Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 33

Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Skýrsla íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins: Menn hafi frelsi til að vera utan stéttarfélaga - segir Björn Bjarnason „Hér á landi gera æ fleiri sér grein fyrir því, að þeir geta leitað réttar síns annars staðar en fyrir íslenskum dómstólum og stjórnar- stofnunum, ef þeir telja á sér brot- ið. Athyglin á eftir að beinast í enn ríkara mæli að réttindum sem felast í ýmsum alþjóðasamþykkt- um. Eftirlitsstofnanir á grund- velli slíkra samþykkta eiga eftir að láta meira að sér kveða hér eins og annars staðar. Alþingi og stjórnvöld almennt verða að vera undir þetta búin,“ sagði Björn Bjarnason (S-Rv), formaður Is- landsdeildar Evrópuráðsþingsins, þegar hann gerði grein fyrir skýrslu deildarinnar. Höfuðstjórn Evrópuráðsþingsins skiptist í þrennt; ráðherranefnd, Evrópuráðsþing og aðalskrifstofu. En auk þessara aðalstofnana hefur verið komið á fót sérstökum stofnun- um eða nefndum til að fylgja eftir einstökum sáttmálum sem gerðir hafa verið innan vébanda Evrópur- áðsins. Björn Bjarnason nefndi nokkra þessara sáttmála og stofn- ana. Fyrir Mannréttindadómstólnum er nú eitt mál er snertir Island og varðar það gildi 108. greinar al- mennra hegningarlaga. Fyrir mann- réttindanefndinni bíða að minnsta kosti tvö mál frá íslandi afgreiðslu, annars vegar vegna laga frá 1989 um atvinnuréttindi leigubílstjóra og hins vegar vegna skattamála Þýsk- íslenska verslunarfélagsins. Brotlegir við félagsmálasáttmála? íslendingar eru aðilar að Félags- málasáttmála Evrópu. Á grundvelli sáttmálans starfar sérfræðinga- nefnd. Björn Bjarnason vakti at- hygli á því að sérfræðingarnir hefðu gert athugasemd við að Island full- nægði ekki kröfum samkvæmt 5. grein sáttmálans sem kveður á um frelsi verkafólks og vinnuveitenda til að stofna stéttarfélög. Sérfræð- inganefndin lítur þannig á, að í þess- ari grein felist jafnframt frelsi til að standa utan við stéttarfélög, þótt bein ákvæði séu ekki um það í henni. Þessi túlkun sérfræðinganna leiðir til þess, að hún telur hvers kyns lagaákvæði eða ákvæði í kjarasamn- ingum um skylduaðild að stéttarfé- lögum bijóta í bága við 5. greinina. Telja sérfræðingarnir að ákvæði í íslenskum lögum gangi þvert á anda 5. greinarinnar og benda þeir á 1. grein laganna um atvinnuleysis- tryggingasjóð og lög nr. 77/1989 um leigubifreiðar, þar sem bílstjórar eru skyldaðir til að vera í stéttarfé- lagi. Björn Bjarnason sagði fulltrúa íslands í embættismannanefnd um félagsmálasáttmátann hafa mót- mælt þessari túlkun sérfræðinga- nefndarinnar. Björn sagði ekki víst á þessu stigi hvaða stefnu þetta mál tæki á vettvangi ráðherranefndar- innar. En ljóst væri þó, að ef það yrði almenn niðurstaða þar, að ís- land fullnægi ekki ákvæðum félags- málasáttmálans, yrði óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau endur- skoði löggjöf sem bryti í bága við sáttmálann. Formaður íslandsdeildar Evrópu- ráðsþingsins sagði að á Evrópuráðs- þinginu í september síðastliðnum hefði verið samþykkt tillaga til ráð- herranefndarinnar um félagsmála- sáttmálann og framkvæmd hans. Þar væri m.a. lagt til að í 5. grein hans væru öll tvímæli tekin af um að menn hefðu einnig frelsi til að standa utan stéttarfélaga. Þetta - væri .enn aðeins tillaga þingsins en hún gæfi vísbendingu um það ann- ars vegar að talið væri nauðsynlegt að taka af skarið um þetta vafa- atriði, og hitt hins vegar að breyting- in tæki af allan vafa um að íslensk löggjöf væri ekki í samræmi við skuldbindingar samkvæmt félags- máiasáttmálanum. Björn Bjarnason sagði þingmenn verða að hyggja að því við lagasetn- ingu að hún stangist ekki á við hina mikilvægu sáttmála Evrópuráðs- ins.„„Hér á landi gera æ fleiri sér grein fyrir því, að þeir geta leitað réttar síns annars staðar en fyrir íslenskum dómstólum og stjórnar- stofnunum, ef þeir telja á sér brotið. Athyglin á eftir að beinast í enn rík- ara mæli að réttindum sem felast í ýmsum alþjóðasamþykktum. Eftir- litsstofnanir á grundvelli slíkra sam- þykkta eiga eftir að láta meira að sér kveða hér eins og annars stað- ar. Alþingi og stjórnvöld almennt verða að vera undir þetta búin.“ Karl Steinar Guðnason hvetur til sagnfræðirannsókna: Margt skuggalegt við sam- band við einræðisríki í austri KARL Steinar Guðnason (A-Rn), formaður íslandsdeildar Norður- Atlantshafsþingsins, gerði í fyrri viku grein fyrir skýrslu um starf og samskipti þingmanna við Atlantshafsþingið og Atlantshafsbandalag- ið, NATO. Þingmenn í þingmannasamtökum bandalagsins ræða nú nauðsyn þess að „skoða sögulegar heimilir og þátt fylgifiska kommún- ismans í tilraunum til að veikja Atlantshafsbandalagið og varnir Vest- urlanda," sagði Karl Steinar. í síðustu viku var fjölmörgum skýrslum dreift um starf alþingis- manna í ýmsum alþjóðanefndum. Um hádegisbilið síðastliðinn fimmtu- dag gerði Björn Bjarnason (S-Rv), formaður Islandsdeildar Evrópur- áðsþingsins, grein fyrir skýrslu um 43. þing þess. Til Evrópuráðsins var stofnað eft- ir síðari heimsstyrjöldina. Með virð- ingu fyrir lögum og rétti, vernd mannréttinda, lýðræðislegra stjórn- arhátta og félagslegra réttinda skyldi lagður grunnur að friðsam- legu samstarfi Evrópuþjóða. Stuttar þingfréttir: Bókatiðindi í gær var dreift til þingmanna bókinni Samningur um Evrópska efnahagsvæðið, EES. (Enskur texti). Útgefandi er utanríkisráðuneytið, viðskiptaskrifstofa. Bókin er óbund- in; í kiljuformi með bláum spjöldum, alls 103 bláðsíður. Margir þingmenn hafa beðið með eftirvæntingu eftir þessu lesefni. Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) lét þó í ljós í samtali við Morgunblaðið nokkrar áhyggur af því þetta rit gæti reynst þingmönnum þungt í skauti. Háskalegt væri að sofna við lestur þessarar bókar í rúminu ,því þetta rit væri ekki léttvægt. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) fór almennum orðum um starf og sögu Norður-Atlantshafsþingsins en síðar vék hann að því að þingið yrði líkt og NATO að bregðast við þeim breytingum sem orðið hefðu á al- þjóðavettvangi, þótt ekki væru leng- ur þörf á því að veijast óvini í austri, hinum kommúnísku aðildarríkjum Varsjárbandalagsins undir forystu Sovétríkjanna. Karl Steinar sagði að nokkuð hefði borið á því að Frakkar og reyndar fleiri hefðu viljað bijóta samtökin upp og stofna sérstakt varnarbandalag Evrópuríkja og þá án samfylgdar Bandaríkjanna. í umræðum og atkvæðagreiðslum um tillögur hefðu íslensku fulltrúarnir lýst sig andvíga þessum sjónarmiðum og lagt þunga áherslu á að Bandarík- in og Evrópa hefðu sem víðtækasta og nánasta samvinnu á sviði vamar- mála. Karl Steinar Guðnason taldi ástæðu — nú þegar kommúnisminn væri hruninn — til að minna á að hér á landi hefði verið sterk hreyfíng sem varið hefði Sovétríkin og skipu- lag þeirra í einu og öllu: „Það var sama hvað á gekk þar eystra. ís- lenskir kommúnistar vörðu Sovétrík- in og gerðir þeirra. Þeir sem aðhyllt- ust vestræna samvinnu og Atlands- hafsbandalagið voru úthrópaðir, beittir rógi, illmælgi og meira að segja sakaðir um landráð." Formaður íslandsdeildar Norður-Atlantshafs- þingsins sagði þessu til viðbótar m.a: „Það eru ótrúlega fá ár síðan því var haldið fram bæði í Þjóðviljanum og af aðstandendum hans að allt mis- jafnt sem fréttist væru lygar og óhróður. Nú er öllum ljóst að fylgj- endum Atlantshafsbandalagsins höfðu rétt fyrir sér. Nú þegar hul- unni er svipt af, og þegar leyniskýrsl- ur að austan eru opnaðar, hefur kom- ið berlega í ljós, og reyndar staðfest það sem áður var sagt, að Noregur var í verulegri hættu fyrir innrás Sovétríkjanna og helstu bandamenn okkar íslendinga töldu mjög áþreif- anlega hættu á að Sovétríkin réðust á ísland í því skyni að færa víglín- una nær Bandaríkjunum." Formaður íslandsdeildar Norður-Atlantshafs- þingsins sagði viðstöddum þing- mönnum: „Heimildir segja einnig að óttast var að flokksmenn Sósíalista- flokksins, sameiningarflokks Alþýðu sem síðar var kallaður Alþýðubanda- lag, kæmu þessum hugsanlega inn- rásarher til aðstoðar." Karl Steinar hvatti menn til sagnfræðirannsókna: „Eg hygg að jiegar grannt verður skoðað komi ýmislegt skuggalegt í ljós er varðar tengsl einstaklinga og flokks við einræðisríkin í austri. Nokkrir heiðarlegir íslendingar hafa t.d. upplýst hvernig austur-þýska leyniþjónustan, Stasi, reyndi að fá þá til að njósna um félaga sína. Ástæða er til að rannsaka hvort allt hafí verið upplýst. Hvort allir þeir er voru styrkþegar í Austur-Þýska- landi eða þeir sem títt voru gistivinir kommúnistanna hafí greint frá því er þá varðaði í þessum efnum.“ Það var engin þröng þingmanna í fundarsal er Karl Steinar flutti sína átölu. Bæði var það að margir þing- manna voru að neyta hádegisvei'ðar og margir voru að undirbúa ræður sínar fyrir utandagskrárumræðu sem hefjast skyldi stuttu síðar. Voru því fáir til andsvara og engir þeirra þing- manna sem sem dvalið eða numið höfðu í hinum svonefndu sósíalísku eða kommúnísku alþýðulýðveldum. En viðstadddur alþýðubandalags- maður, Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf), sagði Karl Steinar hafa haldið mjög sérstæða ræðu; vegið með grófum hætti að þingmönnum í öðrum flokkum og nefnt Alþýðu- bandalagið og dregið undir sama hatt og það sem hann hefði verið að gagnrýna. Hvanneyri: Gæðaskinn hjá loð- dvrabændum á sam- eiginlegri sýningu Hvanntúni í Andakíl. I FYRSTA sinn sýndu loðdýraræktarfélög á Suðurlandi og Vestur- landi sameiginlega refa- og minnkaskinn á Hvanneyri á dögunum. Bændur af hvenu svæði kepptu um verðlaun um bestu búntin. Alls bárust 70 minnkaskinn og 40 refaskinn í 36 búntum frá 12 framleiðendum, í hveiju búnti eru 3 skinn sem framleiðandi velur saman í samkeppnina. Sýningin bar þess glöggt merki að loðdýra- bændum hefur fækkað mjög en það kemur ekki niður á gæðum skinnanna, þau eru betri en áður hefur sést á sýningum hér á landi. Dómarar voru Siguijón B. Jónsson, Helgi Eggertsson og Bjarni Stefánsson. Bjarni leiðbeinir bænd- um á Vesturlandi í loðdýrarækt og sá hann um framkvæmd sýn- ingarinnar. Loðdýraræktarfélögin stóðu að sýningunni og sagði Bjarni í ávarpi sínu að sýning sem þessi væri mikilvægur hlekkur í ræktunarstarfinu og í félagslegu tilliti. Búi Vífilsson, Krókum, hlaut bikar fyrir besta búntið á Vestur- landi í minnkaskinnum fyrir pa- stelafbrigði, 169 stig, og annan bikar fyrir besta búntið af ref, 183 stig. I samkeppni Sunnlendinga áttu Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði og Björgvin Sveinsson, Torfustöð- um bestu minnkabúntin, hlutu 171 stig. Bikara fyrir besta refaskinnið og besta refabúntið hlaut hinsveg- ar Þorkell Gunnarsson, Stærri-Bæ. - D.J. Verðlaunahafar sem viðstaddir voru: F.v. Eyþór Arnórsson, Búi Vífilsson, Guðni Indriðason, Þorbjörn Sigurðsson, Björgvin Sigurðsson og Þorkell Gunnars- son. Verðlaunaskinn af Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.