Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 ísland í samfé- lagí þjóðanna eftir Árna Ragnar Arnason Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál var nýlega rædd á Alþingi. Ég geri hér nokkra grein fyrir sjónarmiðum mínum hvað varðar ísland og EES eða EB. Traustur grundvöllur Allt frá stofnun lýðveldisins hafa höfuðmarkmið utanríkisstefnu okkar verið: — að tryggja sjálfstæði landsins, þ.m.t. öryggi þess, — að tryggja yfirráð okkar yfir auðlindum lands og sjávar — og að tryggja aðgang okkar að erlendum viðskiptamörkuðum. Þeir framsýnu stjórnmálafor- ingjar okkar sem mótuðu hana höfðu djörfung og framsýni til að ákveða að ísland skyldi verða virk- ur þátttakandi í samfélagi þjóð- anna, og í samtökum og víðtækum samskiptum þjóða sem vilja tryggja sjálfstæði sitt með gagnkvæmu samstarfi og ná því fram jafnt fyr- ir þær smáu sem hinar stóru. Þeir höfðu víðsýni til að hafna einangr- un, þrátt fyrir harða andstöðu lítils en háværs og ofstopafulls minni- hluta — sem enn eimir af svo undar- legt sem það nú er í Ijósi þess sem síðan hefur komið fram. Fyrir smáþjóð er mikilvægt að eiga traust samskipti við hinar öflugri og stærri. Við eigum greiða leið að þjóðum nær og fjær til við- ræðna um hvers konar sameigin- lega hagsmuni, efnahagsmál og viðskipti, menntun og menningu öryggismál, umgengni við náttúr- una og auðlindir hennar, stjórnmál og félagsmál. Við erum ekki horn- rekur án samneytis við aðrar þjóðir. Efst á baugi Skýrslan dregur fram það sem hátt ber frá okkar sjónarhól. Þ.á m. þá stórviðburði sem hafa orðið í stjórnmálum Mið- og Austur-Evr- ópu á sl. 3 árum, og enn sér ekki fyrir endann á, en hafa þegar gjör- breytt álfunni. Þar ber hæst póli- tískt, félagslegt, efnahagslegt og umhverfislegt gjaldþrot kommún- ismans og þeirra stjórnarhátta, ein- ræðis, ofstjórnar og kúgunar sem Sovétríkin voru dæmigerð fyrir undir ráðsmennsku hans, en sem því miður eiga enn talsmenn í stjórnmálaumræðunni hér úti á Is- landi. Einnig ber hátt — og bar hæst í umræðunni á Alþingi — þær grundvallarbreytingar sem orðið hafa og eru að verða á samstarfí Vestur-Evrópuþjóðanna: — Á sömu 3 árum hefur verið lagður grunnur að auknu sam- starfí, sameiginlegri stefnumótun og ákvarðanatöku í æ fleiri mála- flokkum innan EBE-ES sem leiðir til myndunar EB. — Tekist hefur með þeim og EFTA-ríkjunum samningur um víð- tækt samstarf í viðskiptum, efna- hagsmálum og fleiri málefnum — EES. — Flest EFTA-ríkjanna hafa ákveðið að sækja um aðild að EB, eða ræða nú af mikilli alvöru að gera svo. Aðstæður breytast í sífellu Okkur er ávallt brýnt að fylgjast grannt með breytingum sem gerast með grannþjóðum og helstu við- skiptaþjóðum okkar, og á sam- skiptum þeirra. Vera vel meðvituð um ástæður, meta jafn harðan áhrif og afleiðingar á afkomu okkar og tilveru og hvernig brugðist skuli við. Við getum ekki látið sem um- heimurinn sé óbreytanlegur. Sumir þingmenn virðast álíta svo, bregð- ast hart við hverju sinni þá rædd eru ný viðfangsefni í samskiptum okkar við aðrar þjóðir í ljósi breyttra aðstæðna — og berjast um hart til að forða því að -við eigum samstarf við grannþjóðir og vina- þjóðir. Það hlutskipti sem þeir vilja íslenskri þjóð er ekki gæfulegt. Við hljótum alltaf að ræða, meta og spyija um stöðu Islands í stjórn- málalegu og viðskiptalegu sam- starfi Vestur-Evrópuþjóðanna, annað væri óskynsamlegt vegna viðskipta- og menniyigartengsla að fornu og nýju. Hver þáttur Islands skuli vera og hvernig best verði staðinn vörður um hagsmuni þess þegar helstu viðskiptaþjóðir okkar tengjast mjög nánum böndum inn- byrðis — er spurning sem á okkur hvílir að svara á næstu mánuðum og framvegis, það er hlutverk okk- ar. Henni verður ekki í eitt sinn svarað til allrar framtíðar. Þing- menn einangrunarsinna verða að átta sig á því. Samningur um EES mun ekki leysa okkur undan skyldum okkar til að fylgjast grannt með í síbreyti- legum umheimi. Hversu vel sem okkur kann að takast í verki af þessu tagi — mun rás tímans samt sem áður úrelda það þegar frá líður. Einangrun er okkar versti óvinur Við höfum lagt áherslu á frelsi í samskiptum okkar og í gerð við- skiptasamninga við aðrar þjóðir. Til þess liggja tvær grundvallar- ástæður: — Frelsishugsjón, sem við erum að mestu sammála um, og — hagsmunir okkar. Við höfum af því reynslu, að við frelsi í viðskiptum er hag okkar betur borgið en við hvers konar höft, bönn eða einokun, sem oftast er komið á undir yfirskyni verndar — til þess að mismuna. Reynslan kennir okkur líka, að einangrun er okkar versti óvinur. Þessi sjón- armið getum við heimfært á EES- samninginn og á hugsanlega samningagerð okkar við EB. Við þurfum frelsi til að eiga jafnframt viðskipti við lönd utan þess, önnur Evrópulönd, Bandaríkin eða önnur Ameríkulönd, Japan eða önnur Asíulönd — þar eigum við mikla markaði og hagsmuna að gæta. Við getum ekki hafnað viðskiptum við V-Evrópu, og þurfum þess ekki ef við högum svo samningum að við getum nýtt þá kosti sem fólgn- ir eru í legu íslands milli megin- landa og heimsálfanna þriggja og haslað okkur völl í alþjóðaviðskipt- um, sem hlið þeirra til viðskipta yfír mörk tolla- og viðskiptabanda- laga. Það getum við samkvæmt EES-samningnum, hann einangrar okkur ekki inni í EB. Ég tel samninginn, þrátt fyrir nokkra ókosti, ásættanlegan vegna kosta hans — ávinninga okkar, og að við íslendingar eigum að stað- festa hann af okkar hálfu. Þannig muni hagsmunum okkar betur borgið en með því að hafna honum. Mestu skiptir, að með samningn- um fást verulega bætt kjör á mörk- uðum V-Evrópu fyrir helstu afurðir okkar. Við höfum á undanförnum árum mjög sótt inn á markaði þess- ara landa og glímum þar við keppi- nauta sem nú njóta þar betri kjara af hálfu stjórnvalda — og því breyt- ir samningurinn. Hann mun gera kleift að fullvinna meira en áður af sjávarfangi okkar hér heima og flytja síðan dýrmætari afurðir á þessa bestu markaði okkar. Sam- keppnisstaða íslenskrar fískvinnslu mun stórum batna með staðfest- ingu hans. Bætt staða fiskveiða og -vinnslu gefur höfuðatvinnugrein okkar betri afkomu og þjóðinni allri betri lífskjör. Einnig kemur hann á brýnum samskiptum í menningar- og menntamálum, umhverfismálum og fleiri mikilvægum málaflokkum og því einnig af þeim ástæðum okkur til hagsbóta. Þó ekki sé ljóst hvort samning- Árni Ragnar Árnason „Við hljótum alltaf að ræða, meta og spyija um stöðu íslands í stjórnmálalegu og við- skiptalegu samstarfi Vestur-Evrópuþjóð- anna, annað væri óskynsamlegt vegna viðskipta- og menning- artengsla að fornu og nýju.“ urinn hlýtur staðfestingu EB, koma vart síðar til álita lakari kjör ríkis sem á að honum aðild, í viðskiptum við þau sem hins vegar eru. Á sama tíma sýnist vart eftir betri kjörum að slægjast hjá EB með öðrum hætti. Þó kostir virðist augljósir við aðild þá blasa einnig við miklir ókostir. Núverandi fiskveiðistefna EB og gífurlegir hagsmunir okkar í auðlindum sjávarins virðast al- gjörar andstæður. Við höfum í sumum málaflokkum farið eigin leiðir og þjóðlífið er í nokkrum efn- um frábrugðið því sem er í ríkjum innan EB. Þess vegna yrði sam- eiginleg stefnumótun og samræmd skattheimta okkur erfið og yfír- þjóðlegt vald illa samræmast venj- um okkar, eða þörfum í stjórn- sýslu. Um þetta má nefna samsetn- ingu atvinnulífs og efnahagsstarf- Flokkur á hvörfum eftir Bjarna Kjartansson Nú er aðkallandi að sjáifstæðis- menn rifji upp með sértilurð flokks síns, íhugi þá lífsskoðun sem sam- tök þeirra nærast á, rýni í sam- þykktir gerðar á þingum óbreyttra flokksmanna, hyggi að aðferðum sem hugnast meirihluta kjósenda sinna. Ég fullyrði að lífsskoðun flestra okkar sem höfum verið stoltir af því að nefnast sjálfstæðismenn, á rót í kristilegu viðhorfi auk þjóð- legra gilda. Yfírskrift eða kjörorð síðasta landsfundar, „Frelsi og mannúð“, kristallar viðhorf flestra sjálfstæðismanna til þjóðlífsins og samskipta manna á meðal. Þetta ber að hafa í huga þegar forystu- menn okkar raða niður aðgerðum til spamaðar og tekjuöflunar. Allir vita að sparnaði má ná í rekstri sjúkrahúsa með endur- skipulagningu starfseminnar. Spyija má, hvers vegna eru hjúkr- unarkonur komnar í skrifstofu- og stjómunarstörf í stað hjúkrunar? Hví eru læknar ekki ábyrgir hver fyrir sínum sjúklingi? Til hvers er öll þessi pappírsvinna og sífelldu „rapport“ út og suður? Ekki tíðkað- ist slík sóun á mannafla og tíma undir stjórn Bjarna Jónssonar á Landakoti og væri vel til fundið að ráðamenn læsu bókina „Á „Ég legg að stafnbúum flokksins og stjórnend- um, hlustið á ykkar innra sjálf, virðið skoð- anir liðsmanna ykkar, haldið trúnað þeirra er til samstarf eru kosnir og ekki síst: Berið ekki ágreining á torg, held- ur leysið í sameiningu að bestu manna yfir- sýn.“ Landakoti" til fróðleiks og lær- dóms. Einnig er á allra vitorði ofmönn- un í ýmsum deildum menntamála, allt frá grunnskóla til æðri skóla- stiga. Má þar nefna margfalt skrif- stofubákn svo sem fræsðlustjóra- skrifstofur í hveiju kjördæmi. Betra væri að saman færi vandinn við rekstur s.s. mönnun og niður- röðun fjármuna skólans og veg- semdin að bera ábyrgð á skóla- starfí hjá hveijum skólastjóra, þannig yrði stöðuheiti þeirra rétt- nefni. Það er alkunna að enginn er dómari í eigin sök. Því láta allir íhugulir menn kvak opinberra starfsmanna sem leiðan klið um eyru fara og kippa sér ekki upp við stóryrðin. Hitt er þó að menn bíða enn eftir að ráðamenn hafi það bein í nefinu að benda undan- bragðalaust á þau störf hjá kerfinu sem eru með öllu óþörf. Leggja þau einfaldlega af. Hræðsla manna við „menntamenn" er með öllu óþörf, réttlætiskennd almennings dugir í því áróðursstarfí við þessa skólagengnu varðhunda sérhags- muna og skrifræðis. Fjáröflunin er einfaldari fyrir réttlátan mann með þokkalegt jarðsamband við hinn venjulega fjölskyldumann. Mann sem ekki er glámskyggn á þarfir og langan- ir brautstritarans. Þessi sami mað- ur verður að hlusta og þora að nema stunur og lágvært kjökur um vonbrigði liðinna ára, hafa þor til að leggja til atlögu við þá sem hafa skapað sér aðstöðu til að hafa fé og jafnvel lifibrauð af ná- unganum á löglegan en óeðlilegan hátt í skjóli lögverndaðra okur- gjaldskráa. Ánægjulegt er að sjá sjálf- stæðismenn hafa forystu um að leggja til á Alþingi að yfírtökur hinna sterkari í hlutafélögum verði bannaðar og kann ég Matthíasi Bjarnasyni og Eyjólfi Konráð bestu þakkir fyrir. Þar sér almenningur í verki að alin er önn fyrir þeim er minna mega sín og að Sjálfstæð- isflokkurinn leggur sig undir líma Bjarni Kjartansson lítilmagnans til þess að létta þeim lífsbaráttuna. Leitt er að lesa og heyra um- mæli flokksmanna um forystu- menn sína. Mætti af þeim ráða að þar færu tilfinningalausir menn kalnir á hjarta og með frosið fyrir öll vit. Ég fullyrði að svo er aldeil- is ekki en verð þó að viðurkenna að oft flýgur manni í hug að ráð- gjafar þeirra hafi ekki menntast meðal alþýðu manna heldur hafi dvalið langdvölum við nám í há- skólum og hafa þess vegna aðeins sýn á annað borðið. Ekki dugar það ef stjórna á gegnum rastir í viðsjálu. Ég legg að stafnbúum flokksins og stjórnendum, hlustið á ykkar innra sjálf, virðið skoðanir liðs- manna ykkar, haldið trúnað þeirra er til samstarf eru kosnir og ekki síst: Berið ekki ágreining á torg, heldur leysið í sameiningu að bestu manna yfirsýn. Ekki veit ég margra von sem færir væru án mikilla mótmæla sérhagsmunahópa, að halda á málstað borgaralegra gilda nú um stundir, því bið ég enn. Hyggið að orðum hinna háru þula sem enn eru fúsir til að gefa nokkuð af tíma sínum til framdráttar þess eina flokks sem í færum er til átaka við stundarvandann. Ég styð sjálfstæðishugsjónina, gekk ungur til liðs við flokkinn sem á sér hve fegurst einkunnarorð meitluð í stuðlaberg íslenskrar samvisku. „Gjör rétt, þol ei órétt.“ „Stétt með stétt“ og fleiri í þeim anda sem allir þjóðhollir kristnir menn vilja glaðir lúta. Forystu- menn hans höfðu þor til þess að færa björg og skilyrði til bjargáina til almennings sem best sést á þeim fjölda íbúðarhúsnæðis sem byggður var á vegum einstaklinga á viðreisnartímanum. Slíka forystu fær þjóðin nú ef ráðamenn hlusta mátulega á fræðingana sína og láta hjartað og sinnið ráða með tilvísan til kjörorðanna „gjör rétt, þol ei órétt“. Með einlægri flokkskveðju. Höfundur cr kaupmaður á Tálknafírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.