Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 —---1—< • ■ ! i •---r-TT-r—n-r--1--...i 11 1 1 Leifur Vilhjálms- son — Minning Fæddur 25. ágúst 1946 Dáinn 23. marz 1992 Guð gefi mér æðraleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli. Þegar ég sest niður í þeim til- gangi að skrifa fáein kveðjuorð til tvíburabróður míns, Leifs Vil- hjálmssonar, finnst mér að mörgu leyti eins og ég sé að kveðja hluta af sjálfum mér. Svo líkir og sam- rýndir vorum við bræðurnir. Þegar fréttin um andlát hans barst mér, þutu ótal minningar um huga minn. Flestar þessar minningar voru úr barnæsku. Fyrstu skóladagar okkar í Melaskólanum, leikir okkar í vest- urbænum og ýmis uppátæki sem stundum féllu ekki alltof vel í geð nágrannanna. En lífið er ekki alltaf leikur og það fékk Leifur að reyna eins og reyndar allir aðrir. Það skiptast á skin og skúrir í lífi manna. Þó fannst mér eins og skúr- irnir í lífi Leifs minntu stundum meira á haglél. Þrátt fyrir að mér - t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR LÍNDALS, Steinholti, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir góða hjúkrun og umönnun. Anna Kristjánsdóttir, Brynjólfur Eiríksson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS G. GUÐMUNDSSONAR, Vfðimel 52. Margrét Ágústsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Valur Tryggvason, Guðmundur Einarsson, Ólöf Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Eva Hreinsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður langömmu, okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR, Laugabrekku 19, Húsavík. Þóra og Magnús, Jónas og Hrönn, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR ELÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR frá Loftsölum, Sörlaskjóli 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 1-A á Landakoti fyrir góða umönnun. Daníel Franklín Gíslason, Guðbjörg Elín Daníelsdóttir, Árni Þórólfsson, Arna Björk Árnadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR B. BJÖRNSDÓTTUR, Gnoðarvogi 60. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins. Eggert Kristinsson, Hrafnhiidur Harðardóttir, Njáll Helgason, - Hafdfs Edda Eggertsdóttir, Bryndfs Erla Eggertsdóttir, Stefán Egilsson, Björn Sævar Eggertsson, Ásgerður Ó. Júlíusdóttir og barnabörn. finnist tilhugsunin um lífið án hans dapurleg, hverfa aldrei úr huga mér skemmtileg tilsvör hans og sögur, en kímnigáfa Leifs var alveg sér- stök. Sorgin er eflaust sú tilfinning sem fæstir vilja upplifa. Mín reynsla er samt sú að margar aðrar tilfinn- ingar eru verri t.d. reiði, hatur, af- brýðisemi og öfund. Þessar tilfinn- ingar eitra líf manna og skaða á margan hátt. Gleðin er aftur á móti uppspretta sorgarinnar. í sorg- inni minnumst við gleðistunda með þeim er við syrgjum. Og við upplif- um fagrar og hreinar minningar. Þannig varðveiti ég í huga mínum fallega mynd af bróður mínum, sem mér þótti ákaflega vænt um. Um leið og ég kveið Leif með söknuði vil ég votta öllum hans nánustu aðstandendum og vinum samúð mína. Hreinn Vilhjálmsson. Andlátsfrétt barst á virkum degi, óvænt, þegar einskis er von. Þögn og sársauki læsa sig inni í vitund- ina, manni verður fátt um orð. Mig langar að þakka mági mín- um Leifi Vilhjálmssyni fyrir allar samverustundir okkar í gegnum árin, um leið og ég sakna þess að 'þær skyldu ekki hafa orðið fleiri. Það var góður og hæfileikaríkur maður sem hefur kvatt okkur í þessari jarðvist. Ég votta öllum ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessum harmi. Lundi, Svíþjóð, 29. mars 1992. Hugrún. Mig langar að minnast í örfáum orðum stjúpföður míns, Leifs Vil- hjálmssonar, sem lést að elliheimili sínu, hinn 23. mars síðastliðinn. Því miður hittumst við ekki oft undan- farin ár þar sem ég bý erlendis, en margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég lít tilbaka. Við hittumst síðast í fýrrasumar þegar ég heimsótti ísland. Var þá margt rætt og vonaði ég að hann yrði gestur minn hér í Svíþjóð næstkom- andi sumar. Það er margt sem mig langaði að segja honum, og söknuð- urinn er mikill. Samband okkar varð sterkara eftir því sem árin liðu þótt samveru- stundirnar yrðu ekki margar. Oft var gaman að spjalla við hann. Hann hafði mikinn húmor og sá yfirleitt spaugilegu hliðarnar á málunum. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og skapa skemmtilegar umræður, eða taka þátt í alvarleg- um og gáfulegum samræðum. Sérstaklega minnist ég sumar- Minning: Þórhallur Bjarnason frá Súgandafirði Fæddur 6. ágúst 1932 Dáinn 30. mars 1992 Móðurbróðir minn, Þórhallur Bjarnason, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 30. mars sl. eftir langvarandi veikindi. Þórhallur fæddist á Suðureyri við Súgandaíjörð þann 6. ágúst 1932. Sonur Bjarna Guðmundar Friðriks- sonar, sjómanns og síðar vitavörðs í Galtarvita, og Sigurborgar Sum- arlínu Jónsdóttur, og var Þórhallur 7. í röðinni af 16 systkinum. Eftir að hafa slitið barnsskónum á Suðureyri, fluttist Þórhallur ásamt fjölskyldunni út í Galtarvita, en árið 1943 gerðist afi vitavörður í Galtarvita og bjó þar ásamt fjöl- skyldunni í 8 ár en þá var aftur flutt inn á Suðureyri. Ekki leikur vafi á að vistin í Galtarvita í nábýli við stórbrotna náttúru staðarins setti mark sitt á Þórhall. Við þessar aðstæð'ur hóf hann sjósókn ásamt afa og bræðr- um sínum á smábátum og var sú reynsla honum mjög lærdómsrík, en þarna geta veður og sjólag verið mjög viðsjárverð og því reyndi mjög á samspil, áræðni og gætni í barátt- unni við náttúruöflin. Þrátt fyrir einangrunina á Galt- arvita, þá fór fjölskyldan ekki var- hluta af síðari heimsstyijöldinni, en mikið var um stórar skipalestir á siglingaleiðum vestur á Galtarvita sem vemdaðar voru af vígbúnum bryndrekum. Ekki er vafi á að til- vist vitans hefur verið mörgum sjó- manninum hjartfólgin á þeirri ógn- aröld sem þá ríkti enda um mikil- vægan áfanga á leið hvers skips á siglingu um válynd höfin að ræða. Seinni heimsstyijöldin var Þórhalli ætíð afar hugstæð og tilefni vanga- veltna, enda kynntist hann bram- bolti stríðsins sem unglingur, út um glugga heimilis síns á Galtarvita, jafnframt af fréttaflutningi um framgang þess. Undirritaður dvaldist oft lang- dvölum hjá afa og ömmu á Suður- eyri og kynntist því fjölskyldunni vel, þ. á m. Þórhalli. Þórhallur var mikið prúðmenni og hvers manns hugljúfi og var ætíð reiðubúinn til þess að rétta hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Þórhallur hafði mjög gott skopskyn og gat lesið brosleg- ar hliðar á annars háalvarlegum málum og snúið þeim upp í glens með alvarlegu yfirbragði, þannig að sjónarhomið gagnvart viðkom- andi málefni breyttist og menn sáu málin í nýju ljósi. Þórhallur var ákaflega víðlesinn og skarpgreindur. Hann átti mjög hægt með að tileinka sér þau fræði og sagnir sem hann las og var mjög skipulagður og góður í að endur- segja efni sem hann hafði numið. Undirrituðum er sérlega minnis- staéður geysilegur leshraði Þórhalls, en hann bókstaflega „flaug“ yfír heilu bækurnar og ritin, en hann nam það vel sem hann las. Undirrit- aður er þess fullviss, að þarna var á ferðinni mikið efni í fræðimann og hefði langskólanám fallið vel að hæfileikum hans. Undirritaður varð þess aðnjót- Minning: Hanna Guðrún Halldórs dóttirfrá Kumbaravogi Sl. föstudag var til moldar borin Hanna Halldórsdóttir, sem lést 24. mars eftir tveggja ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Ætla ég að skrifa fáeinar línur til að þakka vinkonu minni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Hönnu og eigin- manni hennar, Kristjáni Friðbergs- syni, á Kumbaravogi, Stokkseyri, og kynntist hluta af ævistarfi þeirra og eignaðist ég þar vini sem ávallt hafa reynst mér vel. Það eru ekki margir sem hafa valið sér það ævistarf að vinna ein- vörðungu að því að hlúa að iítil- magnanum tuttugu og fjóra tíma á sólarhring, þtjú hundruð sextíu og fímm daga á ári. Við þessi störf hafa þau hjón unnið alla sína starfs- ævi. Hjónaband þeirra hefur verið ein- stakt. Þau voru þvílíkir vinir, unnu að öllum málum af kröftugri hug- sjón, tryggð og hlýju. Sá ég að þarna voru ekki neinar meðalmann- fríanna sem fjölskyldan átti saman. Ég kynntist líka mörgu góðu fólki í gegnum hann og gaf mér meðal annars tvö yndisleg systkini. Hann hafði marga góða hæfi- leika, var listmálari og lauk námi frá MHÍ 1986. Hann skildi margar fallegar myndir eftir sig. Leifur bjó í Vestmannaeyjum í mörg ár, og vann þá í FES lengst af, en eftir að hann lauk námi í MHÍ vann hann lengi á Kleppi. Það eru margir sem eiga um sárt að binda en þó sérstaklega börnin hans þrjú Bjarki, Linda og Ágúst, móðir hans Sólveig Jóns- dóttir, sem reyndist honum ætíð vel, og tvíburabróðir hans Hreinn, en þeir voru mjög samrýndir. Ég votta öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur í þessari djúpu sorg. Elsku Bjarki, Linda og Ágúst, Guð veri með ykkur í ykkar mikla missi. Og ég þakka Leifi fyrir allar góðu stundirnar. Guð gefi mér æðruieysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Ragnhildur Ólafsdóttir. andi að vera til sjós með Þórhalli og fann þá vel hve vel hann hafði mótast sem sjómaður, en undir við- feldnu yfirbragði Þórhalls leyndist harðduglegur, útsjónarsamur og með eindæmum fiskinn sjósóknari. Hann réri á ýsmum bátum frá Suð- ureyri og einnig sótti hann sjóinn frá Suðurnesjum á togurum og minni bátum og var hann ætíð eft- irsóttur sjómaður. Hann eignaðist 4 tonna trillu, mb. Tjald, sem hann gerði út frá Suðureyri í nokkur ár. Með eftirminnilegustu atvikum unglingsáranna á Suðureyri var þegar við Hermann frændi, yngsti bróðir Þórhalls, gerðumst aðsóps- miklir „viðgerðarmenn" á bifreið Þórhalls sem var öðlingsbifreið af gerðinni Chevrolet Bel Air, árg. 1955, númerslaus og mátti muna fífil sinn fegri. Annar okkar var nýbúinn að fá bílpróf en styttist í það hjá hinum. í öllum okkar frítím- um lágum við í bifreiðinni og töldum okkur vera að gera við og alloft ef ekki margoft þurftum við að „prufukeyra" bifreiðina „svolítið“. Þórhallur fylgdist vel með þessu uppátæki okkar og var mikið skemmt jafnframt því að hafa hönd í bagga, enda veitti ekki af því ákafinn var mikill hjá piltunum tveimur. Þórhallur flutti til Hafnarfjarðar 1977 og fór fljótlega að starfa hjá ISAL í Straumsvík og þar eins og annars staðar ávann hann sér virð- ingu og vinsældir fyrir dugnað og drengskap. Fyrir nokkrum árum tók hann að fínna fyrir þeim sjúkdómi sem að lokum dró hann til dauða og mátti ganga í gegnum miklar þraut- ir uns yfir lauk. Þórhallur bar sig hetjulega f veikindum sínum og horfði alltaf fram á veginn og gerði sínar áætlanir, en lét ekki bugast fyrr en yfir lauk. Blessuð sé minning um góðan dreng. Bjarni Stefánsson. eskjur heldur þær ósérhlífnustu sem ég hef kynnst. Á ég margar ógleymanlegar minningar um þá frábæru um- hyggju sem Hanna sýndi öllum. Hún var sístarfandi nótt sem nýtan dag öðrum til blessunar og hjálpar. Að lokum vil ég votta Kristjáni og fjölskyldu, vistmönnum, sam- starfsfélögum, sveitungum og trú- félögum mína dýpstu samúð. Miss- irinn er mikill en ljúfar minningar eru huggunarríkar fyrir þá sem eftir lifa. Einnig vil ég þakka frábæra umönnun á Landakotsspítala öllu starfsliði. Hef ég sjaldan séð stór- kostlegri framkomu, stuðning og skilning við þessar kringumstæður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Erla Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.