Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 27

Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 27 Losiú ykkur viú vöðvabolgu og steitu Huddstotd Þordjdros Ásgeirssooar, Bugðulæk 11, sími 91 -677930 býðurfram þjónustu sína með ýmsum árangursríkum nuddaðferðum eftir því sem við á. Félagsmaður í Félagi fslenskra nuddara Þorbjörn Ásgeirsson, nuddfrædingur Reuter. Þak kaffihúss hrundi Tuttugu og þrír létust og tuttugu og tveir særðust er þak kaffihúss í austurhluta Jerúsalem hrundi síðdegis á laugardag. Þakið var byggt úr steinum og leir og vó mörg tonn. Er talið að það hafi hrunið vegna mikilla rigninga að undanförnu en þessi vetur hefur verið sá vætusam- asti í ísrael síðan mælingar hófust. Á myndinni má sjá björgunarsveit- ir leita að líkum i rústum kaffihússins. Kazakhstan vill fá aðild að Evrópubandalaginu Búist við aðild Ungveija að bandalaginu fyrir aldamót Bandaríkin: Demókratar boða róttækan uppskurð á heilbrigðiskerfínu Alma-Ata, Búdapest. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kazakhstan, einu af Mið-Asíulýðveldum Sam- veldisins, hafa hug á að ganga í eða tengjast Evrópubandalaginu en munu taka upp samstarf við araba- eða Asíuríki að öðrum kosti. Utanríkisráðherra Portúg- als sagði á laugardag, að Ung- verjar gætu vænst þess að fá aðild að Evrópubandalaginu á tímabilinu 1995-2000. „Við höfum fullan hug á að ganga í Evrópubandalagið,“ sagði Núrsúltan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstan, á laugardag að viðstödd- um Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál í EB, en hann var þá á ferð um nokkur samveldisríkin til að kanna framtíðarsamskipti þeirra og EB. Andriessen tók ólíklega í yfirlýsingu Nazarbajevs og benti á, að samkvæmt Rómarsáttmálan- um væri aðild að EB bundin við Evrópuríki. Nazarbajev sagði, að Kazakhstan væri evrasískt ríki og væri aðild að EB ekki möguleg yrði það að tengjast araba- eða Asíuríkjunum nánari böndum. Sagði hann, að Kazakar fengju boð um það dag- lega. . Evrópumenn hafa af því nokkrar áhyggjur, að múslimaríkin í Mið- Asíu gangi bókstafstrúnni á hönd og íranir hafa gert sér mjög dælt við þau að undanförnu. Andriessen hvatti hins vegar til nánari sam- skipta Mið-Asíuríkjanna og Evrópu- bandalagsins á flestum sviðum. í viðræðum Andriessens við aðra leiðtoga semveldisríkjanna kom fram, að Hvíta Rússland og Eystra- saltsríkin stefna að aðild að EB upp úr aldamótunum og Úkraínumenn eitthvað síðar. Anibal Cavaco Silva, utanríkis- ráðherra Portúgals, sem er nú í forsæti fyrir Evrópubandalaginu, sagði á fréttamannafundi með Joz- sef Antall, forsætisráðherra Ung- verjalands, í Búdapest, að Ungverj- ar mættu vænta aðildar að EB á ofanverðum þessum áratug. Sagði hann það mundu verða nánar ákveðið á leiðtogafundi EB-ríkj- anna í Lissabon í júní. New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara FYRIR utan bágt efnahags- ástand og meint kvennafar Bills Clintons, eins frambjóðanda Demókrataflokksins, hafa heil- brigðismál verið einna efst á baugi í baráttunni fyrir forseta- kosningarnar sem fram fara í nóvembermánuði. Skoðana- kannanir sýna að eitt helsta áhyggjuefni kjósenda er að lenda í fjárhagskröggum vegna heilsubrests og demókratar vonast til að geta klekkt á George Bush forseta með því að boða róttækar umbætur á kerfinu. Enginn dregur í efa að heil- brigðiskerfið í Bandaríkjunum er komið í ógöngur. Bandaríkjamenn eyða hlutfallslega meiru í heilsu- gæslu en nokkur önnur vestræn þjóð, um áttunda hluta þjóðar- tekna. Samt býr stór hluti Banda- ríkjamanna við öryggisleysi sem þekkist ekki í Vestur-Evrópu eða öðrum löndum þar sem ríkistrygg- ingar taka stærsta fjárhagsskell- inn af fólki sem slasast eða veik- ist alvarlega. Um 35 milljónir Bandaríkjamanna eru ótryggðar gegn heilsumissi og helming allra gjaldþrota einstaklinga má rekja til hárra sjúkrahúsareikninga. Ríkið rekur reyndar umfangs- mikið og flókið sytyrkjakerfi, sem einkum er ætlað til að hjálpa öldr- uðum og hinum fátækustu, en gagnast þó ekki láglaunafólki sem er rétt fyrir ofan fátæktarmörk. Flestir eru tryggðir hjá almennum tryggingafélögum í gegnum vinnuveitendur sína. Ekki bjóða samt allir upp á tryggingar fyrir starfsfólk og sum fyrirtæki neita að ti-yggja þá sem eru heilsuveilir við ráðningu. í ótraustu atvinnu- ástandi eins og nú ríkir óttast fólk að missa heilsutrygginguna um leið og vinnuna. Þetta ástand hjálpaði lítt þekkt- um demókrata í Pennsylvaníu að vinna aukakosningar til öldunga- deildarinnar í nóvember síðast- Bandaríkjamenn verja tiltölulega inestu í heilbrigðiskerfið en samt. er það í ógöngnm. liðnum en hann hét kjósendum að beijast fyrir lágmarkstrygg- ingum fyrir alla. Þetta kom öllum á óvatt þar sem heilbrigðismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmikil í bandarískum stjórnmálum. Ósig- urinn kom flatt upp á repúblík- ana, sem tefldu fram vinsælum ráðherra og fyrrum ríþisstjóra Pennsylvaníu í „öruggt" repúblík- anasæti. Frambjóðendur demókrata hafa reynt að fylgja eftir þessum sigri og hafa allir lagt fram tillög- ur til úrbóta. Einn þeirra, Bob Kerrey, hefur gert það að helsta stefnumáli sínu að koma á kerfi svipuðu og í Kanada. Þar var heilbrigðiskerfið ríkisvætt fyrir 20 árum með árangri sem þar- lendir telja góðan.Demókratar eru samt ekki sammála um rétta lyf- seðilinn, sem meðal annars sést á því að nú liggja um 30 fruntvörp um breytingar á skipan heilbrigð- ismála fyrir bandaríska þinginu. Bush forseti hefur fordæmt hugmyndir demókrata og í stað- .inn lagt til aukinn skattaafslátt fyrit' fátæka og millistéttina til að kaupa tryggingar. Með þessu segist hann geta fækkað hinum ótryggðu niður í fimm milljónir án þess að gera allsheijar upp- skurð á kerfinu. Hann segir að aukin ríkisafskipti muni draga úr vali manna á milli lækna og skapa skrifræðisbákn. Aðrir benda hins vegar á að óvíða er meiri yfírbygg- ing á heilbrigðiskerfinu en í Bandaríkjunum þar sem sjúkra- hús verða að eiga við skriffinna hinna ýmsu stofnana ríkis og borga auk fjölda tryggingarfé- laga, sem öll hafa mismunandi skilmála og eyðublöð. Á meðan stjórnmálamenn karpa um lækningaaðferðir þarf hinn bandaríski „meðaljón“ hins vegar að greiða sem svarar 130 þúsundum ÍSK á ár í heilbrigðis- þjónustuna, sem er tvöfalt meira en Þjóðvetjar og Japanir borga og þrefalt á við Breta. Bandaríkja- maðurinn lifir hins vegar ekki lengur en hinir og ungbarnadauði er minni í 23 löndum en í Banda- ríkjunum. Góð heilsa verður ekki metin til fjár en margir eru þreytt- ir á að borga okurverð fyrir kerfi sem hvorki skilar góðri heilsu né fjárhagslegu öryggi. Tákn nákvæmninnar NACHI KÚLULEGUR Nachi legur er japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæóu verói. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. 1U lás oiðfúj HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000 og 685656

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.