Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 4
4 r.[ ;i;u j fííQf Ifí^'IO^OM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Vestur-Islend- ingur sendiherra Kanada í S-Afríku Var yngstur manna skipaður sendiherra Kanada VESTUR-ÍSLENDINGURINN Christopher Westdal hefur verið skipaður sendiherra Kanada í Suður-Afríku, Swazilandi og Lesot- ho, með aðsetur í Pretoriu, höfuðborg S-Afriku. Christopher var áður sendiherra Kananda í Búrma en í það embætti var hann skip- aður 34 ára að aldri og varð hann þá yngsti sendiherra í sögu Kanada. Christopher er sonur Sveins og Margretar Westdal. Móðir hans var bresk en faðir hans, Sveinn Westdal, er einn fjögurra bama Helgu Sveinsdóttur og Pauls Jónssonar Westdal. Faðir Pauls, Jón Jónsson, var fæddur og uppal- inn í Jökuidal en fluttist til Kanada árið 1904. Þar hóf hann búskap í Wynyard í Saskatchewan ásamt konu sinni, Helgu, sem ættuð var úr Borgarfirði, en hún var dóttir hjónanna Sveins Níels- sonar og Jónínu Margrétar Theód- órsdóttur á Lambastöðum í Álfta- - neshreppi. Sveinn átti sjö systkin. Einn bræðra hans var Hallgrím- ur, bóndi og hreppstjóri á Gríms- stöðum, faðir Helga, föður Sig- urðar Helgasonar, fyrrverandi stjómarformanns Flugleiða. Chri- stopher á fjölmarga ættingja á íslandi og fyrir fáeinum missemm vitjaði faðir hans, Sveinn, frænd- garðsins hérlendis. Frá þessu er greint nýlega í Christopher Westdal blaði Vestur-íslendinga, Lög- bergi-Heimskringlu, og þar segir einnig að sem sendiherra í S-Afr- íku verði Christopher Westdal fulltrúi Kanada á þeim viðkvæmu tímum þegar verið er að aflétta alþjóðlegri einangmn Suður-Afr- íku í takt við þau framfaraspor sem stigin verða í stjómmálum og mannréttindamálum þarlendis. VEÐUR VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær Akureyri Reykjavik hiti 2 4 UM HEIM að ísl. tíma veður úrkomaigr. léttskýjað Bergen 5 skýjað Helsinki 1 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skúr Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +17 snjókoma Ósló 2 léttskýjað Stokkhólmur 3 rlgningogsúld Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona 13 skýjað Berlín 7 skúr Chicago vantar Feneyjar 10 súld Frankfurt 8 skúr Glasgow vantar Hamborg 6 skúr London 9 rlgning UosArtgeles vantar Lúxemborg 3 þokumóða Madnd 7 skýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 13 hálfskýjað Montreal vantar NewYork vantar Ortando vantar París 8 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 13 skýjað Vín 9 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Ölvaður ökumaður olli stórtjóni: Lögreglan átti fót- um fjör að launa Ók á 3 kyrrstæða bíla eftir eltingaleik Keflavík NÍTJÁN ára aðkomumaður olli stórijóni þegar hann ók vörubíl á þijár kyrrstæðar bifreiðir við Hafnargötu aðfaranótt föstudags þeg- ar hann reyndi að komast undan lögreglu. Engin slys urðu á fólki en lögreglumaður átti fótum fjör að launa við upphaf eltingaleiksins þegar hann reyndi að stöðva för ökumannsins. -Tilkynning barst til lögreglunnar klukkan liðlega tvö um nóttina um áber- andi ölvaðan öku- mann við Aðalstöð- ina í Kefiavík þar sem fram fer nætur- sala. Lögreglubíl var lagt í útkeyrslu frá staðnum og lög- reglumaður reyndi að hafa tal af öku- manninum. Sá brá skjótt við ók af stað og átti lögreglumað- urinn fótum fjör að launa. Vörubílnum var ekið utan í Aðalstöðina, yfir gangstétt framhjá lögreglubílnum og síðan norður Hafnargötu. Þar var honum ekið á tvo kyrrstæða bíla og síðan aftan á lögreglubíl sem ekið var fyrir vörubílinn til að stöðva ferð hans. Pilturinn var að koma af hljóm- Vörubílinn ur eins og Morgunblaðið/Björn Blöndal sem pilturinn ók var stórskemmd- bílarnir þrír sem hann ók. leikum í Stapa og tók hann vörubíl- inn við Njarðvíkurhöfn og fór síðan að aka um bæinn með fyrrgreindum afleiðingum. Mikið eignatjón varð á öllum bílunum og gisti pilturinn í fangageymslu lögreglunnar um nóttina. -BB Kaupstaðirnir: Framkvæmdir fyr- ir 5,5 milljarða 1991 Sá útgjaldaliður sem hraðast vex er umhverfis- og hreinlætismál Framkvæmdir á vegum íslenzkra kaupstaða á næstliðnu ári voru um 3% minni að raungildi en árið áður. Frá því er greint í nýju hefti Sveitarstjórnarmála að fjárfesting kaupstaða í landinu hafi numið um 5.300 milljónum króna á árinu 1990, sem er 6,5% meira en fjár- hagsáætlanir gerðu ráð fyrir. 1 fjárhagsáætlunum kaupstað- anna fyrir síðastliðið ár var gert ráð fyrir 5.500 milljóna króna fjár- festingu. Miðað við 7% verðhækk- un milli áranna 1990 og 1991 jafn- gildir þetta því, að framkvæmdir kaupstaðanna hafi orðið um 3% minni árið 1991 en árið 1990. Stærsti framkvæmdaliðurinn bæði árin eru gatna- og holræsa- framkvæmdir, en til þeirra voru áætlaðar 1.555 m.kr. 1991. Næst stærsti framkvæmdaliðurinn var fræðslu- og íþróttamál en til hans voru áætlaðar um 1.000 m.kr. Til hafnarframkvæmda var áætlað að veija um 425 m.kr. Sá gjaldaliður sveitarfélaga seni örast hefur vaxið síðastliðin ár er hreinlætis- og umhverfismál. Til þessa liðs voru áætlaðar um 2.200 m.kr. 1991 sem 40% raunaukning frá 1986 talið. Helgi Tómasson lofaður í fagblöð- um í San Francisco MJÖG lofsverð ummæli hafa fallið um San Francisco-ballettinn og listdansstjóra hans Helga Tómasson í fagblöðum í San Francisco að undanförnu en ballettin hóf sitt 59. starfsár 11. febrúar sl. með uppfærslu Ilelga á Svanavatninu, sem frumflutt var árið 1988. Gagnrýnendur segja að uppbygging dansflokksins eins og Helgi hafi hugsað sér hana sé nú fullkomnuð. í blaðinu San Francisco Examin- er talar gagnrýnandi um að frá því að Helgi tók við stjórn balletts- ins árið 1985 hafi fólk lært að meta gildi klassíska ballettsins. Hann leggur áherslu á að San Francisco-ballettinn hafi ekki náð svo langt vegna nokkurra vel heppnaðra sýninga eða einstakra góðra dansara heldur vegna stöð- ugra og hárra gæðakrafna, sem haldið sé uppi af smekkvísi, hæfni og mikilli vinnu. í San Francisco Chronicle er list dansstjórinn lofaður og sagt ac uppbygging dansflokksins eins o[ hann hafi hugsað sér hana sé ni fullkomnuð. San Francisco-ballett inn sé orðinn hópur þrautþjálfaðr; og agaðra dansara sem séu ná tengdir verkefnasafni sem haf verið lagað að þeim stíl sem Helg hafi mótað samkvæmt lærimeist ara sínum Balanchine.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.