Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 26
atvinna/mö/síMÁ'^^M”¥1’I\. sagM^MF: 26' ATVl m m*$AUGL YSING.AR Verkfræði - raunvísindi Verkfræðingur eða raungreinamaður óskast tímabundið við tölvutengdar efnamælingar og úrvinnslu gagna. Um er ræða hálfs dags starf en til greina kemur fullt starf. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rögnvaldi Ólafssyni, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 694920. Rafeindavirkjar Óskum eftir að ráða rafeindavirkja til starfa á tæknideild. Um er að ræða fjölbreytt fram- tíðarstarf. Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunnáttu og innsýn í hugbúnaðargerð er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð skilist á skrifstofu Secur- itas, Síðumúla 23. rm SECURITAS HF SECURITAS Fóstrur Keflavíkurbær óskar eftir að ráða leikskóla- stjóra á leikskólann Tjarnarsel frá 2. des. nk. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 92-16700. Félagsmálastjóri. Framkvæmdastjóri Samband íslenskra viðskiptabanka leitar eft- ir starfsmanni í fullt starf framkvæmdastjóra. Starfið felst í því að annast daglega fram- kvæmdastjórn Sambands íslenskra við- skiptabanka. Leitað er að starfsmanni er hefur þekkingu á bankastarfsemi og peningapólitík, skrifleg og töluð enska og Norðurlandamál er æski- legt. Viðkomandi þarf að hafa háskólamennt- un, annaðhvort í viðskipta/hagfræði eða lög- fræði og geta starfað sjáifstætt. Umsóknir sendist til Vals Valssonar, íslands- banka hf., Kringlunni 7, 103 Rvík eða Björg- vins Vilmundarsonar, Landsbanka íslands, Austurstræti 11, 101 Rvík, er gefa nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnað- armál. Samband ísl. viðskiptabanka. Húsvörður Félag eldri borgara í Bústaðahverfi, Réttarholt, Hæðargarði 35 óskar að ráða húsvörð til starfa, fljótlega. Starfið felst m.a. í umsjón húseignar og lóð- ar, minniháttar viðhaldi og ræstingu. Leitað er að reglusömum starfsmanni (helst hjónum) á aldrinum 50 til 60 ára. Starfinu fylgir 2ja herb. íbúð ca. 60 fm. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað þangað fyrir 4. nóv. nk. Guðni TÓNSSON RÁÐ-C JÖF b RÁÐN l N CARhJÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYK[AVÍK, SÍMI62 13 22 Bæjarlögmaður Akureyrarbær óskar eftir að ráða lögmann til starfa um næstu áramót. Bæjarlögmaður ber ábyrgð á rekstri lög- fræðideildar, en helstu verkefni deildarinnar eru lögfræðistörf, tjóna- og tryggingamál og ýmis stjórnsýsluverkefni. Hann skal hafa frumkvæði að nýjungum og gera stefnumark- andi tillögur í lögfræði- og stjórnsýslumálum til yfirstjórnar bæjarins. Bæjarlögmaður stjórnar starfsemi deildar- innar í samræmi við lög, reglugerðir og sam- þykktir, sett markmið bæjarstjórnar og fjár- hagsáætlun á hverjum tíma. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðr- um áhrifastörfum hjá Akureyrarbæ eru karl- menn. í samræmi við landslög og jafnréttis- áætlun bæjarins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynjanna í áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvetur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Akureyrarbær getur boðið upp á sveigjanleg- an vinnutíma, auk þess sem aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri. Húsasmíðameistarar Óska eftir að ráða nákvæman, úrræðagóðan og glöggan húsasmíðameistara til að stjórna stóru byggingasvæði í Reykjavík. Um er að ræða langtíma verkefni. Tilboð óskast lögð inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. okt. nk. merkt: „V.V. - 29.” Gaukur á Stöng Vantar þjónsnema (vaktir). Einnig vantar fólk í sal (aukavinna). Upplýsingar á staðnum 28. og 29. október milli kl. 15.00 og 18.00. Staða leikskólastjóra Laust starf nú þegar! Hringið og spyrjist fyrir! Nú þegar, eða sem allra fyrst, vantar í stöðu leikskólastjóra við Barnabæ. Þið, sem hafið áhuga á stöðunni, hafið sam- band í síma 95-24181 á vinnutíma eða heima á kvöldin í síma 95-24031. Bæjarstjóri. Tannlæknastofa Prentverk Aðstoðarstúlka óskast á tannlæknastofu, hálfan daginn, frá 15. nóvember. Tölvukunn- átta æskileg. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „HE - 1442”. Aukavinna Einkafyrirtæki í fiskvinnslu á Grandagarði, Rvk., vantar duglegt og vant starfsfólk til að starfa í fiskvinnslu milli kl. 19.30-23.30 á kvöldin. Einnig vantar vanan verkstjóra til starfa á ofangréindum vinnutíma. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn skrif- legar upplýsingar um núverandi og fyrrver- andi störf til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. nóvember merktar: „Bónus - 9567". Framleiðslustjóri Óskum að ráða framleiðslustjóra hjá mat- vælafyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið framleiðslustjóra: Dagleg stjórn- un framleiðslu. Framleiðsluáætlanir. Gæða- stjórnun. Vöruþróun. Innkaupaáætlanir. Pantanir og innkaup. Við leitum að manni sem hefur þekkingu á matvælum og næmni fyrir gæðum. Menntun og/eða reynsla í framleiðslustjórnun nauð- synleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Framleiðslustjóri 544” fyrir 2. nóv- ember nk. Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Óskað er eftir áhugasömum starfsmanni með staðgóða þekkingu á prentverki; vönum offset Ijósmyndun, plötutöku og tölvusetn- ingu. Þarf að hafa þekkingu á enskri tungu vegna samskipta við erlenda viðskiptaaðila. Góð laun í boði, góð starfsaðstaða. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Trúnaður- 13761 ” Hugbúnaðarstörf Hátæknifyrirtæki Nýlegt hátæknifyrirtæki óskar að ráða vel menntað starfsfólk (háskólamenntun t.d. í verkfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum) til starfa sem fyrst. Þekking á MICROSOFT WIIMDOWS er mjög æskileg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. GuðniTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARHÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Starfsmaður óskast nú þegar í 75% starf við ræstingu, í húsi aldraðra við Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Upplýsingar um starfið veitir Húnbjörg Einars- dóttir alla virka daga fyrir hádegi í síma 53444. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.