Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 35 og tónlistar. Ætli nokkur hafi haft uppi meiri áróður fyrir töfraflaut- unni eða Einari Ben? Tengsl mín við þessa fjölskyldu hafa verið mér ómetanleg, barn- lausa frænkan naut þess að eiga hlutdeild í þessum yndislegu börn- um, og þegar hún var þreytt á þeim, skilaði hún þeim bara aftur en allt- af var mér treyst fyrir þeim, sem væru þau mín eigin. Nú, þegar mágur minn kveður þennan heim, þakka ég fyrir samfylgdina sem aldrei bar skugga á, og óska honum góðrar ferðar. Systur minni, sem nú hefur misst sinn besta vin, Jónu Pálínu og Magnúsi Sveini, sem hlúðu að föður sínum á einstakan hátt, óska ég blessunar guðs og gæfu um alla framtíð, ég veit að það var Gríms heitasta ósk að fram- tíð þeirra væri tryggð. Ánægjulegt er að sjá hvað kostir Gríms endur- speglast í börnum hans. Öðrum aðstandendum Gríms, vinum og skjólstæðingum óska ég einnig velf- ai naðai. ingibjörg Kristín. Grímur Magnússon kvæntist systur minni fyrir 25 árum, þá orð- inn maður nokkuð við aldur. Áldurs- munurinn á okkur systkinunum og honum var því talsverður, en Grím- ur var maður þeirrar gerðar að ald- ursmunurinn torveldaði á engan hátt samskipti hans við fjölskyldu okkar. Hann hafði engan aldur í venjubundnum skilningi þess orðs. Því olli síungur áhugi hans á mönn- um og málefnum og aldeilis óvenju- leg hrifnæmi í fari manns á hans aidri. Hann sameinaði þannig með afar geðþekkum hætti ungan áhuga og gerhygli lífsreynds manns. Hann hafði alist upp við kröpp kjör og brotist til mennta með viljastyrk og hjálp góðra manna og var alla ævi mjög þurfalítill, en skar hins vegar ekki við nögl þegar fjölskylda hans átti í hlut, ellegar sjúklingar hans, sem fæstir voru af ríkara taginu. Ef að þeim kreppti fóru þeir ekki af fundi hans með resep- tið eitt, heldur einhvern glaðning í veski að auki. Hann kallaði skjól- stæðinga sína raunar aldrei' sjúkl- inga, hannkallaði þá vini sína og umgekkst þá sem slíka og þeir hann. Ef hann þurfti á Ieigubíl að halda kom ekki annað til greina en að „vinir“ hans í bílstjórastétt sætu að viðskiptunum. Sömuleiðis ef bif- reiðin þurfti á verkstæði, ellegar dytta þyrfti að húsinu. Þá birtust þessir vinir hans með tól sín, sagir, hamra, pensla og skrúflykla. Þetta var eins konar hirð sem hann hafði um sig, og þá kom ekki annað til greina en að taka á móti hirðmönn- unum að höfðingja sið og launa þjónustuna með eigi minna en tvö- földu verði. Á pappíra, sem víxlar heita, mun hann líka hafa verið manna greiðviknastur að rita nafn sitt, og vissi víst bara hann einn hvernig því dóti sumu reiddi af. Það voru ekki mannasiðir að hafa.slíka hluti í hámælum. Þetta voru jú allt vinir læknisins. Þetta skildi ég.-skýringin lá enda í augum uppi. Mágur minn, læknir- inn, var einfaldlega mannvinur. Sterkasti þátturinn í fari hans var mannkærleikur. Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um hann. Grímur hafði stálminni á stað- reyndir, mannsandlit og nöfn manna. Hitt gekk mér verr að skilja, hvernig hann hafði haft tíma til að afla sér þeirrar víðtæku söguþekk- ingar, sem hann bjó yfir, fyrir utan hve vel hann var að sér í bókmennt- um, íslenskum auðvitað fyrst og fremst, þar næst þýskum, enda hafði hann lært lækningakúnstir sínar í Austurríki, Vínarborg nánar tiltekið, og upp frá því var sú borg hans Mekka og þangað hélt hann uppi ferðum einu sinni á ári svo lengi sem heilsan leyfði. Það var nánast einasti munaður hans í lífinu og samtímis lífselíxír. Grímur gat verið mergjaður í til- svörum, samt aldrei grófur. Prúð- mennska, samfara fágætu umburð- arlyndi, einkenndi þvert á móti dag- far hans. Einu sinni átti ég erindi við hann sem milligöngumaður væntanlegs sjúklings, þ.e. nýs vin- ar, á lækningastofuna í Domus Medica, og þar sat þá doktorinn á þrekhjóli og steig það af þvílíkum krafti, að ég spurði hvort hann væri að búa sig undir heimsmeist- arakeppnina í hjólreiðum, þessa frönsku frægu. Nei, blés hann: lapp- imar á mér eru að bila, og ef mér tekst ekki að styrkja þær, þá skýt ég mig! Faðir minn og Grímur voru ólík- ir um margt, en eitt áttu þeir sam- eiginlegt, þeir fæddust báðir á fyrstu árum aldarinnar og voru gæddir þeim rammíslenska kjarki sem virðist aðalsmerki þeirrar kyn- slóðar. Þegar faðir minn fann dauð- ann fara á sig tilkallaði hann hár- skera heim til sín. Eruð þér að fara í ferðalag, Jón?, spurði rakarinn. Nei, svarði pabbi þurrlega. Ég ætla að deyja á morgun! Og það gerði hann. Og í sama stíl: þegar lækninga- leyfi Gríms rann út vegna aldurs á Þorláksmessu, lýsti hann því yfir að hlutverki sínu í þessum heimi væri Iokið. Kvaðst bara vona að vinur sinn, dauðinn, vissi hvar hann ætti heima. Afklæddist síðan og beið rólegur endalokanria. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Líknsamur dauðinn bænheyrði hann á gamlárs- dag. Fari vinur og mágur vel og hafi hann þökk fyrir göfgandi viðkynn- ingu. ^ Lúxeniborg, Jóhannes Helgi. Kveðjuorð: Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði Fæddur 10. febrúar 1911 Dáinn B. desember' 1991 „Heyrðu vinur, þetta er hér með handsalað," sagði hann glaður og reifur um leið og hann tók þéttings- fast í hönd mína, kvaddi og var þegar horfinn léttur á fæti. Þannig var Jóhann, vinur minn, Þórólfsson: Fljóthuga, fáum líkur, einlægur og talaði umbúðalaust beint frá hjart- anu. Þetta var fyrir mörgum árum. Við hittumst í miðju Austurstræti og tókum tal saman í léttum dúr að vanda. Þó kom talinu þar að minnst var á látinn vin beggja og minningargrein um hann. I lokin sneri hann sér svo snöggt að mér og sagði formálalaust: „Nú heitum við því, vinur minn, að sá okkar sem lengur lifir muni minnast hins, þeg- ar þar að kemur!“ Mér vafðist tunga um tönn, horfi á eftir honum hverfa í mannfjöldann og hugsaði sem svo: „Engum er Jói líkur.“ Það má ekki minna vera en handsalið hljóti end- anlega staðfestingu þótt seint sé. Loforð skulu efnd og orð skulu standa. Eg var á fermingaraldri, þegar ég kynntist Jóa eitthvað að ráði. Hann ræddi við lítt reyndan ungl- ingsstrákinn á jafnréttisgi-undvelli, þrátt fyrir 15 ára aldursmun. Hann var af traustu fólki kominn. For- eldrar hans voru Katrín Jóhannes- dóttir frá Litla-Dunhaga í Hörgár- dal í Eyjafirði og Þórólfur Gíslason, Nikulássonar frá Teigagerði, síðar bónda í Bakkagerði. Ung kom Katrín austur á Reyð- arfjörð og réð sig í vist hjá Rolf Johansen, kaupmanni. Ungu hjónin reistu húsið Sjólyst af miklum myndarskap árið 1914. Börnin urðu sjö og var Jóhann þeirra elstur. Tvö lifa bróður sinn: Jóhanna, búsett í Reykjavík, og Arnþór á Reyðarfirði. Vinskapur góður var á milli foreldra minna og fólksins í Sjólyst. Oft kom ég í eldhúsið til Katrínar og þar var manni tekið af þeirri elskusemi og hlýju, sem ekki gleymist. Mest og best man ég Jóa vin minn sem bíl- stjóra hjá K.H.B. Þar var hann í essinu sínu, kátur og gamansamur og kom öllum f gott skap. Kaupfé- lagsbílstjórarnir voru þrælduglegir menn og skiluðu sínum hlut með sóma oft við hinar erfiðustu aðstæð- ur. Lífshlaupi Jóhanns geri ég ekki frekari skil, það hafa aðrir áður gert með ágætum. Hann var ákaf- lega félagslyndur maður, Söngvinn, dansmaður góður og hafði geysi- gaman af að taka í spil. Oft spiluð- um við lomber við góðkunningja okkar og þá var oft glatt á hjalla og fast barið í borðið, þegar mikið lá við! Ég kýs að kveðja Jóa á þess- um nótum um leið og ég þakka honum samfylgdina og trygga vin- áttu. Jarðarför Jóhanns.fór fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardag- inn 14. desember sl. í hinu fegursta veðri. Hann var aftur kominrþ heim. Hér vildi hann bera beinin — á æskustöðvunum. Megi hann hvíla í friði. Guðmundur Magnússon + Faöir okkar, SVERRIR GUÐMUNDSSOIM, Lómatjörn, lést 6. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, c. . . ., . y Sigriður Sverrisdottir, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Sverrisdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR NORÐFJÖRÐ, Aflagranda 40, áður Viðimel 65, Landspítalanum 8. janúar sl. Árni Norðfjörð, Lilja Hallgrímsdóttir, Kjartan Norðfjörð, Auður Aradóttir, Wilhelm Norðfjörð, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. lést + ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, Ljósheimum 20, lést í Landakotsspítala 26. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum við sýndan vinarhug. Davfð Há|fdánarson. Fyrir hond aðstandenda, + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HELGASON, Grýtubakka 8, verðurjarðsunginnfrá Fossvogskirkju mánudaginn 13. janúarkl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Helga Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Magnús Björnsson, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristinn Fannar Pálsson, Magnús Gauti Pálsson, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir. + Stjúpfaðir minn og tengdafaðir, PÁLL SIGURÐSSON, Hólagötu 37, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, föstudaginn 10. janúar, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Grétar Haraldsson, Hellí Haraldsson. + Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, amma og langamma, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 64, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Jón Már Gestsson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS KRISTINS GRÍMSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Guðlaugur Björgvinsson, Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurður Björgvinsson, Berta Björgvinsdóttir, Þórunn Hafstein, Jón Böðvarsson, Klara Sjöfn Kristjánsdóttir, Tómas Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn og faðir okkar, GRÍMUR MAGNÚSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 10. janúar, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Minningar- sjóð Geðhjálpar, sími 25990. Hrönn Jónsdóttir, . Jóna Pála Grimsdóttir, Magnús Sveinn Grfmsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, KJARTANS B. AÐALSTEINSSONAR lyfsala, Urðarbraut 6, Blönduósi. Emma Arnórsdóttir, Davfð Örn Kjartansson, Petra Björg Kjartansdóttir, Bjarni Þór Kjartansson, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HELGU THEODÓRSDÓTTUR. Theodór S. Marinósson, Kristrún Marinósdóttir, Ásta María Marinósdóttir, Anna Lóa Marinósdóttir, Gunnbjörn Marinósson, Magdalena S. Elíasdóttir, Ingi Garðar Sigurðsson, Bjarni J.Ó. Ágústsson, Pálmi Sigurðsson, Sigrún Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.