Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 39 LEIKUR Trump og Maples. Þykja leiðin- leg... KJOR Leiðinleg- ustu pörin valin Hafði Flórídaferð upp úr krafsinu Fyrir skömmu datt Elísabet Ól- afsdóttir úr Mosfellssveit í lukkupottinn er dregið var í „Flóríd- aleik“ Maarud-snakks frá Vífilfelli. Aðalvinningurinn var ævintýraferð fyrir tvo til Flórída og kom nafn Elísabetar upp. Hún mun því fljúga á vegum Flugleiða til Flórída, gista á Enclave-íbúðahótelinu og m.a. heimsækja Disney-þrennuna Magie Kingdom, Epcot Center og Disney MGM studios, vatnadýragarðinn Sea World og vatnaskemmtigarðinn Wet’n Wild. Mikil þátttaka var í leiknum og hlutu auk Elísabetar 30 manns aðrir vinning sem voru körfur með Maarudvörum. T’ölvuþjónustan Prodigy gerði skoðanakönnun meðal áskrifenda sinna í lok síðasta árs. Spurt var hver væru leiðinlegustu pör í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. hvaða pör vildi fólk helst losna við úr sviðsljósinu. Náði kö'nnunin til yfir 50.000 manns og svöruðu 35,5 prósent þeirra þannig að Arnoldhjónin, Roseanne Barr og Tom Arnold, væru leiðinlegustu hjónin. Þau hafa alltaf verið um- deild, sérstaklega Roseanne, en hápunktar síðasta árs hjá henni voru er hún annars vegar söng bandaríska þjóðsönginn ramm- falskt á hornaboltaleik fyrir fram- an milljónir áhorfenda, en leikur- inn var sýndur beint um alla Norð- ur Ameríku, og hins vegar er hún lýsti yfir að faðir sinn hefði mis- notað sig kynferðislega í æsku. Það gat svo sem vel verið hugðu menn þótt foreldrarnir svörðu allt slíkt af sér, en þegar Roseanne sagðist muna sérstaklega vel eftir atviki er gerðist er hún var sex mánaða gömul, þá þótti dragá verulega úr trúverðugleika henn- ar. Fleiri komust á blað og á hæla Arnoldhjónanna komu auðvitað Donald Trump og Marla Maples. Það síðasta sem fréttist af þeim er, að þau sömdu um frið og „eina tilraun enn“ eftir opibert rifrildi í anddyri „Four Seasons hótelsins" í New York. Fjöldi manns stóð þar agndofa og horfði á ungfrú Map- les rífa af sér háhæla síha og kvartmilljón dollara demantshring og þeyta þeim í Trump í sömu mund og hún öskraði, „ég giftist þér aldrei karl minn, sama hvað þú þykist eiga af peningum!“. Síð- an hljóp hún berfætt út úr bygg- ingunni, en Trump skreið um gólf- ið og rakaði saman hringnum og skónum og hljóp við fót á eftir henni. Fregnir herma að Trump hafi nýlega reynt að koma þeim kvitt á kreik að bæði Madonna og Kim Basinger gangi á eftir sér með grasið í skónum. Madonna gangi hreint til verks, hringi og beri erindið fram umbúðalaust, en Basinger láti ævinlega eins og hún vilji leita ráða hjá Trump með fjár- festingar, en auðvitað sé það yf- irklór eitt. Auðvitað girnist hún hann sjálfan! Þennan leik hefur Trump oft leikið áður og sambýlis- konan, fyrrgreind Maples hefur látið hafa eftir sér að Trump hafi sjúklega löngun til að vera talinn mikið kvennagull. Og fleiri komust á blað, þannig eru margir búnir að fá nóg af þeim Juliu Roberts og Jason Patric, Demi Moore og Bruce Will- is, Alec Baldwin og Kim Basinger og siðast en ekki síst Karli og Dínönu krúnuerfmgjum Breta- veldis. Barbie og Miss America í hringnum. En hvor er hvor? oSlÐARBAL Dúkkustríð sem ekki sér fyrir endann á Kristín Guðmundsdóttir fulltrúi Flugleiða, Jón Diðrik Jónsson full- trúi Vífilfells, vinningshafinn Elísabet Ólafsdóttir og dóttir hennar Eva Hrönn Jónsdóttir. Dúkkustríð er hafið vestur í Bandaríkjunum og viðbúið að landamæri verði ekki virt ef leikurinn æsist. Framleiðendur hinnar þekktu Barbie hafa kvartað við viðeigandi yfirvöld í Bandaríkjunum yfir dúkk- um sem flæða nú á markaðinn og nefnast „Miss America". Fyrirtækið Mattel hefur framleitt Barbie í 32 ár og hefur daman sú þróast mjög í takt við tíðarandann. Er Barbie í dag sannkölluð glæsipía. Framleið- andi Miss America heitir „Kenner Products“ og hefur fyrirtækið einka- leyfi á nafninu með samningi við Miss America- fegurðarsamkeppn- ina. Enginn deilir um að-stærð dúkk- anna er nákvæmlega hin sama. Þær eru jafn háar, hafa sama bijóst- og mittismál og sama fanghaf. Ungfrú Ameríka er örfáum grömmum þyngri. Framleiðendur Barbie halda fram að höfuðið og andlitið á Ungfrú Ameríku sé svo líkt og á Barbie að við verði ekki unað. Jim Kipling, lög- fræðingur Kenner segir þetta af og frá, dúkkur Kenners séu eins ólíkar bæði hver annarri hvað þá Barbie og fólk er sjálft ólíkt. Kenner framleiddi fimm útgáfur af Miss America, Raquei og Justine sem eru með annað höfuðlag heldur en Barbie og Devon, Tonyu og Blair sem eru með sama höfuðlag. Þijár þær síðast nefndu eru í lögbanni hjá tollyfírvöldum. Búið er að dæma Mattel í hag, en á næstunni mun áfrýjunardómstóll taka málið aftur fyrir. Raquel og Justine flæða hins vegar um markaðinn og seljast grimmt. Kipling ber Mattel illa sög- una og segir það hafa vakað fyrir fyrirtækinu að láta sverfa til stáls er það ylli Kenner sem mestum skaða. „Það er verið að refsa okkur fyrir að efna til heiðarlegrar sam- keppni. Við eigum í erfiðleikum, því við eigum útistandandi pantanir sem við getum ekki sinnt vegna lögbanns- ins. Barbie heldur því velli enn sem komið er að minnsta kosti. Höggvið hefur verið að veldi hennar, en við- komandi ekki haft erindi sem erfiði. Síðasta ár sló öll met hjá Mattel, Barbie, Ken og ættin sú seldist fyrir samtals 740 milljónir dollara. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls... MEIRIHATTAR I UTSALA HEFST Mikið úrval af glæsilegum fatnaði 40%-60% afsláttur 20% af sláttur af vörum, sem eru ekki á útsölunni!!! KARNABÆR LAUGAVEGI 66, SÍMI22950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.