Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 * Sr. Arelíus Níels- son - Minning Kveðja til samstarfsmanns. Fám var hann líkur. Harpa í hendi skaparans með hljóm frá bljúgum huga barns til snarks frá eldi hugsjóna riddarans. En hæst og skýrust var hljómaldan frá nöktu hjarta kærleikans, sem Kristi er vígt. Eg man er eg var gestur í stofum í Fnjóskadal, stofum þar sem jafn- vel voru hvorki upp myndir af „Drottinn blessi heimilið" eða þá Hallgrími Péturssyni, hve undrun mín var rnikil, er eg sá þar myndir af séra Árelíusi. Hann hafði aðeins verið prestur þar í 3 mánuði, en slíkum töfrum var þjónusta hans slegin, að hjörtu dalsins urðu æ síð- an vinir, skynjuðu sig himninum nær. Er hann kom í Háls bar lauf- vindur dalsins honum til eyrna, að bóndi í framdal væri við rúmið heft- ur. Presturinn ungi tók pjönkur sín- ar, hélt á heimilið, gekk að orfi og hrífu. Svitin bogaði af honum dag eftir dag, og sú kom stund, að tún- ið var hirt. Þá var hugað að heim- ferð. Gömul kona vildi borga. Því var hafnað. Þá snaraðist konan að kistli, tók lotningarfull fram bók, vafða í voð, gekk til klerks og stakk undir hendi hans. Heim gekk hann, án þess að vita, með dýrgrip flestum öðrum meiri, en þann auð þó mest- an, að hann hafði flutt þá predikun sem aldrei gleymist og gert dalbúa alla að eyrum. Slíkum töfrum var þjónusta hans æ síðan slegin. Eg gleymi aldrei undrun hinna prestslærðu, þá þeim barst til eyrna, að helgidómurinn í Langholti skyldi þannig reistur, að fýrst væri það safnaðarheimilið, síð- an kirkjan. Þessu háttalagi voru valin þau orð, að tár vættu kinnar. viðkvæms manns, en forystusveitin, sóknarnefndin leidd af skólastjóran- um og byggingarnefndin af Lauf- skógabónda, átti þann kjark er þurfti til að hrinda djarfri hugmynd í framkvæmd. Safnaðarheimilið reis. Salir fylltust. Starf, sem ís- lenskir söfnuðir höfðu aldrei kynnst, var hafið. Presturinn var kennari líka, bindindisfrömuður, tendraður af hugsjón ungmenna- hreyfingarinnar, og allt þetta setti á starf hans mót. Hann kom á fót forskóla fyrir börn; stofnaði stúku; hjónadeild; æskulýðsfélag; barna- kór; bræðrafélag; kvenfélag. Hversu undrast má ekki starfsþrek þessa manns og það því fremur ef í huga er haft, að prestsverk hans, utan predikunarstóls, voru fleiri en flestra presta annarra. Nú, gleym- um því ekki heldur, að þrátt fyrir þetta allt fann hann ■ stundir til skrifta, samdi bækur, reit greinar um allt milli himins og jarðar, en þó með það takmark eitt að benda á þann Krist er hann í lotning kraup. í predikunarstól var hann snjall, en þó þótti mér mest um vert þær ræður, er hann flutti okkur frá alt- ari, tendraður hughrifum stundar- innar. Þá varð arnsúgur vængja- taksins slíkur að seint gleymist. Maður fólksins, fjöldans, en þó einf- ari, hinn feimni sveitapiltur. Slíkum hæfir best að ráða einn för. Það varð þó hlutskipti hans, að prestakalli hans var við skrifborð breytt, fært í annan stakk. Hversu vel skildi eg ekki eldhugann, er hann sagði við mig eitt sinn: Hauk- ur minn, hve miklu fremur hefði eg ekki kosið mér skrifstofustúlku við hlið en annars prests. Það hefði nægt.“ Samstarf okkar varð mér reynsla, engri lík, og lífinu er eg þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessum stórbrotna manni. Víst var hann oft af „lærðum" mis- skilinn, guðfræði hans til fárra fiska metin, það voru líka brauðin og fisk- arnir tveir, er ungur sveinn lagði í kjöltu Krists. Með þeim mettaði hann þó þúsundir. Til þess notaði hann líka orð og störf séra Árelíus- ar. Eg minnist síðustu jóla. Gamall maður hafði tekið sér stöðu við strætisvagnaskýli. Vagnstjóri átti þar leið um, þekkti prestinn sinn, nam staðar og spurði: „Veistu ekki, að á jóladag hefjast ferðir ekki fyrr en tvö?“ „Já, en þá kemst eg ekki íkirkjuna mína.“ Vagnstjórinn bauð gamla manninum inn, keyrði frá torgi að Langholtskirkju. Eg hitti þá báða við dyr, brosandi sæla. Prestinn minn yfir að hafa náð til tíða, vagnstjórann yfir að hafa gert öldnum höfðingja greiða. Maður þakkláts fjölda, það var hann, og nú kveður íslenska kirkjan hann með þeirri viðhöfn er hún kann mesta. Slíkan sigur vann hann að lokum. Þökk til séra Árelíusar fyrir kynnin öll, samstarf og kennslu, og vaki kærleikans Guð yfir öllu sem hjarta hans sló fyrir. Haukur. „Hann vinur okkar er dáinn.“ Æ oftar berast okkur öldruðum þessi eða þvílík orð. Svo var ekki um andlátsfregn séra Árelíusar Níels- sonar. Þótt hann væri aðeins rösk- lega áttræður — en nú er það mörg- um góður aldur — þá vissum við er vitjuðum hans á sjúkrabeði í síð- asta mánuði, að nú var þrotið þrek þessa sérstæða orkumanns, og sem betur fór þurfti hann ekki að þjást lengi. Þessi önnur spítalalega hans á átta áratugum varð einnig sú síð- asta. Dauðakallið kom 7. þessa mánaðar eftir fárra daga legu. Og nú eru bara minningarnar eftir, ríkar, hugljúfar og sterkar. En hvar skal bera niður, þegar svo einstæður maður er kvaddur? Hverju get ég bætt við fyrri ávarps- orð, mælt eða rituð til hans á merk- um tímamótum? Mig skortir nú sem oft áður málsnilld sr. Árelíusar og mynd- auðgi hugans til að geta minnst hans sem vert er og ég vildi, þegar hann er nú allur. Eftir 40 ára náin kynni geymast svo sterkar minning- ar af einum sérstæðasta og áhrifa- ríkasta persónuleika þjóðar okkar á þessari öld að fátt eitt verður nefnt í stuttri minningargrein. Hvorki gefst hér færi né tími til að rekja feril hans, afrek né persónusögu, heldur bregða upp fáeinum mynd- um af manni sem ekki gleymist þeim er kynnst höfðu. Stórbrotin og margslungin skap- gerð sr. Árelíusar, andríki, atorka og orðkynngi létu engan ósnortinn. Geislandi orðfimi og skáldgáfur, spámannlegur eldmóður og sann- færingarkraftur gerðu hann um árabil að áhrifaríkasta predikara íslensku þjóðkirkjunnar. Kenning hans var að birta söfnuði sínum þann milda, mannúðarríka Krist, sem volaðir og vesælir, bersyndugir og bannfærðir ættu hjá athvarf og hæli án ótta við eilífa útskúfun og vítisloga hins gamla boðskapar. Þessa einföldu barnstrú flutti sr. Árelíus Níelsson í ræðum og ritum, við skírn barns og útför hins aldur- hnigna. En predikun hans náði lengra. Að fordæmi meistarans leit- aði hann inn fyrir fangelsismúra, til göturóna og inn í gleðisali dans- húsa, ef verða mætti að þar yrði einhverju breytt til betri vegar. Öll stórmenni, allir ofurhugar eignast öfundarmenn, jafnvel and- stæðinga. Sr. Árelíus hlaut að mæta slíku, svo sterk var boðun hans með orðum og athöfnum, oft óvenjuleg, draumórakennd, stund- um barnsleg og jafnvel barnaleg og oft andstæð siðvenjum. Aðdá- endur hans voru þó lengst af mun fleiri. Þá er að finna vítt um land, meðal sóknarbarna hans, í hópi útvarpshlustenda fyrri ára og meðal fjölmargra nemenda frá forskóla- aldri til fullorðins ára. Ég sá Árelíus Níelsson fyrst fyr- ir réttúm 55 árum, er hann settist undir vorið í 6. bekk MR til að taka þar stúdentspróf. Kennaraprófi hafði hann lokið fimm árum áður. Að loknu guðfræðiprófi 1940, gerð- ist síðan sóknarprestur úti á landi, í Hálsprestakalli, Staðarþingum, Eyrabakka og Stokkseyri, uns hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur Langholtsprestakalls í Reykjavík árið 1952 og gegndi því rösk 27 ár að hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Fyrstu starfsárin hér kynntist ég þessum ofurhuga, fé- lagsfrömuði og einfara, brennandi hugsjónamanni náið, þar eð ég var röskan áratug nánasti samstarfs- maður hans í þesum bráðþroska söfnuði okkar. Síðan fylgdist ég með ferli hans sem tíður kirkjugest- ur uns hann lét af störfum. Síðasta áfangann höfum við rekist saman sem iðjulitlir og áhrifalausir eftir- launamenn. Fann ég að því hlut- verki kunni hann illa og sýnu verr en ég. Elli kerling var honum aldr- ei kær, enda hygg ég, að honum hafi hvergi liðið betur en meðal barnanna í smábarnaskólanum sín- um við Sólheima. ■ Þar var hann kannski næst því að sjá drauma sína rætast um hið eilífa hálogaland í sólheimum bernskuhugsjóna sinna. Þrátt fyrir margt andstreymi og vonbrigði var sr. Árelíus gæfumað- ur. Hann eignaðist frábæra eigin- konu og með henn fimm mannvæn- leg börn. Frú Ingibjörg Þórðardótt- ir var gædd þeirri ró qg festu, sem öðru fremur gerði sr. Árelíusi kleift að fara hamförum í öllum sínum hugsjónaefnum frá því hann settist oft síðla nætur að ræðusamningu við skrifborðið sitt og uns hann kom heim að áliðnu kvöldi úr hvers kon- ar viðtölum, vitjunum og fundar- starfi og gegndi þó þar eftir iðulega næturkvaðningu sem vaktlæknir, ef síminn boðaði. Við hjónin lærðum á löngum ferli að meta og virða hægláta gaman- semi og geðstyrk prestfrúarinnar, sem ætíð tók opnum örmum hverj- um gesti og bar honum góðgerðir að fornum prestsfrúar sið. Frú Ingi- björg féll frá 1978, aðeins tæplega sextug. Nú liggur leið þessara minnis- stæðu hjóna aftur saman, er séra Árelíus verður lagður við hlið konu sinnar og sonar þeirra í kirkjugarð- inum á Eyrarbakka. ^Hlessist eftirlifandi börnum þess- ara mætu hjóna,-þeim Þórði, Maríu, Rögnvaldi, Sæmundi og fóstursyn- inum Ingvari, fagrar minningar um elskulega og hugríka foreldra. Helgi Þorláksson. Kveðjuorð að vestan í örfáum orðum skal minnst sóknarprests, æskulýðsleiðtoga og vinar. Sr. Árelíus þjónaði 1940- 1943 Staðarprestakalli á Reykja- nesi er síðar varð Reykhólapresta- kall. Hann markaði djúp spor í huga okkar unglinganna, sem vorum í námi hjá honum á Stað, þá tvo vetur sem hann starfrækti skóla á heimili sínu. Hann var fljótur að ná til æskufólksins, en við brottför hans létu hinir fullroðnu í ljós sáran söknuð. Hann lagði grunn að ung- lingafræðslu í sveitinni. Hann kveikti mennta- og framfaraþrá hjá sóknarbönium sínum. Með því lagði hann fyrstu steinana að alhliða uppbyggingu á Reykhólum. Hann stofnaði og lagði fé í Framfarasjóð Reykhólasveitar og síðar styrkti hann og aflaði stuðnings við kirkju- byggingu á Reykhólum. Þetta enaðeins brot af verkefnum hans þau tæpu þrjú ár sem hann dvaldi í Reykhólasveit. Við sem vorum í fyrsta fermingarbarna- hópnum hans 1941 fengum tæki- færi að rifja upp örfá minningar- brot með honum sl. vor. Það var eftirminnileg stund. Hann sannaði í verki hin tvö sam- stofna orð ambátt og embætti. Hin auðmjúka, eðlislæga og fórnfúsa þjónustulund hans var samofin embættismanninum. Embættinu þjónaði hann með tign, alúð, snilld og festu. Stólræður hans og tæki- færisræður voru ógleymanlegar, en eigi síðri var boðskapur hans á „stéttinni" meðal fólksins bæði meðal æskulýðsins og hinna eldri. Að leiðarlokum er það viðhorf hans margfaldlega staðfest, sem hann nefndi sjálfur, að honum fannst hann standa í skuld við alla sem áttu á einhvern hátt bágt og stóðu höllum fæti i lífinu. Eins og þú vilt aðrir geri athöfn þín í sannleik veri. Elsku þína öðrum veittu, öllum ráðum til þess beittu. Einbeitni hans í hugsun, orði og verkum var ótvíræð og hiklaus, hver sem í hlut átti. Sóknarbörn hans vestra þakka honum ómetan- legt framtak, framsýni og forystu í safnaðar- og félagsmálum, við eflingu safnaðarsöngs, alþýðu- fræðslu, gildi heilbrigðs skemmt- analífs, og ræktun lands og lýðs. Reykhólasveitin þakkar honum ör- lagaspor hans er leiddu til þess að Reykbólar urðu miðstöð félagslífs, menningar og athafna í sveitinni. Ævisaga og lífshlaup sr. Árelíus- ar er slíkt ævintýri, að allir sem til þekkja undrast það æ meir eftir því sem betur er rýnt í ævisögu hans. í upphafi var örbirgðin, umkomu- leysið og skortur á öryggi á hæsta stigi, síðan uppvaxtarárin, fátækt- in, þroskinn, menntunin, samfara fordómum og aðkasti, en loks sigur- ganga hans á brautum trúarlífs og uppeldis án yfirgangs og vopna- braks. Hin auðmjúka og óeigin- gjarna þjónusta hans til hinna bág- stöddu minnstu bræðra mun krýna hann lífsins kórónu til æðstu met- orða í hinu kristna samfélagi. Þeim hjónunum verða seint þökk- uð öll þeirra störf. Blessuð sé hans minning og hans elskulegu eigin- konu. Hjörtur Þórarinsson frá Reykhólum. Sagt er að hægt sé að virða fyr- ir sér tilveruna á mismunandi vegu. Enda sjást þess glögglega merki ska_pandi listamanna allra tíma. Ymsir halda því jafnframt fram að manninum sé í raun í sjálfsvald sett hvert augu hans beinast. Heimurinn er eins og hugurinn sér hann. Vitur maður mundi hvorki telja hann góðan né illan. Góðir menn hafa bent á glugga kærleikans, sem ímynd umburðar- lyndis og kærleika, þaðan sem sést aðeins það sem er gott og fagurt. Séra Árelíus hafði, án þess að gera sér ljóst — einmitt leitt hugann að þeim sjónarhóli, sem í skini sólar og trú á Almættið gerði honum kleift að leysa vandamál og vekja trú og von þeirra sem erfiðast áttu í samfélaginu. Séra Árelíus var einn af stofn- endum Félagasamtakanna Vernd- ar, sem stofnuð voru af áhugafólki árið 1959, og átti sæti í stjórn sam- takanna þar til 1980, þegar SÁÁ yfirtók starfsemina. Hann var mik- ill áhugamaður um málefni sak- borninga og fanga, bæði þeirra sem tóku út refsingu á vinnuhælinu á Litla-Ilrauni og í öðrum fangelsum landsins. Hann skrifaði ijölda greina í blöð og tímarit um bættan aðbúnað þessa fólks — og var tíður gestur í fangelsum landsins. í grein í riti Verndar árið 1980 færir sr. Árelíus þakkir til vist- manna Litla-Hrauns og segir eftirf- arandi: „Að lokum þakka ég fyrir samverustundir á Litla-Hrauni, sem við nefndum „messur á laugardög- um“. Það voru ógleymanlegar helgi- stundir í litlu fallegu stofunni, sem líklega er skólastofa heimilisins. Friðsælar, hljóðar og góðar stundir. Altari með ljósum og blómum á borði. Myndin af einmana auðn, en þó ljósi morguns af hæðum yfir bafinu. Söngur messugesta, sem yfirfylltu þessa „kirkju“, og bæn þar sem blikuðu tár á hvörmum. Allt var svo hljótt — og ógleym- anlegar gjafír Guðs á þessum vetri mér til handa. Og svo „kirkjukaffíð" niðri á eftir.“ I þessari sömu kveðjuræðu þakk- ar hann einnig fangavörðum og gæslumönnum fyrir ánægjulegt og gott samstarf „bæði austanfjalls og í borginni". Árum saman flutti séra Árelíus bæn á vegum jólanefndar Verndar á jólafagnaði samtakanna fyrir heimilislausa einstæðinga á aðfangadagskvöld og átti samveru- stundir með gestum þrátt fyrir annasaman dag, sem prestur og heimilisfaðir. Dauðinn er lögmál þess að vera „því hvað er það að deyja, annað en að standa nakinn í blænum, og hverfa inn í sólskinið. Þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna", segir skáldið og heimsspekingurinn Kahl- il Gibran. Ég er þess fullvís að séra Árel- íusi mun reynast auðveld gangan upp gróðri gróna fjallshlíðina, að lokinni þessari jarðvist, sem hann sáði til með lífi sínu og starfí, með- an hann dvaldi meðal okkar. Af öllu hjarta þakka ég séra Árelíusi Níelssyni samverustundirn- ar, frábært starf, vináttu og holl- ustu við sjálft lífið. Einnig færi ég þakkir fyrir hönd þeirra mörgu, sem nutu leiðsagnar bans og vináttu á tímum vonleysis eða einmanaleika. Þóra Einarsdóttir, fyrrver- andi formaður Verndar. Fleiri greinar um Sr. Árelíus Níelsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR GUNIMLAUGSDÓTTUR frá Akranesi. Emil Guðmundsson, Sigurbjört Gústafsdóttir, Haraldur Guðmundsson, Áslaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, systir okkar og mágkona, SIGRÍÐUR LOFTSDÓTTIR iðjuþjálfi frá Sandlæk, andaðist í sjúkrahúsi í Malmö fimmtudaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Arngrímsson, Elínborg Loftsdóttir, Birgir Baldursson, Loftur S. Loftsson, Kristjana Bjarnadóttir, Erlingur Loftsson, Guðrún Helgadóttir, Baldur Loftsson, Alda Johansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.