Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 49 IÞROTTIR UNGLINGA / KORFUKNATTLEIKUR Haukar sterkastir í Kaplakrikanum Morgunblaðiö/Frosli Oðinn Rafnsson og Óskar Freyr Pétursson eru bjartsýnir á veturinn og gott gengi hjá liði sínu, Haukum. HAUKAR báru sigur úr bítum á fyrsta fjölliðamóti 10. flokks í vetur sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði fyrir stuttu. Hauk- ar sigruðu alla andstæðinga sína. Helstu keppinautar Hauka á mótinu voru Suðumesjaliðin Grindavík og Njarðvík. Viðureign Hauka við Grinda- vík var æsispenn- andi og þurfti að tvíframlengja leik- inn til að skera úr um úrslit. Haukar voru þó klaufar að gera ekki út um leikinn í lok venjulegs leiktíma. Þeir höfðu knöttinn þegar sjö sekúndur voru eftir en þá var dæmd ásetningsvilla á einn leikmann liðsins fyrir oln- bogaskot. Grindvíkingar fengu tvö vítaskot og það dugði þeim til að jafna leikinn. Haukar gerðu út um leikinn í síðari framlengingunni og lokatölur leiksins voru 60:54. „Eftir þennan árangur getum við ekki verið annað en bjartsýnir á veturinn. í fyrra vorum við í fjórða sæti en þá áttu nokkrir Ieikmenn í veikindum. Við erum sterkari núna og með ný kerfi,” sögðu þeir Óðinn Rafnsson og Óskar Freyr Pétursson úr Haukum eftir mótið en þess má geta að sá síðarnefndi er hávaxn- asti leikmaðurinn í þessum flokki, 194.5 sentímetrar áður en .hann klæðist körfuboltaskónum. „Kaplakrikinn er heimavöllur okkar en við viljum samt helst leika annars staðar. Það er ekki gott fyrirkomulag að leika í tveimur sölum og það veldur því að lið geta þurft að leika nokkra leiki án hvíld- ar. Grindvíkingar þurftu að leika þijá leiki í röð fyrri daginn og síð- ari daginn léku Njarðvíkingar sinn þriðja leik í röð gegn okkur,” sögðu þeir félagar sem voru auk þess ekki ánægðir með það að tveir fé- lagar þeirra skyldu vera látnir dæma síðasta leikinn. Haukum bar að sjá um framkvæmd mótsins, þeir báðu um frestun til KKÍ og var synjað. Taldi ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, að það hefði verið bagalegt og gert félaginu erfitt fyr- ir með framkvæmd. Úrslit þessa móts skipta þó ekki miklu máli í keppni liðanna um ís- landsmeistaratitilinn. Tvö fjölliða- mót eru eftir fyrir úrslitakeppnina og sker síðara mótið til um það hvaða iið dragast saman í úrslita- keppninni en fyrirkomulag keppn- innar svipar til úrvalsdeildarinnar. Sex lið tóku þátt í mótinu, ÍR hafn- aði í neðsta sæti og féll þar með niður í 2. deild. Frosti Eiðsson skrifar Helgi J. Guðfinnsson, UMFG: „Ætlum að vevja titilinn” „VIÐ ætlum okkur að verja titil- inn en það verður örugglega erfiðara en ífyrra. Njarðvíking- ar verða líklega erf iðastir og Haukar og Tindarstóll gætu sett strik í reikninginn,” sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, leik- maður Grindavíkur. Eg bjóst við tapi gegn Njarðvík, því að við vorum þreyttir en við lékum góða vörn og það hélt okkur við efnið,” sagði Helgi eftir Suðurnesjaslaginn sem lyktaði með fnnm stiga sigri Grindavíkur. Helgi var hvorki ánægður með eigin frammistöðu né liðsins í leikn- um. „Við vorum mjög þreyttir eftir leikinn gegn Val og það kom niður á hittni leikmanna sem var slök.” Morgunblaöiö/Frosti Helgi J. Guðfinnsson, UMFG, var bjartsýnn á gott gengi liðsins í vetur. ÚRSLIT Úrslit UMFN-Njarðvík..............92:24 UMFT-Haukar................44:55 UMFG-Valur.................61:36 ÍR-UMFT...................45:109 UMFG-UMFN..................31:26 Valur-Haukar...............35:42 UMFT-UMFG..................62:43 Haukar-ÍR.................104:38 UMFN-Valur 65:55 54:60 ÚMFN-UMFT 69:59 Valur-ÍR 52:37 Haukar-UMFN 61:43 ÍR-UMFG 33:112 UMFT-Valur 35:42 Lokastaðan 5 5 0 322:214 10 UMFG 5 3 3 291:217 6 UMFN 5 3 2 295:230 <L UMFT 5 2 3 309:254 f Valur 5 2 3 220:230 4 ÍR 5 0 5 177:469 0 Miðaverð: 250 kr. Átt þú númer í sjóðnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.