Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1992 9 V w Onnur prentun af Tolla- handbókinni er komin 1 , Ú?óÁa6ú<$ ., « LARUSAR BLONDAL Cfc'V Skólavörðustíg 2, sími 15650. DICO járnrúm Ný sending - mikið úrvnl , ... „ Teg. 529 - 160 x 200 - Verð kr. 59.755,- stgr. m/svampd. Teg. 661 - 90 x 200 - Verð kr. 28.300,- stgr. m/svampd. Visa - Euro raógreióslur OPIÐ í DAG TIL KL 16 HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100. ískyggilegar tölur Forustugrein DV í gær nefnist „Atvinnuleysis- draugurinn" og fer hún hér á eftir: „Atvinnuleysi mælist um þessai- mundir rneira en áður hefur þekksL Ef tekið er mið af hlutfalli mannafla á vinnumark- aði mælist atvinnuleysið 5,5% í janúarmánuði. Einn af hveijum tuttugu er án atvinnu á lands- byggðinni og mest mæl- ist atvinnuleysið á Suður- nesjum eða um 7% vinnu- færra manna og kvenna. Þetta eru ískyggilegar tölur og jafnvel þótt tek- ið sé með í reikningimi að gæftir liafa ekki verið góðar og janúarmánuðir eru jafnan lökustu mán- uðir ársins, í atvinnu mælt, blasir það við hveijum manni að at- vinnuástandið er afar slakt og fer versnandi. Lýkur ekki á morgun „Ég er sannfærður um að þetta mikla atvinnu- leysi og sú niðursveifla sem við erum í er ekkert sem lýkur á morgun," segir Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnuveitendasambands- ins, í viðtaii við DV í gær. „Það verður löng og ströng barátta fyrir íslensku þjóðina að kom- ast úr þessu.“ Bjöm Grétar Sveins- son, formaður Verka- mannasambandsins, er ekki eins svartsýnn en segir: „Það er ekkert sem við í verkalýðshreyfing- umii höfum jafnmiklar áliyggur af og þetta mikla atvinnuleysi." Upphlaup og verkfallsheim- ildir Þrátt fyrir þessar blik- Verkfallsheimildir og atvinnuleysi Atvinnuleysinu verður að bægja frá og full atvinna á að hafa allan forgang í kjara- baráttunni. Til lítils er að hækka laun og kaupmátt ef þúsundir manna ganga um launalausar. Þetta segir í ritstjórnargrein í DV. ur hefur verkalýðshreyf- ingin hvatt aðildarfélög sín til að afla sér verk- fallsheimildar. Á öðrum vígstöðvum hefur verka- lýðshreyfingin sömuleið- is tekið þátt í almennum upphlaupum, sem snerta kröfur um að ekki sé dregið úr útgjöldum rík- issjóðs. Með samtökunum Almannaheill hefur verkalýðshreyfingin tek- ið undir þá andstöðu, sem risið hefur gegn sparnað- arviðleitni ríkissijóniar- innar. Það má ekki draga úr 40% kostnaði í heil- brigðlskerfinu, það má ekki spara í menntakerf- inu, þá má ekki blaka við velferðarkerfinu. Krafan er sú að í staðinn verði skattar lagðir á hátekju- fólk og fjármagnstekjur. Leysir ekki hallann Sú krafa kann að hljóma vel í eyrum, en þótt orðið verði við henni leysir það ekki tólf millj- arða króna halla ríkis- sjóðs. Sú skattaleið dreg- ur ekki úr vöxtum á lánsfé almennings og sú innheimta breytir ekki þeirri staðreynd, að þjóð- artekjurnar eru að drag- ast saman og halda áfram að dragast saman. Það verður enginn ríkari • þótt hann færi krónurnar sinar úr einum vasa í annan. Minnkandi þjóðartekj- ur stafa af erfiðleikum í atvinnurekstri, tap- rekstri, aflabresti, minni hagvexti. Undir þeim kringumstæðum eru þjóðartekjur ekki til skiptanna og það er sama hversu lengi verkalýðs- lireyfingin efnir til verk- falla, hún mun aldrei auka arðinn í þjóðfélag- inu eða kaupmáttinn í buddunum með þeim hætti. Fjaran sopin íslendingai' hafa mátt þola langvarandi verð- bólgu, halla á ríkissjóði og óstöðvandi skulda- söfnun. íslendingar hafa sopið marga fjöruna í vaxtaokri og ótimabær- um kaupgjalds- og verð- lagshækkunum. Allt þetta höfum við þolað og lifað af. En atvimiuleysis- draugurinn hefur sem betur fer aldrei náð fót- festu hér á landi. Hann hefur tekið sér fasta ból- festu í flestum öðrum löndum álfunnar meðan Islendingar hafa alltaf getað gengið að störfum og jafnvel þurft að flytja iim starfsfólk. An lausna Nú er þetta að breyt- ast og málið er svo alvar- legt að hvorki verkalýðs- hreyfing, vinnuveitendur né ríkisvald geta látið það sem vind um eyru þjóta. Atvinnuleysinu verður að bægja frá og full atvinna á að hafa allan forgang í kjarabar- áttunni. Það er til lítils að hækka laun og kaup- mátt ef þúsundir manna ganga launalausar um í þjóðfélaginu." ■ ■ Háir vextir á verðbréfamarkaði Opið í Kringlunni í dag á milli kl. 10 og 16. Við bjóðum mikið úrval verðbréfa með háum vöxtum. Lilja Sigurðardóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni með upplýsingar og ráðgjöf. Húsbréf...............7,9 - 8,2% Spariskírteini........7,9 - 8,0% F éfangsbréf..........10,0% Kj arabréf............8,3%* Markbréf..............8,7%* Tekjubréf.............8,1%* Skyndibréf............6,8%* Skuldabréf traustra bæjarsjóða............9,2 - 9,5% Erlend verðbréf. Mikið úrval hlutabréfa. * Ávöxtun miðast við janúar 1992. <B> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.