Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Friðarkall alþjóða- samtaka fatlaðra ALÞJÓÐASAMTÖK fatlaðra, FIMITIC, hafa sent frá sér ákall um frið, vegna átakanna í Júgóslavíu. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, er aðili að alþjóðasamtökunum og í fréttatilkynningu tekur Sjálfsbjörg heilshugar undir friðarákallið, sem samþykkt var á forset- aráðstefnu alþjóðasamtakanna. í ákalli samtakanna segir að víða geysi nú vopnuð átök, sem kosti marga líf og heilsu og margir búi við ógn, kúgun og pyndingar. Ákallinu er einkum beint til þeirra, sem hafa völd og áhrif að þeir beiti sér fyrir friði. Minnst er á góða viðleitni Evrópubandalags- ins og Sameinuðu þjóðanna. Nú horfi vestrænar þjóðir upp á átök í næsta nágrenni, nefnilega í Júgó- slavíu, þar sem fólk verði fyrir barð- inu á stríðinu sérhverja klukku- stund og sjúkrahús, íbúðarhús, skólar og kirkjur sé eyðilagt. Alþjóðasamtökin lýsa yfir samúð með þeim sem þjást og hvetja til að bundinn verði endir á skelfing- una, svo fólk alls staðar í Júgóslav- íu geti snúið aftur til heimkynna sinna og friðsamlegs lífs. Kennarafélag Reykjavíkur: Niðurskurður á fjármagni til menntamála harmaður MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kenn- arafélagi Reylyavíkur: „Stjórn Kennarafélags Reykja- víkur harmar að Alþingi hafi sam- þykkt fjárlög sem fela í sér stór- felldan niðurskurð á fjármagni til skólastarfs í landinu. Undanfarin ár hafa kröfur til grunnskólans breyst og þjónusthlutverk hans aukist til muna. Á sama tíma hefur hlutfall þess Ijármagns sem rennur til menntamála haldist óbreytt. Þrátt fyrir að samþykkt hafí verið lög um grunnskóla sl. vor sem stefna að lengingu skóladagsins og einsetins skóla er launakostnaður í grunnskóianum skorinn niður um 180 milljónir næsta haust. Niður- skurðurinn mun hafa víðtæk áhrif á skólastarfið næsta skólaár og bitna á æsku landsins með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki gerða sér grein fyrir því uppeldishlutverki sem grunnskólinn sinnir og þörfmni á að efla menntun og þar með styrkja grunneiningu þjóðfélagsins; fjölskylduna. Stjórn Kennarafélags Reykjavík- ur mótmælir harðlega öllum hug- myndum sem leiða til fjölgunar nemenda í bekkjardeildum og skerðingar á skólatíma nemenda.“ Eitt atriði úr myndinni „Tímasprengjan" Bíóhöllin sýnir mynd- ina „Tímasprengjan“ BIOHOLLIN hefur hafið sýn- ingar á spennumyndinni „Tímasprengjan“. Með aðal- hlutverk fara Michael Biehn og Patsy Kensit. Leikstjóri er Avi Nesher. Hér á ferðinni sálfræðilegur sprennutryllir sem segir frá dul- arfullri og skuggalegri leit manns sem misst hefur minnið að sjálf- um sér. Eitt atriði úr myndinni „Billy Bathgate“. Bíóborgin sýnir mynd- ina „Billy Bathgate“ BIOBORGIN hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Billy Bat- hgate“. Með aðalhlutverk fara Dustin Hoffman og Bruce Will- is. Leikstjóri myndarinnar er Robert Benton. Myndin segir frá hinum 16 ára Billy Bathgate sem gerist sendi- sveinn fyrir glæpaforingjann Dutch Schultz. Dutch er þjóð- sagnapersóna sem nánast byggði upp borgina Las Vegas. Segir myndin frá stormasömum dögum í lífi glæpaforingjans Schultz og manna hans og baráttu um yfir- ráð í borginni. Málþing um siðareglur RANNSÓKNASTOFNUN í sið- fræði og Félag áhugamanna um heimspeki standa fyrir málþingi um siðareglur laugardaginn 11. janúar klukkan 14,30 í stofu 101 í Odda. Þingið er haldið í tilefni útkomu bókarinnar Siðareglur, greining á siðareglum ásamt skráðum siðaregl- um starfsgreina á íslandi, eftir Sig- urð Kristinsson. Eins og nafnið gefur til kynna hefur verið safnað saman í bókina skráðum siðareglum starfs- stétta hér á landi, en í ritinu er einn- ig Ijaliað ítarlega um skyldur og ábyrgð starfstétta og ýmis vandamá! við skráningu siðareglna. Á þinginu verður rætt um mikilvægi skráðra siðareglna og hlutverk þeirra. Laus presta- köll auglýst BISKUP tslands hefur auglýst eftirtalin prestaköll laus til um- sóknar. Hólmavíkurprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi og Pat- reksfjarðarprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi. Þessi prestaköll hafa verið laus frá síðastliðnu sumri. Njarðvíkurpresta- kall í Kjalamesprófastsdæmi. Fráf- arandi sóknarprestur, séra Þorvaldur Karl Helgason, hefur tekið við for- stöðu íjölskylduþjónustu kirkjunnar í Reykjavík. Þingeyrarprestakall í ísafjarðarprófastsdæmi. Fráfarandi sóknarprestur, séra Gunnar Hauks- son, tekur við þjónustu í Stykkis- hólmsprestakalli 1. febrúar nk. Umsóknarfrestur er til 31. janúar næstkomandi. Kolaportið: Bókamarkaður á laugardag BÓKAMARKAÐURINN byijar í Kolaportinu á laugardaginn sem jafnframt verður fyrsti markaðs- dagur ársins. Boðnir verða til sölu um 1.200 bókatitlar frá flest- um bókaforlögum landsins og má sérstaklega nefna þátttöku bókaforlaga af landsbyggðinni sem lítið hafa verið á bókamörk- uðum I Reykjavík seinni árin. Bókamarkaðurinn verður opinn á markaðsdögum Kolaportsins á laugardögum í janúar en einnig á sunnudögum í febrúar, segir í frétt frá Kolaportinu. í fyrra var mikil sala á bóka- markaðinum og var m.a. þakkað afnámi virðisaukaskatts af bókum, en góð bóksala fyrir þessi jól gefur aðstandendum bókamarkaðarins vonir um að svo verði einnig nú, en úrval bóka er nú einnig meira en nokkru sinni og verðlag með besta móti. Markaðstorgið í Kolaportinu verður sem áður segir eingöngu opið á laugardögum í janúar og er þá opið kl. 10-16. Helstu leikarar myndarinnar „GIæpagengið“. Laugarásbíó sýnir kvik- myndina „Glæpagengið“ LAUGARASBIO hefur tekið til sýninga myndina „Glæpageng- ið“. Með aðalhlutverk fara Christian Slater og Patrick Dempsey. Leikstjóri er Michael Karbelnikoff. Myndin er byggð á sönnum at- burðum um upphaf skipulagðrar glæpastarfsemi á þriðja áratugnum þegar uppgangur mafíunnar var V/ Q$£P K RICOH er styrktaraöili Olympíuleikanna 1992 Faxtækin heim Nýtt heimilistæki Með RICOH FAX 06 eru faxtækin orðin heimilistæki, Tækið er kjörið fyrir þá sem eru í einkarekstri eða vinna heima. Það er fyrirferðarlítið og þarf ekki auka símalínu heldur tengist beint við símann þinn. skipholti 17.105 reykjavík — —- 91-627333 • fax: 91-628622 * Jraörtrkara en sambærilegríæki ■ mmmmmm^mmmmmmmmmmmm • hagæöa sendmg a Ijosmyndum f—IC jÍ J . / • er þín eigin ljósritunarvél ofl. Traust og örugg þjónusta í 15 ár /Y/ Afborgunarskilmálar við allra hæfi rtú á einstöku verði: 39.759án/vsk 49.500 m/vsk hvað mestur. Þá voru þeir á ungl- ingsárum Lucky Luciano, Frank Costeollo, Meyer Lansky og Bugsy Siegei. Þeir komu sér upp stórveldi sem því miður var öfugu megin við lögin. Sagt var að þeir tækju ekki við skipunum, heldur tækju þeir völdin. -------» ♦ -4-------- ■ Á PÚLSINUM. Föstud. og laugard., 10. og 11. janúar, leika Vinir Dóra ásamt gestum. Meðal þeirra sem fram koma er næstsíð- asti fulltrúinn í fjölmiðlablúsnum sem að þessu sinni er frá Press- unni, Dóra Einarsdóttir og henni til aðstoðar er gítarleikarinn Karl Th. Björgvinsson. en það var Að- alstöðin sem skoraði á hann að taka þátt. Richard Scobie, áður söngvari hljómsveitarinnar Riks- haw verður sérstakur gestur Vina Dóra bæði kvöldin. Sigurður Sig- urðsson blússöngvari og munn- hörpuleikari í Tregasveitinni slæst í hóp Vina Dóra þessa helgi. ■ NÁMSKEIÐ, þar sem erlendur hárgreiðslumeistari DAR kynnir nýjustu hárgreiðslutísskuna frá ion- don verða haldin á Akureyri á laugardag og í Reykjavík á sunnu- dag og mánudag. Með honum í för verður förðunarmeistarinn S. Mo- hindra og verða námskeiðin byggð upp á samvinnu þeirra tveggja, föðrun og klippingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.