Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 51 KIMATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Franska liðið sýndi sínar bestu hliðar „ÞETTA var frábær leikur, franska liðið sýndi bestu hliðar sínar ef frá eru skildar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar. ís- lenska liðið er mjög ungt og margir efnilegir leikmenn eru í því en franska liðið bar einfald- lega af. Ég vildi helst ekki segja að franska landsliðið í dag sé f rábært - en það er f rábært! íslenska liðið sem við mættum er mun betra en það sem við lékum við í Reykjavík. íslenska liðið er lið sem getur staðið í hvaða þjóð sem er, hvar sem er í heiminu,” sagði Platini. anuel Amoros, fyrirliði Frakklands, sagði: „íslenska liðið er svipað og það hefur verið undanfarin ár og spilar svipaðan leik og Bretar gera. Mið- að við tæknilega getu liðsins ættu leikmenn þess að leggja áherslu á að halda boltanum meira en þeir gera og byggja þannig upp sóknir - í stað þess að gefa langar sending- ar fram.” „Sigurinn í kvöld var sætur og góður - í skemmtilegum leik. Við erum með geysilega sterkt lið og ég held að við eigum eftir að ná mjög langt.” Cantona, sem gerði tvö mörk: Aðspurður um breytingar sem Michel Platini gerði á frönsku framlínunni fyrir leikinn sagði Can- tona að það væri mjög gott að spila með Simba, eins væri gott að spila með Jean Pierre Papin. Það skipti ekki öllu máli hvað leikmennirnir hétu sem skipuðu framlínuna heldur skipti það mestu að liðsheildin væri feykilega sterk. Þá sagði Cantona, sem hefur ekki leikið mikið síðustu átta mán- uði, að það væri frábært að hefja leik að nýju með svo góðri frammi- stöðu með franska landsliðinu og þetta sýndi fram á að það skipti miklu máli að vera þolinmóður og æfa vel. Um íslenska liðið sagði Cantona: „Islenska liðið var ágætt en við gáfum þeim aldrei möguleika til að spila. Helst reyndi á markmanninn og mér fannst hann persónulega feykilega góður, bestur í liðinu enda reyndi mest á hann. Og þá fannst mér áberandi að við erum í miklu betra líkamlegu formi þessa stund- ina,” sagði Cantona. Bemharð Valsson skrifarfrá Frakklandi FRJALSAR Krabbe og Lewis þaubestu Alþjóða frj álsiþróttasamband ið út- nefndi Katarin Krebbe og Cari Lewis fijálsíþróttamenn ársins í gær. Bandaríkjamaðurinn Lewis sctti heims- met i 100 m hlaupi á heimsmeistara- mótinu i Tókýó, þar sem hann fékk einnig gullverðlaun í 100 m og 4x100 m hlaupi. >á fékk hann silfur i lang- stökki. Þýska stúlkan Krahbc vann tvenn gullverðlaun, í 100 og 200 m hlaupi á HM í Tókýó og hronsverðlaun : [. báðum boðhlaupsgreinunum. Það var slæmt að fá á sig markið rétt fyrir leikhlé - sagði Birkir Kristinsson, markvörður, sem átti frábæran leik Skotar til íslands Skotar komu til íslands og leika vináttulandsleik í knattspyrnu í byijun júní á næsta ári á Laugardalsvellinum. Búið var að semja við þá um slíkt ef þeir kæmust áfram í Evrópukeppninni. I gærkvöldi gerðu Rúmenar jafntefli í Búlg- aríu og því komast Skotar áfram og loforð þeirra um að kom^ hingað til lands og leika í júní stendur. Þetta var eins og búast mátti við. Þeir pressuðu stíft á okk- • í byijun og þetta var spurning um að halda hreinu fyrstu tuttugu mínúturnar,” sagði Birkir Kristins- son, markvörður íslenska liðsins, sem lék frábærlega í gærkvöidi, við Morgunblaðið að leikslokum. Birkir sagði mjög slæmt að hafa fengið á sig mark rétt fyrir leikhlé. „Það var rosalega svekkjandi. Fyrst svo langt var liðið vonaðist ég til að við gætum haldið hreinu fram að hálfleik — það hefði verið gam- an.” Um fyrsta markið sagði Birk- ir: „Hann Simba náði að skjóta nið- ur í völlinn og boltinn spýttist það- an upp og í netið. Það er erfiðara að eiga við þannig skot. En það var svo sem ekkert að gera við þessum mörkum. Franska liðið er jafnt og mjög skemmtileg lið. Engin stjarna liðinu en þeir spila rosalega vel saman. Þeir voru í miklu betra formi — sumir okkar hafa varla spilað síðan í september.” Sigurður Grétarsson: „Ég held að úrslitin séu í sjálfu sér ekki slæm. Við þurfum ekki að vera óánægðir með þau miðað við að meirihlutinn af liðinu hefur ekki spilað lengi. Þetta franska lið er eitt það besta í Evrópu. En við feng- um þó okkar færi.” Sigurður sagði það hafa verið geysilega erfitt að spila gegn franska liðinu. „Ef mað- ur fékk boltann á miðjunni þá voru strax komnir tveir í mann. Þeir spila svo þétt á stuttu svæði — liðs- heildin hjá þeim er mjög góð. Liðið er frábært og getur náð langt í Svíþjóð.” Eyjólfur Sverrisson: „Ég var að sjálfsögðu svekktur yfir því að sitja á bekknum. Annars hefði ég ekkert að gera hér. Og eftir að ég kom inn á reyndi ég bara að spila eins og venjulega,” sagði Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur sagði íslenska liðið hafa tapað allt of mörgum tæklingum. „Við vorum of seinir — þurfum að dekka and- stæðingana áður en þeir fá boltann, en við vorum að koma að þeim eft- ir að þeir höfðu fengið boltann. En þeir eru sterkir — geysilega sterk heild og standa vel saman. Það er varla hægt að spila í gegnum þá með þríhyrningaspili.” Um mark sitt sagði Eyjólfur: „Við Baldur pressuðum á varnar- Reuter Kristján Jónsson reynir hér að koma vömum við áður en Frakkinn nær að skjóta á markið. Birkir Kristinsson, bíður átekta fyrir aftan. Hann var besti leikmaður íslands og varði oft glæsilega og kom í veg fyrir að sigur Frakka yrði enn stærri. Sjötti sigur Frakka í ár Arangur íslenska landsliðisins í París í gærkvöldi var ekki slæmur þegar að því er gáð að Frakkar hafa leikið sex leiki í ár og unnið þá alla. Þeir unnu Spánveija, 2:1, í Sevilla á dögunum, Pólveija, 5:1, í Póllandi, Spánveija, 3:1, í París. Tékka, 2:1, í Prag. Albani, 5:0, í París og Islendinga, 3:1, í París í gærkvöldi. mennina og ég fékk boltann allt í einu inn á teig frá Baldri. Ég ætl- aði fyrst að vippa yfir markmann- inn, en hann kom ekki á móti mér eins og ég reiknaði með. Ég setti hann þá bara í hornið,” sagði Eyjólf- Guðni Bergsson: Guðni Bergsson æfði ekkert eftir að hann meiddist á fyrstu æfingu liðsins eftir komuna til Parísar. Skokkaði aðeins í gærmorgun og ákveðið var að hann hæfi leikinn. Eyjólfur á bekknum og Guðmundur inni: „Þetta var í lagi framan af en eftir 10—15 mínútur í seinni hálfleik fór ég að stífna upp,” sagði Guðni, sem var meiddur í nára. „Við áttum erfitt uppdráttar. Þetta var ekki okkar dagur, en seinni hálfleikurinn var skárri ef eitthvað var. En samt — við vorum ekki nógu samstæðir, hvorki í sókn né vörn. Það má segja að þessi árstími henti okkur ekki. En nú er þessi keppni búin og við horfum til þeirrar næstu. Við horf- um frekar á Spánarleikinn, sem ísland vann í Reykjavík til að ylja okkur við í vetur. En betur má ef duga skal.” Og Guðni klikkti út með því að hæla franska liðinu: „Ég held að ég hafi aldrei spilað gegn jafn samstilltu landsliði — þetta er eins og félagslið.” Arnór Guðjohnsen: „Sé ekki eftir því” Wei, ég sé ekki eftir því að hafa látið Eyjólf sitja á bekknum. Ég sagði fyrir leikinn að ég ætlaði að skoða Guðmund Torfason. En Eyjólfur stóð sig mjög vel - og hef- ur gert það síðustu leikjum.” - En telurðu að tilraunin með Guðmund hafí mistekist? „Nei. Ég held að það sé ekki hægt að dæma Guðmund af þessum leik. En það er rétt að þetta gekk betur eftir að ég skipti - lét Arnór fram og Sigga Grétars aftur. Ég hefði kannski átt að hafa þetta svo- jeiðis ífá upphafL En; ég vildi prófa þetta svona.” Ogþjálfarinn bættið við: „ „Þetta var mjög erfitt. Fyrri hálfleikur var mjög efiður fyrir okkur. En við vorum heppnir að hanga á núllinu svo lengi - Birkir var búinn að veija rosalega, en það var blóðugt að fá mark alveg undir lok hálfleiksins. Okkur gekk betur að komast fram á við í seinni hálfleik, en í staðinn fengum við tvö mörk á okkur. Maður telur sig vera að velja fljótustu mennina en hinir eru samt miklu fljótari. Það háir okkur kannski að menn eru í lítilli leikæf- ingu - en við erum þó með Ifimnj menn sem eru í atvinnumennsku og það ætti að hjálpa okkur.” -En ertu ánægður með útkom- una? „Ég er náttúrlega aldrei ánægður með að tapa. Ég vil alltaf vinna - en þegar litið er raunhæft á hlutina mátti búast við að fá mark eða mörk á sig. ég taldi fyrir leik að við þyrftum að vera heppnir til að sleppa við það.” Og þjálfarinn hældi franska liðinu. Taldi það eiga mikla möguleika á að standa sig vel í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. .mui/i-u I „Það er bara staðreynd að þeir eru þrælgóðir, auk þess sem hálft liðið hjá okkur hefur verið nánast stopp í tvo mánuði. Frakkar eru mjög sterkir á heimavelli — þetta er afgerandi besta liðið í riðlinum. Það er alltaf svekkjandi að tapa þegar við erum ekki síðri og fáum á okkur klaufaleg mörk, eins og oft hefur gerst, en nú var þetta ekki svo. Þeir voru bara miSú betri. En við getum betur og þetta er glataður tími fyrir okkur til að spila.” Amór fékk mjög gott færi til að skora í fyrri hálfleik. Komst í gegn- um frönsku vörnina og inn í teig. „Ég ætlaði að leika inn að miðju til að ná varnarmanninum aftur-*- fyrir mig, en missti boltann aðeins i til haigri. Ég vai’ð því að láta vaða.” Martini varði skot hans mjög vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.