Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 Breytingar í byrj un árs - hlutur landsmanna í kostnaði vegiia heilbrig-ðisþj ónustu, hámarksgreiðslu, umönnunarbætur sjúkra barna o.fl. eftirAstuR. Jóhannesdóttur Ýmsar breytingar verða á al- mannatryggingum nú í upphafi árs- ins, og ætla ég að geta þeirra helstu hér almenningi til upplýsingar. Þann 15. janúar nk. gengur í gildi ný reglugerð um hlut lands- manna í kostnaði vegna heilbrigðis- þjónustu. Þar með breytist gjald- skrá fyrir heilsugæslu- og læknis- þjónustu ýmis konar. Hámarksgreiðsla fyrir hvern ein- stakling á almanaksárinu 1992 er sú sama og í fyrra, þ.e. 3.000 krón- ur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega en 12.000 krónur fyrir aðra. Það er nýjung, að svo til allur kostnaður vegna læknis- og heilsugæsluþjón- ustu fellur undir hámarkið og að öll börn undir 16 ára í sömu fjöl- skyldu hafa sameiginlegt hámark, sem er 12.000 krónur. Hvað ber sjúklingi að greiða? Nú skal greiða 600 kr. fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilis- læknis í dagvinnutíma. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar greiða 200 kr. Ekki skal greiða fyrir komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar eða heilsugæslu í skólum. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinn- utíma, þ.e. milli kl. 17.00 og 8.00 og á laugardögum og helgidögum, skal greiða 1.000 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 350 krónur. Þetta á þó ekki við ef læknir ákveður sjálfur að sinna læknis- starfi utan dagvinnutíma. í þeim tilvikum greiðir sjúklingurinn dag- vinnugjaldið. Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöð eða hjá heimilis- lækni greiðist 1.500 kr. fyrir hvetja komu, en lífeyrisþegar greiða 500 krónur. Greiðsla fyrir sérfræðihjálp og komu á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss er 1.500 kr. fyrir hveija komu, en 500 kr. fyrir lífeyrisþega. Greiðsla fyrir rannsóknir og röntgengreiningu er 600 kr. fyrir Gleðilegt ár og þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á nýliðnu ári Það leika jafnan ferskir vindar um fjöruna í Hafnarfirði. Við heQum nýtt ár á þjóðlegum nótum í FJÖRUGARÐINUM með frábærum hljóðfæraleikurum og syngjandi þjónustufólki. Bjóðum sérstök kjör fyrir hópa í janúar - þríréttuð máltíð fyrir litlar 1500 krónur. Garðurínn er nú glæsilegri en nokkru sinni og framundan eru veglegar þorraveislur á sanngjömu verði í umhverfi sem er engu líkt. Er ekki tímabært að breyta til og halda þorrablót eða árshátíð á nýstárlegum nótum? Við getum ömgglega komið þér á óvart. FJÖRUKRÁIN er löngu búin að tryggja sér sess meðal viðurkenndra veitingastaða fyrir fráöæran mat og fagmannlega þjónustu. Um helgar leikur Jón Mdller á píanó og Ingveldur G. Ólafsdóttir syngur fyrir matargesti. Ljúl og notaleg stemning með rómantísku ívati. Þúveist að hverju pú gengur á Fjörukránni... ? 1 • • FJORIKRAHV Strandgötu 55 • Sími 651213 hvetja komu eða rannsókn, en 200 kr. fyrir lífeyrisþega. Greiðslur fyrir læknisviljun Korni læknir og vitji sjúklings skal greiða fyrir vitjun 1.000 kr. í dagvinnutíma og 1.500 kr. utan dagvinnutíma. Lífeyrisþegat- greiða 350 kr. í dagvinnu og 500 kr. utan dagvinnutíma. Sama gildir hér eins og um komu til læknis, hafi læknir valið sjálfur að sinna vitjuninni utan dagvinnutíma, greiðir sjúklingurinn dagvinnugjaldið. Þegar hámarksgreiðslu er náð og menn komnir með fríkort, er læknisvitjun eina þjónusta sem greiða þar fyrir, en gjaldið er lægra. Fyrir vitjun greiðist þá á venjuleg- um vinnutíma greiðast 400 kr. og 900 kr. utan venjulegs læknis en lífeyrisþegar greiða fyrir þessa þjónustu 150 kr. og 300 kr. utan vinnutíma, gegn framvísun frí- kortsins. Hvað er innifalið í gjaldi? Innifalinn í upphæðinni, sem greidd er hjá lækni, er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Því er lækn- um óheimilt að krefja sjúkling um sérstaka greiðslu vegna þessa kostnaðar. Ritun lyfseðils er einnig innifalin í greiðslunni. Þó þarf stundum að greiða meira en einfalt gjald. Fari sjúklingur t.d. í aðgerð og svæfingu, greiðir hann aðgerðarlækni 1.500 kr. og svæf- ingalækni 1.500 kr. (lífeyrisþegar greiða hvorum fyrir sig 500 kr.). Hjá lækni eða á slysavarðstofu greiðir sjúklingur auk komugjalds fyrir röntgengreiningu og rannsókn ef um það er að ræða, þó aldrei meira en 600 kr. fyrir hvort (lífeyr- isþegar 200 kr. fyrir hvort). Þótt hluti rannsóknarsýnis sé sent annað til rannsóknar þarf ekki að greiða viðbótargjald vegna þess. Fríkort eftir hámarksgreiðslu Hver einstaklingur 16-67 ára skal ekki greiða meira en 12.000 krónur fyrir læknisþjónustu á ári og er miðað við almanaksárið. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 3.000 kr. á árinu. Þetta eru greiðslur fyrir heimsókn til heimilislæknis eða á heilsugæslu- stöð, vitjanir lækna, sérfræðilækn- ishjálpar, komu á slysadeild, göngu- Ásta R. Jóhannesdóttir „Mikilvægt er að allir kynni sér vel hvaða rétt þeir eiga samkvæmt landslögum og fylgist með breytingum sem verða á þeim. An þess er erfitt að nýta sér rétt sinn að fullu.“ deild, bráðamóttöku, rannsóknir og röntgengreiningu. Greiðslur fyrir meðferð á glasafrjóvgunardeild Landspítalans hafa ekki áhrif á hámarksgreiðslur. Öll börn undir 16 ára í sömu fjöl- skyldu, þ.e. með sama fjölskyldu- númer, teljast sem einn einstakling- ur gagnvart hámarkinu, svo ekki þarf að greiða meira en 12.000 krónur á ári fyrir þau samtals og fá þau fríkort eftir það með nöfnum þeirra allra á. Hvernig fást fríkort? Halda verður öllum kvittunum vegna lækniskostnaðar til haga. Þegar hámarksupphæð er náð, er kvittunum framvísað hjá Trygging- astofnun eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort sem undanþiggur handhafa frekari kostnaði vegna læknisþjónustu út almanaksárið. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitj- LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 UTSALA Útsalan er hafin 20-60% afsláttur Tískuverslunin BttZHIt Grænatúni 1, Kópavogi, sími 43799. un, en gjaldið er lægra við framvís- un fríkortsins, eins og að framan greinir. Kvittanir skulu auk nafns útgef- anda tilgreina tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kenn- itölu sjúklings. Glasafrjóvgun á Landspítala Fyrir fyrstu meðferð á glasa- ftjóvgunardeild Landspítalans þarf að greiða 105 þúsund krónur. Inni í greiðslunni er kostnaður vegna nauðsynlegra rannsókna, lyfja og heimsókna til sérfræðinga á glasa- ftjóvgunardeildinni. Fyrir aðra og þriðju meðferð greiðast 60 þúsund krónur fyrir hvora meðferð. Fari fólk í fleiri meðferðir en þtjár, skal greiða fullt verð, 200 þúsund krón- ur fyrir hvetja meðferð. Fyrir aðrar rannsóknir á glasaftjóvgunardeild sem ekki tengjast glasaftjóvguna'r- meðferð skal greiða eins og um göngudeildarheimsókn og rann- sóknir væri að ræða. Sjúkraflutningar Sjúkratryggingarnar greiða flutningskostnað sjúklings í sjúkra- hús innanlands og úr sjúkrahúsi til heimilis eða dvalarstaðar að 7s hlut- um, ef hann getur ekki nýtt venju- legan farmiða eða sérstakur sjúkra- flutningur er nauðsynlegur. Sjúkl- ingurinn þarf þó aldrei að greiða meira en 2.400 krónur. Athugið að sjúkraflutninga innanbæjar þarf sjúklingur að greiða sjálfur að fullu. Lyfjakostnaður Breyting varð á hlut sjúklings í kostnaði nokkurra lyfja nú um ára- mótin, þegar breyting var gerð á reglugerð um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði frá 1. júlí í sumar. Þetta eru m.a. lyf sem fengust endurgjaldslaust gegn framvísun lyfjaskírteinis en aðrir greiddu að fullu. Nú greiða skírtein- ishafar fastagjald fyrir þessi lyf. Þetta eru ýmis lyf skv. 4. gr. reglu- gerðarinnar merkt 0 í lyfjaskrá, t.d. sýklalyf og hægðalyf. Nokkrar frekari breytingar voru gerðar á reglugerðinni, upplýsingar um þær fást í apótekum. Frá áramótum greiðist eitt gjald fyrir hvern 100 daga skammt í stað 60 daga áður. Bifreiðastyrkir hækka Tryggingastofnun veitir árlega hreyfihömluðum lífeyrisþegum styrki til bifreiðakaupa. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. nóvember ár hvert, en úthlutun fer fram í mars. Upphæðir styrkjanna voru 200 þúsund sá lægri, en 600 þús- und sá hærri. Nú hækka styrkirnir, sá lægri verður 220 þúsund og sá hærri 650 þúsund. Umönnunarbætur fyrir sjúk börn Um áramótin gengu í gildi lög um greiðslu styrks eða umönnunar- bóta til framfærenda fatlaðra og sjúkra barna, sem dvelja í heima- húsi, allt að 47.111 krónum á mán- uði, ef andleg eða líkamleg hömiun barns hefur í för með sér tilfinn- ingaleg útgjöld eða þörf fyrir sér- staka umönnun eða gæslu. Dagleg þjónusta við barn utan heimilis skerðir umönnunarbætur. Þessi lög eru ekki komin til fram- kvæmda en þess verður vart langt að bíða að svo verði. Það er nýjung að sjúk börn öðlast hér sama rétt og fötluð böm. Hluti af lögum um málefni fatlaðra (þ.e. 10. greinin) færist yfir í almannatryggingarnar við þessa lagabreytingu. Fylgist með rétti ykkar Þetta eru helstu breytingar á al- mannatryggingunum nú í bytjun ársins 1992, þó eru nokkrar frekari breytingar á döfinni. Má þar nefna tekjutengingu elli- og örorkulífeyris almannatrygginga, sem verður kynnt síðar. Mikilvægt er að allir kynni sér vel hvaða rétt þeir eiga samkvæmt landslögum og fylgist með breytingum sem verða á þeim. Án þess er erfitt að nýta sér rétt sinn að fullu. Höfundur er deildarstjóri félagsmáln- og upplýsingadcildar Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.