Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 26
M ,___________ Brunamálastjóri r(>o t aaai/sanaB .e 3UOAOUi,öi5i« uiaAíaMuoaoM . MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Mikill fjöldi manns var viðstadd- ur hátíðardagskrána. Brunavörn- um stórlega áfátt hjá Mátveggjum BRUNAMÁLASTJÓRI hefur gagnrýnt harðlega hvernig staðið var að brunavörnum í verksmiðju Mátveggja í Þorlákshöfn. Tug- milljóna króna tjón varð í eldsvoða í verksmiðjunni um síðustu helgi og segir brunamálastjóri að ekki hafi verið farið éftir teikningum sem Brunamálastofnun samþykkti 1981, þar á meðal ákvæðum um viðvörunarkerfi. Rannsókn á elds- voðanum bendir til að eldurinn hafi kviknað út frá rafbúnaði við loftþjöppu. Allt að 40 cm lag af fínu timburryki var við þjöppuna, afar eldfimu efni. Á teikningunum var meðal annars kveðið á um að setti yrði samtengt viðvörunarkerfí í húsið, að klæðning- ar í lofti og á veggjum skyldu vera úr óbrennanlegu efni og að stálburð- arvirki verksmiðjunnar yrði einangr- að þannig að það hefði 60 mínútna brunaþol. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Brunamálastofnun ríkisins. Þar segir ennfremur að tek- ið hafí verið fram að brunatæknileg- ar aðgerðir væru miðaðar við að „full aðgát sé höfð við meðferð elds og eldfimra efna sem geymd verði í þar til gerðum ílátum eða eldtraustum rýmum“. I frétt frá Brunamálastofnun segir að ekkert af þessum loforðum hafi verið efnt. Húsið hafí verið klætt að innan með spónaplötum, stálgrindin verið óvarin og viðvörunarkerfið ekki verið sett upp. Þá hafi verið byggt í heimildarleysi milligólf úr timbri í annan enda hússins, með tréstiga upp á loftið, en samkvæmt þruna- málareglugerð skulu slík miiligólf vera eldtraust. Undir milligólfínu var lökkunarklefí með spónaplötuveggj- um. 1982, ári eftir að húsið var byggt samþykkti byggingarnefnd staðarins viðbyggingu við húsið, 170 fermetra skrifstofuálmu úr timbri. Innangengt var á milli húsanna og enginn eld- vamarveggur á milli. Ekki var leitað álits Brunamálastofnunar á viðbygg- ingunni. I nóvember 1988 skoðaði starfs- maður Brunamálastofnunar fiúsið ásamt slökkviliðsstjóra. í bruna- varnaskýrslunni var fundið að þeim atriðum sem nefnd eru hér að fram- an ásamt fleiru sem þótti þurfa úr- bóta við. Skýrslan var send slökkvil- iðsstjóra og sveitarstjóra 12. desemb- er 1988. Slökkviliðsstjóri kom skýrsl- unni til eiganda hússms. Ekki er samt vitað til að neinar úrbætur hafi verið gerðar á brunvörnum þessa húss, segir í fréttatilkynningunni. Perlan: Talið að leiga greiði rekstr- arkostnaðinn GUNNAR H. Kristinsson, hita- veitustjóri í Reykjavík, segir að ekki sé komin reynsla á það, hve mikinn kostnað Hitaveitan beri af rekstri Perlunnar, en gert sé ráð fyrir að leigutekjur fyrir veitinga- aðstöðu í húsinu muni duga til að standa straum af honum. Gunnar segir, að mestur hluti rekstrarkostnaðar við Perluna sé greiddur af veitingamanninum í hús- inu, én nokkur kostnaður vegna hús- eignarinnar sjálfrar lendi á Hitaveit- unni. Umsömd leiga fyrir veitingaað- stöðuna sé 4% af veltu að frádregn- um sköttum, ársveltan sé lauslega áætluð um eða yfir 300 milljónir króna og miðað við þá tölu megi búast við að leigutekjur dugi fyrir kostnaði Hitaveitunnar. Miðað við 300 milljóna kr. veltu verða leigu- tekjur Hitaveitunnar af Perlunni 12 milljónir kr. I. «Ft, 1881 Vegagerðin lét selja skilti við brúna í tilefni afmælisins. CARNAF0SSBRU FYRST 8YSBB 1881 Hvítá: Hátíðardagskrá við Barnafossbrú Á þriðja hundrað manns, flestir íbúar Hálsasveitar, Reykholtsdals og Hvítársíðu, minntust þess á sunnudaginn að 100 ár eru liðin frá byggingu fyrstu Barnafossbrúarinnar. Eftir hátíðardagskrá við brúna var gestum boðið upp á veitingar í félagsheimilinu Brúarási. Hátíðarhöldin tókust að sögn Magnúsar Kolbeinssonar, bónda í Stóra Ási, mjög vel. Athöfnin hófst um kl. 14 með ávarpi Þórðar Stefánssonar, odd- vita Hálsahrepps, en að því loknu rakti Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka, sögu brúarinnar. Hall- dór Blöndal, samgönguráðherra, ávarpaði samkomuna og Karlakór- inn Söngbræður söng. Þórir Jóns- son, oddviti Reykholtsdalshrepps, sleit síðan samkomunni en að henni lokinnni var gestum boðið upp á veitingar í félagsheimilinu Brúarási. Þar flutti Einar B. Páls- son, ættingi yfirsmiðs brúarinhar Einars B. Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum, ávarp. Magnús Kolbeinsson sem býr næst brúnni, í Stóra Ási,esagði í stuttu samtali við Morgunblaðið að hátíðardagskráin hefði heppn- ast mjög vel. Blíðskaparveður hefði verið meðan á dagskránni stóð. Á þriðja hundrað manns hefðu verið viðstaddir hana. Bamafossbrú var byggð árið 1891 og var fyrsta brúin yfir Hvítá í Borgarfirði. Yfírsmiður brúarinn- ar var eins og áður sagði Einar B. Guðmundsson en nokkur ætt- menni hans hafa lagt hönd á plóg- inn við endurbyggingar og lagfær- ingar á brúnni. Má þar nefna Ein- ar B. Pálsson, verkfræðing, son hans Baldvin Einarsson og Árna Pálsson. Brúin var endurbætt árið 1944 og ný brú byggð árið 1954. Hún var endurbætt árið 1987. Morgunblaðið Þorkell Fyrsta Barnafossbrúin var byggð fyrir 100 árum. Meðal þeirra sem fluttu ávarp á afmælishátíðinni var Halldór Blöndal samgönguráðherra. Avarp rektors KHI til nýnema í ÁVARPI til nýnema í almennu kennaranámi við skólasetningu í gær vék Þórir Ólafsson rektor KHÍ eftirfarandi orðum að for- sögu þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra að falla frá því að lengja kennaranám úr þremur árum í fjögur eins og kveðið var á í lögum um skólann frá 1988 og reglugerð frá síðastliðnu ári. „I febrúar s.l. var vinnan kom- in það langt að skólaráð lagði til við menntamálaráðherra með bréfi dags. 7. mars að nýja fjög- urra ára námið hæfíst nú í haust. Með bréfí ráðherra dags. 8. apríl var skólanum tilkynnt „að ákvæði laga nr. 29/1988 um fjögurra ára almennt kennaranám komi til framkvæmda haustið 1991 eins og ráðgert hafði verið og að tekn- ir verði 120 nemendur inn í skól- ann á þessu ári.“ Þeirri miklu vinnu sem fylgdi í kjölfar þessarar ákvörðunar ætla ég ekki að lýsa hér en henni er að nokkru lýst í formálum nýju náms- og kennslu- skránna. Nokkru eftir ríkisstjórnarskipt- ■ in í vor, eða þann 27. júní s.L, var ég, ásamt fráfarandi rektor, boðaður á fund menntamálaráð- herra og beðinn að skýra stöðu nýja námsins og hvort unnt væri að snúa frá fyrri ákvörðun um að námið hæfíst í haust. Nám- skráin var þá fyrir nokkru komin úr prentun, kennsluskráin var að koma úr prentun (en ráðuneytinu var afhent handrit) og stunda- skrárvinnu fyrir haustmisseri var að ljúka. Ráðherra og embættis- mönnm ráðuneytisins var ljóst eftir þann fund að mjög erfitt var íyrir skólann að snúa frá fyrri ákvörðun vegna þeirrar miklu vinnu sem það hefði í för með sér, og starfsfólk loks að komast í sumarfrí. Það kom mér því mjög á óvart og olli okkur miklum vonbrigðum þegar tilkynnt var fyrir 11 dögum að nýja fjögurra ára kennaranám- ið skyldi ekki hefjast nú í haust. Síðan þessi tilskipun barst skól- anum má segja að látlaust hafi verið fundað til að leita úrræða sem röskuðu skólastarfinu sem minnst. Skóiaráð hefur haldið fjóra aukafundi og deildarráð kennaramenntunardeildar og skor fyrir almennt kennaranám, sem bera ábyrgð á náms- og kennslu- skrám gagnvart skólaráði, hafa haldið marga fundi. Kennarafélag Kennaraháskólans, auk BHM og KÍ, hafa fjallað um málið og sent frá sér málefnalegar ályktanir. S.l. miðvikudag 28. ágúst, viku eftir að tilskipunin barst skólan- um, fékkst loks fundur með menntamálaráðherra til að ræða þau neyðarúrræði sem skor, deild- arráð og skólaráð töldu koma til greina, ætti tilskipunin að standa. Ráðherra tjáði okkur strax að ákvörðun hans stæði fyrir þetta skólaár en tók sér allt að mánað- ar frest til að segja til um hvort hún gilti til lengri tíma. Jafnframt féllst hann á að gripið yrði til þess úrræðis sem skólinn taldi einu leiðina sem ekki raskaði skólahaldi verulega á þessu hausti, sem sé að nýja náms- og kennsluskráin fyrir fyrsta ár gilti óbreytt til áramóta. Boðað var til Þórir Ólafsson, rektor KHÍ. starfsmannafundar í skólanum á föstudag, eins og skylt er sam- kvætnt 10. gr. reglugerðar skól- ans, áður en skólaráð afgreiðir breytingar á áður samþykktum náms- og kennsluskrám. Fjórði aukafundur skólaráðs var síðan haldinn strax að honum loknum. Þá var loks ákveðið hvenær skóli hæfist á þessu hausti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.