Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992 Nálarauga Evrópuráðsins eftirBjörn Bjarnason Hvarvetna þar sem fulltrúar þjóða hittast á alþjóðavettvangi er- um við minnt á hinar miklu breyt- ingar í Evrópu eftir hrun kommún- ismans og stjórnkerfisins, sem kom- ið var á fót í hans nafni. Til þess- ara breytinga má rekja, að íslenska landsliðið í handknattleik tekur nú þátt í Ólympiuleikunum í Barcelona. Hrun hins kommúníska stjórn- og ríkjakerfis hefur leitt til um- ræðna á evrópskum vettvangi um, hvar draga eigi landamæri Evrópu. Við íslendingar þurfum að velta þessari spurningu fyrir okkur eins og aðrir aðilar að Evrópuráðinu. Til Evrópuráðsins var stofnað eftir síðari heimsstyrjöldina eins og svo margra annarra fjölþjóðastofn- ana í okkar heimshluta, sem hafa því hlutverki að gegna að stuðla að friði og farsæld með auknum samskiptum þjóða og ríkja. Örygg- is- og vamarmál em utan starfsviðs Evrópuráðsins, þau vom falin Atl- antshafsbandalaginu með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada og Vest- ur-Evrópusambandinu með aðild nokkurra stofnríkja Evrópuráðsins. Varðstaða um lýðræði Innan Evrópuráðsins taka ríki höndum saman í því skyni að tiyggja lýðræðislega stjómarhætti, vemd mannréttinda og virðingu fyrir lögum og rétti. Forystumenn lýðræðisríkja hafa margoft bent á, að ófriðarhætta stafí af einræði en ekki lýðræði. Þetta sýni saga Evr- ópu best, þess vegna sé varðstaða um lýðræði jafnframt eitt mikilvæg- asta framlagið til friðar. Evrópuráðinu mætti líkja við nálarauga, sem ríki verða að fara í gegnum til að teljast í hópi full- gildra lýðræðisríkja. Á vegum ráðs- ins starfa stofnanir, sem eiga að tryggja rétt borgara aðildarríkj- anna. Höfum við íslendingar að eig- in raun kynnst áhrifamætti þessara stofnana. Mál fyrir mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins leiddi til þess að öllu dómstólakerfi landsins var breytt. Nýfallinn úrskurður Mann- réttindadómstóls Evrópu hefur end- urvakið umræður um nauðsyn þess að lögfesta mannréttindasáttmála Evrópu hér á landi. Á vettvangi Evrópuráðsins hafa orðið töluverðar umræður um það, hvort lög og regl- ur um aðild að íslenskum verkalýðs- félögum samrýmist félagsmálasátt- mála og mannréttindasáttmála Evr- ópuráðsins. Hefur sérfræðinga- nefnd, sem fylgist með framkvæmd félagsmálasáttmálans, gert athuga- semdir varðandi ísland. Landafræði og stjórnmál Fyrir utan kröfumar um lýðræð- islega stjómarhætti era þau skilyrði sett fyrir aðild að Evrópuráðinu, að umsóknarríki sé í Evrópu. Á hinn bóginn hefur sú krafa ekki verið gerð, að land ríkisins sé alfar- ið í Evrópu. Þannig er Tyrkland aðili að Evrópuráðinu. Frakkland. var fullgildur aðili að Evrópuráðinu á meðan Alsír var stjórnskipulegur hluti franska ríkisins. Landfræði- lega skilyrðið hefur því verið túlkað á þann veg, að ríki, sem er aðeins að hluta í Evrópu, verði að laga sig að evrópskri menningu og líta á sig sem Evrópuríki. í umræðum á þingi Evrópuráðs- ins, þar sem íslendingar eiga þijá fulltrúa og jafnmarga til vara, hef- ur verið á það bent, að löngum hafí verið erfíðara að draga land- fræðileg mörk Evrópu en annarra heimsálfa. Þegar rætt sé um Evr- ópu, hallist menn fremur að því að skilgreina hana með sagnfræðileg- um og menningarlegum rökum en landfræðilegum og hugmyndir um víðáttu hennar hafí verið mjög mis- munandi í aldanna rás. Þegar Evr- ópuráðið var stofnað, þurfti ekki að huga sérstaklega að austur landamæram þess, því að stjórnend- ur kommúnistaríkjanna drógu þau með eindreginni andstöðu sinni við ráðið. Sovétstjórnin taldi það ekki annað en vopn heimsvaldasinna í kalda stríðinu. Eftir hrun Sovétríkjanna er myndin allt önnur en áður. Þá standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd, að það era ekki til nein- ar alþjóðasamþykktir um austur landamæri Evrópu. Á keisaratíman- um teygði Rússland sig yfír öll fræðileg mörk á milli Evrópu og Asíu. Þótt munur væri gerður á evrópska hluta Rússlands og hinum í Asíu, vora engin stjórnskipuleg eða þjóðréttarleg mörk dregin í því efni, innan eða utan Rússlands. Á þingi Evrópuráðsins hefur ver- ið minnt á umræður, sem urðu eft- ir að Charles de Gaulle, þáverandi forseti Frakklands, gaf fræga yfir- lýsingu um „Evrópu frá Atlantshafi til Uralfjalla". Þá hefðu austur mörk Evrópu verið dregin eftir miðju Hellusundi (Bospóras) austur eftir Svartahafí, með landamærum Sovétríkjanna fyrrverandi að Kasp- íahafí og þar norður að mynni Úral- árinnar, eftir allri Úralánni og að lokum norður eftir hæstu tindum Úralfjalla allt á norðurhjara. Bent er á, að þessi lína sé ekki nægilega nákvæm, ef draga eigi landamæri, en hins vegar dugi hún, þegar skil- ið sé á milli tveggja heimsálfa, án þess um þjóðréttarleg mörk sé að ræða. Liggur fyrir tillaga um að Evrópuráðsþingið samþykki póli- tíska yfírlýsingu, um að á þennan hátt skuli austur mörk Evrópu dreg- in. Fjölmörg ný ríki Þátttökuríki Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) era nú 52, það er 50 Evr- ópuríki auk Bandaríkjanna og Kanada. Þegar Helsinki-samþykkt- in, grandvöllur RÖSE, var undirrit- uð 1975 vora þátttökuríkin 35. Öll lýðveldi Sovétríkjanna fyrrverandi eiga aðild að RÖSE og einnig sjálf- stæðu ríkin, sem hafa risið á rústum Júgóslavíu. Þegar Slóvakía og Tékkneska lýðveldið koma til sög- unnar verða RÖSE-ríkin 53. Aðildarríki Evrópuráðsins era nú 27. Búlgaría gerðist aðili í maí sl. en áður höfðu Ungvetjaland, Pól- land og Tékkóslóvakía slegist í hóp- inn, frá því að kommúníska valda- kerfíð hrandi. Rúmenía og Albanía hafa áhuga á aðild og einnig Slóv- enía og Króatía. í öllum þessum löndum þurfa að verða breytingar á stjómarháttum, áður en til aðildar kemur. Hið sama er að segja um aðra hugsanlega aðila frá þessum slóðum: Bosníu-Herzegóvínu, Serb- íu-Svartfjallaland og Makedóníu, hvaða heiti sem menn velja því ríki, en eins og kunnugt er gera Grikkir tilkall til nafnsins Makedónía. Af lýðveldum Sovétríkjanna hafa Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, sýnt áhuga á aðild að Evrópuráðinu. Landfræðilega er henni ekkert til fyrirstöðu en lýð- Björn Bjarnason „Evrópuráðinu mætti líkja við nálarauga, sem ríki verða að fara í gegnum til að teljast í hópi fullgildra lýðræð- isríkja. A vegum ráðs- ins starfa stofnanir, sem eiga að tryggja rétt borgara aðild- arríkjanna. Höfum við Islendingar að eigin raun kynnst áhrifa- mætti þessara stofnana. ræðislegar kosningar þurfa að fara fram í löndunum, áður en til aðildar kemur, og í stjórnarskrám þeirra þarf einnig að tryggja mannréttindi og einkum rétt minnihlutahópa með viðunandi hætti. Hvíta-Rússland og Úkraína auk Moldóvu eru vestan við Rússland og í Kákasus eru Armenía, Azer- baijan og Georgía. Öll eru þessi ríki vestan þeirrar línu, sem áður var nefnd og dregin um Úralfjöllin. Rússland sjálft, eða Rússneska sambandsríkið, sem hefur sótt um aðild að Evrópuráðinu, teygir sig að sjálfsögðu inn í Asíu, en frá land- fræðilegum sjónarhóli gæti það þó orðið aðili að ráðinu. Austan fyrrgreindrar línu era eftirtalin lýðveldi Sovétríkjanna fyrrverandi: Kazakhstan, Kírgízía, Tadzhíkístan, Túrkmenístan og Úzbekístan. Vesturhluti Kazakhst- an er á evrópsku landi. Kæmi þar einhver til valda, sem fylgdi svip- aðri stefnu og Kemal Ataturk í Tyrklandi fyrr á þessari öld, kynni Kazakhstan að hafa áhuga á aðild að Evrópuráðinu og þykja gjald- gengt þar vegna „evrópskrar stefnu“ sinnar. Strangar kröfur Enn hefur ekki fengist niður- staða um það, hvernig staðið skuli að stækkun Evrópuráðsins. Málið er til umræðu á Evrópuráðsþinginu og einnig á vettvangi fastafulltrúa ríkisstjórna aðildarlandanna. Þá ætti það einnig að ræðast á opinber- um vettvangi í einstökum aðildar- löndum. Allir hljóta að vera sammála um, að stækkun Evrópuráðsins má ekki verða til þess að slakað sé á kröfum um virðingu fyrir lýðræði og mann- réttindum á vettvangi þess. Einmitt þess vegna verður að líta á stjómar- hætti í umsóknarlöndum og ganga úr skugga um að stjórnendur þeirra séu í raun kjörnir með lýðræðisleg- um hætti. Þá verður æ mikilvægara að tryggja rétt minnihlutahópa með alþjóðlegum afskiptum. Við stöndum frammi fyrir þeirri hörmulegu staðreynd, að blóðug átök eiga sér stað í Evrópu. í hug- um margra býr sá ótti, að slík átök kunni að magnast og ná til fleiri svæða, ef lýðræði og mannhelgi hljóta ekki skjóta viðurkenningu. Skrefin frá alræði til lýðræðis eru ekki síst sársaukafull vegna þess virðingarleysis fyrir mannréttind- um, sem var aðal kommúnismans. Um leið og staðinn er vörður um hinar ströngu kröfur Evrópuráðs- ins, þurfa aðildarríki þess markvisst að hjálpa þeim ríkjum, sem utan ráðsins standa, að verða gjaldgeng í því. Þeim mun fleiri ríki sem kom- ast í gegnum nálarauga Evrópu- ráðsins, því minni líkur á, að hrun kommúnismans leiði til meiri hörm- unga og blóðugra átaka. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík og formaður Islandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Nei þýðir nei Nauðgun er glæpur eftir Ragnheiði Mar- gréti Guðmundsdóttur Á sumrin hlýnar örlítið í lofti hér á íslandi. Þar með getum við leyft okkur aðeins meiri útiveru en á veturna og lifað dálítið fijálsara lífí. Við förum í útilegu og steikjum pylsur á eldi við læk í fámennum vinahópi eða við sækjum stórar tjaldsamkomur. Og nú er framund- an helgin sem flestir unglingar hlakka svo til og sem margir for- eldrar óttast svo mjög. Unglingam- ir hlakka til að hittast, syngja, dansa og sofa í tjaldi. Foreldrarnir óttast slys, slagsmál og nauðganir. Auðvitað væri þægilegra að loka augunum fyrir þessum skuggahlið- um útihátíða. En það er skylda okkar að gera allt sem við getum til að fyrirbyggja hættuna og slæm- ar afleiðingar hennar. Nú hefur reynslan sýnt að nauðganir á útihá- tíðum um verslunarmannahelgina era svo algengar að ástæða þykir til að hafa sérstaka ráðgjafa þar til að sinna þolendum þessa glæps. Ráðgjafar frá Stígamótum á útihátíðum Stígamót sendu fjórar konur til að sinna ráðgjöf á útihátíðum um verslunarmannahelgina í fyrrasum- ar. Tvær þeirra fóru í Húnaver og tvær á þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Hlutverk þeirra var að styðja við bakið á konum, í flestum tilfell- um ungum stúlkum, sem hafði ver- ið nauðgað. Ráðgjafarnir voru með stúlkunum við skýrslutöku lögreglu og við læknisskoðun ef þess var óskað. Einnig fengu þær stúlkur, sem þess óskuðu, áframhaldandi stuðning. Slíkur stuðningur auðveldar stúlkunum að kæra nauðgunina. Varð starf ráðgjafanna þannig til þess að fleiri kærar bárust til lög- reglu en ella og er ánægjulegt að geta sagt frá því að samstarf við lögregluna var mjög gott. En hér er þó mikilvægara að gera sér grein fyrir því að það flýtir fyrir andlegum bata þolanda nauðgunar að hitta fljótt einhvem sem skilur líðanina og sem dæmir ekki. Áhrif nauðgunar eru nefnilega djúpstæð og fylgja þolandanum lengi. Þess vegna er mikils virði að geta boðið áframhaldandi stuðning á Stígamótum með einkavitölum, í sjálfshjálparhópum og jafnvel með námskeiði í sjálfsvöm. Þetta notuðu margar af þeim stúlkum sem nutu stuðnings ráðgjafanna frá Stíga- Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir „Það er ótrúlegt en satt að margar nauðganir á útihátíðum gerast fyrir fótum fjölda manna.“ mótum í fyrra en þær vora ótrúlega margar. Reynslan frá verslunarmanna- helginni í fyrra sýnir að það er sann- arlega ekki vanþörf á að ráðgjafar sem hafa sérþekkingu á nauðgunar- málum og reynslu af því að vinna með þolendum nauðgunar séu til staðar á fjölmennustu útihátíðun- um. Það er blátt áfram lífsnauðsyn- legt. í ár munu því ráðgjafar frá Stígamótum vera á útihátíðunum á Eiðum, Kaldármelum og á þjóðhá- tíðinni í Vestmannaeyjum. Þær munu sinna ráðgjöf, líkt og gert var í fyrra, auk þess að svara spurn- ingum og veita upplýsingar ef tóm gefst til. Hægt er að nálgast þær gegnum lögreglu og hjálparsveitir eða fara til þeirra beint. Nei þýðir nei Þó að umræðan um nauðgunar- mál sé komin á það stig að flestir séu sammála um að „nei“ þýði „nei“ gerist það enn að karlmenn nauðga. Þess vegna vil ég nú enn á ný höfða til ábyrgðar allra manna. Ég vil fyrst höfða til ábyrgðar karlmanna, að þeir þvingi ekici kon- ur til samfara gegn vilja þeirra. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hve alvarlegt afbrot nauðgun er. Nauðgun er ekki bara óþægilegar samfarir heldur innrás í líkama konunnar þar sem hún er viðkvæmust fyrir. Hið sama gildir ef stúlkan er brennivínsdauð og getur ekki sýnt mótþróa. En því miður eru slíkar nauðganir algeng- ar á útihátíðum þar sem unglingar koma saman. Það er sjálfsagt erfitt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna en flestir eigið þið mæður, systur, eiginkonur eða dætur sem þið getið sett í spor þeirra sem verða fyrir slikri innrás. Ég vil líka höfða til ábyrgðar kvenna og stúlkna á eigin lífí. I líf- inu verður maður að sýna svolitla fyrirhyggju, ákveða sín mörk fyrir- fram og tjá þau skýrt. Nauðganir verða nefnilega svo oft vegna óskýrra tjáskipta. Vertu ákveðin þegar þú segir „nei“ og láttu taka mark á „nei“-inu. Það er líka mikilvægt að drekka ekki frá sér skynsemina. Þar með er ég ekki að segja að það sé kon- unni að kenna ef henni er nauðgað í fylleríi. En ofdrukknar konur og stúlkur eru auðveld bráð. Almenningur verður líka að finna til sinnar ábyrgðar, að loka ekki augunum fyrir því sem er gerast. Það er ótrúlegt en satt að margar nauðganir á útihátíðum gerast fyrir fótum fjölda manna. Vinir og vin- konur, jafnvel óviðkomandi fólk, skiptið ykkur af; verið ófeimin að spyija hvort ekki sé allt í lagi ef þið hafið minnsta grun. í tilefni af verslunarmannahelg- inni hafa Stígamót látið prenta áletrunina „Nei þýðir nei. Nauðgun er glæpur“ á boli sem verða til sölu víða um land. Vonandi vilja sem flestir taka þátt í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi með því að klæðast slíkum bolum. Það má spyija hvers vegna alltaf þurfi að spilla allri gleði með fyrir- fram áhyggjum. Hvort það lýsi ekki óþarfaáhyggjum að vera alltaf að minna á nauðganir hvað þá að prenta orðið „nauðgun" framan á stuttermaboli. En ég hef þá trú að eina gagnið sem við getum haft af áhyggjum okkar sé að nota þær til að fyrirbyggja. Og besta ráðið sem við höfum til að fyrirbyggja nauðg- anir er að tala þær í hel. Höfundur er framhaldsskólakennari og á sæti í frumkvæmdahópi Stígamóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.