Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991 ,þarf bar&'GÁ írebbjCL. hann* upp etnu sínni i rncLnutc ■" Ast er... ... óyænt heimsókn. TMReg. U.S. PatOff.—allrightsreserved ® 1991 Los Angeles Tímes Syndicate Með morgunkaffínu (016 o Ég spila nú eins og herfor- ingi? HÖGNI HREKKVISI ,$ATT AÐ SEG3A QlbrAR. HAMN SJ/1LPAN." Um Fæðingarheim- ili Reykjavíkur Sinn er siður í sýslu hverri Á suðurlandi þar sem ég ólst upp og þekkti til var það siður að ef skepna sem átti að farga komst undan fyrirhuguðu lífláti þá var henni gefið líf. Þetta voru sem óskráð lög og þá ekki horft í tíma- bundið óhagræði af völdum þessa. Fyrir aðeins fáum árum var sagt frá atburði sem átti sér stað fyrir vestan. Kýr sem komin var á slátur- stað reif sig lausa og þreytti langt sund yfir fjörð til þess að komast heim. Vel var tekið á móti kúnni og góðhjörtuð kona keypti hana og forðaði frá dauða. Konan hlaut allra lof fyrir og langt út fyrir sína heimabyggð. Átakanlegasta dýrasaga sem ég hef lengi heyrt er sagan um kúna Von sem leidd var til slátrunar á Blönduósi. Kýrin, sem var stór og fallegur gripur, fimm vetra gömul, reif sig lausa. Nú skyldi haldið heim, þar væri helst vægðar að vænta. Fljótt bar af réttri leið í eltingaleikn- um og um skeið haldið til fjalls og farið vítt um. Farin var um 30 km leið á.flótta undan dauðanum. Eftir aðeins sólarhrings frelsi tókst að laumast að kúnni og senda henni kúlu í gegnum höfuðið. Sunnlendingur Keli er týndur! Kisi er gulbröndóttur og hvítur. Hann sást síðast í bakgarði við Grettisgötu 74, mánudaginn 21.10. Keli er bæði með hálsól og einnig eyrnamerkingu. Ef einhver hefur orðið var við köttinn, vinsamlegast hringið í síma: 13764. Það var með reiði sem ég las í Pressunni þann 17. október að Magnús Ver Magnússon hafi komið til landsins með sömu flugvél og bridsmennirnir. En hann fékk enga ræðu né móttöku. Þetta er til hábor- innar skammar. Ég ætla alls ekki að draga at- hygli frá hinum frábæra árangri bridsmannanna en hvað um Magn- Að undanfömu hefur mikið verið fjallað í ijölmiðlum um tillögur fjár- laga til niðurskurðar á útgjöldum til heilbrigðismála. Mest hefur verið fjallað um St. Jósefsspítaia í Hafn- arijrði. í fjárlögum er einnig lagt til að Fæðingarheimili Reykjavíkur verði lagt niður til að spara 40 milljónir króna á ári. Ég vil mótmæla þess- ari tillögu. Á þessu ári hafa mörg hundruð konur fætt á Fæðingar- heimilinu og er ég ein þeirra. í einu orði sagt var frábært að liggja á Fæðingarheimilinu. Heimilið var gert upp á þessu ári og fannst mér ég frekar vara á stóru heimili en á heilbrigðisstofnun. Starfsfólkið var með eindæmum þægilegt og aðbún- aður allur hinn besti. Allir voru samtaka um að gera þennan við- burð, barnsfæðinguna, sem ánægj- ulegastan fyrir okkur foreldrana. Miðað við það fé sem ríkisvaldið ráðstafar til mismunandi arðbærra verkefna eru 40 milljónr króna á ári smáaurar. Nýlega hefur t.d. Byggðastofnun veitt Miklalaxi, gjaldþrota fiskeldisfyrirtæki, styrk upp á 113 milljónir króna og selt 97 milljóna króna hlut sinn í Fiskiðj- unni Freyju fyrir 12,5 milljónir króna. Ef við íslendingar höfum efni á slíkum viðskiptum hljótum ús Ver? Ég krefst þess að opinber rannsókn fari fram til þess að at- huga hvers vegna hinn nýkrýndi sterkasti maður heims fékk ekki ræður og móttökur. Það er heilög skylda íslensku þjóðarinnar að allir íslendingar sem hafa verið landi og þjóð til sóma njóti sömu réttinda. Villyálmur Alfreðsson við að hafa efni á að eyða 40 millj- ónum króna á ári í að veita nýfædd- um íslendingum góðan aðbúnað á fýrstu dögum lífs síns. Ég vil því hvetja alla þá fjöl- mörgu foreldra sem hafa notið góðrar þjónustu Fæðingarheimilis- ins til að láta í sér heyra og mót- mæla þessum tillögum. Einnig vil ég hvetja borgarfulltrúa til þess að standa vörð um hagsmuni foreldra í borginni og halda Fæðingarheimil- inu opnu í óbreyttri mynd, enda getur Fæðingardeild -Landspítalans ekki tekið við öllum fæðingum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Að lok- um vil ég taka undir orð Guðmund- ar Árna Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði og varaþingmanns, en hann bendir heilbrigðisráðherra á að hreinsa arfann og illgresið í garðinum en hlúa að rósum í fullum blóma. Fæðingarheimili Reykjavík- ur er tvímælalaust rós í hnappagat íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Ásta M. Urbancic -------------- Listaverk — skemmdarverk Nú fyrir skömmu ók ég inn Sæ- brautina til að njóta útsýnisins og meðal annars til þess að skoða enn einu sinni listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason. Mér brá held- ur betur í brún því það fyrsta sem ég rak augun í voru tvær dökkar súlur sem skyggðu á listaverkið eða réttara sagt drógu athyglina frá því. Ég hefi lesið í dagblöðum að setja eigi ljós ofan á þessar súlur til þess að lýsa upp listaverkið en gætu þær þá ekki dregið athyglina enn þá meira að sjálfum sér? Væri ekki betra að lýsa verkið neðan frá? Mér fínnst þetta vera algjört skemmdarverk á listaverkinu. Hygg ég að fleiri séu mér sammála. Lista- verkið ætti að hækka þá nyti það sín betur. Ástálist Sterkasti maður heims fékk engar móttökur Víkveqi skrifar Undanfarnar vikur hafa nokkur gömu! hús í Hafnarstrætinu fengið andlitslyftingu, verið máluð og lagfærð, svo að prýði er að. Austan við Pósthússtræti hafa hús- in nr. 15 (Hornið), 19 (Rammagerð- in) og 16, þar sem Hótel Alexandra var til húsa fyrr á öldinni, verið máluð og snyrí. Oft þarf ekki ann- að til en málningu til að þagga nið- ur í nöldrurunum, sem hamra á því sýknt og heilagt að gamli Miðbær- inn sé upp til hópa kofarusl, sem eigi að rífa. xxx Vestur við Steindórsplan stendur Hafnarstræti 4, sem nýlega var hresst upp á þegar Blóm og ávextir fluttu þár inn. Líklega vita fáir með hveijum glæsibrag þetta hús var þegar það var nýbyggt, upp úr aldamótunum síðustu. A þakinu voru sex brattir kvistir, hver um sig með útskornum dreka á mænin- um, sem hafa hæft húsinu ólíkt betur en síðari tíma „endurbætur”, sem eru til lítillar prýði. í áranna rás hefur þetta hús, eins og svo mörg önnur í gamla bænum, verið svipt sínu upprunalega skrauti, sem gefur sumum tilefni til að tala um „kofa” og „kotrassabrag”. Skyldu eigendur Hafnarstrætis 4 hafa þann metnað til að bera að endurgera húsið eftir gömlum teikningum, til að prýða Miðbæinn og stinga upp í niðurrifskarlana? * Iframhaldi af þessum þönkum urú gamla Miðbæinn getur Víkveiji ekki látið hjá líða að minnast á sérkennilegt atvik, sem bar fyrir augu er hann gekk Pósthússtrætið fyrir nokkrum dógum. Eigandi list- gallerís í götunni stóð í dyrum fyrir- tækis síns og kastaði logandi sígar- ettustubb út á gangstéttina! Vík- veiji á varla til orð yfir þennan sóðaskap. Hann hefði haldið að eig- endur fyrirtækja í Miðbænum kapp- kostuðu að snyrtilega væri gengið um þennan bæjarhluta. xxx íkveiji sá í blaði svohljóðandi auglýsingu: „Erfisdrykkjur í þægilegum og rúmgóðum salar- kynnum okkar. Danshúsið.” Er þetta nú viðeigandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.