Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 28
(28_______ Orkneyjar MjQfiGU^pLAÐIB LA-lJ^ARpA^GpR ,13, AfRIL.lftþ) F élagsráðgj afar ávít- aðir fyrir yfirgang St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DÓMARI á Orkneyjum snupraði félagsráðgjafa fyrir yfirgang sl. fimmtudag, þegar hann lét laus 9 börn, sem höfðu verið tekin með valdi frá foreldrum sínum vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Málið hefur valdið mikilli ólgu um allt Bretland. Fyrir fimm vikum voru 9 böm tekin með valdi frá fernum foreldrum á Suður-Rónaldsey á Orkneyjum. Ástæðan var grunur um djöfladýrk- un og kynferðilegt ofbeidi. Málið varð strax mjög umdeilt. Því virtist svipa til tveggja meirihátt- ar mistaka, sem félagsráðgjafar hafa gert við svipaðar aðstæður á síðustu árum. Fyrir ijórum árum voru á annað hundrað böm ranglega tekin frá foreldmm sínum í Cleveland á Norður-Englandi og fyrr á þessu ári vom tæplega 20 böm send aftur til foreldra sinna eftir svipaðar ásakan- ir og viðhafðar vom á Orkneyjum. Fljótlega kom upp gmnur um, að félagsráðgjafar hefðu ekki fylgt þeim vinnureglum, sem lagðar voru til eftir Cleveland málið. Þær fólust meðal annars í að láta heimilislækni vita um grunsemdirnar, athuga heimilin og sjá hvort hægt væri að gera eitthvað inni á þeim og koma ekki snemma morguns með lögreglu og draga böm út úr rúmum sínum og gefa þeim ekki einu sinni færi á að kveðja foreldra sína. Félagsráð- gjafamir á Orkneyjum höfðu allt þetta að engu. Stærstur hluti Orkneyinga stóð með foreldmnum og mótmælti yfir- gangi félagsráðgjafanna við hvert tækifæri. Dómari kvað upp niðurstöðu sl. fimmtudag. Niðurstaða hans var sú, að öll bömin skyldu þegar í stað lát- in laus til foreldra sinna. Hann sagði að allur málatilbúnaður félagsmála- stofnunar Orkneyja bæri vott um vanhæfni. Bömin hefðu verið svipt réttindum sínum og verið meðhönd- luð eins og tæki en ekki eins og persónur. Sérfræðingur fyrir foreldrana, sem skoðaði gögnin frá félagsráð- gjöfunum, segir að þau geti alls ekki verið neins konar vitnisburður um ofbeldi gagnvart börnunum. Mjög víða séu félagsráðgjafarnir að reyna að fá börnin til að fallast á eigin skoðun en ekki að hlusta á börnin. Það hefur einnig komið í ljós, að bömin virðast hafa verið beitt þrýst- ingi, sem er gegn þeim vinnureglum, sem lagðar vom til eftir Cleveland málið. Foreldrar hyggjast hefja mál á hendur félagsmálastofnun Orkneyja og fastlega er búist við, að stofnunin áfrýi úrskurði dómarans. Málinu er því ekki lokið. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Assad Sýrlandsforseti á fundi í Damaskus á fimmtudagskvöld. Reuter forsetahöllinni í För utanríkisráðherra Bandaríkjanna um Mið-Austurlönd: Sýrlendingar hlynntir frið- arráðstefnu á vettvangi SÞ Damaskus. Frá Elínu Pálmadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. JAMES Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna drap niður fæti hér í Damaskus á annarri hringferð sinni á einum mánuði milli ara- baríkja og ísraels. Hann átti langan fund með Assad Sýrlandsforseta á fimmtudagskvöld. Á sameiginlegum blaðamannafundi i gærmorgun sögðu þeir Baker og Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, að þeir hefðu komið sér saman um að vinna áfram eftir sömu áætl- un um ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum. En þrátt fyrir að utanríkisráð- herramir væm jákvæðir viku þeir sér undan því að svara hvers konar ráðstefnu bæri að stefna að og hveijir gætu sest þar að samninga- borðinu. Því vantar greinilega enn þann stóra hlekk hveijir eigi að vera fulltrúar araba. Málin eru greinilega „á viðkvæmu stigi“ eins og menn segja gjarna þegar þeir hafa ekki svörin. Fleira er hér viðkvæmt því þegar Metupphæð bóta fyrir læknamistök á Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NÍU ára gamall drengur á Grænlandi fékk nýlega hæstu bætur sem nokkru sinni hafa verið greiddar fyrir læknamistök á sjúkrahúsi. Drengurinn fékk 930.000 danskar krónur (rúmlega níu milljónir ÍSK) og með áföllnum vöxtum á þeim tíma sem mál hans var til meðferðar alls 1.320.600 DKR (tæplega 13 milljónir ÍSK). sú sem þetta ritar fór út af blaða- mannafundinum og beindi mjmda- vélinni að litfögru minnismerki á torginu komu fjórir lögreglumenn þjótandi út úr bíl. Þeir tjáðu mér að ég mætti snúa mér í vestur og beina myndavélinni að Hotel Shera- ton og í austur og smella á bóka- safnið en alls ekki á súluna lit- fögru. Það eru ekki aðeins stórmál- in sem eru illskjanleg hér. Tenging við samþykktir öryggiráðsins Á blaðamannafundi Bakers og al-Shara í gærmorgun sagði sá síðamefndi að friðarráðstefna ætti að vera í anda samþykkta Öryggis- ráðsins númer 242 og 338 (sem kveða á um að ísraelar skili hernámssvæðunum) og að hún yrði undir sterkri forystu Sameinuðu þjóðanna. Baker greip orðið og sagði að ekki væri um það að ræða, að nein þjóð eða aðili segði öðrum fyrir verkum. Samstaða allra aðila um fyrirkomulag ráðstefnunnar yrði að nást. Það næðist ekki í einni ferð um Mið-Austurlönd og ekki í tveimur heldur mörgum. „Nú er tækifærið til að ná varanlegum friði í Mið-Austurlöndum og því verður að fylgja eftir," sagði Baker. Ráð- herranir kváðust hafa verið sam- stiga um margar tillögurnar en aðrar væri Assad forseti nú að skoða. Al-Shara sagði að Sýrlend- ingar myndu nú setja sig í samband við arabaþjóðirnar til að finna leiðir til að koma þessum tillögum í fram- kvæmd. Niðurstaða fundar Assads og Bakers virðist sem sagt vera sú að miðað er að friðarráðstefnu sem öll ríkin í þessum heimshluta taka þátt í en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verður alþjóðleg með öllum aðilum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eins og Egyptar vilja eða svæðisbundin eins og ísraelar tala um. „Möguleikarnir eru fyrir hendi og nú þarf aðeins að fylgja þeim eftir,“ sagði James Baker. Með það var hann þotinn með allt fylgdarlið- ið og alþjóðlegu blaðamennina á hælunum, nú til Genfar á ráðstefnu. Jákvæðar undirtektir Egypta í fyrstu var talið að þessi för Bakers um Mið-Austurlönd myndi reynast harla tilgangslaus. Það er greinilega ekki svo, hvort sem átak- ið reynist bera ávöxt eða á eftir að fara út um þúfur. Friðarráðstefna er í deiglunni. Fyrr í vikunni hafði Baker hitt ráðherra í ríkisstjóm ísraels sem féllust á hugmyndina um svæðisbundna ráðstefnu í gróf- um dráttum. Og þar hafði Baker .mönnum til undrunar, rætt við sex fulltrúa af herteknu svæðunum. Þá ræddi bandaríski utanríkisráðher- rann við Hosni Mubarak Egypta- landsforseta á þriðjudag og mið- vikudag og herma fréttir að hann hafi tekið vei í tillögumar. Áður en þeir ræddu saman hafði Assad Sýr- landsforseti sent utanríkisráðherra sinn á fund Mubaraks. Hér í Dam- askus lét pressan auðvitað mikið af því hve egypsku blöðin hefðu tekið vel í tillögur Assads en það er hin daglega frétt hér að verið sé að þakka forsetanum fyrir eitt- hvað viturlegt. Drengurinn var lagður inn á spítala með botnlangabólgu fyrir sex ámm, en gekkst undir aðgerð allt of seint — eftir að læknirinn hafði haft þau orð um drenginn og for- eldra hans að þau væru móðursjúk. Þegar drengurinn var loks skorinn upp reyndist það um seinan. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus og er nú 100% öryrki með heilasköddun. Að sögn vitna var læknirinn of- neytandi áfengis og lyfja. Hann var rekinn og starfar nú í Norður- Svíþjóð. Reuter Slegistá þingfundi Oft er heldur agasamt á tævanska þinginu og þegar hnúturnar fljúga um borð í líki öskubakka, bóka, skófatnaðar og annars er gott að hafa vopn eða að minnsta kosti veijur við hæfi. Hér hafa þingmenn brugðið fyrir sig plastskildi eins og þeim, sem óeirðalögreglan notar, en orra- hríðinni lauk með því, að fundi var frestað og einn þingmaður fluttur á sjúkrahús. Flóttamenn frá írak í Tyrklandi: „Dýr þrífast ekki einu sinni við svona aðstæður“ Isikveren. Reuter. IRASKIR Kúrdar, sem búa við hörmulegar aðstæður í flóttamanna- búðum í fjöllunum Tyrklandsmegin við landamæri íraks og Tyrk- lands, segjast vera orðnir að lifandi Iíkum. „Við fórum frá Irak til að lifa en okkar biður ekkert nema dauðinn. Hér eru allir að deyja,“ sagði fullorðinn Kúrdi í búðunum. Hann talar fyrir hönd 200.000 kúrdískra flóttamanna en hræðslan við Saddam Hussein íraksfor- seta rak þá upp í kulda, bleytu og vosbúð í fjöllunum við Iandamær- in. „Við getum ekki verið hér, dýr þrífast ekki einu sinni við svona aðstæður," sagði kristinn íraskur flóttamaður. Aðstæðurnar eru ólýsanlegar og örvænting fólksins hræðileg. Fréttamaður Reuters-fréttastof- unnar, sem áður hefur flutt fréttir af flóttamönnum og hungursneyð, þ.á m. í Eþíópíu, segist aldrei hafa séð fólk við jafn hörmulegar að- stæður. Búðirnar eru í hijóstrugum dal í 2.000 metra hæð. Fjölskyldur kúldrast í bráðabirgðatjöldum, sum gerð úr ræfilslegum teppum sem lögð eru yfir tijágreinar, og veita þau lítið eða ekkert skjól fyrir snjó- komu og regni. Fólk veður leðju og saur upp í ökkla en fjöldi þess þjá- ist af niðurgangi. Hreinlætisað- staða er engin og hvergi hægt að njóta næðis. Milli tjaldanna liggja rotnandi hræ af kindum sem flótta- fólkið hafði með sér frá írak. Reyk leggur frá óteljandi litlum bálköstum sem flóttafólkið hefur kveikt í en það er eina leið þess til að halda á sér hita. Innan tíðar verður enginn eldiviður eftir — langflest tré og runnar á svæðinu hafa þegar verið höggvin niður. Ekkert vatn er í búðunum heldur. Fólk borðar snjó eða reynir að ná drullugu vatni úr lækjarsprænum sem renna niður hlíðarnar. Flutningabílar komast ekki að búðunum en tyrkneskir hermenn vinna nú að því að leggja nýjan veg sem auðvelda á aðkomuna að þeim. Brauð er flutt til búðanna f vögn- um, sem dráttarvélar draga, frá herstöð í nágrenninu. Hundruð ban- hungraðra flóttamanna fara ætíð á móti flutningabílunum í þeirri von að ná brauði handa sér og fjölskyld- um sínum. Þeir láta ekki á sig fá þótt tyrkneskir verðir reyni að bægja þeim frá með bareflum. Við innganginn að búðunum er öflug gæsla. Verðir koma í veg fyr- ir að flóttamennirnir reyni að kom- ast lengra inn í Tyrkland og skjóta aðvörunarskotum að þeim sem gera sig líklega til að reýna að komast framhjá þeim. Á hverri nóttu læðast þó alltaf nokkrir flóttamenn út úr búðunum í örvæntingarfullri leit að mat og morguninn eftir er komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.