika fön- krokk, „við ætlum að spila lög sem við höfum verið að vinna með undanfarið, 13 eða 14 lög og vonum að ná eyrum útgefenda. Þetta er ekki ný tónlist í sjálfu sér, en það er margt nýtt í þessu.“ Þeir Gunnar og Davíð semja lögin, en allir sveitarmeðlimir taka þát í útsetningum. Davíð sagði þetta búið að vera langt úthald, en nú væru þeir félagar vissir um að eitthvað færi að gerast. „Við ætlum að fækka tón- leikum, en reyna þess í stað að gera þá veglegri fyrir bragðið og svo tökum við okkur tíma fyrir hljóðvers- vinnu.“ Eitthvað að lokum? „Við skorum á fólk að koma og gefa okkur séns þann 13.“ ÓVEIMJULEGT POPP ÞEGAR það spurðist að Brian Eno og John Cale hefðu ákveðið að gera plötu saman bjuggust líklega flestir við tónlistartorfi. Þeir Eno og Cale hafa verið þekktir fyrir það í gegnum árin að binda bagga sína ekki sömu hnút- um og samferðarmennirnir og því var undrun manna mikil þegar út kom platan Wrong Way Up; aðgengileg poppplata, þó óvenjuleg sé. John Cale hóf feril sinn í minimalísku banda- rísku neðanjarðarsveitinni Velvet Underground á sjö- unda áratugnum, sem ótal sveitir um heim allan hafa stælt síðan. Eftir að sveitin leystist upp hefur Cale haldið sig í útjaðri poppsins, en meða! annars stýrt upptök- um hjá sveitum eins og the Stooges, Patti Smith og Happy Mondays. Brian Eno hefur einnig haldið sig á mörkum popps- ins frá því hann sagði skilið við sveit sína Roxy Music snemma á áttunda áratugn- um. Hann hefur sent frá sér plötur með bakgrunnstónlist (fyrir flugvelli o.fl.), unnið með David Byrne að þjóð- lagadiskói (My Life in the Bush of Ghosts) og David Bowie (Low) og stýrt upp- tökum hjá sveitum eins og Talking Heads og U2. Samstarf þeirra Enos og Cales var erfítt en skemmti- legt að sögn Enos, „Cale hugsar allt öðruvísi en aðrir og eftir annarri rökvísi“. Hvað sem því líður hefur platan nýja fengið góða dóma hvarvetna, þó á köflum heyrist óvenjuleg hljóma- skipan, eða taktskiptingar á poppgrunni. Eno segist alla tíð hafa viljað reyna gera eitthvað annað en aðrir; að nálgast verkefni úr vitlausri átt. „Ég vil skapa eitthvað Brian Eno Verkefni nálg- ast úr vitlausri átt. með röngu fólki eða röngum verkfærum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.