Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra: V el hæfa menn í stöður Margfalt hneyksli segir Svavar Gestsson „ÁKVÖRÐUN Ólafs G. Einarsson- ar, hæstvirts menntamálaráð- herra, um að ráða Guðmund Magn- ússon sem þjóðminjavörð í tvö ár er margfalt hneyksli,“ sagði Sva- var Gestsson (Ab-Rv) fyrrum menntamálaráðherra í utanda- gsskrárumræðu í gær. Núverandi menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hins vegar stendur við sínar stöðuveitingar, þrátt fyrir margfalda gagnrýni fyrir að ráða sjálfstæðismenn eða ráða þá ekki. Svavar Gestsson fór fram á ut- andagsskrárumræðu um þá ákvörðun menntamálaráðherra að setja Guðmund Magnússon í stöðu þjóð- minjavarðar næstu tvö árin á meðan Þór Magnússon skipaður þjóðminja- vörður væri í rannsóknarleyfi. Svavar taldi þessa ráðningu vera hápunktinn á ráðningum menntamálaráðhérra til starfa í æðstu embætti. Fyrrum menntamálaráðherra kvaðst hafa beitt sér fyrir í síðustu ríkisstjórn að embættisveitingavald yrði í raun tek- ið af menntamálaráðherra í öllum háskólastofnunum. Því miður hefðu nmenningarstofnanir ekki fengið sömu lagameðferð. En það skýrðist af því að enginn hefði haft hugmyndaflug til þess að ímynda sér að ráðherra gripi til annarrar eins „ósvinnu" og núverandi menntamálaráðherra hefði gert sig beran að í ráðningu í stöðu þjóðminjavarðar. Svavar taldi þeim sem hlaut starfann ekki annað til verðleika en að hafa BA-próf í sögu og hafa verið starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins. Ráðning Guðmundar Magnússonar væri fráleit frá faglegu sjónarmiði. Freklega hefði verið gengið framhjá þjóðminjaverði og hans starfsfólki og ekkert samráð við það haft. Svavar taldi einnig þessa ráðningu vera lagabrot því sam- kvæmt lögum ætti safnstjóri, Lilja Árnadóttir, að taka við og leysa þjóð- minjavörð af. Svavar Gestsson spurði mennta- málaráðherra nokkurra spuminga. Af hverju var starfið ekki auglýst úr því það var talið nauðsynlegt að setja annan mann í starfið? Hvers vegna var gengið framhjá starfs- mönnum safnsins? Af hvetju var þjóð- minjaráð ekki beðið um tillögur? Hvaða fagleg rök lægu fyrir ráðningu Guðmundar Magnússonar? Tók menntamálaráðherrann þessa ákvörðun í samráði við forsætisráð- herra og Alþýðuflokkinn? Og að end- ingu: „Er ráðherra reiðubúinn til þess að afturkalla þessa dæmalausu ákvörðun sína?“ Orð þjóðminjavarðar Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra taldi athyglisvert í sambandi við þessa ráðningu, að eng- inn hefði dregið í efa hæfni Guðmund- ar Magnússonar fyrr en Svavar Gestsson. Heldur hefði enginn dregið það fyrr í efa að hann hefði farið að lögum við þessa embættisfærslu. Menntamálaráðherra sagðist hafa Svavar Gestsson Ólafur G. Einarsson haft orð þjóðminjavarðar fyrir því að Lilja Ámadóttir, safnstjóri og stað- gengill þjóðminjavarðar, hefði ekki viljað taka við stöðunni. Þegar þjóð- minjavörður færi í tveggja ára leyfi yrði að setja mann í hans stað. Þar sem þjóðminjavörður kæmi aftur til starfa, þá væri staðan ekki laus og ekki lögskylt að auglýsa hana. Það væra heldur engin fyrirmæli í lögum um að ráðherra yrði að leita umsagna í tilviki sem þessu og hefði það ekki verið gert. Hins vegar hefði hann haft samráð með góðum fýrirvara við formann þjóðminjaráðs. Hefði hann lýst ánægju með þá hugmynd að setja Guðmund Magnússon í stöðuna. F'or- maður þjóðminjaráðs hefði svo til- kynnt þjóðminjaráði ákvörðunina miðvikudaginn 8. apríl fyrir hádegi en síðdegis þann dag hefði ráðuneyt- ið sent út fréttatilkynningu. Þjóð- minjaverði hefði verið kynnt þessi ákvörðun deginum áður og honum heimilað að greina safnstjóra og öðru starfsfólki frá henni. Menntamálaráðherra sagði það standa eftir þessa umræðu að reynt væri að gera þessa ráðningu tor- Kristín Tómas I. Olrich Einarsdóttir tryggilega með óvönduðum frétta- flutningi. Og fyrram menntamálaráð- herra bætti svo um betur með því að koma með málið inn á Alþingi. Fyrirrennara sínum væri nær að svara í hversu margar stöður hann hefði ráðið án auglýsinga í sinni ráð- herratíð. Ólafur G. Einarsson sagði það líka standa eftir að hann væri ýmist gagnrýndur fyrir að velja sjálf- stæðismenn í stöður eða fyrir að velja þá ekki. Hann væri óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og velja hina hæfustu menn til starfa. Menntamálaráðherra sagðist ekki hafa haft samráð við forsætisráð- herra né Alþýðuflokkinn. Og hann væri ekki tilbúinn til að afturkalla þessa ákvörðun. Var ekki spurð Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) taldi menntamálaráðherra lánlausan mjög í sínum embættisveitingum. Kristín sagði að samkvæmt þjóðminj- alögum væri Lilja Ámadóttir, safn- stjóri, staðgengill þjóðminjavarðar. Eðlilegt hefði verið að biðja safn- stjóra að taka að sér starfíð. En það hefði hins vegar ekki verið gert. Fréttir á skotspónum um að hún hefði meiri hug til þess að vera safnstjóri mætti menntamálaráðherra ekki túlka á þann hátt að hún vildi ekki taka að sér starfið. Kristin kvaðst hafa orð hennar fyrir því að hún hefði ekkert tækifæri fengið til að segja já eða nei um það hvort hún tæki starfíð; hún hefði aldrei verið spurð. Krístin taldi að þótt niðurstað- an hefði orðið sú að Lilja hefði hafn- að starfanum hefði átt að auglýsa stöðuna. Fleiri þingmenn tóku til máls skipti mjög í tvö horn í mati á ákvörðun menntamálaráðherra og Guðmundi Magnússyni. Tómas Ingi Olrich (S-Ne) kom með þær viðbótarapplýs- ingar að Svavar Gestsson hefði í sinni embættistíð sem menntamálaráð- herra ráðið í þréttán stöður, þar af hefðu tvær verið auglýstar. Tómas Ingi vísaði einnig til þess að í þjóð- minjalögum væri tekið fram að, að öðra jöfnu skyldi ráðinri maður með sérfræðilega menntun í menningar- sögu. Ræðumaður gat bætt nokkru við stuttaralega greinargerð Svavars Gestssonar á verðleikum Guðmundar Magnússonar, en hann hefði BA-próf í sagnfræði og heimspeki frá Há- skóla Islands, Master of Science-próf í rökfræði og aðferðafræði vísinda frá London School of Economics. Hann hefði kennt sem stundakennari við HÍ, aðferðafræði sagnfræðinnar og heimildarfræði. Hann hefði einnig reynslu af stjórnunarstörfum, verið aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Það væri hneyksli að halda því fram að þessi maður væri ekki hæfur til starfans. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði menn gera lítið úr þjóðminjaverði og ítrekaði að hann hefði greint frá því að Lilja Árnadótt- ir vildi ekki stöðuna; vildi vera áfram í stöðu safnstjóra. Engin ástæða hefði verið til að rengja þau orð. Frumvarp til barnalaga: Sameig*inleg forsjá verði heimiluð SÓLVEIG Pétursdóttir (S-Rv) for- maður allsherjarnefndar mælti fyrir áliti og breytingartillögum meirihluta nefndarinnar í fyrra- kvöld við frumvarp til barnalaga. Meðal nýmæla er að foreldrum verður heimilt að semja um sam- eiginlega forsjá. Þingmenn telja frumvarpið til bóta en sumir hvetja til varkárni varðandi sameiginlega forsjá. Samtök um kvennaiista vildu fresta gildistöku ákvæða um þetta atriði fram til 1. júlí 1995 og nota tímann til að efla fjölskyld- ' uráðgjöf. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) for- maður allsherjarnefndar benti á, í upphafí framsöguræðu, að á síðustu áram hefðu orðið ýmsar breytingar á viðhorfum til einstakra þátta í nú- gildandi barnalögum og einnig væri þörf á endurskoðun vegna laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Sóiveig fór í gegnum helstu ákvæði og nýmæli framvarpins sem er viðamikið og ítarlegt, alls 77 grein- ar. í 2. kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir þeirri grundvallarbreytingu að afnumin verða í barnalögum hugtök- in skilgetin börn og óskilgetin, í lög- unum verður kveðið á um réttarstöðu barna án tillits til þessara grannhug- taka. í 3. grein frumvarpsins er ákvæði um að eiginmaður eða sambú- aðarmaður móður sem samþykkt hef- ur skriflega og í votta viðurvist að tæknifijóvgun fari fram á eiginkonu eða sambúðarkonu hans, með sæði úr öðram manni, skuli teljast faðir barns. Sólveig Pétursdóttir lagði áherslu á mikilvægi þess að tryggja réttarstöðu barna sem getin væra með tæknifijóvgun og þótt ákvæði í barnalögum væri til bóta væri ljóst að þörf væri á heildarlöggjöf um tæknifrjóvgun. *• Eitt mikilvægasta nýmæli í frum- varpinu eru ákvæði um að foreldar geti samið um sameiginlega forsjá og tekur heimildin einnig til ógiftra foreldra sem ekki búa saman. Ræðu- maður lagði ríka áherslu á að grund- völlurinn að sameiginlegri forsjá væri samkomulag foreldra. Sameiginleg forsjá yrði einungis heimiluð að ósk beggja foreldra og gert að skilyrði að foreldramir væru sammála um þau atriði er vörðuðu bamið og upp- eldi þess. Ein af breytingartillögTjm sem meirihluti allsheijarnefndar flyt- ur varðar og lýtur að því, að skírt komi fram í lagatextanum að foreidr- um verði skylt að taka ákvörðun um hjá hvora þeirra bam skuli eiga lög- heimili. Það foreldri sem bam á lög- heimili hjá hefur réttarstöðu einstæðs foreldris varðandi meðlagsgreiðslur og greiðslur frá hinu opinbera en foreldrar geta síðan samið sín á milli um skiptingu greiðslna þessara. Sól- veig lagði áherslu á að sameiginlegri forsjá væri fyrst og fremst ætlað það hlutverk að verða bömum til velfarn- aðar og styrkja tengsl þeirra við báða foreldra sína. Nokkrar breytingar era gerðar með ákvæðum um umgengnisrétt. Tekip era af öll tvímæli um að barn eigi rétt á umgengni við það foreldri sitt sem ekki fer með forsjá þess og gagnkvæmt. Heimilt er að beita dag- sektum ef umgengnisrétti er tálmað af því foreldri sem með forsjá barns fer. Réttur afa og ömmu Meðal breytingartillagna meiri- hlutans er einnig, að kveðið er á um að sé annað foreldri látið eða bæði eða foreldri sé ókleift að rækja um- genginsskyldur sínar við bam geti nánir vandamenn krafíst þess að sýslumaður mæli fyrir um umgengni þeirra við barnið. Að sögn ræðu- manns var þessi tillaga ekki hvað síst gerð með tilliti til afa og ömmu sem vilja eðiilega umgangast sín barnabörn. 34. gr. varðar úrlausn ágreinings um forsjá. Gert er ráð fyrir því að dómstólar greiði úr ágreiningi um forsjá barna en leita megi eftir því að dómsmálaráðuneytið ráði málinu til lykta ef báðir foreldrar óska eftir því. Með hliðsjón af því að foreldrar virðast fremur kjósa að fara stjóm- valdsleiðina en hina formfastari dóm- stólaleið þyki rétt að þeir geti sjálfir valið hvora leiðina þeir fari. Þannig væri best komið til móts við fólkið í landinu. Fjölskylduráðgjöf Ragnhildur Eggertsdóttir (SK-Rn) mælti fyrir séráliti Samtaka um kvennalista. Hún taldi ekki tíma- bært að taka upp sameiginlega forsjá á meðan ekki væri boðið upp á fullnægjandi fjölskylduráðg- jöf hér á landi. Því flutti hún breytingartil- lögu um að ákvæði þetta varðandi öðlaðist ekki gildi fyrr en 1. júlí 1995, enda verði þá búið að setja öfluga fjölskylduráðgjöf á laggimar. Ragn- hildur gerði einnig tillögu um að fellt yrði á brott ákvæði sem heimilar sýslumanni að beita dagsektum gagnvart foreldri sem hefur forsjá barns en tálmar hinu foreldrinu að njóta umgengnisréttar við bamið. Hún taldi að umgerigni barns við foreldri sem væri þvinguð fram með dagsektum gæti aldrei orðið til góðs fyrir barn. Björn Bjarnason (S-Rv) gerði grein fyrir fyrirvara sem hann gerir við nefndarálit meirihlutans. Fyrir- varinn lýtur að því ákvæði að unnt sé að skjóta ágreiningi í forsjármálum bæði til dómstóla og dómsmálaráðu- neytis. Bjöm var þeirrar skoðunar að afnema bæri afskipti ráðuneytisins og aðeins hafa dómstólaleiðina. Björn Bjamason taldi heldur ekki unnt að líta framhjá þeim ótta sem kæmi m.a. fram í umsögn Dómarafélags íslands: „Stjómin vill ekki mæla gegn nýskipan um sameiginlega forsjá for- eldra við skilnað og sambúðarslit. Hún óttast hins vegar að sú skipan sé aðeins frestun á erfíðri ákvörðun og muni skapa fleiri vandamál síðar en hún leysir." Svavar Gestson (Ab-Rv) tók und- ir þau vamaðarorð að sameiginleg forsjá mætti ekki verða til þess að fresta erfíðri ákvörðun. Börn þyrftu öryggi og stöðugleika. Það mætti ekki verða svo að báðir foreldrar héldu sig hafa forsjána — með þeim raunverulegu og raunalegu aflciðing- um að hvorugt hefði. Svavar hvatti til aukinnar og bættrar fjölskylduráðgjafar og hafði fulla samúð og skilning á þeim hug sem kæmi fram í breytingartillögu Kvennalistans en honum fannst hún samt vera þannig heldur veikburða; hver ætti að ákveða hvað væri „öflug fjölskylduráðgjöf." Það sem Svavar Gestsson vildi að Alþingi gerði til að bæta hag og rétt.Iandsins bama var að Alþingi samþykkti þrjú frumvörp sem varða böm. Þetta framvarp. Framvarp um vemd bama og ungl- inga. Og síðast en ekki síst, frum- varp um umboðsmann barna. En Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) hefur endurtekið barist fyrir því máli. Ingi Björn Albertsson (S-Rv) lýsti furðu sinni á þeim þunga sem Svavar legði á samþykkt frumvarps- ins um umboðsmann barna m.t.t. að það hefði ekki hlotið afgreiðslu á þeim þingum þegar Alþýðubandlagið hefði verið í stjómarliði. Ingi Bjöm gerði grein fyrir sínum fyrirvöram við nefndarálitið en þeir lytu að mörgu leyti til sömu atriða og Björn Bjamason hefði gert athugasemd við. En hann gerði athugasemdir við nokkrar aðrar greinar, s.s. að ákvæði frumvarpsins kvæðu fortakslaust á um að ávallt skyldi leita álits barns í forsjármáli. En í óbreyttu formi segir í 34 gr: „Veita skal barni, sem náð hefur 12 ára aldri, kost á að tjá sig um forsjármál, nema telja megi, að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á bamið eða sé þýðingarlaust fyr úrslit málsins. Rétt er einnig að ræða við yngra barn, eftir því sem á stendur, miðað við aldur þess og þroska." Viðhlítandi þrenning Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) lét sterklega í ljós þá von að Alþingi samþykkti þau þijú frumvörp sem Svavar Gestsson hefði nefnt. Þetta mál væri ekki flokkspólitískt. Guðrún sagði að bamið og velferð þess hlyti að vera í fyrirrúmi og bamið ætti rétt á að umgangast báða foreldra og löggjafínn hlyti að móta þá stefnu að báðir foreldranir bæru ábyrgð. Guðrún benti á að framvarpið heimil- aði einungis sameiginlega forsjá þeg- ar um það væri samkomulag’ milli foreldranna. Hún hlyti að styðja þessa heimild, þótt henni væri ljóst að þessu úrræði fylgdu vandamál. Guðrún tók mjög sterklega undir þá athugasemd Björns Bjarnasonar að ekki ætti að rugla saman dómsvaldinu og fram- kvæmdavaldinu. Nokkur orðaskipti urðu undir þing- skaparliðnum „andsvör" um frum- varp Guðrúnar Helgadóttur um um- boðsmann barna. Það kom fram að Össur Skarphéðinsson (A-Rv) vara- formaður alísheijarnefndar hefur lýst því yfir að frumvarpið fengi viðhlít- andi afgreiðslu. Björn Bjarnason nefndarmaður í allsheijarnefnd taldi ekki annað viðhlítandi en að fá góðan tíma til að fara yfír frumvarpið. Guð- rún taldi ekki annað viðunandi en að það mál yrði samþykkt. Páll Péturssson (F-Nv) lýsti því yfír fyrir hönd framsóknarmanna að þeir styddu framvarpið enda hefðu þeirra fulltrúar í allsheijarnefnd skrifað undir nefndarálitið án fyrir- vara. Sólveig Pétursdóttir þakkaði fyr- ir þessa umræðu. Hún ítrekaði að sameiginleg forsjá byggðist á sam- komulagi foreldra og margir biðu eftir þessari heimild. Sólveig sagði það rétt og skiljanlegt að margir hefðu bent á að þarft væri að efla fjölskyiduráðgjöf samhliða sameigin- legri forsjá. Ræðumaður vísaði til orða sem fram hefði komið í hennar fyrri ræðu þar sem bent var á að nokkur ráðgjöf væri þegar veitt, s.s. af Þjóðkirkjunni og þá væra einnig starfandi fjöldi sérfræðinga sem veittu fjölskylduráðgjöf. Þörf á fjöl- skylduráðgjöf væri vissulega brýn en sú þörf væri þó miklum mun brýnni til handa þeim foreldrum sem ættu í ágreiningsmálum um börn sín, hvort heldur væri um forsjá eða um- gengni, heldur en þegar foreldrar væra sammála um að fara sameigin- lega með forsjá. Varðandi hið tvíþætta úrlausnar- kerfí í ágreiningsmálum um forsjá, þá benti Sólveig á það að fram kæmi í greinargerð með framvarpinu að ráð væri fyrir því gert að dómstólaleiðin yrði aðalreglan en foreldrar gætu farið í dómsmálaráðuneyti ef þeir væra um það sammála. Stjórnvalds- leiðin væri þjónusta við fólk og ódýr- ari kostur. Umræðu lauk á tólfta tímanum í fyrrakvöld en atkvæðagreiðslu var frestað. En í gær voru greidd at- kvæði um frumvarpið. Voru tillögur meirihluta allsherjarnefndar sam- þykktar en tillögur minnihluta felld- ar. Guðrún Helgadóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um þær greinar frumvarpsins sem snerta hið tvískipta úrlausnarkerfí í ágreiningsmálum um forsjá. Hún vildi að þetta atriði yrði skoðað betur og boðaði breytingartil- lögur við þriðju umræðu ef ekki yrði við því orðið. Ingi Björn Albertsson hefur lagt fram breytingartillögu um að fella niður 12 ára aldursmörk eða viðmiðun í ákvæðum 34. gr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.