Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 «§MÍOT „FarBu 09 finndu cJnMuern staÁ farxm þá getur sett úsambAHjd." ... að víkka buxnastreng- inn, þegar hann fitnar. TMReg. U.S. PatOH,—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate * Ast er... Hann byrjaði á því að Iáta mig sækja inniskóna ... Sj ónvarpsmenning Klukkan fimmtán mínútur geng- in í fjögur á nýársdag átti ég leið niður í stofu. Ég settist í sófann, geispaði og opnaði Morgunblaðið frá því deginum áður til að kanna hvað sjónvarpið byði nú uppá þenn- an fyrsta dag ársins 1992. Þegar ég loks fann dagskrá miðvikudags- ins kom í ljós að Svanavatnið átti að byija eftir örfáar mínútur. Ég ákvað í skyndi að vera svolítið menningarlegur og kveikti því á sjónvarpinu og beið rólegur. Þulan brosti fallega til mín og þegar ég endurgalt bros hennar brosti hún enn breiðar og tilkynnti mér að nú hæfist Svanavatnið. Fyrsti þáttur ballettsins hófst Reikningar eru höfuðverkur nú- tímamannsins og sækja að fólki úr öllum áttum. Sá maður er sæll sem nær að greiða alla sína reikninga á gjalddaga en hyldýpi örvæntingar- innar blasir við þeim sem safnar að sér ógreiddum reikningum. Þetta eru tilvistarvandi nútímamannsins í hnotskurn. Það er þó síður en svo að við séum að vinna okkur út úr þessum lífsháttum heldur hafa hugsuðir nútímans lagt sig fram um að finna nýja farvegi til að skapa nýja reikninga og reiknings- form. Greiðslukortin og reikning- arnir sem þeim fylgja valda rriörg- um andvökunóttum hjá þeim sem freistast til að eyða um efni fram. með skjá sem á stóð að þetta væri fyrsti þátturinn og einnig hvar sá þáttur ætti sér stað (texti skjásins var reyndar ekki þýddur, sennilega til að auka ímyndunarafl áhorfand- ans). Manneskjur hoppuði til og frá um sjónvarpsskjáinn, að því er mér virtist án nokkurrar reglu og fljót- lega varð mér ljóst að nokkrar þeirra voru aðalpersónur balletts- ins. Þegar á' leið fóru hoppin að verða mun listrænni í mínum augum (sér- staklega þegar myndavélin var ekki að taka nærmyndir af vinstra eyra dansaranna eða kanna tann- skemmdir þeirra) og ég fór að veita Það virðist ótrúlega auðvelt að kom- ast yfir alls konar tæki og tól með afborgunum og þessi tæki, svo sem bílar, myndbönd og geislaspilarar, eru að sjálfsögðu grundvöllur lífs- hamingju okkar í hvívettna. Verst er ef reikningaflóðið eyðileggur alla ánægjuna af neyslunni og ham- ingjudraumarnir breytast í martr- aðir með lögfræðingum og inn- heimtumönnum. Aramót eru tími heita og loforða. Vonandi hafa sem flestir stigið á stokk og strengt þess heit að greiða reikningana frá síðasta ári áður en lagt verður í frekari fjárfestingar. Simbi hinum fíngerðu hreyfingum dansaranna meiri athygli, stoltur yfir því hversu menningarlegur ég var orðinn. En þrátt fyrir það að ég væri nú farinn að njóta bæði líkamlegrar tjáningar dansaranna og hinnar mögnuðu tónlistar Tsjækovskís, tók óróleiki, sem síðar breyttist í skelfíngu, að gera vart við sig undir niðri þegar ég fór hægt og hægt að átta mig á því að ég hafði ekki hugmynd um hver söguþráður sjálfs verksins var. Greinilegt var að ást hafði kviknað í hjarta hvítklædds dansara vegna sífelldra bendinga hans á hjarta sitt, en hvar voru svanirnir sem nafnið Svanavatnið benti til, hver var vængjaði svarti maðurinn sem hljóp um og blakaði höndunum og svo mætti lengi telja. Það má vel vera að ég sé eini íslendingurinn sem ekki veit um hvað Svanavatn- ið er. Kannski var ég veikur þann skóladag þegar kennarinn sagði nemendum sínum allt um Svana- vatnið eftir Tsjækovskí. Ég veit það að minnsta kosti að þrátt fyrir að ég hafi horft á allan ballettinn komgt ég ekki að söguþræðinum, þanriig að enn í dag eigra ég um, harmþrunginn og ringlaður vegna menningaráfallsins sem ég fékk þennan örlagaríka nýársdag. Sjónvarpið hefur auðvitað haldið að allir vissu söguþráðinn og af þeirri ástæðu ekki einu sinni látið sér detta í hug að til væri slíkur frummaður hér á landi sem ég hlýt að vera. Villimaður sem ekki veit slíkt grundallaratriði siðmenn- ingarinnar. Mig langar því að biðja ríkissjón- varpið að hafa mig I huga næst þegar slíkt augna- og eyrnayndi sem Svanavatnið var verður sýnt, og láta mig vita fyrirfram hver söguþráðurinn er. Mér myndi nægja að þulan segði í stuttu máli söguþráðinn eða að texti sem sam- svaraði efnisskrá myndi líða list- rænt yfir skjáinn áður en verkið hæfist. I stuttu máli bið ég ríkissjón- varpið að láta áhorfendur sína vita um hvað, þættir sem það sýnir íjalla, ef það kemur ekki skýrt fram, til þess að fólk eins og ég geti einnig notið menningarlégs efnis, án þess að eiga það á hættu að sjálfsvirðing okkar verði fyrir slíku áfalli, sem mín varð fyrir á nýársdag. Friðrik Guðnason Reikningsskíl HOGNI HREKKVISI * þEIR ERU AV REKA KÖTTINN ÓT, OO þjAE? SENGUK EKKI VEU." Víkverji skrifar að er einkennilegt að heyra gamalreynda fréttamenn rík- isútvarpsins tyggja það hvað eftir annað að „snjóstormur“ hafi gert usla í Svíþjóð á dögunum, þegar íslenskan ræður yfir orðum eins og bylur og hríð. Reyndar fannst kunn- ingja Víkverja hámarkinu náð þeg- ar talað var um „snjóganginn" eins og hraut af vörum eins þeirra þeg- ar greinilega var átt við mikla snjó- komu. í orðabók Menningarsjóðs er það orð þó skýrt án athuga- semda með orðunum éljagangur, snjókoma. í þeirri bók fann Víkveiji ýmis orð tengd snjó, sem hann þekkti ekki. Orðið snjóakálfur er til dæmis notað yfir fyrstu haustsnjóa í fjöll- um, snjóbörlingur er notað um snjó- hraglanda, snjóhrökklingur um stijála og litla snjókoma, snjókæfa um mikla snjókomu eða djúpan snjó, snjóstroka er snjógusa eða skafrenningur, orðið snjókrassi er nolað um slyddu með nokkrum vindi og orðið snjóæsingur er notað um mikinn byl eða harða hríð, sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs. í lok þessa orðapistils er rétt að vera svolítið þjóðlegur og óska þess á miðjum mörsugi að á þeim þorra sem senn fer í hönd verði hvorki snjókæfa né snjóæsingur, í mesta lagi snjóslitringur eða -hrökklingur. XXX Endrum og sinnum gerist það á okkar ágæta landi að ein- hveijir tveir menn verða sammála. Þá er oftar en ekki sagt frá því, að viðkomandi hafi báðir verið sam- mála. Víkveiji bíður spenntur eftir því að sagt verði frá því að annar aðilinn hafi orðið sammála, en hinn ekki. xxx Bi'áðgóð litmynd af Garðskaga- vita var á miðopnu Morgun- blaðsins síðasta sunnudag og tók ungur Garðbúi, Hilmar Bragi Bárð- arson, myndina. Það var þó ekki aðeins vitinn, sem vakti athygli skrifara, heldur einnig og ekki síður gamla snúningsvélin, sem stóð þarna eins og illa gerður hlutur á berangri í snjónum. Vart getur það talist góð meðferð á tækjunum að geyma þau á þennan hátt og það er ekki aðeins á túnbleðlinum á Garðskaga, sem tæki eru geymd úti allan ársins hring. Sjón sem þessa má sjá um allt land og tækin sem þannig liggja í hirðuleysi eru flest miklu dýrari en gamla heyvinnuvélin á myndinni. Þetta ber vott um hirðuleysi eigenda og virðingarleysi gagnvart fjármun- um, staðfestir reyndar offjárfest- ingu og óráðssíu í landbúnaði til skamms tíma. Ef bent er á mikla fjárfestingu samfara byggingum yfir tækin má spyija hvort eitthvað i-ými hafi ekki losnað í útihúsum í niðurskurði síðustu ára. Síðast en ekki síst skal minnst á hvert lýti svona gripir eru á fallegu landi og gerir jafnvel snyrtilegustu bænda- býli óhijáleg heim að sækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.