Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Kveðjuorð: * Sæunn Arnadóttir Fædd 25. ágúst 1906 Dáin 28. desember 1991 Mig langar til að kveðja kæra vinkonu með nokkrum orðum. Hún lést á Borgarspítalanum rétt fyrir i áramótin, þreytt eftir langa veg- ferð. Sæunn var fædd á Neðri-Fitjum í Þorkelshólshreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu, og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, Sigríði Guðmunds- dóttur og Árna V. Gíslasyni ásamt 7 systkinum og einum fósturbróður og má nærri geta, að ekki hefur alltaf verið auðvelt að framfleyta svo stórri ijölskyldu. Sæunn dvaldist í foreldrahúsum fram yfir tvítugt en hleypti þá heim- draganum og fór til Reykjavíkur og nam þar karlmannafatasaum og vann síðan við iðn sína nokkur næstu árin. Á sumrin breytti hún oft um starf, vann í fiskvinnu eða fór í kaupavinnu. Nokkru eftir 1930 veiktist Sæ- unn af berklum. Hún fór á Vífils- staðahælið og útskrifaðist þaðan eftir hálft ár og tók þá upp sína fyrri iðju við karlmannafatasaum- inn. Nokkrum árum seinna tóku berklamir sig upp aftur og nú varð • hún að dvelja á Vífilsstaðahæli í eitt ár. Hún kemst til þó nokkurrar heilsu og nú breytti hún til, flyst aftur norður á æskustöðvar og ger- ist bústýra hjá Gunnari bónda Jóns- syn á Syðri-Reykjum í Miðfirði, sem bjó þar ásamt foreldrum sínum. Voru þau þá orðin mjög fullorðin og heiísutæp. Eftir nokkur ár taka berklamir sig upp enn einu sinni og nú liggur leiðin fyrst til Vífils- staða og síðan norður á Kristnes- hælið, þar sem gerð var á Sæunni stór aðgerð sem skerti starfsþrek hennar alla ævi. Þar sem eftir var ævinnar var starfsvettvangur Sæunnar á Syðri- Reykjum og þar kynntist ég henni. Fyrstu árin sín þar hugsaði hún um afa minn þar til hann lést. Hann var þá orðin háaldraður og blindur og þurfti mikillar umönnunar við og það gerði Sæunn með slíkum sóma að betur varð ekki gert. Oft dvaldist ég langdvölum hjá þeim Sæunni og Gunnari í gamla torfbænum á Syðri-Reykjum. Þar sem líkast var því að tíminn hefði numið staðar og allar þær miklu breytingar sem urðu allt í kring kæmi þessum gamla bæ og íbúum hans ekki við. Gamla bandreislan með ártalinu 1743 hékk á sínum stað innan við baðstofudyrnar; klukkan á veggnum mældi tímann sem þó í sjálfu sér skipti svo litlu máli. Barometið hékk á sínum stað þar þar sem það hafði hangið í ára- tugi. Kvölds og morgna var bankað á það því það þótti þrátt fyrir veður- fregnirnar í útvarpinu öllu örugg- ara. En að búa í gamla torfbænum var ekki svo auðvelt, hann var kald- ur á vetrum, í haustrigningunum lak hann og það voru engin þau þægindi, sem sjálfsögð þykja, í lagi. En Sæunn sá um að bærinn væri hreinn. Hún sá um að þrífa moldar- gólfin í frambænum með ösku, þeg- ar lak vatn á þau, elda matinn á gömlu kolavélinni, þvo þvott og skola hann í bæjarlæknum eins og alltaf hafði verið gert. Reyndar var komið rafmagn seinni ár hennar á Syðri-Reykjum og með því komu ýmiskonar nútíma þægindi. Stuttu eftir 1970 yfirgáfu svo Sæunn og Gunnar gamla bæinn sem orðinn var forgengilegur og vart íbúðarhæfur. Þau fluttu í nýtt hús á Laugarbakka og bjuggu þar meðan heilsan entist. Síðustu árin bjó Sæunn ein í húsinu þar til hún t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KOLFINNU JÓHANNESDÓTTUR, Egilsgötu 8, Borgarnesi. Málfriður Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Inga Ingvarsdóttir, Jóhannes Magnús Þórðarson, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, ísabella Þórðardóttir, Sigmar Ákason, Ottó Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FILIPPUS TÓMASSON húsasmíðameistari, Rauðagerði 18, verður jarðsunginn föstudaginn 10. janúar kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Arnbjörg Lilja Jónsdóttir, Andrea Jóna Schreiber, Donald Schreiber, Vigdis Dagmar Filippusdóttir, Karl Þórbergsson, Halldóra Filippusdóttir, Árni Johnsen, Tómas Filippusson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðrún Filippusdóttir, Jóhann Pétur Jónsson, Arnar Filippus Sigþórsson, Sædís Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakklaeti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BRAGA HÚNFJÖRÐ ZOPHANÍASSONAR skipasmiðameistara, Skúlagötu 11, Stykkishólmi. Helga Kristín Kristvaldadóttir, Tómas M. Bragason, Magðalena K. Bragadóttir, Anna R. Bragadóttir, Margrét S. Bragadóttir, Valdimar Ólafsson, Hólmfríður J. Bragadóttir, Geir S. Sigurjónsson, Bogi Th. Bragason, Sigriður L. Bragadóttir og barnabörn. fluttist á sjúkrahúsið á Hvamms- tanga og dvaldist þar á annað ár farin að heilsu. Enn gustaði af Sæunni þrátt fyrir að líkamlegt þrek væri búið. Hún sagði sína meiningu tæpitungulaust eins og hún hafði alltaf gert. Kynni okkar Sæunnar eru orðin löng. Eg og fjölskyldan mín þökkum fyrir þau kynni um leið og við send- um ættingjum hennar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Samúel Steinbjörnsson. Hóglega, hæglega á hafsæng þýða, sólin sæla! Síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir fór þín farin yfir ftjógva jörð. Blessuð, margblessuð, ó blíða sól! blessaður margfalt þinn bestur skapari! Fyrir gott allt, sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags. (J. Hallgrímsson) Þetta ljóð Jónasar kom mér í hug þegar ég frétti lát Sæunnar Árna- dóttur frá Neðri-Fitjum í Víðidal, sumarfóstru minnar, en við deildum saman baðstofu, tæru lofti, sól og regni að Syðri-Reykjum í Miðfirði um nokkur sumur. Þar tókst með okkur vinátta sem hélst þar til yfir lauk og undirrituð varð ríkari af en ella. Margar af mínum björtustu bernskuminning- um eru tengdar Sæunni, — björt og angandi sumarkvöld, sólmettaðir dagar, söngur í mó, silfurhvítir læk- ir, syngjandi álftir fljúgandi inn til heiða. Sæunn hafði nefnilega óvenju fíngerða og tæra sál, sam- setta úr sama efni og ofantalið, það hefst illa við í návist ljótleika eða hégóma, er ekki allra, en hreinn hugur barnsins skynjaði mæta vel. Við deildum saman sólskinsdög- um og rigningardögum sem eru vandfundnir í bernskuminninu, en finnast samt af því að þá var líka gaman, við spiluðum rommý og lönguvitleysu, hlógum hvor að ann- arri, við vorum yfirleitt sammála um hvaða strákar voru sætir og verðugir fyrir ungu kaupakonuna. Þegar slíkt bar á góma hlógum við oft dátt og mikið og hnipptum hvor í aðra, rómantíkin greip okkur jafn sterkt á síðkvöldum þegar Ellý Vil- hjálms söng í útvarpinu „Ég vil fara upp í sveit", og ég lærði af henni að dást að söng Guðrúnar Á. Símonar og Stefáns íslandi. Við vorum jafn spenntar og uppveðrað- ar, ráðskonan og 7-9 ára kaupakon- an, þegar við fórum í okkar fínasta púss niður á Laugabakka að hlusta á Smárakvartettinn. Fjósið var okk- ar sameiginlega verksvið, aðrir komu þar lítið nærri, nema þá rétt til að moka flórinn og við umgeng- umst kýmar með djúpri virðingu fyrir kveneðlinu. Kýr sem komin var að burði naut að sjálfsögðu sérstakrar umhyggju og þegar hún bar, önnuðumst við hana eins og hveija aðra sængurkonu. Sorg okk- ar var sameiginleg þegar Skjalda, þessi glaðlynda, broshýra kýr, dó án nokkurs fyrirboða og Hryggja, Ástíi Stefanía Stefáns- dóttír — Kveðjuorð Fædd 11. febrúar 1917 Dáin 3. janúar 1992 I dag kveð ég elskulega ömmu mína. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp í hennar návist. Margar yndislegar stundir höfum við amma átt saman. Hún kenndi mér og sagði svo margt, sem ég mun aldrei gleyma. Guð geymi elsku ömmu mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ásta Björk Kveðja til móður Farvel heim, heim í drottins dýrðar geim! Náð og miskunn muntu finna meðal dýrstu vina þinna; friðarkveðju færðu þeim. Farvel heim. (Matth. Joch.) Dagný Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er oðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, systir og mágkona, ANNA BERGLIND JÓHANNESDÓTTIR BOUVIER, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 10.30. Jéröme Bouvier, Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Elin Jóhannesdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, GRÍMUR MAGNÚSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á minninga- sjóð Geðhjálpar, sími 25990. Hrönn Jónsdóttir, Jóna Pála Grímsdóttir, Magnús Sveinn Grímsson. aðkeypt í hennar stað, var dijúgan tíma að vinna hjörtu okkar á eftir. Mér fannst ég hálfpartinn skilja Sæu útundan þegar ég gerði Reyði að trúnaðarvinkonu minni, úti við, sem var óhjákvæmilegt því ég hafði þekkt hana alveg frá því hún var kálfur. Allsheijarhreingerningin, sem gerð var á miðju sumri, er mér ofarlega í minni, þá var handagang- ur í öskjunni, allt lauslegt var borið út í sólskinið, viðrað, hrist og þveg- ið, baðstofan hreingerð hátt og lágt. Að sofna um kvöldið, örþreytt eftir daginn í tandurhreinu ními og viðr- uðum sængum, útilykt í bland við ilminn af hvítþvegnum þornandi viðnum, er reynsla sem aldrei hefur vitjað mín jafn sællega aftur. Hrein- læti og reglusemi í allri umgengni var haft í hávegum á Syðri-Reykj- um. Ég er hætt að búst við og vona að einhverntíma fái ég jafngóðar kleinur, hafrabrauð eða parta og Sæa gerði, og það veit ég að allir sem nutu gestrisni hennar og hlýju munu mér sammála um að þar fór vönduð kona og góð, með mikið næmi á mannlegt eðli, sem hún duldi stundum undir fálátu yfir- bragði, og hélt tryggð við þá sem hún tók. Gunnar A. Jónasson var mikill gæfumaður að fá að njóta starfa, vináttu og umhyggju Sæunnar allt til dauða hans, sl. október, en hún hélt honum heimili af myndarskap, sem var henni laginn í marga ára- tugi. Þar kappkostaði hún að honum og öðrum sem hjá þeim dvöldu gæti liðið sem best. Eitt vorið hafði ég með mér í sveitina hvítt sjal, sem var frum- raun mín í að hekla í handavinnu í skólanum. Ég hafði lagt mikla vinnu í það, annars hefði ég ekki talið það verðuga gjöf til Sæunnar, sem mér fannst sem bami líkleg, vegna ástar sinnar á tónlist, til að spila seinna meir á hörpu með engl- unum í himnaríki. Mér fínnst það reyndar ennþá. Guð blessi minningu Sæunnar Ámadóttur. Þórdís Rögnvaldsdóttir Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sera Guði er frá. (V. Briem) Stefán, Didda og synir. sími 689120 Við erum flutt í Fákafen 11 Opið 9-22 alla daga rÐaíía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.