Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 33
Nemendaleikhúsið M!WGí?¥«ladh?i uau«ahdagi;h uív APÍÍIÍ- 51004 • • A ^ Dampskipið Island í Borgarleikhúsinu á laimakerfi bankamanna Philip Cohen. Lífefnafræðifélag Islands: Fyrirlestur Philip Cohen PHILIP Cohen, prófessor við háskólann í Dundee, heldur 19. FEBS - Ferdinand Springer - fyrirlesturinn í boði Lífefna- fræðifélags Islands, Sambands evrópskra lífefnafræðifélaga (FEBS) og Springer-Verlag, mánudaginn 15. apríl kl. 16. Þetta er í annað sinn sem fyrir- lestur þessi er haldinn hérlendis og verður hann í stofu 101 í Lög- bergi. Nefnist fyrirlesturinn „The role of protein phosphorylation and dephosphorylation in signal trans- mission". Virkni fjölmargra próteina og ensíma er stjórnað með því að bæta á þau fosfathóp eða losa hann af. Efnabreytingar af þessu tagi eru einnig mjög mikilvægar í innra boð- kerfi lifandi fruma. Philip Cohen er þekktur fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði. Starfsemi Greiningar- stöðvar kynnt Foreldra- og styrktarfélag greiningarstöðvarinnar býður velunnurum félagsins að koma og skoða Greiningar- og ráð- gjafastöð ríkisins að Digranes- vegi 5 í dag, laugardag, milli kl. 14:00 og 17:00, kynnast starfsemi hennar og þiggja kaffi og veit- ingar. Starfsfólk stöðvarinnar verður á staðnum og kynnir starfsemi hverrar deildar. í fréttatilkynningu frá Greining- arstöðinni segir að vetrarstarfí stöðvarinnar sé nú að ljúka. „Síðasta „opna húsið" var haldið í mars. Talmeinafræðingar komu og fjölluðu um málþroska og hinar ýmsu tjáskiptaleiðir auk þess sem kynnt var tölvuforrit sem notað er í Öskjuhlíðarskóla til málörvunar," segir í fréttatilkynningunni. NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsýndi þann 7. apríl síðastliðinn loka- verkefni sitt í ár, Dampskipið ísland, eftir Kjartan Ragnarsson, í samvinnu við Leikfélag Reykjavikur á stóra sviði Borgarleikhússins. Næstu sýningar á leikritinu verða sunnudaginn 14., mánudaginn 15. og miðvikudaginn 17. apríl. Peter Westenholz píanóleikari. Danskir vordagar: Tónleikar í Norræna húsinu EINN kunnasti píanóleikari Dana, Peter Westenholz, sem jafnframt er mikilsmetinn tón- listarkennari, leikur á tvennum tónleikum í Norræna húsinu á dönskum vordögum. Fyrri tónleikarnir verða sunnu- daginn 14. apríl kl.20.30 — einleiks- tónleikar þar sem Westenholz leikur ýmis tónverk, m.a. eftir Carl Niel- sen, Joh. Brahms, F. Poulenc og Robert Schumann. Verk Schu- manns sem Peter Westenholz leikur á þessum tónleikum er hið vanda- sama verk Carniva! op. 9 (Scénes Mignonnes sur Quatre Notes). A seinni tónleikunum leikur Peter Westenholz með Blásarakvintett Reykjavíkur. Seinni tónleikarnir verða einnig haldnir í Norræna húsinu. Þeir verða mánudaginn 15. apríl og hefjast kl. 20.30. Leikin verða verk eftir Koppel, Pál P. Páls- son, Rásmussen og Abrahamsen. Blásarakvintett Reykjavíkur hef- ur starfað um 10 ára skeið. Kvint- ettinn var stofnaður af félögum í Sinfóníuhljómsveit íslands og hafa sömu menn skipað hópinn frá upp- hafi. Þeir eru Bernharður Wilkins- son, flauturleikari, Daði Kolbeins- son, óbóleikari, Einar Jóhannesson, klarinettleikari, Joseph Ognibene, hornleikari og Hafsteinn Guð- mundsson, fagottleikari. ■ Á PÚLSINUM verður mikill blúsfagnaður sunnudaginn 14. apríl. Þar leikur Danny Newman ásamt hljómsveit, en hana skipa, auk Danny, Birgir Bragason, bassi, Tryggvi Hiibner, gítar og Bobby Harris, trommur og söng- ur. Auk þess koma fram sem gest- ir kvöldsins þeir Pétur Tyrfings- son úr Tregasveitinni, Kristján Kristjánsson úr KK-band og bandaríski soulsöngvarinn Bob Mannings. Þriðjudagskvöldið 16. apríl verður blús- og jasshljómsveit- in Sálarháski með tónleika. Kjartan Ragnarsson er leikstjóri sýningarinnar, en leikmynd er eftir Grétar Reynisson, sem einnig sér um búninga ásamt Stefaníu Adolfs- dóttur. Egill Ólafsson sér um leik- hljóð og val á tónlist, og Lárus Björnsson sér um lýsingu. Gestaleikarar í sýningunni eru þau Egill Ólafsson, Guðný Helga- dóttir og Anna Sigríður Einarsdótt- ir. í Nemendaleikhúsinu 1990-91 37. ÞING Sambands íslenskra bankamanna var haldið í gær og í fyrradag á Hótel Sögu og voru helstu mál þingsins kjaramál, fræðslumál og lifeyrissjóðsmál. Yngvi Örn Kristinsson, formaður SÍB, sagði að þótt samið yrði um kauphækkanir í næstu kjarasamn- ingum sem eru samrýmanlegar forsendum um efnahagslegan stöðug- leika væru bankamenn sammála um að taka yrði á sérkröfum um endurskoðun á launakerfi sambandsins. Yngvi Örn sagði að um væri að ræða að röðun starfsheita og launa- flokka yrði endurskoðuð með tilliti til breyttra aðstæðna. Taxtakerfið verði fært að greiddum launum þannig að dregið verði úr föstum yfirborgunum. Yfirgreiðslur tíðkast eingöngu í efri þrepum launastigans til embættis- og yfirmanna og nema á bilinu 10-20%. „Við leggjum áherslu á það í þessari kjaraályktun að við viljum halda áfram á grund- velli þjóðarsáttarinnar að sá kostn- aðarauki sem samið verður um verði innan þeirra marka sem samrýmist þeim verðlagsmarkmiðuní sem menn hafa haft undanfarið. En við berum vissan ugg í bijósti vegna þess sem er að gerast núna, krafna vissra sérhópa. Ef fjandinn verður laus þá verðum við að vera með í því, en við viljum leggja okkar af mörkum til að framhald kjarasamn- inga verði á þeim skynsamlegu nótum sem verið hefur undanfarið," sagði Yngvi Öm. Sambandið hefur um áratuga- skeið átt samstarf með bönkunum' um rekstur Bankamannaskólans. Yngvi Örn sagði að nú væru uppi þau viðhorf hjá bönkunum að þessu samstarfi verði að breyta eða leggja niður vegna breyttra aðstæðna og aukinnar samkeppni bankanna. „Við snúumst með heift gegn því og teljum -þvert á móti að auknar kröfur og tækni í bankastörfunum geri skólann enn mikilvægari en áður. Við skiljum ekki að á meðan aðrar starfstéttir eru að sækja fram um bætta starfsmenntun og -þjálf- un, bæði stéttarfélögin og löggjaf- inn, að það skuli þykja ástæða til að rýra þá starfsmenntun sem við höfum þegar,“ sagði Yngvi Örn. Á þinginu voru umræður um sameiningu bankanna og sagði Yngvi Örn að meginniðurstaðan af þeim umræðum væri sú að treysta þyrfti meðákvörðunarrétt banka- manna, að þeir fái að fylgjast með breytingum í starfsemi bankanna þegar á undirbúningsstigi, þannig að þeir hafi aðstöðu til að segja sitt álit og koma með tillögur til breytinga. Á þinginu voru jafnframt miklar umræður um lífeyrissjóðsmál bankamanna. Yngvi Örn sagði að íslandsbanki féllist ekki á þá túlkun sem verið hefur á lífeyrissjóðskerfí bankamanna og var afstöðu bank- ans mótmælt á þinginu. í öðru lagi var tekin afstaða til frumvarps um lífeyrissjóðskerfíð frá endurskoðun- amefnd lífeyrisréttinda. Þingið mótmælti því fmmvarpi og sagði Yngvi Örn að með samþykkt þess á Alþingi yrði núverandi lífeyris- sjóðskerfi bankamanna ólöglegt. „Við viljum hafa samningsrétt um okkar lífeyrissjóðskerfi áfram, það má vera að einhveijir sjóðir vilji löggjöf um sína starfsemi en það viljum við ekki,“ sagði Yngvi Örn. 37. þing Sambands íslenskra bankamanna: Krafa um endurskoðun „Ekki er allt sem sýnist“ í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga myndina „Ekki er allt sem sýnist“. Með aðalhlutverk fara Cristopher Walken og Rupert Everett. Leikstjóri myndarinnar er Paul Schradcr. Hjónaleysin Colin og Mary eru í skemmtiferð í Feneyjum. Fljótlega verður þess vart að sambandið á milli þeirra er ekki eins og best verð- ur á kosið. Mary var gift áður og á tvö börn og Colin hefur enn ekki ákveðið hvort hann treystir sér til að hefja sambúð með henni. Kvöld nokkurt sofa þau yfir sig og þegar þau vakna er búið að loka öllum matsölustöðum. Þau fara samt út að leita að matsölustað sem á að vera skammt frá. Þau villast en fyr- ir tilviljun rekast þau á Robert, sem leiðir þau inn á bar’ sem hann á þar skammt frá. Robert segir þeim frá æsku sinni í Lundúnum. Eru þær lýsingar ævintýralegar en samt hrífandi. Undir morgun skreiðast þau Mary og Colin heim á leið en á leið- inni hitta þau Robert á ný og nú krefst hann þess að þau komi heim með honum, enda búi hann skammt frá. Þar kynnat þau Caroline, konu Roberts. Einkamál þeirra hafa nú skýrst í huga Colins og það er fastmælum bundið að hann hefji sambúð með Mary þegar þau snúi aftur til Eng- lands. En í millitíðinni rekast þau aftur heim til þeirra Caroline og Roberts með alvarlegum afleiðing- um. ....... ............_ Morgunblaðið/Björn Blöndal Leikarar og aðstoðarmenn Leikfélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Nemendaleikhúsið með tvo einþáttunga Keflavík. LEIKFÉLAG Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Vox Arena, frum- sýnir í Keflavík á morgun tvo einþáttunga, Sköilóttu söngkon- una og Veisluna, í „Litlu millj- ón“, Víkurbraut 2, II. hæð. Leik- sljóri er Jón Júlíusson og koma 9 leikarar fram í verkunum en alls munu um 25 taka þátt i sýn- ingunni. Þetta er annað verkefni Vox Arena á skólaárinu, fyrir áramót sýndi félagið frumsamið leikrit, James Bond 007 og lh og fékk sýningin ágæta dóma. Báðir einþáttungarnir eru gam- anleikir sem eru ádeildur á smá- borgarahátt og hræsni. Sköllótta söngkonan er eftir Eugene Ionesco og Veislan er eftir Ferenc Molnár. Leikhópurinn hefur æft einu sinni á dag sex daga vikunnar frá því að æfingar hófust 26. janúar og hefur mikil vinna verð lögð í að sýningin megi takast sem best. Áformað er að halda 6 sýningar á verkunum. Sú fyrsta verður ann- að kvöld, önnur sýning verður á miðvikudag, þriðja sýning á fimmtudag og fjórða sýning á föstu- dag. Allat' sýningarnar hefjast kl 21:00, miðaverðið er 500 kr. fyrir skólafólk, 700 kr. fyrir aðra en ókeypis fyrir ellilífeyrisþega. -BB eru Ari Matthíasson, Gunnar Helgason, Halldóra Björnsdóttir, Ingibjörg Gréta, Magnús Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Þorsteinn Guðmundsson og Þórey Sigþórs- dóttir. Frá sýningu Nemendaleikhússins á Dampskipinu ísland eftir Kjartan Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.