Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 Landsvirkjun fjárfesti fyr- ir 22 milljarða á tíu árum Mestu fjárfestingarmistök síðustu ára, segir Ólafur Ragnar Grímsson LANDSVIRKJUN hefur fjáfest fyrir 22 milljarða kr. á undanförnum tíu árum, miðað við verðlag í nóvember síðastliðinn. Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir þetta mestu fjárfest- ingamistök síðustu ára og að fjárfestingin skili engum arði. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir að af þessri fjárhæð séu 8,5 milljarðar kr. vegna ýmissa aðgerða í rekstri sem nauðsynlegar voru til að efla afhendingaröryggi raforku. Hins vegar hafi einum milljarði kr. verið varið til undirbúnings nýrra virkjana vegna vænt- inga um nýjan orkufrekan iðnað og 12,5 milljarðar farið í Blöndu- virkjun en virkjunin muni skila eðlilegum arði þó það verði síðar en reiknað var með. Við umræður í umhverfisnefnd Alþingis um línulagnir á hálendinu óskaði Ólafur Ragnar eftir yfirliti frá Landsvirkjun um heiidarfjárfest- ingar stofnunarinnar undanfarin tíu ár. Hann sagði að það hefði komið sér og öðrum á óvart hvað upphæð- in hefði reynst há, eða rúmir 22 milljarðar kr. alls. Þar af eru 12,5 milljarðar króna vegna Blönduvirkj- unar og það sem eftir er, 9,6 millj- arðar kr., skiptist þannig samkvæmt upplýsingum Ólafs Ragnars: Sult- artangastífla 3,5 milljarðar, Kvísla- veitur 2,8, stjómstöð 990 milljónir, Á ársfundi Landsvirkjunar fyrir helgi kom fram að áætlað er að í ár verði yfir 420 milljóna króna rekstrarhalli hjá Landsvirkjun á móti yfir 480 milljóna króna hagn- aði á síðasta ári. „Ástæður lakari afkomu á árinu 1992 eru einkum tvær. Sú fyrri er að kostnaður við Blönduvirkjun kemur nú inn af full- um þunga en var aðeins að hluta tii færður á árinu 1991. Seinni ástæðan er sú að gert er ráð fyrir hærri raunvöxtum á árinum 1992 Suðurlína 126 milljónir, nokkrar spennistöðvar 1.090 milljónir, Fljóts- dalsvirkjun 642 milljónir,' stækkun Búrfellsvirkjuanr 202 milljónir og Búrfellslína III 225 milljónir. „Ekki skilað neinum nýjum orkukaupanda“ „Auðvitað má segja að eitthvað af þessu sé til hagræðingar í rekstri og almennt skynsamlegt en það blas- ir samt við að þetta eru risavöxn- ustu fjárfestingar sem farið hefur verið í síðasta áratug á íslandi," sagði Ólafur Ragnar í samtalí við en síðasta ári, þeir verði 3% í stað 4%, vegna lækkandi raungengis krónunnar. 1% breyting raunvaxta hefur að öðru jöfnu í för með sér um 400 milljóna kr. breytingu í vaxtagjöldum. Fjármagnskostnað- ur vegna Blönduvirkjunar áætlast um 700 milljónir kr. á árinu 1992. Þetta ásamt hærri raunvöxtum er meginskýringin á lakari rekstraraf- komu fyrirtækisins," sagði Þor- steinn. Morgunblaðið um þetta mál. „Það er því miður staðreynd að gagn- stætt því sem búist var við hefur öll þessi mikla fjárfesting ekki skilað neinum nýjum orkukaupanda. Ef farin hefði verið sú leið að bíða með allar stórframkvæmdir þar til orku- kaupandi væri fenginn og bæta svo við smávegis orkuframleiðslugetu í kerfinu eftir þörfum gæti fyrirtækið lækkað raforkuverð stórkostlega til fyrirtækja og þar með gefið atvinnu- lífinu verulega. inngjöf sem myndi nýtast til aukins hagvaxtar og minni tilkostnaðar í atvinnulífinu. Landsvirkjun skuldar rúmlega 40 milljarða, aðallega í erlendum skuld- um, og 22 milljarðar af þeim eru vegna fjárfestinga á síðustu tíu árum án þess að nokkur nýr orkukaupandi kæmi til sögunnar," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði einnig nauðsyn- legt að hafa það í huga að til viðbót- ar þessum fjárfestingum Landsvirkj- unar hafi verið virkjað á Nesjavöllum og hjá Hitaveitu Suðurnesja. Þar væri umtalsverð geta til raforku- framleiðslu, einnig við Kröflu. „Framleiðslugeta Nesjavallavirkjun- ar, Hitaveitu Suðurnesja og Kröflu gæti alveg annað öllum þörfum al- menna markaðarins langt fram á næstu öld. Öll þessi fjárfesting Landsvirkjunar á undanförnum tíu árum er því aðeins viðbót sem er hrein byrði á þjóðfélaginu og hag- kerfinu og skilar engum arði. Til samanburðar má geta þess að þetta er tvisvar sinnum hærri upphæð en farið hefur í súginn í loðdýrarækt- inni og fiskeldinu til samans. Mestu fjárfestingarmistök síðustu ára hafa verið gerð þarna og verður að horf- ast í augu við það þegar verið er að skoða ástand íslenska hagkerfis- ins og leita skýringa á því hvers vegna við erum með minni þjóðar- tekjur og meiri skuldabyrði en aðr- ir,“ sagði Ólafur Ragnar. Sat í stjórn Landsvirkjunar Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar tók Ólafur Ragnar sæti í stjórn Landsvirkjunar 1. júlí 1983. Hann fékk leyfi frá stjómarstörfum í september 1988 og sat ekki fundi það sem eftir var af kjörtímabili stjórnarinnar en því lauk í júlí síð- astliðnum. Ólafur var í stjórninni þegar ráðherra gaf út virkjunarleyfi fyrir Blönduvirkjun 1984. Undirbún- ingur virkjunarinnar hafði reyndar farið fram áður og ákvarðanir um virkjanaröð verið teknar á Alþingi. „Ég sat í stjórn Landsvirkjunar þennan tíma og er reiðubúinn að horfa á þessar staðreyndir með þeim augum. En rétt skal vera rétt og allan þann tíma sem ég var í stjórn Landsvirkjunar greiddi ég atkvæði gegn því að fara í Blönduvirkjunar- framkvæmdirnar og lagði það til ár eftir ár að þeim yrði frestað þar til kaupandi væri fyrir orkuna vegna þess að ég taldi þetta allt of mikla vogun. Ég studdi hinsvegar sumar aðrar framkvæmdir, eins og til dæm- is að farið yrði í stjórnstöðina," Ólaf- ur Ragnar. „Eftir því sem best verður séð kemur það ekki fram í fundargerðum stjórnar Landsvirkjunar að Ólafur Ragnar Grímsson hafi nokkru sinni greitt atkvæði gegn framkvæmdum eða framkvæmdaáætlunum vegna Blönduvirkjunar," sagði Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi fyrir- tækisins í samtali við Morgunblaðið aðspurður um þetta atriði. Blönduvirkjun of snemma Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það rétt að heildarfjárfesting Landsvirkjunar á undanförnum tíu árum hafi numið um 22 milljörðum kr. og að þá sé miðað við bókfært verð í nóvember 1991. „Af þessari fjárfestingu voru um 8,5 milljarðar kr. vegna ýmissa aðgerða í rekstri sem nauðsynlegar voru til að efla afhendingaröryggi raforku á orkuveitusvæði Lands- virkjunar með stíflugerð, vatns- veitum, styrkingu á flutningakerfinu svo og byggingu stjórnstöðva, bæði í Reykjavík og á Ákureyri. Þessar aðgerðir eru óháðar ráðagerðum um nýjan orkufrekan iðnað. Að öðru leyti er hér um að ræða einn millj- arð króna sem varið var til undirbún- ings nýrra virkjana vegna væntinga um nýjan orkufrekan iðnað og 12,5 milljarða kr. vegna Blönduvirkjun- ar,“ segir Halldór í athugasemdum sínum vegna ummæla Ólafs Ragn- ars. Halldór segir einnig: „Um Blöndu- virkjun er það að segja að hún var á sínum tíma ákveðin óháð ráðagerð- um varðandi nýjan orkufrekan iðn- að. Var bygging hennar ákveðin með þingsályktunartillögu 6. maí 1982 og þá í samræmi við orkuspá. Bæði stjórn Landsvirkjunar, alþingi og sérfræðingar landsvirkjunar, Orku- stofnunar og Rafmagnsveitna ríkis- ins voru almennt þeirrar skoðunar á sínum tíma að Blönduvirkjun væri æskilegasti virkjunarkosturinn, bæði hvað stærð og tímasetningu snerti, með tilliti til þeirrar orkuspár sem menn höfðu þá undir höndum. Orkuspáin sem ákvörðunin um Blönduvirkjun byggðist á gerði ráð fyrir að orkueftirspurn hins almenna markaðar ykist um 140 gígawatt- stundir á ári. Sú varð hinsvegar ekki raunin og ,er ný orkuspá kom fram 1985 varð aukning þessi lækk- uð í 50-60 GWst á ári, einkum vegna minni rafhitunar en gert hafði verið ráð fyrir og vegna síaukinnar nýtni ýmissa raftækja. Af þessum ástæð- um þótti sýnt að við þyrftum ekki á Blönduvirkjun að halda þegar á árinu 1988 eins og upphaflega var talið og frestaði Landsvirkjun því gangsetningu virkjunarinnar til 1991 eða eins lengi og frekast var kostur með tilliti til þegar gerðra verksamninga. Nú er rétt ókomin ný orkuspá sem gerir ráð fyrir enn minni aukningu í orkueftirspurn og er Blönduvirkjun því óneitanlega of snemma á ferð- inni. Ef þessi litla aukning hefði verið fyrirsjáanleg á sínum tíma hefði minni virkjun orðið fyrir val- inu, til dæmis stækkun Búrfells. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum er um- framorkan því meiri í dag en ráð var fyrir gert. Á hinn bóginn eykur Blönduvirkjun rekstraröryggið að mun, sérstaklega á Norðurlandi, auk þess sem hún er staðsett utan eld- virkra svæða sem einnig dregur úr rekstraráhættu. Einnig er víst að þessi virkjun mun skila eðlilegum arði eins og aðrar virkjanir Lands- virkjunar þó nokkur dráttur verði þar á,“ segir Halldór. Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar um skiptingu heildarfjár- festingar þjóðarbúsins á árunum 1982-1991 er hlutur Landsvirkjunar 3,7% á þessum tíma. Til samanburð- ar má geta þess að hlutur landbún- aðar í fjárfestingunni er 4,8%, fisk- veiða 6,4%, verslunarhúsnæðis 7,9% og íbúðarhúsnæðis 22,3%. Landsvirkjun: Blönduvirkjun og vext- ir snúa hagnaði í tap TVÆR ástæður eru einkum fyrir mun lakari afkomu Landsvirkjun- ar á árinu 1992 en var 1991, að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýs- ingafullrúa Landsvirkjunar. Fjármagnskostnaður við Blönduvirkjun kemur.nú að fullum þunga inn í reksturinn og gert er ráð fyrir hærri raunvöxtum í ár en í fyrra. föstudaginn langa, laugardag fyrir páska Opið skírdag, 1— _ , , og annan páskadag. Lokað paskadag ★ Pítur með úrvali af fyllingum ★ Hamborgarar natio^unL ★ Samlokur ★ Grillaður svínahryggur m/bakaðri kartöflu og salati Kr. 725.- ★ Grillað lamba innra læri m/bakaðri kartöflu og salati Kr. 760.- ★ Grillaðar lambakótelettur m/bakaðri kartöflu ^| og salati Kr. 660.- Ingólfur Guðbrandsson forsljóri Heimsklúbbsins skálar við Charlottu Sverrisdóttur, sem nefnd var „Orkidía kvöldsins“. * Arshátíð og Malasíu- kyiming Heimsklúbbsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Heims- klúbbi Ingólfs: Árshátíð Heimsklúbbs Ingólfs fór fram á Hótel Sögu föstudaginn 27. mars þar sem fjöldi fólks var saman- kominn að rifja upp minningar og góð kynni í ferðum sínum um lista- slóðir og fjarlægar álfur. Ung kona frá Malasíu var fulltrúi ferðamála- ráðs lands síns og afhenti öllum konum í samkvæminu orkidíugrein við komuna, en auk þess voru borð gestanna skreytt orkidíum frá Kuala Lumpur. Þau Unnur María Ingólfs- dóttir fiðluleikari og Bergþór Páls- son óperusöngvari ásaml undirleik- urunum Önnu' Guðnýju Guðmunds- dóttur óg Jónasi Þóri skemmtu gest- um með ljúfri tónlist undir borð- haldi, milli þess sem gestir gæddu séráýmsuljúfmetimeðframandleg- ( um nöfnum og austurlenskum keim. Árshátíðin var að þessu sinni til- einkuð Malasíu og var jafnframt | kynning á landi og þjóð, enda er helsta nýjung Heimsklúbbsins í ár ferð til Kuala Lumpur, Borneo, Sin- gapore og eyjunnar Penang sem kölluð er „Perla Austurlanda". Mal- asíukynningin hélt áfram í Ársal Hótels Sögu sunnudaginn 29. mars. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.