Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 29 Frumvarp um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins: Deilt um veiðileyfakerfi kommissara og minnisleysi ANNARRI uinræðu um frumvarp um breytingu á lögum um Hagraeðing- arsjóð sjávarútvegsins var framhaldið í gær en henni var frestað vegna nefndarstarfa í fyrradag. Stjóraarandstæðingar gagnrýndu enn sem fyrr að hlutverki sjóðsins væri gjörbreytt og málefni hans tekin úr samhengi við endurskoðun laga um stjóra fiskveiða. Halldór Ásgríms- son (F-Al) varaformaður Framsóknarflokksins krafðist þess að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skýrði ummæli í áramótavið- tali að þetta lagafrumvarp væri „fyrsti vísir að komandi veiðileyfa- kerfi. Ossur Skarphéðinsson (A-Rv) varaformaður sjávarútvegsnefndar hélt uppi vöra og sókn fyrir stjórnarliðið. Hann taldi að Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins hefði smitað varaformann flokksins af „heppilegu minnisleysi". Halldór Ásgrímsson (F-Al) fór þess á leit að Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra væru viðstaddir. Ástæða þess að hann færi fram á viðveru ráðherranna, væri sú að þeir „fóstbræður einir“ gætu upp- lýst hvað þeim hefði farið á milli út í Viðey. Ræðumanni fannst viðtal við utanríkisráðherra í Alþýðublaðinu síðasta dag liðins árs gefa vissa vís- bendingu, ráðherrann hefði rætt um Hagræðingarsjóðinn og segði m.a: „Því höfum við fylgt eftir í tíð núver- andi ríkisstjómar með samkomulagi um að aflaheimildir hans verði seldar á gangverði. Það er fyrsti vísir að komandi veiðileyfakerfi í sjávarút- veginum." Halldóri fýsti mjög að vita hvaða þetta „komandi veiðileyfa- kerfi“ þýddi. I ræðu sinni ítrekaði Halldór Ásgr- ímsson það að hann hefði engum sinnastkiptum tekið varðandi það hvort hér væri stigið skref í átt að auðlindaskatti. Hann hafði yfir um- mæli sem hann hafði viðhaft vorið 1990 þegar Hagræðingarsjóðurinn hafði verið til umræðu. Þá hefði hann mótmælt þvi að verið væri að koma á auðlindaskatti á sjávarútveginn því að þama væri á ferðinni sjóður sem væri ætlað að vinna fyrir útveginn í heild, ekki færi ein einasta króna til opinberra nota í lok sinnar ræðu skoraði talsmað- ur minnihluta sjávarútvegsnefndar á ríkisstjórnina að láta þetta mál bíða, það lægi nú ekki þau ósköpin á og eins og frumvarpið væru nú úr garði gert stangaðist það á við yfirlýsinga sumra stjómarliða og nefndi hann Gunnlaug Stefánsson (A-Al) sérstak- lega í því sambandi. Mátti skilja að hann teldi Gunnlaug hafa hlaupið frá sínum fyrri yfirlýsingum eða gleymt. Smitandi minnisleysi Össur Skarphéðinsson (A-Rv) taldi fyrra ræðumann hafa til þess lítil efni að ætla öðmm að hafa skipt um skoðanir. Halldóri hefði tekist að tvær skoðanir um hvort um væri að ræða auðlindaskatt eða ekki. Halldór hefði fyrr verið frábrugðinn öðmm framsóknarmönnum og haft einungis eina skoðun í hveiju máli. í maí 1990 hefði hann sagt að auðlindaskattur væri það að skattleggja greinina og taka til annarra þarfa. Nú gerði þetta frumvarp ráð fyrir að taka afgjald fyrir veiðiheimildir Hagræðingar- sjóðs. Þessar tekjur fæm ekki til annars en að kosta rannsóknir sjávar- útvegsins og fæm því ekki til „ann- arra þarfa“ samfélagsins. En í gær hefði hann notað orðið auðlindaskatt- ur, Halldór hefði snúist heilan hring. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) vís- aði því á bug að hann hefði skipt um skoðun. Þvert á móti hefði hann lagt sitt af mörkum til að reyna að breyta þeim óskapnaði sem Halldór Ás- grímsson hefði framar öllum öðmm haft forystu fyrir að koma á í íslensk- um sjávarútvegi. Með þeim afleiðingu að búseta víða um land væri í hættu. Halldór Ásgrímsson (F-Al) endurt- ók, hann hefði ekki skipt um skoðun. Hér væri verið að leggja á gjald og veija til sameiginlegra þarfa lands- manna. Hann teldi hafrannsóknir til sameiginlegra þarfa landsmanna. Það gæti vel verið að Össur Skarp- héðinsson teldi að svo væri ekki. Össurí Skarphéðinssyni (A-Rv) sýndist Halldór Ásgrímsson vara- formaður Framsóknarflokksins vera farinn að líkjast formanni þess sama flokks en um formanninn væri stund- um sagt að hann væri manna heppn- astur að gleyma. Halldóri hefði tekist að gleyma því sem hann hefði fyrr sagt. Og þetta væm nú ekki eina dæmið um „heppilega gleymsku“ þessa þingmanns. Hann hefði t.d. ásakað forystumenn Alþýðuflokksins fyrir að setja sérstaka pólitíska til- sjónarmenn eða kommissara til að fylgjast með stofnunum og afneitað því að hann eða hans flokkur hefði nokkum tímann komið nálægt slíku. Össur vildi minna Halldór Ásgríms- son á fmmvarpi sem lagt hefði verið fram á 112. löggjafarþingi af form- anni framsóknaflokksins og þáver- andi forsætisráðherra Steingrími Hermannssyni. Þar segði í 8. grein: „Ráðuneyti hefur umsjón og eftirlit með stofnunum sem undir það heyra enda þótt þeim séu með lögum skip- aðar sérstakar stjómir. Hafi vemleg- ir annmarkar komið fram á rekstri stofnunar og ekki er bætt úr þrátt fyrir fyrirmæli ráðuneytis er ráðherra heimilt að ráða sérstakan eftirlitsað- ila um stundarsakir, þó ekki lengur en til árs í senn, til að fylgjast náið með rekstri stofnunar fyrir hönd ráð- herra.“ Þetta væri dæmi um heppi- lega gleymsku. Ekki þyrfti frekari vitnanna við; Steingrímur Hermanns- son hefði gert tillögu um sérstaka pólitíska kommissara. Halldór Ágrímsson (F-Al) taldi það vera orðna áráttu hjá Össurri að hengja sig í þetta orð auðlindaskatt- ur, það færi eftir því hvaða merkingu menn legðu þar í. Halldór taldi ekki heldur mark á takandi hinni síðari ásökun Össurar um minnisleysi. Fmmvarpið um stjómarráð íslands hefði verið lagt fram til kynningar vorið 1989 og um þetta frumvarp hefði aldrei verið tekin efnisleg af- staða til þess, hvorki í ríkisstjóm né þingflokkum. Halldór vísaði einnig til þess að í þessu umrædda framvarpi væri kveðið á um eftirlitsaðila um stundarsakir, þó ekki lengur en til eins árs í senn. Hins vegar þætti núverandi ríkisstjóm þörf á að skjóta inn ákvæði í breytingartillögum um ráðstafanir í efnahagsmálum um „fjárhaldsmenn“: „Starfssvið fjár- haldsmannanna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og áætlanagerð stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um starfsmannahald. Kostnaður við starf fjárhaldsmanna greiðist af viðkomandi stofnun." Þetta væri ekkert annað en „pólitiskt kommissarakerfi". Jóhann Ársælsson (Ab-Vf) taldi óumdeilanlegt að hér væri fyrsta skrefíð stigið í áttina að auðlinda- skatti, og úr því að þessi skattheimta væri hafin myndi hún aukast. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) var efst í huga byggðasjónarmið en þetta framvarp tæki ekki mið af þeim. Hún sagði breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um heimild til að nota fjórðung til að veita bágstöddum byggðalögum forleigurétt vera áferð- arsnotra en innistæðuiausa. Það væri engin hjálp í þvi að geta leigt heimild- ir á markaðsverði; nauðstödd byggða: lög hefðu flest til þess engin efni. í gildandi lögum væra þó möguleikar til að veita raunveralega hjálp og i lögunum væri heimild til að ráðstafa veiðiheimildum án endurgjalds. Frálsir í túlkun Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði samkomulag hafa tekist við gerð frumvarps til fjárlaga þessa árs um að stofnanir og atvinnugreinar skyldu i auknum mæli taka þátt í kostnaði af þjónustu sem veitt væri af opinberri hálfu í þeirra þágu. Þess leið hefði verið valin hvað varðaði sjávarútveginn. Ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt samkomulag um það hvernig þetta skyldi túlkað. Menn hefðu um það frelsi. Hann liti svo á að í frumvarpinu væri gerð tillaga um aðferð til að fá sjávarútveginn til að taka þátt kostnaði við þá þjónustu sem Hafrannsóknarstofnun veitti sjávarátveginum. Halldór Ásgrímsson (F-Al) ítrek- aði sitt álit að með þessari gjaldtöku væri verið að skattleggja sjávarát- veginn umfram aðrar atvinnugreinar. Halldór kvaðst skilja orð forsætisráð- herra þannig að hann liti ekki svo á að þetta frumvarp væri ekki fyrsti vísir að komandi veiðileýfakerfi í sjáv- arátveginum. Davíð Oddsson for- sætisráðherra ítrekaði að utanrik- isráðherra væri fijáls í túlkun sinni á þessari gjörð. Ráðhen-ann benti einnig á það að aðrar atvinnugreinar hefðu þegar tékið nokkum þátt í kostnaði fyrir þjónustu sem veitt hefði verið í þeirra þágu. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að samkvæmt þessu framvarpi væri heimilt að selja veiðiheimildir samkvæmt nánari regl- um á gangverði; markaðsverði. Frumvarpið kvæði á um gjaldtöku fyrir veiðiheimildir Hagræðingar- sjóðs. Þetta væru staðreyndir sem þörfnuðust engrar túlkunar. En ef spurt væri um það hvort samkomulag hefði tekist innan ríkisstjórnarinnai— um almenna gjaldtöku fyrir veiði- heimildir, þá væri svarið nei. Um það væri ekki samkomulag. Halldór Ásgrímsson (F-Al) benti á að utanríkisráðherra hefði ekki dregið ummæli sín um fyrsta vísi að veiðileyfakerfi til baka. Og þar með staðfest að verið væri að breyta físk- veiðistefnunni. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) var tilknúinn til að halda nokkra tölu um þetta mikilvæga mál krafðist þess m.a. að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sæti undir sinni ræðu og svaraði því nokkra hvemig^ hún mæti getu sveitarfélaga til að greiða fyrir þær veiðheimildir sem þeim yrðu boðnar til kaups á mark- aðsverði. Sá forkaupsréttur sem byggðarlögunum væri boðinn væri einungis til málamynda. UTSALA Sí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.