Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 3 Nýr vettvangur: Bókað um ummæli Markúsar Á FUNDI borgarráðs í gær, lagði Ólína Þorvarðardóttir borgarfull- trúi Nýs vettvangs, fram bókun vegna ummæla Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra í frétt- um Ríkissjónvarpsins en þar hafi hann látið niðrandi orð falla í hennar garð. I svari borgarstjóra kom fram að málflutningur borg- arfulltrúans væri ekki sæmandi og jafnframt að hann hiki ekki við að láta það álit sitt í ljós opin- berlega. í bókun Ólínu er haft eftir borg- arstjóra í fréttum að, „Ólína Þor- varðardóttir er kunn að allskyns slíkum fréttaskýringum hér á vett- vangi borgarmálanna og ekkert mark tekið á þeim, enda enginn flugufótur fyrir slíku.“ Vegna þessa lýsir Ólína undrun og áhyggjum yfir að æðsti embættismaður borg- arinnar skuli ekki sýna lágmarks- kurteisi í garð borgarfulltrúa þegar til hans er leitað af fjölmiðlum. Niðrandi ummæli falli stundum í hita leiksins inni á borgarstjórnar- fundum en geti ekki talist viðeig- andi þegar sjálfsögð skoðanaskipti eiga sér stað í opinberum viðræðum, jafnvel þótt pólitískir andstæðingar eigi í hlut. „Kveður hér við nýjan tón, sem vonandi má líta á sem yfirsjón en ekki nýjan stíl.“ Í bókun borgarstjóra segir, að hann standi við hvert orð sem sagt var í viðtalinu pg lýsi enn andúð sinni á dylgjum Ólínu í borgarstjóm um fyrirtæki Heklu og forystu Sjálfstæðisflokksins. „Þar komu fram hjá Ólínu tilhæfulausar full- yrðingar, sem sagðar voru hafðar eftir „ónafngreindum aðilum úti í bæ.“ Málflutningur af þessu tagi er ekki sæmandi á vettvangi borg- arstjórnar Reykjavíkur og hika ég ekki við að láta það álit mitt koma fram opinberlega." -----»■ ♦ »- Lægritónhæð í kirkjum HAUKUR Guðlaugsson söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar kynnti í gær á prestastefnu útgáfu af Hátíðar- söngvum séra Bjarna Þorsteins- sonar í lækkaðri tónhæð. Nýja útgáfan er í tvennu lagi og er í öðrum hlutanum söngurinn lækk- aður um hálftón en í hinum um heil- tón. Þess er vænst að útgáfan muni auðvelda prestum og kirkjukórum flutning þegar þeir geta tónað í lægri tónhæð. Morgunblaðið/Bjarni . r Ítríiíí; ir* / * »4 -. ^ r í I® i " • jBon ^ ' s Æm Framkvæmdum við nýtt dómshús að ljúka Framkvæmdum við hús Héraðsdóms Reykjavíkur, gamla Útvegsbankahúsið, er nú að ljúka. Héraðs- dómurinn, sem taka mun til starfa 1. júlí næstkom- andi samkvæmt nýjum lögum um aðskilnað dóms- og umboðsvalds, flytur í húsið í lok þessarar viku og byijun þeirrar næstu, að sögn Friðgeirs Björns- sonar, yfirborgardómara. Eftir mánaðamót verða núverandi borgardómarar héraðsdómarar og munu kveða upp dóma sína í dómssal eins og þeim, sem sést á myndinni. Á minni myndinni er verið að ganga frá anddyri dómshússins. Borgarráð: 93 milljóna aukafjárveit- ing vegna sumarvinnu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila 93 milljón króna auka- fjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks og fjölga þannig sum- arstörfum um 330. í yfirliti Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkur- borgar kemur fram að í lok maí voru 452 skólanemar skráðir at- vinnulausir, þar af höfðu 159 verið á skrá í sex vikur og 202 í fimm vikur. Gert er ráð fyrir, að 28 millj. fari til Skógræktarfélags Reykjavík- ur og að þar fjölgi störfum um 100. Meðal verkefna sem þar verða unn- in er grófjöfnun lands milli Stekkjar- bakka og Elliðaárhólma með jarðýtu og gröfu en síðan taki unglingar við og sjái um fínjöfnun með hrífu og herfum, sá áburði og grasfræi. Gróðursett verða stór grenitré og aspir ásamt fleiri tegundum. Til embættis gatnamálastjóra er veitt rúmum 36,7 millj. vegna um- ferðardeildar, rríalbikunarfram- kvæmda og sorphirðu. Til embættis garðyrkjustjóra er veitt rúmum 28,2 millj. til verkefna við borgargarða, ræktunarstöð og í Grasagarð. Forsíðufrétt Financial Times um raforkuútflutning frá íslandi: Möguleikarnir gætu byggst á sölu áfram til meginlands Evrópu Orkuframleiðsla í Bretlandi meiri en þörfin innanlands í forsíðufrétt í gær sagði breska dagblaðið Financial Times frá forat- hugun sem Pirelli Cables, Inc. og Vattenfall Engineering AB eru að vinna fyrir Landsvirkjun, varðandi lagningu sæstrengs til Bretlands með raforkuútflutning í huga. Þar segir meðal annars að slíkur kapall yrði tæplega fimm sinnum lengri en sá lengsti hingað til. Blaðið segir að því sé spáð að um og upp úr aldamótum verði orkuframleiðsla í Bretlandi meiri en þörf innanlands. Orkuflutningur frá íslandi til Bret- lands muni því e.t.v byggjast á áframhaldandi sölu til meginlands Evrópu. Slíkir möguleikar væru góðir vegna aukinnar vitneskju um skaðsemi kola- og kjarnorkuframleiddrar orku, í sífellt „grænni“ Evr- ópu. Jóhann Már Maríusson, aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar, sagði það rétt að ítalski kapla- og dekkjafram- leiðandinn Pirelli og sænska fyrir- tækið Vattenfall Engineering væru að gera forathuganir fyfir Lands- virkjun á lagningu sæstrengs frá Islandi með möguleika á orkusölu til meginlandsins í huga. Aðspurður kvað Jóhann stærð- argráðu fjárfestingarinnar geta orðið kringum 50 milljarða króna, og væri þá miðað við tæplega 1.000 kíló- metra langan kapal til Bretlands. Flutningsgeta slíks kapals yrði um 500 MW, sem svaraði til afls rúm- lega tveggja Búrfellsvirkjana. „Virkjunarkostir um land allt eru í athugun samhliða þessu máli,“ sagði Jóhann, og aðspurður kvað hann stóru jökulámar á Austurlandi vera inni í því dæmi. „Ég vil þó taka það skýrt fram, að við erum ekki komnir með kaupendur að rafork- unni, markaðsdeildin er að líta á þá hlið,“ sagði Jóhann. „Málið er á al- geru undirbúningsstigi." Jóhann sagði einnig, að í sínum huga væri mun æskilegra að nýta raforkuna til stóriðju innanlands en að selja hana úr landi með fyrr- greindum hætti. „Við erum þó ekki að talk um annaðhvort eða,“ sagði hann, og kvað þá lausn vera til at- hugunar að virkja bæði fyrir stóriðju og útflutning. Aðspurður um hvort kapalverk- smiðja yrði reist hér á landi ef til lagningar sæstrengs kæmi kvaðst hann ekki geta svarað því á þessu stigi málsins, en það væri þó athygl- isverður kostur. Hann sagði að í fyrsta lagi væri mögulegt að hefjast handa við framkvæmdir upp úr alda- mótum, ef til þeirra kæmi, og því allt of snemmt að spá nokkru frekar. Hannes Hlífar næsti stórmeistari: Náði 3. áfanganum en vantar ELO-stíg Kaldri norðanátt spáð út vikuna: Kaldasti loftmassi á norðurhveli jarðar Alhvít jörð á Siglufirði KALDASTI loftmassinn á öllu norðurhveli jarðar er nú yfir land- inu og spáir Veðurstofa íslands köldum norðanstrekkingi á land- inu vestan- og norðanverðu en hægari vindi á Suðaustur- og Austurlandi. Gert er ráð fyrir að þetta veður haldist a.m.k. fram á föstudag. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur sagði að norðanáttin nú væri með allra kaldasta móti miðað við árstíma. í gær snjóaði á heiðum Norðanlands og þess var vænst að hitastig félli niður að frostmarki aðfaranótt miðviku- dags. Hiti í Grímsey á hádegi í gær var aðeins ein gráða og heið- ar á Vestfjörðum voru orðnar ill- færar. Jörð var alhvít á Siglufirði í gærmorgun og síðdegis var þar éljagangur. Á Mývatni og víðar á Norðurlandi fækkaði mjög á tjald- stæðum er leið á daginn og víða varð grátt niður í byggð. Illskásta veðrið verður suðaust- anlands, þar er gert ráð fyrir að lengst af verði úrkomulítið og 6-10 gráðu hiti. Hiti norðanlands verður 2-5 gráður og 4-7 gráður og skúraleiðingar suðvestanlands. Einar sagði að samspil Græn- landshæðar og lægðar yfir aust- anverðu landinu ylli því að mjög kalt loft ætt|að norðan af Baffins- landi bærist til landsins. Hann sagði að þetta væri kaldasti loft- massinn á öllu norðurhveli jarðar, sem nú væri yfir landinu, en hlý- indi í sjónum drægju þó verulega úr loftkuldanum, Einar sagði að nokkur dæmi væru til um slík kuldaköst í seinni hluta júnímánaðar. Fyrir ná- kvæmlega tveimur árum, 23. júní 1990, var hiti 4-5 stig við norður- ströndina en ekki jafnhvasst. í júnímánuði 1959 snjóaði á Akur- eyri. „Það er alls ekki hægt að afskrifa sumarið. Ef kuldapollur- inn yfir landinu kemur sér í burtu breytist veðrið,“ sagði Einar. HANNES Hlifar Stefánsson skákmaður, sem náði 3. og síð- asta áfanga að titli stórmeistara með sigri á Rúmenanum Istrat- escu í næstsíðustu umferð Ólympíumótsins á Manila, verður tekinn í raðir stórmeistara jafn- skjótt og hann nær 2.500 ELO- skákstigum en hann hefur nú 2.445 stig. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi náð titlinum strax en um leið og ég næ 2.500 stigum þá telst ég til stórmeist- ara,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið, frá Filipseyjum, í gær. Stig skákmanna eru reikn- uð út tvisvar á ári og fer næsti útreikningur fram um áramót. Að öðru leyti vildi Hannes sem minnst um málið ræða fyrr en hann kæmi heim að loknu Ólympíumót- inu. Þegar Morgunblaðið náði síma- sambandi við Hannes var klukkan að verða 23 að staðartíma og ís- lenska skáksveitin var að ganga til náða og undirbúa slaginn í 14. og síðustu umferðinni, sem tefld verð- ur í dag, en Hannes Hlífar kvaðst samt ekki vita hver andstæðingur hans yrði í síðustu umferðinni. I lokaumferðinni í dag ræðst Hannes Hlífar Stefánsson hvort íslenska skáksveitin, sem nú er í 7. -10. sæti, kemst í verðlauna- sæti á mótinu en úrslit í skák Hann- esar, sem verður sú níunda sem hann teflir á mótinu, hafa ekki áhrif á það að hann hefur þegar náð tilskildum 6 Vi vinningi úr 9 skákum. Það er sá árangur sem krafist er til að áfangi að stórmeist- aratitli teljist viðurkenndur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.